Morgunblaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.11.1972, Blaðsíða 13
MOPU3UNBL.AÐJÐ, SUNINUDAGUíR 26. NÓVEMBER 1972 41 Um aldamótin var leikin hornamúsik og haldin flug- eldasýning skautafólki til skemmtunar á Tjörninni Aðstaða til iðkunar skauta- íþróttar er að batna í borginni Tjörnin um aldamótin. laun voru veitt og afhenti þau íormaður félagsins dr. Björn Bjarnason. Var þó nokkur við- höfn við afhendinguna og síð- an var dansað á skautum um ikvöldið, „tvenn friggjara- spor og þaðan farin armganga hringinn í kring um skeiðsvell- ið“. Upp frá þessu efndi félagið allreglulega til keppni á Tjöm- inni, og voru skautafarir iðkað- ar talsvert. Þegar félagið flyt- ur sivo starfsemi sína upp á gamia Melavöllinn árið 1911, er enn mikil gróska í skautaferð- um almennings, en keppnir faltla þá að mestu niður um hríð. Geta má þess að á þeim árum sem starfsemi Skautafélags Reykjavíkur stóð með hvað mestum blóma voru ýmsdr þekkt ir menn þar í fararbroddi. Dr. Bjöm Bjarnason hefur verið nefndur, síðan tók Ólafur Björnsson, ritstjóri við for- mennsku, HaMigrímur Benedikts son var lengi i stjóm þess, Ingi björg Brands gegndi svo for- mennsku um hríð, en eftir að hún hætti árið 1927 má segja að starfsemi félagsins legðist al- veg niður um hríð. Reynt var að endurvekja fé lagið fimm árurn síðar fyrir for- göngu Benedikts G. Waage, en reyndar var það ekki fyrr en sex árum síðar, að sú endur- vakning tökst fyrir alvöru. Þá varð Kristján Árnason formað- ur, en síðan Katrin Viðar í fjór- tán ár og dafnaði félagið ágæt- lega undir forystu hennar. Nokkur lægð kom síðan i starf- semi þess, en hún hefur verið að lifna við að nýju og tók sér- stakiega fjörkipp við tilkomu Skautahall'arinnar, meðan hún var og hét. Formaður nú er Ágúst B. Karlsson og ræddum við lítiiiega við hann um stavf- ið. — Við erum í rauninni mál- svarar hins almenna borgara, og einkum og sér í lagi barn- anna, sem mest iðka skauta- iþróttina, sagði Ágúst. Iþróttin hefur þvi miður um nokkur ár ekki fengið hljómigrunn hjá for- svarsmönnum, en ánægjuleg breyting hefur á orðið á síðari ár um. Nú hefur Gislí Halldórsson, forseti ISl tjáð okkur, að við getum vænzt þess, að vélfryst skautasvell verði tekið í notk- un við hláð Laugardalsh'allllar- innar næsta haust. Tjömin hef- ur um áratuga skeið verið helzta athvarf áhugamanna um þessa iþrótt, en hún er um sumt óheppileg, m.a. vegna þess hve miklu heitu vatni er veitt í hana vegna andanna blessaðra. Svell hefur verið á Melaveliin- um árum saman, en það hefur ekki verið jafn mikið sótt og Tjörnin. Þar hefur þó dáiítið verið æft íshokkí og nefna má að erlendur sölumaður, sem dvaldi á Hótel' Sögu í fyrra og varð litið út um gluggann sinn, kom þá auga á Ishokkívölilinn okkar og ákvað samstundis að beita sér fyrir því að fyrirtæki hans gæfi bikar til að keppa um í íshokkí. Af því hefur ekki orð ið enn, því miður, en verðiauna- gripurinn er hinn veglegasti. Við gengum á sínum tíma á fund borgarstjóra og í samráði við borgina og íþróttafélögin er verið að leggja síðustu hönd á sveM í Efra Breiðholti. Þá höf um við og hug á að koma upp svelli sunrian Álftamýrarskóla. —• En nú er skautaiðkun ekki í tizku meðal fullorðinna eins og í gamla skautafélaginu. Hvecni’g ætli standi nú á því, Ágúst? — Ekki get ég gert mér fulla grein fyrir því. Gæti verið um einhverja spéhræðslu að ræða? Ég heyrði um eina erlenda sendiherrafrú, sem hafði gaman af þvi að bregða sér á skauta og eftir það sáust margar frúr á skautum uim hríð. En annars er þetta einhvers konar áhuga- leysi fullorðna fólksins. Aftur á móti dregur aldrei úr áhuganum hjá börnunum og og fyrst og fremst reynir féliagið að vinna fyrir þau, þar sem þau hafa engan málsvara. Yfirvöldin hafa stuðlað að útilífi fjarri bænum, sem bílaeigendur geta stundað, en sikautaíþróttin hefur orðið dálítið út undan. En vonandi er að rsetast úr þessu núna. Við ætlum lika að reyna að halda upp kennslu á þeim svæð um, sem ég hef nefnt. Kennsla hefur engdn verið síðan við vor- um i Skautahöllinni. Við reyn- um að auglýsa þetta upp og geta má þess, að aðstaðan á Melavellinum er ágæt og fyrir- greiðsla vaMarstjóra Baldurs Jónssonar hefur jafnan verið til fyrirmyndar. Skautaiðkun er áreiðaniega með hoilari ' iþróttum. Það er gott að börn og unglingar hafi áhuga á henni, en það þyrfti einnig að hvetja fullorðna fólk- ið til að taka þátt í þeirri hollustu, sem iðkun skauta- iþróttar býður upp á. h.k. Þátttakendur i fyrsta kappmóti á skautnm í Reykjavík í janúar 1909. Hópmynd úr afmælishófi Skaut ifélagsins árið 1911. Breiðfirðingur - Rongæingar Skemmtun verður haldin í Lindarbæ föstudaginn 1. desember kl. 21. Sýndar verða myndir og að bví loknu stiginn dans. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skemmtinefndin. Rýmingarsala VERZLUNIN HÆTTIR - ALLT Á AD SELJAST 30-60% afsláttur á öllum vörum Tízkuverzlunin HÉLA Laugavegi 31. PANTIÐ JÓLAKORTIN SEM FYRST. LJÓSMYN DASTOFAN /% Laugavegi 13, sími 17707./'!.— 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.