Morgunblaðið - 01.09.1972, Qupperneq 20
20
MORGUXBLAÐÍÐ, EÖSTUDAGUR 1. SEP’TEMBER 1972
Á þessari mynd, sem tckin ejr úr Rán, flugrvél landhelg-isg-æzlunnar, sést hvar hradbáturinn Elding liggur utan á brezka togacanum Northern Queen í septesmix'r
1960. Varðskipið í»ór liggur skammt frá. Myndin e.r tekin skömmu eftir að varðskipsmenn fóru um borð í togarann.
enda var ég sá eini, sem mundi
miðið fyrir utan Sigurð, seim
skrifaði það strax hjá sér.
Skipstjórinn og stýrimaður-
inn voru nú mjög dasaðir og
bærðu ekki á sér. Þeirra var
samt vel gætt. Skipshöfnin var
farin undir dekk. Við vorum
búnir að fara illa með margan
manninn, en þeir fundu, að við
höfðum yfirhöndina og vorum
harðir og illvígir, enda sáum við
það strax, að annað þýddi ekki.
Ein-u sinni, þegar bardaginn
stóð sem hæst, þóttist einn ætla !
að fara að skjóta. Ég rauk á |
hann niðri á dekki og sneri byss j
una af honum og henti henni 1
svo langt sem ég gat út í sjó. !
Ekki vissi ég hvort byssan var !
að gagni eða hvort nokkuð var
í henni, en það var byssa, svo
mikið var víst.
Sigurður ráðgast nú við okk-
ur um, hvort ekki sé réft að
senda vélbátinn heim, sem hafði
komið í humátt á eftir okkur,
til að sækja vélamann, svo að
við gætum komið skipinu heim,
og taka sýslumanninn með, ef
hann vildi koma. Báturinn fór
svo heim. Engin týra var enn á
skipínu og við með skipstjór-
ann og stýrimanninn í ha'ldi.
Skipið lá undir flötu. Við áttum
von á árás í myrkrinu þá og
þegar og bjuggumsit eins vel við
að þeir væru að taka sig samán
nm þriðju árásína, en hún kom
aldrei.
SVO KOMU ÞEIR EOKS
AO HEIMAN
Svo komu þeir loks að heim-
an á tveimur bátum, og þá voru
með þeim margir menn og meðal
þeirra sýslumaðurinn, Alexand-
er Jóhannesson og Hannes lóðs.
Sýslumaður biður okkur fjóra
að koma með sér inn í korta-
klefann til skipstjórans. Þess
þurfti auðvitað ekki, þótt við
færum með, það dugði alveg
elns, að Sigurður færi elnn. I»á
stendur skipstjórinn upp, stapp
ar niður fótunum og verður al-
veg hamslaus af bræði og segir,
að hann hafi þar ekkert að gera
og ber hnefanuim niður 1 borðið,
og segir að við megum fara svo
sem hann ákveður. — Sýslumað-
urinn segir, að búið sé að kæra
hann aftur og aftur fyrir land-
helgisbrot og það þýðl enginn
mótþrói. „Ég er hér með mann,
sem getur farið með vélina, og
lóðs til að stýra skipinu, og ef
þú vilt ekki vera góður, læt ég
binda þig, þvi að ég er kom-
inn hér með marga menn." Þá
gaf hann sig og gaf fyrirskip-
un niður í vélarrúmið um að
halda af stað, og stýrimaðurinn
stýrði skipinu heim, en skipstjór
inn Eeygði sér niður á bekkinn.
Nú loks voru ljósin kveikt.
Þegar á Víkina kom, voru skip
stjóri og stýrimaður tieknir í
land, en við vorum fjórir skild-
ir eftir um borð í skipinu tii að
vakta það.
Við höfðum ekki fengið vott
né þurrt, frá þvi að við lögð-
um af stað, og fór ég niður, þar
sem skipshöfnin var að drekka
te. Ég tók tveggja króna silfur-
pening upp úr vasa mínum og
ætlaði að vita, hvort þeir vildu
ekki selja mér brauðbita og te
sopa, en þeir hundsuðu mig. Ég
mátti líka vita það, þvi að það
gat verið einn af þeim, sem ég
hafði lent í.
Siigurður fór í land og var
nókkuð lengi í burtu. Hann kom
svo um borð aftur, og hafði
hann þá verið í réttarhö!dun-
um. S’kipstjórinn þrætti lengi og
sagðiist ekki hafa verið í land
hedgi. Sigurður ságði, að við
hefðum tekið miðin og að þeir
væru tílibúnir að sverja.
Sigurður tók mig með sér i
land og sagði, að ég yrði að
mæta fyrir réttinum og sagðí,
að ég skyMi ekkert vera hrædd
ur við innbrotið, hann skyldi sjá
um það.
Skipstjórinn þræfti svo og
þrætti fyrir, að hann hefði ver-
ið þar, sem við sögðum, og hélt
því fram, að hann hefði verið
dýpra. Sigurður sagði, að það
væri rétt, að þeir færu þangað
aftur, sem þeir tóku skipið, og
bentu honum á miðin, því að
hann þóttist ekkert vita um þau.
En þegar til kom og við vorum
komnir alskinnklæddir niður á
hryggju, gaf hann sig og játaði,
að það myndi allt vera satt, sem
við sögðum.
Svo var öllum fiskinum skip-
að upp úr skipinu, en það var
fuiit af fiski og öllum veiðar-
færuntim, að haldið var. En Jít-
íð kom fram af veiðarfærum. Þá
kemur Sigurður og segir: „Eig-
um við ekki að leita neðar?“
"En þar fundum við svo spón-
húsaný veiðarfæri. Þeir voru
ekki viljugir að rétta okkur
krókinn til aS hala þetta upp,
sem þeiir ætluðu að stinga und-
an. f>eir urðu þó að gera það og
hlfa það upp sjálfir. Sigurður
var stífur að taka af þeim
hverja einustu vitund. Og rétt-
ast hefði verið að taka af þeim
skipið líka, þvi að þeir voru
búnir að eyðileggja svo mikið
og settu í blöðin á eftir, að við
hefðum verið sjórændngjar,"
bætti Magnús við.
SJÖORUSTAN VI»
VESTM A N N AEYJAR
Þorsteinn Gíslason skáld og
ritisitjóri orti um þennan togara
siag gamanbrag, sem hann
nefndi Sjóorustu við Vestmanna
eyjar:
Þeir Eyjaimenn, þeir eru sagðir
knáir,
og eru lika' að vexti fæstir
smáir,
en flestir eins og risar sterkir
og stórir,
en sterkastur er þó
hreppstjórinn því honum
velta engir f jórir.
Or Eyjum eru sagðar margar
sögur.
Og svo er líka náttúran þar
fðgur,
að Ásgrímur með alla sdna liti
fær aMrei sýnt þá litardýrð
er morgungeislinn
á Mettaþiljurrum
leikur i IugladritL
En sjóræningjar sjást þar oft I
Eyjum
á sótspúaaidi, harðbrunandi
fleyj uim,
versta safn af svolurn úr öllum
löndum,
og sýslumönnum hafa þeir
rænt og gert
svo margan óskunda
hér meö okkar ströndum.
Á þessu vori segir frá þvi saga,
einn svalan morgun, þegar för
að daga,
Eyjamenn einn sjóræningja sáu.
Þeir söfnuðu liði, kyntu
vélbátana,
vopnuðust og
flögguðu með bláu.
Og yf irvaldið steig upp á háa
þúfu
og af sér tók þar borðalagða
húfu
og setti hana' á Sigurð þann
hinn stóra,
sjógarp mikinn, hreppstjórann,
sem
leggur hverja fjóra.
Og yfirvaldið til orða tók og
sagði:
Lögtaksúrskurður
í dag var kveðinn upp lögtaksúrskurður fyrir
eftirtöldum gjaldföllnum og ógreiddum gjöldum
ársins 1972 o. fl.: Tekjuskattur, eignarskattur,
slysatryggingargjald vegna heimilisstarfa, kirkju-
gjald, kírkjugarðsgjald, slysatrygginga- og lífeyris-
tryggingagjöld atvinnurekenda samkvæmit 36. og
25. gr. almenna tryggingalaga nmer 67/1971, at-
vinnuleysistryggingaiðgjald, launa&kattur, almenn-
ur og sérstakur, iðnaðargjald, iðnlánasjóðsgjald,
skemmtanaskattur, miðagjald, bifreiðaskattur,
skoðunargjald ökutækja, skipaskoðunargjald, lesta-
og vitagjöld, vörugjald af inmlendri framleiðfe'lu,
matvælaeftirlitsgi ald, gjaldfallinn söluskattur og
söluskattshækkanir, skipulagsgjald, vélaeftirlits-
gjald, rafmagnseftirlitsgjald, skattsektir til ríkis-
sjóðs og tekjuskattshækkanir.
Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamit
dráttarvöxtum og lögtakskostnaði verða látin fara
fram að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar
auglýsingar, án frekari fyrirvara verði þáu eigi
greidd innan þess tíma.
Bæjarfógetiiin í Keflavík 30. ágúst 1972.
Alfreð Gíslason.
Fiskiskip til sölu
Hef til sölu stálfiskiskip 100—300—305 brt.,
einnig 6—7%—10—15—29—30—35—39—45—50—75
brt. tréfiskiskip.
ÞORFINNUR EGILSSON,
héraðsd óm slögniaðu r,
Austurstræti 14, sími 21920—22628.