Morgunblaðið - 15.09.1972, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1972
Fa
JJ BÍLALKÍfÍiX
táLUR,"
220-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
"ZT 21190 21188
14444^25555
mifm
BILALEIGA-HVfFISGÓTU 103 J
14444^25555
BÍLALEIGAN
AKBRAUT
8-23-47
sendmn
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEÍ6AH
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
Bílaleiga
GAR RENTAL
41660 - 42902
Innilegar þakkir til bama
minna og þeirra fjölskyldna
og svo allra vina og kunn-
ingja nær og fjær fyrir heim-
sóknir, skeyti, blóm og gjafir
á 80 ára afmælisdaginn 5.
sept. 1972.
Hjartans þökk til ykkar allra.
Gunnvör Magnúsdóttir,
Stigahlíð 36.
STAKSTEINAR
Verkefni á
næstu grösum
Guðniundur Magnússon, pró
fessor, skrifar grein í tímarit-
ið Stefni um aðkallandi úr-
lausnarnfni í efnahagsmálum.
I grein sinni segir Guðmund-
ur m.a.:
„Með verðfestingunni í nóv
ember 1970 voru óhóflegar
vixlhækkanir kaupgjalds og
verðlags stöðvaðar. Eftir á að
hyggja verður ekki annað
sagt en að þau meginmarkmið
hafi náðst að halda niðri verð
hækkunum og tryggja stöðu
atvinnuveganna og starfsör-
yggi, enda þótt deilt liaf i verið
mn ýmis framkvæmdaratriði.
Ef litið er þannig á málin, að
úthlutað hafi verið 5—10%
kjarabótum árið 1970 — um-
fram það, sem þjöðarbúið
þoldi, þá gafst svigrúm fram
í september 1971 til að vinna
þetta upp og vel það með auk
inni framleiðni, hagstæðri
verðlagsþróun, veðurfari og
aflabrögðum. En verðstöðvun
fylgja ýmis vandkvæði. — í
fyrsta lagi er ólíklegt, að hún
komi að gagni nem* til
skamms tíma. Hún er í eðli
sinu neyðarúrræði. í öðru
lagi veidur hún óæskilegum
triiflunum á ýmsiun sviðum.
Þannig þýða auknar niður-
greiðslur bindingu fram-
leiðsluþátta í landbúnaði, —
þær íþyngja ríkissjóði. Allir
vita, hvað niðurgreiðslur á
kartöflum leiða af sér til
lengdar. Ekki er iíklegt, að
hækkun fjölskyldubóta vaidi
mikilli byltingu, en þær koma
ójafnt niður. Sjálf verðfesting
in leyfir ekki eðlilegar verð-
breytingar vegna tæknifram-
fara, tízkufyrirbrigða, o.þ.h.
Ég hef ekki trú á því, að
staðan verði eins sterk nú um
áramótin til að feta sig út úr
verðstöðvun og hún var á sl.
hausti. Nú er erfitt að tina til
nokkur atriði úr samhengi,
sem skýrir það, að sífellt er
verið að setja verðstöðvunar-
lög. Svo mikið er víst, að víxl
liækkanir kaupgjalds og verð
lags verða ekki viðráðanlegar
nema lætri samhæfing verði á
miili breytinga þjóðartekna,
kauphækkana og aðgerða rík
isvaldsins og að breytt verði
því vísitölukerfi, verðlagningu
landbúnaðarvara og verðlags-
fyrirkomulagi, sem við búum
við.
Staðan út á við
Ramihæf kaupmáttaraukn-
ing hlýtur að markast af vel-
gengni atvinnuveganna og
stöðunni út á við. Engin kaup
máttaraukning fær staðizt til
lengdar, nema innan þess
ramma, sem atvinnuvegimir
þola og viðskiptin út á við
setja. Fyrirsjáanlegur við-
skiptahalli verður á þessu og
næsta ári, ef ekki verður jafn
að það misvægi, sem rikir
milli ráðstöfunar- og umráða
þátta þjóðarbúsins. Virðist lít
ið mega út af bregða til að
verulega gangi á gjaldeyris-
forðann.
Ofan á þann þrýsting, sem
bráðabirgðaaðgerðimar í efna
liagsmálum hemja til áramóta
koma umsamdar kauphækkan
ir á næsta ári. Hvernig at-
vinnuvegirnir geta staðið und
ir þeim án þess að velta þeim
að mestu út í verðlagið, er
ekki auðvelt að sjá, einkum
þar sem fæstar atvinnugrein-
ar virðast hafa bolmagn til að
taka á sig allar kauphækkan-
ir, beinar og óbeinar, sem
urðu i desember og júní sl.
Fjármál ríkisins
Umsvif ríkisins eru vita-
skuld tengd þeim atriðum,
sem hér hafa verið rædd. Eíta
verður til ríktsvaldsins um að
stjórna aðgerðum til að jafna
metin milli áætlaðrar lieildar
eftirspurnar og heildarfram-
boðs í þjóðfélaginu. Við um-
frameftirspurn má jafna met
in með því að draga úr umsvif
um einkageirans með skatta-
álögum o.þ.h. eða minnka um
svif ríkisins sjálfs, nenia
hvort tveggja sé. Nú er sú
staða kornin upp, að ekki verð
ur haft taumhald á fram-
kvæmdiun einkaaðila með
skömmmn fyrirvara og byrj
aðar eða fyrirhugaðar fram-
kvæmdir ríkissjóðs sennilega
orðnar miklar. Skuld ríkis-
sjóðs við bankakerfið er há og
óvitað, hvort hallalaus rekstur
verður á ríkisbúskapnum á ár
inu. Skera á niður allt að 400
millj. kr. til að standa undir
niðurgreiðsluni á búvöru og
hækkun fjölskyldulióta. En
hvort tveggja er, að erfitt
getur reynzt að koma þessum
niðurskitrði til leiðar undir árs
lok og niðurskurðurinn þyrfti
væntanlega að verða meiri. —
Ef það tekst að draga úr þensi
unni, má einnig vænta minni
tekna hjá ríkissjóði en áætlað
hefur verið.“
MálavSkólinn Mímir 25 ára:
Nemendum hefur fjölg-
að úr 60 í 700
Rætt við Einar Pálsson skólastjóra
Málaskólinn Mímir er 25 ára i
haust. Skólinn var stofnaður ár-
ið 1947, og var fyrsti stjórnandi
hans Halldór P. Dtingal. Núver-
andi stjórnandi hans, og jafn-
framt eigandi er Einar Pálsson.
f tilefni af afmælinu sneri Mhl.
sér til Einars og átti við hann
stutt viðtal.
Einar var fyrstu árin kenn-
ari við skólann, en árið 1954
keypti hann helming hlutabréfa
af Halldóri P. Dungal. Tveimur
árum seinna keypti hann síðan
hinn helminginn, og hefur síðan
rekið skólann einn, en skólinn
nýtur hvorki styrkja né a/nnarrar
aðstoðar af hálfu hins opinbera.
— Upphaflega var ráðgert, að
skólinn héti Berlitz-skólinn, og
yrði þannig hluti af samnefndu
skólakerfi sem er víðs vegar um
heim, og ber nafn Berlitz þess,
sem fyrr á öldinni kom fram með
byltingarkenndar hugmyndir
um rekstur - slíkra málaskóla
sagði Einar. Frá því var þó horf
ið, þar sem þá hefði þurft
að greiða skatt til þessarar al-
þjóðastofnunar, sem næmi
um 10% af brúttótekjum skólans.
Kenningar Berlitz voru þær,
að í máJakennsilu ætti kennari
ætíð að kenna sitt móður-
mál, auk þess, sem ýmis önnur
nýmæli yrðu tekin upp. Okkur
þykir þetta hins vegar ekki
henta fullkomlega, þar sem við
teljum nauðsynlegt, að fólk læri
undirstöðurnar hjá kennara, sem
bað getur tjáð sig við og skilið.
Hins vegar miðum við við það,
að um leið og nemandi er fær
urn að skilja einföldustu atriði
þá fái hann útlendan kennara
=ér tii leiðsagnar.
— Fyrsta kennsluárið voru að
eins 60 nemendur við skólann.
Húsnæðið var þá heldur ekki
beysið, tvö herbergi í kjaTlara
við Barmahlíð. Skömmu seinna
fluttist skólinn í annað leiguhús
næði að Túngötu 5, sem var öllu
stærra. 1956 fluttist skólinn svo
í Hafnarstræti 15, þar sem efsta
hæðin var tekin undir kennslu
og 1965 var tekið í notkun nýtt
húsnæði, sem skólinn byggði í
Brautarholti 4. Ennþá er
þó kennt í húsnæðinu í Hafnar-
stræti.
— Hversu margir nemendur
eru nú í skólanum?
—- Þeir eru nú 700. Flestir
sækja þar námskeið í ensku, þá
þýzku og einnig frönsku. Þá er
það einnig að færast i vöxt, að
útlendingar sæki námskeið í ís-
lenzku.
Ég held að það sé óhætt að
fullyrða, að aukin aðsókn út-
iendinga til íslenzkunáms eigi
rætur sínar að rekja til þess, að
Islendingar eru nú farnir að
krefjaist þess af útlending-
um sem hér starfa eða dveljast
lengi, að þeir tali íslenzku. Áður
fyrr þótti útlendingum slíkt
óþarfi, enda lögðu Islendingar
sig í líma við að taila þeirra
tungur.
— Er ekki aðsóknin að skólan-
um nokkuð háð sveiflum i þjóð-
félaginu.
— Jú, það er óhætt að segja
það. Þegar sjónvarpið kom
t.d. fyrst til skjaianna minnkaði
aðsóknin að skólanum verulega.
Nú þegar nýjabrumið er farið
af því hefur aðsóknin aftur auk
izt, og er nú komin í eðlilegt
horf. Þá er það einnig mjög mis-
munandi, hvaða mál eru num-
in, þótt enskan sitji þair reynd-
ar alltaf í öndvegi. T.d. var það
hér um árið þegar fólk þyrpt-
ist til Svíþjóðar í atvinnuleit, að
Einar Pálsson, skólastjóri.
þá var mjög sótzt eftir að læra
sænisku.
— Hvaða fólk er það, sem eink-
um sækir þessa kennslu?
— Það er mjög mismunandi,
það má segja að það sé almúg-
inn, sem reyndar enginn getur
skilgreint. Hingað sækir fólik á
ölium aldri, þó einkum ful'lorð-
ið fólk. Barnanámskeiðin, sivo-
nefndur „Enskuskóli barnanna"
er mjög vinsæl, en unglingar á
gagnfræðaskólaaldri virðast
ekki hafa áhuga fyrir kennsl-
unni, nema hvað hjálparnám
skeiðin snertir. Þangað koma
unglimgar, sem á einihvern hátt
hafa driegizt aftur úr, hafa orðið
óheppnir með ke-nnara, eða
vilja e'nfaMlega læra betur.
Þegar svo þessum „námsleiðaár-
Framhald á bls. 31.
Beinn sími í farskrárdeild 25100
Einnig farpantanir og upplýsingar hjá feröaskrifstofunum Auk þess hjá umboðsmönnum
Landsýn simi 22390 - Feróaskrifstofa rikisins simi 11540 - Sunna simi 25060 - Feröaskrifstofa um ailt land
Úlfars Jacobsen simi 13499 - Úrval simi 26900 - Lltsýn simi 20100 - Zoéga simi 25544
Feröaskrifstofa Akureyrar simi H475
L0FTIEIDIR