Morgunblaðið - 31.08.1972, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 1972
O.tgefandi hf Árvdk'uc Rfeykjavfk
Fr.am'kvs&mdastjóri Ha.raW.ur Sveinsaon.
Ritatj'órar M.attihías Johanoessen,
Eýjólifur KonréO Jórisson
AðstoOarritstjóri Sityrmir Gunnarsson.
RrtS’tjórrrar.f.uil'tirúi Þforbtjönn Guðmundsson
Fréttastijóri Bjöm Jóihanrvsson.
Augíýsingastjóri Árrri Garðar Kristinsson
Ritstjórn og afgreiðsla Aöals+ræti 6, sfmi 1Ó-100.
Augi?ý.singar Aðalatreeti ©, sfmí 22-4-60
ÁslkriftargjaM 226,00 kr á rniánuði itYnanlands
( teusasöfu 16,00 Ikr einta'kið
Pftir tæpan sólarhring taka
hin nýju fiskveiðitak-
mörk okkar íslendinga gildi.
Á þeim tímamótum er tilefni
til að rifja upp nokkrar
helztu röksemdir okkar fyrir
réttmæti þeirrar ákvörðunar
að stækka fiskveiðilögsöguna.
Niðurstöður vísindalegra
rannsókna benda eindregið til
þess, að knýjandi þörf sé á
að stórauka friðunaraðgerðir
á fiskimiðunum í kringum
landið. Verði það ekki gert,
er yfirvofandi hætta á ger-
eyðingu þeirra. I>ar með væri
lífsafkomu íslenzku þjóðar-
innar stefnt í voða og grund-
völlur brostinn fyrir búsetu
okkar í landi, sem við höfum
byggt í 1100 ár. Sérhver þjóð,
sem stæði frammi fyrir slík-
um vanda, mundi grípa til
þeirra ráða, sem hún ætti til-
tæk.
Landgrunnið og þau auð-
æfi, sem í því finnast, eru
eign íslenzku þjóðarinnar.
Það er hvarvetna viðurkennt
og ekki um það deilt. Bretar,
sem nú gera sig líklega til
þess að brjóta þær reglur,
sem við íslendingar höfum
sett um nýja fiskveiðilögsögu,
hafa uppgötvað stórfelldar
auðlindir á sínu landgrunni í
Norðursjónum og munu auðg-
ast gífurlega á næstu árum
og áratugum á þeirri olíu,
sem þar er að finna. Hvernig
getur þessi sama þjóð haldið
því fram með nokkrum hald-
bærum rökum, að hún eigi
olíuna á botni Norðursjávar
úti fyrir ströndum Bretlands,
en að íslendingar skuli ekki
hafa yfirráðarétt yfir þeim
auðæfum, sem er að finn-a í
hafinu yfir landgrunninu við
ísland? Hvar er hin víðfræga
sanngimi Breta nú?
Engin alþjóðalög eru í gildi
um víðáttu fiskveiðilögsögu,
en þróunin hefur verið sú á
undanförnum árum, að hún
hefur sífellt stækkað. Aðeins
örfáum árum eftir að Bretar
hættu hernaði á fiskimiðun-
um við ísland í þeim tilgangi
að brjóta á bak aftur útfærsl-
una í 12 mílur, tóku þeir
sjálfir upp 12 mílna fiskveiði-
landhelgi. Fjölmargar þjóðir
hafa gert tilkall til 200 sjó-
mílna fiskveiðimarka og
margt bendir til þess, að
stuðningur við svo víðáttu-
mikil fiskveiðitakmörk fari
vaxandi.
Viðbrögð Breta, Vestur-
Þjóðverja og nú síðast Sovét-
ríkjanna við útfærslu fisk-
veiðilögsögu okkar sýna, að
stórþjóðirnar eru ekki enn
reiðubúnar til þess að fallast
á, að smáþjóðirnar skuli hafa
sama rétt og þær sjálfar taka
sér til handa. í slíkum heimi
eiga smáþjóðir á borð við
okkur íslendinga aðeins einn
kost, þann, að berjast með öll-
um tiltækum ráðum fyrir
sínum rétti. Það gerum við
íslendinga nú. Við eigum við
ofurefli að etja. Við höfum
ekki bolmagn til þess að
knýja hið gamla, brezka
heimsveldi til þess að hlýta
þeim reglum, sem við setjum
til þess að vernda lífsafkomu
okkar. Við ráðum heldur ekki
yfir þeim tækjum, sem duga
til þess að hrekja þýzka tog-
ara úr okkar landhelgi eða
sovézk fiskiskip, ef þau sýna
sig.
Við erum lítilmagninn í
þeim hildarleik, sem kann að
verða háður á fiskimiðunum
kringum landið á næstunni.
En sigraði ekki Davíð Golíat?
Hversu mörg dæmi er ekki
hægt að nefna úr sögunni um
það, að sá minnimáttar hafi
sigrað að lokum vegna þess,
að hann barðist fyrir réttum
málstað. Við unnum sigur á
Bretum í landhelgisdeilunni
1958. Við munum vinna sig-
ur á þeim og öðrum, sem
virða að vettugi 50 mílna
mörkin, sem ganga í gildi á
miðnætti í nótt.
Bretar eru skynsöm þjóð.
Þeir hafa sjálfir átt í harðri
baráttu til þess að verja eig-
ið sjálfstæði og sína hags-
muni. En þeir hafa líka marg-
sinnis reynt að troða á rétti
annarra. Þeir lærðu af reynsl-
imni frá Súez 1956 og hafa
ekki gert aðra slíka tilraun,
en þeir telja sig greinilega
enn eiga í fullu tré við smá-
þjóð eins og íslendinga.
Bretar eiga kost á sanngjöm-
um og heiðarlegum samning-
um við okkur íslendinga. Er
svo komið fyrir þessu gamla
heimsveldi, að það eigi ekki
lengur nægilega víðsýna og
vitra leiðtoga, sem hafa
manndóm til þess að ganga
til slíkra samninga við smá-
þjóð?
DAVIÐ OG GOLIAT
(Tr%
i
K /v—
4. * m
forum
world leatures
Hvað varð um
rússnesku
njósnarana?
Eftir David Rees
Hvað hefur orðið um hina 105
rússnesku njósnara, sem brezka ríkis
stjórnin rak úr landi i september
1971? Hvað er vitað um þessa menu?
Hver eru helztu vandamál við að
koma þessum þrautþjálfuðu njósnur
um til annarra landa?
Búast má við að Sovétmenn reyni
að lauma brottreknu njósnurunum
til landa, fjarlægum Bretlandi, þar
sem töluð er enska. Þannig hafa tveir
hinna brottreknu skotið upp kollin-
um í Austurlöndum fjær. Eduard V.
Ustenko, sem var annar sendiráðs-
ritari Sovétríkjanna í London, kom
þann 12. febrúar s.l. til Colombo á
Ceylon, sem fyrsti ritari sovézka
sendiráðsins þar. Vikto T. Veklenko,
sem var þriðji sendiráðsritari í
London, hefur síðan 29. maí verið
þriðji ritari sendiráðsins í Bangkok,
Langt er frá að allir hinna brott-
reknu hafi verið diplomatar, en það
gerir KGB og sovézku herleyniþjón
ustunni erfiðara fyrir um endurdreif
ingu þeirra um heiminn. Þó að opin-
ber listi yfir hina brottreknu hafi
ekki verið birtur af brezku stjórn-
inni er hægt að sjá, með því að bera
saman brezka diplomatalistanm frá
þvi í október (áður en brottrekstur-
inn varð) við listann frá í desember,
að 46 rússneskir diplomatar hafa ver
ið reknir.
Af þessum 46, voru níu háttsettir
ráðgjafar, sex fyrstu ritarar, níu aðr
ir ritarar, fjórtán þriðju ritarar og
afgangurinn sendiráðsráðunautar.
Þeir sem eftir eru af þessum 105 eru
hvorki diplomatar né bera titilinn
verzlunarfulitrúar. Jafnvel sumir
„diplómatarnir" eins og Riehard
Vaygauskas, ræðismaður, eru ekki á
diplómatalista. Annar slíkur er Yuri
Khodzhayev, fulitrúi Sovezportfilm i
London. En þegar litið er á heild-
ina var tæpur helmingur titlaður
dipiómatar.
Samkvæmt New York Times (3.
október 1971) höfðu niu af hinum
105 brottreknu starfað í Bandaríkj-
unum. Fimm þeirra voru ekki á
brezka diplómatalistanum. Þeir voru
Sergei Golubev, áður fyrsti sendi-
ráðsritari i Washington, Ivan Azar-
ov, einnig fyrsti ritari, Vaygauskas,
seni áður var nefndur, ungfrú Emilia
Petrovicheva og einkaritari fyrrver-
andi fiugmálaráðunauts sovézka.
sendiráðsins í Washington, Vsevelod
Generalov. Sá síðast nefndi hafði
þegar árið 1962 verið lýstur „persona
non grata“ af Bandarikjastjórn, fyr-
ir njósnir. Þannig virðast Bandarík-
in einnig vera nokkuð lokuð fyrir
KGB.
FYRSTA SENDIFÖR
Samt sem áður, ef hægt er að
dæma af reynslunni, eins og dæmið
úr New York Times sýnir, þá munu
Sovétmenn Ieggja mikið á sig til að
reyna að koma sem flestum þeirra
105, sem Bretar ráku, til annarra
landa.
Talið er að meira en helmingur
þeirra sé undir fertugs aldri, og að
margir þeirra hafí verið í sinni
fyrstu sendiför. Á meðan Rússar
eru ákveðnir í að afskrifa sem fæsta
hinna brottreknu, sem njósnara, eru
vestrænar leyniþjónustur og jafnvel
þær í þriðja heiminum, ákveðnar í
því að koma í veg fyrir endurdreif-
iingu þeirra frá Sovétríkjunum.
Af eðlilegum ástæðum myndu
Rússar vilja koma sem flestum hinna
105 brottreknu fyrir í ensikumælandi
löndum. En af hinum 52 af hinum 105
sem voru reknir frá Bretlandi, sem
vita er um nöfn á, hafa 15 annað
hvort starfað i Bandaríkjunum eða
Brezka samveldinu. Eflaust eru þeir
fleiri.
Rússarnir gætu auðvitað sent
diplömatana sína aftur vestur fyrir
undir röngum nöfnum, og það hafa
þeir reyndar gert, eins og t.d. til
Vínar og Caracas. En að senda mik-
inn fjölda, með fölskum nöfnum,
krefst vandlegs undirbúnings, auk
þess, sem hættan um stjórnmálalegt
hneyksli vofir stöðugt yfir ef ein-
hver þeirra yrði handtekinn. Þar af
leiðandi, sem þrautalendingu, reyna
Rússar að koma sem flestum hinna
105 til landa eins langt frá Bretlandi
og hægt erl Samanber Ustenko og
Veklenko til Colombo og Bangkok.
„Tchebotarev málið“ í Belgíu sýn-
ir hvað Rússar leggja mikið i og
undirbúa vel njósnastarfsemi sína.
Málið kom upp skömmu eftir að hin-
ir 105 höfðu verið reknir frá Lond-
on, þegar Anatoli Tchebotarev, verzl
unarfulltrúi í Brussel, flúði til Banda
ríkjanna.
Málið oili miklum umræðum í belg-
ískum blöðum, þvi að eftir flótta
Tchebotarevs yfirgáfu 16 sovézk-
ir diplómatar Belgiu. Níu þeirra fóru
að vísu að beiðni belgisku stjórnar-
innar. En það sem þetta dæmi sýnir,
er hve nákvæmur allur undirbúning
ur og áætlanir höfðu verið gerðar
um njósnastarfsemina, — en sem
hrundu gjörsamlega eftir að einn
hafði yfirgefið kerfið.
1 því sambandi hefur verið bent á
í belgiskum blöðum, að einn þeirra,
sem var rekinn frá Belgiu, er Valent
in Zaitsev, ráðgjafi við sovézka
sendiráðið í Brussel, sem hafði kom-
ið sér upp mjög góðum samböndum
við belgíska vísindamenn, sem höfðu
samskipti við Sovétríkin. Annar sem
Belgar ráku var Boris Triohine,
tæknifræðingur hjá sovézku verzlun
arsendinefndinni, en hann nam við
Frjálsa háskólann í Brussel í kring
um 1960. Áður en hann var rekinn,
hafði hann náð góðum samböndum í
Belgíu, en hann sá um innflutning á
vélum, til efnagerðar, til Sovétrikj-
anna. En undir því yfirskyni hafði
annar sovézkur njósnari, sem áður
hafði verið vísað úr Landi, starfað.
AUGLJÓSAR HLIÐSTÆÖUR
Tchehotarev málið er augljós hlið-
stæða brottrekstursins frá Bretlandi,
og sýnir hve vandað er til sendinga
sovézkra njósnara. En margir þeirra,
sem Bretar ráku, voru þó ekki þraut
þjálfaðir sem njósnarar. Þvi má bú-
ast við að nokkrum hinna 105 verðí
fengin önnur störf. Tveir hinna hátt-
settari ráðgjafa, sem Bretar ráku,
Igor Biryukov og Georgy Kuznetsov,
og einn fyrsti ritarinn, Leonid Rog-
ov, unnu áður sem blaðamenn erlend
is. Tveir þriðju ritaranna stunduðu
nám við vestræna háskóla, og væru
líklegir til að halda þvi áfram við
sovézka háskóla.
Og ekki er útilokað að mörg-
um hinna 105, verði fengin ný,
óskyld störf. Og ekki er ólíklegt að
svo hafi þegar farið fyrir einum
KGB manninum, þvi að vestrænn
ferðamaður til Moskvu, segir frá þvi
að Intourist leiðsögumaðurinn hafi
verið ótrúlega fróður um lifið á bjór
kránum i London. Er Rússinn sagð
ur hafa sagt, að hann hafi yfirgefið
Bretland „all skyndilega" skömmu
fyrir síðustu áramót. Ekki kvaðst
hann bera kaldan hug til Breta þó
að hann hefði þurft að skipta um
starf, og bætti við: „en ég sakna
virkilega enska bjórsins. . . “
Þrátt fyrir allan hverfulleika í sam
skiptum, þá hefur Bretland alltaf
sinn sjarma, jafnvel í augum KGB
manna.