Morgunblaðið - 01.09.1972, Side 10
MORUUWBÍ,A£>iÐ, FOSTUDAUUK 1. SUK'i'UMBKK 1972
1U
Jón Jónsson, Davið Ól-
afsson og Hans G. And-
ersen ræðast við í Genf
1958. Þeir sátu báðar
ráðstefnurnar.
Ráðstefnurnar í Genf
styrktu aðstöðu íslands
Hans G. Andersen flytur ræðu á fundi iandhelgisnefndarinnar á
ráðstefnunni 1958.
ÍSLENDINGAR hafa jafnan
reynt að efla skilning ann-
arra þjóða á mikilvægi fisk-
veiðilandhelginnar. Á al-
þjóðaráðstefmmum í Genf
1958 og 1960 unnu íslend-
ingar að því að fá rétt sinn
viðurkenndan. Á hvorugri
ráðstefnunni tókst þó að
setja ákveðnar reglur um
víðáttu landhefginnar. Engu
að síður voru þessar ráð-
stefnur mikilvægar í bar
áttu íslands og hafa styrkt
stöðu okkar á alþjóðavett-
vangi.
Á aUsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna 1949 var samþvkkt
að fela aiþjóða laganefndinni,
sem þá var nýstofnuð, að
framkvæma heildarathugun á
réttarreglum, sem gilda skyldu
á úthafinu. tslendingar lögðu
til, að þessi könnun næði einn-
ig til réttarreglna um land-
helgi. Þessi tillaga íslands náði
fram að ganga, þrátt fyrir
kröftuga andstöðu margra
þjóða.
Skýrsla alþjóða laganefndar-
innar var lögð fyrir allsherjar
þingið 1956. Málið þótti þá svo
umfangsmikið og flókið, að
ákveðið var að kalla saman sér
staka alþjóðaráðstefnu, sem
tæki til meðferðar réttarregl-
urnar á hafinu O'g víðáttu land
helginnar. Island greiddi eitt
ríkja atkvæði gegn því, að
þesssi ráðstefna yrði haldin. ís
lendingar vildu hins vegar, að
allsherjarþingið fjallaði sjálft
um málið. Sú málaleitan fékk
ekki hljómgrunn.
Alþjóðaráðstefnan um rétt-
arreglur á hafinu kom síðan
saman í Genf 24. febrúar 1958
og stóð til aprílioka. Ráðstefn-
una sóttu fulltrúar 87 ríkja.
Tillögur alþjóðalaganefndar-
arinnar um réttarreglur á höf-
unum voru lagðar fyrir Genfar
ráðstefnuna. Tillögur nefndar-
innar skiptust i fimm megin-
þætti og voru kosnar fimm
nefndir á ráðstefnunni til þess
að fjalla um hvern þessara
þátta.
Fyrsta nefndin fjallaði um
landhelgina og stærð hennar.
ö.. ur nefndin fjallaði um sigl-
ingafrelsi og réttarreglur á út-
höfunum. Þriðja nefndin tók
til meðferðar fiskveiðar og frið
unaraðgerð'r. Störf þessarar
nefndar voru mikilvæg fyrir ís
land, þar sem hún fjallaði um
friðunarráðstafanir utan fisk-
veiðilögsögu ríkja. Fjórða
nefndin fékk til athugunar
landgrunnið og réttindi yfir
auðæfum þess. Fiimmita nefnd-
in fjallaði síðan um reglur um
aðgamg að hafinu fyrir þau
ríki, sem ekki eiga land að sjó.
Fulltrúar íslands á ráðstefn-
unni voru Hans G. Andersen,
sem var formaður sendinefnd-
arinnar, og Davið Ólafsson, þá-
verandi fiskimálastjóri, og Jón
Jónsson, fiskifræðingur. Ráð-
herrarnir Guðmundur 1 Guð-
mundsson og Lúðvík Jósefs
son sátu ráðstefnuna fyrstu
dagana.
Islendingar lögðu megin-
áherzlu á þrjá þætti: réttinn
yfir landgrunninu, stærð land-
helginnar og friðunarráðstafan
ir utan landhelginnar.
AIJÐÆFI LANDGRUNNSINS
Íslendingar lögðu áherzlu á
að fiskurinn yrði talinn til auð
æfa landgrunnsins, og studdu
þeir tiíllögu Burma um það
efni. Þessi sjónarmið nutu þó
lítils fylgis á ráðstefnunmi. Jón
Jónsson var aðal talismaður ís-
lands um þessi efni og rök-
studdi hann, að fiskurinn væri
mjög háður botninum um öll
lifsskiíyrði sín og veiðar færu
að mestu leyti fram við botn-
inn eða á honum.
Ráðstefnan féllst ekki á
þessa skýringu en samþykkti,
að strandriki hefði rétt til
vinnslu á oldu og kolum á land
grunnssvæðinu, svo og til skel
fisiks, er lægi á botninum.
FRIÐUNARRÁÐSTAFANIR
UTAN LANDIIELUI
Davíð Ólafsison var helzti
talsmaður íslands í þeirri
nefnd, er tck fiskifr i ðumarmál-
in til meðferðar. Islendingar
lögðu mikla áherzlu á viðtæk-
an rétt strandrikja til friðunar
aðgerða utan landhelginnar.
Nefndin samþykkti í upphafi
breytingartillögu Daviðs Ólafs
sonar um all víðtækan rétt
strandríkja í þessum efnum.
Þessi tiltaga mætti mikilli and-
spymu fulltrúa Breta. Siðar
var fellt inn í hana ákvæði um
gerðardóm, ef til ágreinings
kæmi.
Á allsherjiarfundi ráðstefn-
unnar fékk þessi tillaga Is-
lands meirihluta atkvæða, en
fékk þó ekki tilskilinn meiri-
hluta, 2/3 hluta, þannig að hún
náði ekki fram að ganga.
Ráðstefnan samþykkti hins
vegar mótatkvæðalaust mála
miðlunartillögu frá Suður-Afr-
iku, sem ekki var eins víðtæk
og ísilenzlka til'Jagan. En
með þeirri samþykkt fékkst við
urkenning á forgangsrétti
strandrlkja til friðunaraðgerða
á svæðum utan landhelginnar
sjálfrar. Samþykktin var talin
mjög þýðingarmikil fyrir mál-
stað Islendinga.
VÍÐÁTTA
LANDHELGINNAR
Island átti vitaskuld mestra
hagsmuna að gæta varðandi
viðáttu landhelginnar. Um það
efni urðu einnig mestar umræð
ur og deilur á ráðstefnunni.
Fjölmargar og flóknar tillögur
komu fram um víðáttu land
helginnar auk þeirra tillagna,
sem alþjóða laganefndin setti
fram, en þær fólu í sér reglur
um 3ja til 12 milna fiskveiðilög-
sögu.
I lok marz bar fulltrúi Kan-
ada fram tillögu um 3 sjómilna
landhelgi og 12 sjómílna fisk-
veiðilögsögu. Bretar breyttu þá
fyrri afstöðu sinni og lögðu til,
að landhetgin skyldi miðast við
6 mílur. Sagt var, að þá hafi
Manningham Buller, fulltrúi
Útgerðarmenn - skipstjórar
LOÐNU FLOT TROLL 0G LODNUNÆTUR
getum við afgreitt enn fyrir næstu vertíð.
Fiski-, humar- og rækjutroll, ætíð með stuttum fyrirvara.
ATHUGIÐ flot-troll eru framtíðin.
Netogerðin INGÓLFUR, Vestmnnnaeyjum
sími 98-1235 og 1309, heima 1230,
símar verkstjóra 2335 og 2355.
Vélsmiðjan MAGNI
Vestmannaeyjum
Önnumst allar véla- og stáiskipaviðgerðir.
Ennfreniur allskonar járn- og málmsmíðavinnu.
Nær 40 ára reynsla.
VÉLSMIÐJA
PLÖTUSMIÐJA
JÁRNVÖRUVERZLUN
Vélsmiðjan MAGNI,
pósthólf 136, Vestmannaeyjum.
Einkaskrifstofa, sínii 2288.
Skrifstofa, sími 2238.
Vélaverkstæði, sími 2235.
Plötusmiðja, sími 2236.
Verzlun ,sími 1488.