Morgunblaðið - 25.08.1972, Page 22
22
1 ■,'i' j'" • '■ '■*<' '■ _____ n.,
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 19T2
Ölafur Jónsson, sýn-
ingarstjóri — Minning
Fæddur 6. .jiiní 1902.
Ðáinn 17. ágúst 1972.
ÓlaCur Lándal Jónsson, fyrr-
verandi sýning-arstjóri Nýja
bíós, lézt að kvðldi 17. ágúst
síðast liðins, sjötrugur að aidri.
Hann hafði lengi átt við van-
heilsu að stríða og af þeim sök-
tnm orðið að láta af sýningar-
störfum fyrir nokkrum ár-
uim. Hann hélit þó áfram að
starfa hjá fyriirtælcnu, sem
hann hafði unnið svo dyggiíega
í samfleytt 55 ár, unz kraftar
hans brustu á síðast liðnum
vetri. Með honum er genginn
góður drengur og vinsæll Reyk
víkinguir, sem sefti svip sinn á
bæinn í þá góðu gömlu daga,
þegar flestir könnuðust við Ó:a
í bíó, eins og hann var jafnan
nefndur af kunningjunum. Þeg-
ar ég spurði lát þessa vinar
míns og kollega, rifjaðist það
enn upp fyrir mér er fundum
okkar bar saman í fyrsta sinn,
fyrir rúmum fimmtíu árum. En
ftmsta endurminnin.g min um
kvikmyndir er tengd Ólafi. Ég
var smápatti og fékk að líta inn
1 sýnimgarklefa Nýja biós,
sem þá var til húsa í austursai
Hófcel Islands. Þar var fyrir ung
ur maður og hafði verið að sýna
Chaþlinmynd. Stjömandi und
ursins, sem ég hafði orðið sjón-
arvottur að, vakti engu minni
aðdáun mína en sjálf sýningar-
taekin. Ungi maðuirinn var Ólaf-
ur L. Jónsson, þá nýbyrjaður
sýningarstarfið. Rúmum áratug
siðar áfctu leiðir okkar aftur að
ÍLiggja saman og v'nátta að tak
ast og síðar nokkuð samstarf.
Ólatfur var fæddur á Borðeyrl
6. júní 1902, sonur hjónanna
Salóme og Jóns Melsted. Með
þeim fluttist hann til Reykjavík
ur nokkru síðar. Það var ætlun-
ir. að hann gerðist verzlumai mað
ur, er harrn hefði aldur tíl Og
árið 1916 vann hann við af-
greiðslustörf hjá klæðaversíiun
Andrésar Andréssonar, þegar
honum bauðst að selja mynd-
skrár á kvöldin og visa gestum
til sætis í Nýja bíóL Eigi mun
hann hafa grunað að þetta auka
starf yrði upphafið að ævistarfi
hans. En ungi pilturirm hefir
unnið traiust nýju húsbændanna,
því brátt er hann Xátinn læra að
sýna kvikmyndir og verður ann
ar sýningarmaður hússins, sem
var eigi lítið ábyrgðarstarf fyrir
17 ára pilt. Eftir að Nýja bíó
flytur úr Hótel íslandi á núver-
andi sfað 1920, verður starf
Ólafs við kvikmyndahúsið að
aðalstarfi hans. Og í ágúst ár-
ið eftir er hann ráðinn sem sýn-
ingarsrtjóri — startfi, sem hann
ge-gndi síðan í hálfa öld. Ólafur
kemur víðar við sögu kvik-
myndanna hér á landi. Hann
hafði þannig verið aðstoðamiað-
ur við töku „Sögu Borgarætt-
arinnar“ sumarið 1919, og sýndi
kvikmyndina siðan, þegar Nýja
bíó opnaði i nýjum húsakynn-
um. Eimnlg var Óiafur oft Lofti
Guðmundssyni Ijósmyndara til
aðstoðar, þegar hann var að
kvikmynda á árunum 1924— 30.
Sumarið 1929 dvaldist hér
á landi danskur kvikmynda-
tökumaður, Leo Hansen og
gerði íslandskvikmynd. óiafur
var aðstoðar- og leiðsögumaður
hans og ferðaðist með honum
víðs vegar uim landið. Á stríðs-
árunum síðari fjölgaði kvik-
myndahúsum ört, bæði hér
í borg og úti á landi, svo það
var orðinn nofckiuð s.tór hópur
manna, sem störfuðu að sýningar
störfum. Þótti þvi tímabært að
sýnimgarmenn tæfcju höndum
saman og stofinuðu félag. Það
var fyrst og fremst fyrir áhuga
og duignað Ólatfs, að „Félag sýn
imigarmamna við kvikmyndahús"
var stofnað 1945. Ólafur var
líka kjörinn fyrsti formaður fé-
iagsins og gegndi því starfi
fyrstu sjö erfiðusitu árin. Hann
vann öfcullega að því að sett var
regluigerð uim sýningarmianns-
starfið, og var jafnframit skip
aður í fyrstu prófnefindina, sem
sett var saankvæmt reglu-
gerðinni. Hann hefur ainnig haft
roarga nemendur í starfinu um ár
in. Sem þakklætisvo'tt fyrir óeig
ingjamt starf í þágu stéttar-
bræðranna, gerði F.S.K Ólatf að
fyrsta heiðursfélaga sínum fyr-
ir nokkrum árum.
Ólatfur var góður dtengur,
sem sýningarmönnum þótt: gott
að leita til. Hann var fjöriegur
Eiginmaður minn.
andaðist 22. ágúst.
GUÐMUNDUR JÓNSSON,
Kirkjubraut 21, Akranesi,
Hólmfríður Asgrímsdóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar
ASGEIR H. GiSLASON,
bifreiðastjóri B.S.R., Karlagötu 2.
lézt að kvöldi 23. ágúst í Borgarspítalanum.
Guðrún Marsveinsdóttir og dætur.
Eiginkona mín t
HELGA JÓNSDÓTTIR,
Asabraut 6, Grindavík,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju laugardaginn 26. þ.m.
kl. 14.00,
Einar Jónsson.
t
Innilega þakka ég þeim sem sýndu mér samúð og vináttu
við fráfall og útför eiginkonu minnar
KRISTlNAR STEFFENSEN,
Aragötu 3.
Jón Steffensen.
í viðræðum, enda gædtlur rikri
kámniig'áfu og sagði oft skenumiti-
lega frá atvikuim iiðinna daga.
Sú var tíðin, að í féiagsiskap
okkar þótti ekikert mál vel til
lykta leitt nema hann hefði ver-
ið með í ráðum.
Þá er efitir að geta mesta gæíu
spors Ólafs, er hann kvæntist
Guðrúnu Karvelsdóttur, hinni
ágætustu konu, sem lifir manin
simm. Þau studdu hvort annað í
blíðu og striðu, og hjónaband
þeirra einkenndist af samheldni
og ástúð. Þau Guðrún og Óiafur
eignuðust tvo syni: Birgi. skrif-
sitofustjóra hjá Fluigfélagi Is-
líands, og Jón, sem er bankamað-
ur.
Um leið og við félagar í F.S.K.
þökkum Ól&tfi brautryðjanda-
starf I þágu stéttar okkar og
margar óglleymanlegar stund-
iir, sendum við hams góðu
konu, sonum þeirra og öðrum að
standendum, okkar imulegustu
samúða'rkveðju.
Ólafur Árnason.
I dag er til moflidar borinn
Ólaifur Jónsision fyrrum sýninigiar
stjóri i Nýja bíói. — Ég rita hér
enga mmniimgargrein, heldur ber
aðeins fram þakkir okkar gam-
alla samferðainnaRna hans, sem
söknuim hans.
Við köifluðuim hann alltaf
„Óla í bíó“ og það vár alltaf
gaiman að mæta honúm, þvi
hann átti iogandi auigu og liif-
andi hugsun og kiom ölluim i gott
skap, sem hann ræddi við.
Ólafur átti ðvenjulega per-
sónufcöfra, og það er sem eg sjái
hann fyrir mér enn, brosandi,
leiftrandi, í þvi gamla Austur-
stræti, þar sem hvorki bila-
mergð né veltferðarríkisþrætur
skyggðu enn á sólina. — Þar
sem gatan angaði af sjálfri sér
og prýddist af þrf giaða og
bjarta fólki, sem um hana gekk.
1 þeirri Reykjavík áfcti Ólafur
heima.
Á Guð trúði hann. Guð biessi
hann — og þá, sem hann skiiur
hér eftir.
Garðar Svavarsson.
Óiatfur LindaJ Jónsson ww 555
ÓLAFUR Lindal Jónsson, sýn-
ingarstjóri, vinur minn, andað-
iist þemn 17. þ.m. eftir langvar-
andi veikindi.
Óli í bió, em svo var hann ávallt
kallaður, var fæddur 7. júni 1902
og þvi 70 ára, er hann Iézt.
Hann var eimkasonur þeirra
hjóna Salome Dainlelisdóttur og
Jóns Melsteð Jónssonar skálds,
en ekki kann ég að rekja ættir
Óla tfrekar.
ÓIi í bíó var sérstæður maður
og öllum þeim, er homum kynnt-
ust, eftirminnifegur sakir gíað-
værðar sinnar, rikrar kimnigáfu
og var á fyrri árum aufúsugesit-
ur á hekríilum hér í bæ, sprlaði
þá á hijóðfæri og söng, oft
græskulausar gamanvísur, sem
þá settu svip sirrn á bæinn, einn
þáttur skemmtanalifsiins ásamt
„revíumim".,
Ég held, að ég halli ekki á
neinn, þótt ég staðihæfi að eng-
imi maður hafi lagt eins mikla
vinnu atf mörkum á si. hálfri
öld í sambandi við skemmtana-
líf bæjarins eins og Óli í bíó, en
sem sýrdngarsitjóri í Nýja biói
starfaði hann um 50 ára skeið.
Óii byrjaði í gamla Nýja bíói
við það að selja „prógröm",
sem þá voru prentuð með þöglu
myndunum, en varð fljótfega að-
stoðarmaður í sýningarklefan-
um, en úr honum fór hasrín ekki
á meðan heilsan teyfði.
Það var svo sem ekki bára „að
sýna“, sem það var kallað, eina
til tvær sýningax á kvöldi, held-
ur þurfti Óli að sinna ótal öðr-
um sitörfum I þágu Nýja biós,
sem voru sýndngarmaninisstarfinu
óskyld og var þá ekki hugsað
um eftirvinnu og aukagreiðslur
eins og nú, þegar ekkert fæst
gert nema fyrir peninga.
Þessi störf voru m.a. að
,,stimp]a“ aðgöngumiða næsta
dags að sýniingu lokinni, sjá um
útlán mynda til kvikmyndahúsa
úti á landi, sem Nýja bíó sá um,
sjá um prentun „prógrama“ og
koma auglýsingum í dagblöðin,
svo og að ,,prufa“ kvikmyndir
áður en þær voru sýndar opin-
beriega og þá sýndar fyrir „kvik-
myndaeftirlitið". Allt þetta vann
Óli í bíó af mikilli nákvæmni og
snyrtimennsku og bar sýningar-
klefinn þess merki, en þar var
staður fyrir hvem hlut og hver
hlutur á sínum stað.
Ég átti því láni að fagna að
kynnast Óla í biö og um skeið
starfaði ég sem unglingur í bíó-
inu á kvöldin. Ég á margs að
minnast frá þeim árum og þeg-
ar ég.tfór utan til flugnáms árið
1928, voru bréfin frá Óla í bió
eitthvað það kærkoimnasta, sem
ég fékk, og mam ég að stundum
hló ég upphátt, er ég las lýsing-
arnar af bæjarlifinu, en það var
þá öllu litskrúðugra heldur en
nú, þegar öilu hefur verið þrýst
niður á flatneskju meðalmennsk-
unnar og eldd er eínu sinni hægt
að semja reviu um lífið í landinu
sakir atburðaleysis.
Oft sendi Óli í bió mér smá
visu og á ég þessar gersemar
enn f fórum mínum.
Að tokum vil ég færa þér, Óli
minn, hjartans þaiddr fyrir
skemmtifega samfyigd í lífinu
um teið og ég flyt áistvinum þin-
um samúð mina.
Sigurður Jónsson,
flugmaður.
Petrea Jörgensen
Fædd 29. des. 1879
Dáin 19. ág. 1972
PETREA vax fædd að Grund á
Akranesi. Hún var dóttir Ragn-
heiðar Þorgrímsdóttur og fyiri
manns hennar, Halldóns Einars-
sonar útvegsbónda. Þegar hún
var 18 ára fór hún til Reykj a-
víkur til náms I Kvennaskölan-
utm. 31. mai 1902 giftiist hún Júií-
usi Jörgensen veitingamanni á
Hótel ísJandi. Sambúð þeirra
varð ekki 16ng. Hann lézt 1908.
Eftir Iát hans dvaldi Petrea
nm nokkuirt skeið í Reykjavík og
Kauprnannahöfn og fiuttist síð-
an til Akraness, þar siem hún
andaðist I hárri elli.
Petrea var orðin liðliegia sjö-
tug, þegar ég kynntist henni.
Hún bjó þá hjá Emilíu Þprstems-
dóttur, systuir sinni, ekkju Þórð-
ar Ásmun dssonar útgerðar-
mianns. Það var mjög kært með
þeim systrum og þær höfðu ein-
stakt iag á því að skapa fWisk-
tegt og óþvingað andrúm.sloft á
heimili sínu. Það var glatt á
hjalia í Grun d areldhúsinu á
mongnana, yfir rjúkandi kaffi og
illmandi, nýbökuðu brauði. Þar
var ekki töiuð nein tæpitunga,
þar fengu eldri sem yngri að
njóta sán, þar þekktist ekki hið
svokalaða kynslóðabil. Við hjón-
in vonim svo liánsöm að eiignast
þar fiastan sesis eftir að við flutt-
umst til Akramess.
Emilia andaðist fyrir allmörg-
uim árum, og þá stóðu Petreu all-
ar dyr opnar hjá systurbörnuim
sinum og börnutn þeirra. Síðast-
Iiðið ár dvaildi hún á Sjúkrahúsi
Akraness.
Það var ávinningur að kynn-
ast Petreu og jákvæðum lífsvið-
horfum hennar. Hún prýddi um-
hverfí sdtt, þessi tígulega, glað-
væra kona. Það var skemmtitegt
og fróðtegt að heyra hana rifja
upp endurminningar frá dvöl
sinni í Reykjavik og Kaupmanna
höfn. Hún var fiundvis á hlð
bezta í fari fólks, en Iét ávirðing-
ar þesis liggja I Iáginni. Petrea
yar barnlaus, en litHr frændur
og frænfcur áttu athvarf hjá
henni, sem væru þau henniair eig-
in böm, enda voru þaiu mjög
hænd að Petu frænku. — Hún
bar hinn háa aldur vel, en slð-
ustu mánuðurnir voru henni
erfiðir. Þá brást ekki fremiur en
fyrri daginn ræktarsemi skylid-
fóiks hennar.
Við senduim. hinum stóra hópi
aðstandenda innileigar saimúðiar-
kveðjur og gleðjúmst með þeim
yfir björtum og giliöðum minninig-
um uim hina látnu heiðurskonu.
Ragna Jónsdóttir.
SKILTI A GRAFREITI
OG KROSSA.
Flosprent sf Nýlendugötu 14
sími 16480.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug við
andflát og jarðarför föður míns og bróður okkar
GfSLA GISSURARSONAR
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sólvangs í Hafnarfirði
fyrir góða umönnun í veikindum harvs.
Herbert Gíslason og systkini hins látna.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við ancflát
og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
MARGRÉTAR SIGURÐARDÓTUR,
Skaftahlið 42.
Ragna Gísladóttir, Bjarni Guðmundsson,
Sigurjón Gísláson, Hulda Amundadóttir,
barnabörn og barnabarnaböm.