Morgunblaðið - 26.11.1972, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 26.11.1972, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2G. NÓVEMBER 1972 47 Austfirðir svell og vélsleðar Það or bið öð viti togbrautína fyrir austan oins og annars staðar. » « • »» ■ L.....rv. ....................... Vélslrðar oru vinsælir á Austurlandi og á Egilsstöðum fór frani fyrsta vélsleðakcppnin á íslandi Á Egilsstöðum er útilíf nokk- uð stundað og má þar fyrst telja hestamennsku sem færist í vöxt með hverju árinu og má oft sjá hestamenn fjölmenna á útreiðar- túrum á kvöldin eftir vinnu. Jafnt karla sem konur. Trimm er ekki stundað áber- andi en þó má sjá menn spretta úr spori snemma á morgnana og fá sér hreint loft í lungun áður en setzt er á skrifsitofuna. Oti- íþróttir eru stundaðar á sumrin svo sem knattspyrna o.fi. en það hefur háð Egilsstöðum að iþrótta völlur hefur ekki verið tekinn í notkun ennþá, en hann má heita fullgerður og verður hann mikil lyftistönig fyrir iþróttirnar þegar hann verður tekinn i notk- un. Skíðaáhugi hefur verið mik- ill síðustu árin, enda skíðabrekk ur góðar, bæði inni á Fagradal þar sem skíðafélagið á skála, og í Fjarðarheiði og hafa stundum verið tva?r skíðalyftur í gangi fyrir Earilsistaðaibúa. Síðaistl'iðinn vetur brást þö snjórinn okkur svo minna varð úr skiðaiðkun- um en efni stóðu til. Fyrir skömmu voru keypt- ar nokkrar skíðalyftur hér á Austurlandi og eru flest þéttbýl- issvæði búin að koma sér upp einhverri aðstöðu til skíðaiðk- ana. Þorvaldur Jóhannsson iþrótta- kennari á Seyðisfirði tjáði frétta manni Mbl. að fyrir lægi hjá Seyöfirðingum að flytja upp að að skíðaskálanum þar dieselraf- stöð sem nægja mundi til að lýsa upp skálann, knýjia skíðalyftuna og lýsa upp alla skíðabrekkuna en þar sem skiðaskáli Seyðfirð- inga stendur er mjög ákjósanlegt skíðaland, og sagði Þorvaldur að Seyðfirðingar væru farnir að þurrka sumarrykið af skíðaút- búnaðinum. Nokkuð er af vélsleðum á Héraði og ber þess að geta að á vegum skíðafélags Egils- staða mun hafa farið fram eina keppni á véls'leðum hér á landi þar sem veittir voru verðlauna- peningar fyrir beztan árangur i aksiturshæfni á vélsleðum. Einnig haifa ævintýramenn tek ið sig til og farið á vélsleðum inn um öll öræfi á vetrum og g’st í sæ'.fuihúsum inni við jökla en þá er betra að vera vei og hlýlega klæddur því gustað get- ur hryssingslega um ferðamenn þegar vindur stendur af jöklum. Annars er almenningur orðinn svo háður bifreiðum að fáir leggja það á sig að ganga á milli húsa innan þéttbýlisstaða og þegar farið er að ferðast út um landið liggur yfirleitt svo mikið á að komast áfram að helztu minningarnar úr sumarleyfunum eru bensínnótur og slitin dekk. Það má enginn vera að þvi leng- ur að skoða land ð, hvað þá að ganga um það. Rjúpnaveiðitímann má að sjálf sögðu kalla útilif og eru rjúpna- skyttur á fullri ferð um heið- arnar og hefur allt gengið slysa laust, að vísu týndist ein skytla fyrir nokkrum dögum hér suður á heiðum en um það vissi eng- inn fyrr en maðurinn kom sjálf ur niður í fjarlægan fjörð og sagðist vera búinn að vera týnd ur heilan dag. Á Reyðarfirði er útilíf heldur lítið. Þar er þó knattspyrnulið og er nú i athugun hjá Lions- klúbbi Reyðarfjarðar að útbúa skautasvell rétt vestan við kaup túnið og glæða áhuga barna og fuMorðinna á þessari íþrótt. Formaður Ungmenna og og íþróttasambands Austurlands er Elma Guðmundsdóttir Neskaup- stað. Hún sagði að mikill áhugi væri á útLlífi þar og bæri þar mest á knattspyrnu á sumr- in og sikíðaiðkun á veturna. Skíðatogbraut er í fjallinu fyr ir ofan bæinn rétt ofan við efstu húsin svo stutt er að fara til að renna sér. Er nú þegar kominn nægur skíðasnjór og tog brautin komin í gang. Handbolti kvenna hefur verið mikið stundaður undanfarin ár en þó misstu Þróttarstúlk- ur Austurla'ndisimeistara.titil'iinin yfir til Seyðfirðinga í sumar eft- ir að hafa haldið honum í sjö ár. Sund er mikið iðkað, en i Nes- kaupstað er útisundlaug mjög góð og sagði Elma að það hefði aldrei verið eins mikil aðsókn að sundlauginni og síðastiliðið sumar. Þar var haldið Austur- landsmót i sundi í suraar, en þá mættu engir aðrir til keppni en Norðfirðingar. í knattspyrnunni hafa Norð- firðingar verið sigursælir enda hefur undanfarin ár verið unnið mikið að bættri aðstöðu fyrir knattspyrnumenn. Golfvö'l eiga Norðfirðingar einnig og er það sá eini hér á Austurlandi, og stunda marg- ir golf sér til hei'lsubótar. Eskfirðingar hafa komið sér upp skíðatogbraut i fjallinu við Oddskarðsveginn og einnig hafa þeir átt góða knattspyrnu- menn. Hestamennska hefur auk- izt hjá þeim naeð ári hverju. Eftir því sem ég kemst næst rnunu Austfirðingar stunda útilií á við hvern sem er, en brauð- stritið tekur s'nn tíma og þeir sem sinna erfiðisvinnu þurfa á sinni hvild að halda, þó mun útiliíf og áhugi á því tvímæla- laust vera að aukast hér um slóðir. H.A. Það er hressandi fyrir nienn og hesta að skreppa út í vetrarveðrið. Óstandsett 2 ungir smiðir óska eftir lítilli ibúð. Má þarfnast lagfæringar. Upplýsingar i sima 92-7011 milli kl. 7—8. Rauöarárstígur Til sölu 3ja herb. íbúö á 2. hæð við Rauðarárstíg. Utb. 750 — 800 þús., sem má skipta. Einnig 3ja herb. 90 fm íbúð í Vesturbæ. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12 Sími 20424 og 14120, heima 85798.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.