Morgunblaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1972
„Sár vonbrigði“
— segja ráðgjafar brezku
nefndarinnar um landhelgis-
viðræðurnar í Reykjavík
MORGUNBLAÐIÐ náði í þref virðist okkur ekkert
gærkvöldi eftir að landhelgis- hafa miðað í átt til samkomu
viðræðunum hafði verlð hætt lags.“
tali af tveimur ráðgjöfum David Shan.ton tók í sama
brezku sendinefndarinnar — streng. „Ég get aðeins sagt,
þeim Charles Hndson ag þessi endalok eru mikii
framkvæmdastjóra samtaka vonbrigði, og það hefur ekki
brezkra togaraeigenda, og mjgað í átt til laUiSinar á þessu
David Shanton, fulltrúa vandaimáli til þessa. Við í
brezku verkalýðssamtakanna, brezku samningainefndiinni
og bað þá að segja álit sitt buðumst til að vera hér fram
á viðræðunum hér í Reykja- á föstudag í von um að okkur
v,k- . , , mundi eitthvað takast að sam-
„Hið eina sem ég get látið i-æma sjóniaarmið okkar frekar
hafa ef tir mér, sagði Hud- á.þeim tíma, en því vair hafnað
son, „er að árangur viðræðn- af ístenzku nefndinni. Því
anna hér í Reykjavík hefur miður verðum við því að fa.ra
valdið mér sárum vonbrigð- á morgun án þess að vera
um. Eftir eins árs samninga- noklkru nser.“
Lúðvik Jósepsson í forsæti samningaviðræðnanna með Einar Ág-
ústsson sér á vinstri hönd og Magnús Torfa Ölafsson sér á
haegri hönd. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.)
— Tweedsmuir
Framhald af bls. 32.
leiðir veríð ræddar, sem myndu
hafa fallið inn í ramima, sem
gerði ráð fyrir því að afli okkar
hefði skerzt um 17 tLl 25% miðað
við aflaitn árið 1971.
Þegar við svo hittumsit á
mánudaginn, bar islenzka ríkis-
stjómin upp nýjar tillögur.
í þeim voru fjögur meginatriði:
Svæðakerfi með tímabundnum
iokunum, fríðunarsvæðl, sérstök
svæði fyrir íslenzk fískisikip, þar
sem okkar skipuim væTi meinað-
ur aðgangur vegna gerðar þeirra
og stærðar. Við vorum viðbúin
því að semja þyrfti um friðunar
svæðf, þar sem öllum skipum
yrði metn-uð veiði á ákveðnum
tímum. Við vorum ennfremur
reiðubúin að samþykkja ákveðin
iíti'l svæði, sem ætluð væri fyr-
ir sérstakan veiðarfæraútbúnað.
f>á vildum við einnig samþykkja
kerfi svæðislokana. Samt sem
áður hefðu þessair tilllögur svipt
okkur aðgangi að svæðum, þar
sem við fengum 50% af ársafla
okkar árið 1971. Eninfremur
hefðu him sérstöku friðunar-
svæði fyrir ákveðinn veiðarfæra
útbúnað, dregið úr afla Breta
þessu til viðbótar um 10 til 15%
og loks hefðu tillögurnar um
bann á veiðurn skipa af sérstakri
gerð eða stærð takmarkað
mjög þann flota, sem Bretar
nota nú til veiða við ísland og
hefðu ennfremur lokað þá aif á
þeim svæðum, nem.a minnstu
skipin og þau elztu í flotanum.
Þess vegna gátum við ekki sam-
þykkt þe.ssar tillögur sagði
Tweedsmuir, barónessa.
Tweedsmuir sagði að erfitt
væri að reikna út, hvaða
áhrif allar þessar veiðitakmark
anir hefðu haft í för með
sér. Þaer gætu aJit eins vel skor-
Ið af'lanin niður um 70%. Ísílenzka
samninganefndin hefði ekki ver-
ið sammála útreikningum hinnar
brezku og íslendingamiir voru
ekki viðbúnir þvi að nefna neina
ákveðna tölu i tiiiögum sínum.
Töldu þeir að þar gæti verið um
35% niðurskurð að ræða.
Brezka sendinefndin lagði
fram tillögu um svæðiskerfi og
fímabundnar lokanir á svæðun-
um og vildi síðan mætast á
miðri leið í aflamörkum, sem
embættismennirnir höfðu rætt í
október. Aflamörkin voru frá 17
til 25% og meðaltal þess hefðí
orðið 21%, sem afli okkar hefði
þá minnkað um. Við staðfestum
ennfremur vilja okkar til að
ræða tryggingu fyrir samsetn-
ingu flota okkar við Island. Is-
lenzka ríkisstjórnin neitaði að
ræða þessa tillögu á þeim for-
sendum að hún fæli ekki í sér
neina sérstaka takmörkun á
stærð og gerð skipa okkar.
Það var skýr skoðanamunur
á útreikningum viðvíkjandi áhrif
svæðaskiptingar og tímabundinn
ar veiðiheimildar, en báðir aðil-
ar viðurkenndu að þessir útreikn
ingar væru vafalaust ónákvæm-
ir. Við stungum þá upp á nákvæm
ari aðferðum til þess að mæla
takmarkanir á heildaraflamagni
okkar með þvi að takmarka
dagafjölda, sem hvert skip yrði
á Islandsmiðum. Þetta bárum við
fram í morgun, nákvæma tillögu
í smáatriðum, sem byggðist á
þessu. Áhrif þessarar tillögu okk
ar- hefðu verið á þá leið að
minnka veiðisókn okkar um 10%
á ári mdðað við meðaltal áranna
1965 til 1969. Við áætluðum að
þetta myndi hafa í för með sér
aflaminnkun sem næmi um 25%
miðað við aflamagn árið 1971.
Hefði það þýtt að árlegt afla-
magn okkar hefði farið níður í
156 þús. tonn, en alþjóðadóm-
stóllinn hafði talað um 170 þús.
Það var von okkar að þetta gæti
leitt til framhalds viðræðnanna,
þar sem okkur virtist þetta koma
til móts við aðaiáhyggjuefni Is-
lendinganna. Islenzka nefndin
hefur nú tjáð okkur að hún geti
ekki samþykkt þetta eins og það
liggur fyrir, en þeir munu rann-
saka tillöguna nánar. Ég lét þá
í Ijós — sagði Tweedsmuir, að
ég væri reiðubúin að verða á-
fram í Reykjavik til frekari við-
ræðna, en íslenzka nefndin sagði
að ekki yrði til neins að bíða.
Þar sem þannig var komið höfð-
um við engan valkost annan en
viðurkenna, að ekki næðist sam
komulag á þessu stigl málsins.
Tilgangur okkar var að ná
bráðabirgðasamkomulagi og ég
vonaðí að með góðum viija
myndi okkur takast það. Mér
eru það því pefsónulega mikil
vonbrigðí og félögum mínum
í samninganefndinmi, að okkur
sikuli ekki hafa tekizt þetta. Því
verðum við að undirstrika rétt
okkar til veiða upp að 12 mílu.m
umhverfis allt landið. Við mun-
um að sjálfsögðu halda áfram
að virða bráðabirgðaúrskurð aí-
þjóðadómstóisins. Við höfum
sýnt mikia tilhliðrunarsiemi í til-
raunum okkar til þess að ná sam
komulagi. Við höfum byggt til-
lögur okkar-á þeim grundvallar-
reglum, sem virðaisf Islandi hvað
mikilvægastair — friðum og for-
gangsrétti strandrikja.
Við hefðum heldur kosið að
veiða hér við land í skjóli samn
ings, en við erum ekki viðbúin
að skaða rétt togairamanna okk-
ar til að halda áfram veiðum á
úthafinu, að ná samkomulagi
gegn hvaða verði sem er.
Tweedsmuir barónessa eagði
að það væri skoðum sím að ís-
lendingiar yrðu að æskja áfram-
halds viðræðnta, eigi af þeim að
verða, þar eð þeir hefðu óskað
frestunar til þess að geta kannað
nánar síðustu tillögur Breta.
— Ármann
Framhald af bls. 32.
boga Rúts Valdimarssonar,
sem sagt hefur starfi sínu
lausu. I fréttatilkynningu frá
Útvegsbankanum um banka-
stjóraskiptin segir svo:
„Á fumdi bankaráðs Útvegs-
banka Isdiands 3. þ.m. var Fimn-
boga Rút Valdi.mars.syni, að eig-
in ósk, veitit lausn frá bamka-
stjórastarfi af heilsufarsástæð-
um.
Á fundi bankaráðisins í dag
var Ármann Jafeobsson, lögfræð-
inigur, ráðinm banfeastjóri við
Útvegsbamkann frá 1. des. n.k.
Ármainm Jakobsson er fæddur
2. ágúst 1914. Hann lauk kamdi-
datsprófi í lögfræði frá Háskóla
íslands 1938 og stundaði fyrs.t á
eftir lögfræðistörf en gerðist
síðan starfsmaður Utvegstoamk-
ans 1942 og hefur verið það síð-
an, fyrst við útibúið á Akureyri,
síðan við útibúið á Siglufirðí og
stundaði jafnframt málflutininigs-
störf og nú um mokkurra ára
skeið í aðalbankanum í Reykja-
vík, sem trúnaðarmaður banka-
stjómarinmar sem eftirlitsmaður
með útibúum bankans. Árm'anm
Jakobsson er kvæmtur Hildi Sig-
ríði Svavarsdóttu:r.“
— Flugslys
Framh. af bls. 1
ast ekkert vita um slysið, ekki
frekar en þegar 176 fórust við
Shezmetyevao-flugvöll 13. okt.,
en það var mesta flugslys sög-
unnar. Ekki er vitað urn orsakir
slyssins nú og engin tilkynning
hefur verið birt um orsakir slyss
ins 13. október, þótt því sé hald
ið fram að tæki á flugvellinum
hafi verið biluð.
í Tokyo er sagt að samkvæmt
fréttum frá Moskvu virðist sam
band víð flugvélina hafa rofnað
skömmu eftir flugtak. Sprenging
in í flugvélinni mum hafa orðið
um 4 km frá flugvellinum.
— Alþingi
Framhald a.f bls. 11.
megavatta lína myndi kosta 250
millj. kr., en 200 megavatta lina
til stóriðju myndi kosta 600
millj. kr. Stefnt væri að síðarí
kostinum.
Þá var spurt um kostnaðar-
verð þessa rafmagns til Akur-
eyrar. Ráðherrann sagði, að
markmiðið með samtengingu
væri viðtækara en að sjá fyrir
raforku. Því væri út 1 hött að
leggja allan kostnað á eitt mark
mið.
Loks var spurt að því, hvort
Norðlendingar mættu vænta
þess að fá raforku á sama verði
og Sunnlendingar. Ráðherrann
sagði, að það væri stefna rikis-
stjórnarinnar að menn greiddu
ekki hærra verð fyrir raforku á
Akureyri en í Reykjavik.
Bragi Sigurjónsson sagði, að
spurningin væri sú, hvort rétt
væri að gera þessa samtengingu
eins fljótt og ráðherrann vildi
eða halda áfram virkjunarfram-
kvæmdum á Norðurlandi eins og
flestir Norðlendingar vildu.
laxArvirk.iun
Bragl Sigurjónsson spurði iðn-
aðarráðherra ennfremur, hvort
hann hefði ekki í hyggju að afla
sér lagaheimildar til að láta full-
byggja Laxárvirkjun III. Ráð-
herrann sagði, að iðnaðarráðu-
neytið hefði margsinnis lýst því
yfir, að frekari virkjanafram-
kvæmdir í Laxá væru ek'ki á dag
skrá.
Ennfremur var spurt, hvert
kostnaðarverð Laxárvirkjunar
III yrði á núgildandi verðlagi.
Ráðherrann sagði, að heildar-
kostnaður væri áætiaður 720
millj. kr., en kostnaður við nú-
verandi virkjunarframkvæmdir
væri 473 millj. kr.
Loks var spurt að því hvert
yrði kostnaðarverð á rafmagni á
Akureýri frá Laxárvirkjun III.
Ráðherrann sagði, að meðalkostn
aður I. og II. stigs væri 70 aurar
á kílóvattstund, en 58 aurar mið
að við fullnýtingu. Kostnaðar-
verðið miðað við fullnýtingu nú-
verandi framkvæmda væri 98
aurar. Þá sagði ráðherrann, að
önnur sjónarmið hefðu verið lát-
in ráða við Laxárvirkjun en þau
efnahagslegu.
Bragi Sigurjónsson sagði, að
Laxárvirkjun III myndi á engan
hátt lýta eða skemma Laxá í
Þingeyjarsýslu.
»•• • þá
er logið
Framhald af bls. 32.
skotspónum, að viðræðuimair
hafi gengið betur í morgun,
en sinurða sáðan hlaupið á
þráðinn sáðdegis?
Eimar: „Má ég . . .“
Lúðvik: „Neá, nei, nei — sáð
ur em svo, það er ekkert hæft
í því. Þetta eru bara fullkom-
lega venjuiegar viðræður,
þar sem ekkert sérstakt hefur
komið fram og viðiræðurnar
halda áfram."
Eiinar: „Þið blaðamenn eruð
— Landhelgis-
viðræður
Framh. af bls. 1
ar bátaflotanum á þessum stöð
um og þá yrðu bannaðar togveið
ar þar á þeim tíma sem heildar-
svæðið væri að öðru leyti opið
fyrir brezk skip.
— Þá gerðum vlð einnig í okk
ar tillöguim ráð fyrir því, eins og
áður, að miðað yrði við þ.að, að
aðeins skip sem eru undir 180
fetum á lengd, ea 800 brúttórúm
lestir að stærð, fengju leyfi til
veiða hér innan okkar nýju land
helgi. Nú, önnur atriði voru hin
sömu, í okkar tillögum, og við
höfum gert áður varðandi fram-
kvæmd á þvi samkonrulagi sem
um yrði að ræða og við gerðum
nú ráð fyrir að samkomulag
yrði raunverulega til tveggja ára
eða til 1. sept. 1974.
Ráðherrann kvað framan-
greint vera meginatriðin í hin-
um nýju tiilögum og væri uin
nokkra breytingu að ræða frá
því sem áður var, þar sem þeir
teldu sig ganga lengra til móts
við sjónarmið Breta.
Síðan sagði hann:
— Um tillögur Breta var það
hins veigar að segja að þeir fall
ast ekki á beinar takmarkanir á
sínum fiskiskipaflota sem þeir
senda á miðin, að öðru leyti en
því að þeir vilja byggja á yfir-
lýsingu frá brezkum útgerðarað
ilum þar sem segði að þeir gerðu
ekki ráð fyrir þvi að breyta sam
setningu síns fiskiskipafiota,
sem þeir hafa sent hingað á mið
in, frá því sem hann var árið
1971.
— Þeir lýstu því yfir að þeir
gætu fyrir sitt leyti fallizt. á hug
mynd um það að tvö veiðisvæði
væru lokuð á hverjum tíma en
þá fjögur veiðisvæði opin. En þá
kærou heldur ekki aðrar tak-
markanir á þeirra veiðimögu-
leikum hér við land.
Þetta kvað ráðherrann aðalatr
iðin í tillögu Breta og hefði fljót
lega komið í ljós að mikið bar á
miJli, og aðilar ekki sammála um
hvað kæmi út úr þessum tillög-
um. Síðar í viðræðunum hefðu
því fulitrúar Breta komið fram
með nýja hugmynd sem í raun-
inni væri þó mjög svipuð tlllögu
nú að leiða ok'kur“.
Blaðamaður Mtol.: „Hafa
Bretar skipt niður 50 máina
landhelginini í þeim tillögum,
sem þeir hafa liagt fram nú?“
Lúðvík: „Nei, bara á svipað
an hátt og þeir hafa sett fram
sjónarmið áður.“
Einar: ,,Sem sagt við höf-
uim gert hlé til þess að ai-
huga ýmsa þætti í þessu til
morgums og verður að sjá til
hvað kemur út ú.r því áður en
við gefum fuliniaðarsvör."
Og þar með var þessu sam-
tali blaðaimianns Mbl. við ráð-
hernana lokið.
sem þeir hefðu komið með áður
og þá hafði verið hafnað af fs>-
lands hálfu.
Hún væri á þá leið að settar
væru ákveðnar reglur til að
meta sóknarþunga brezka fiski-
skipaflotanis, eins og hann hef-
ur verið og síðan yrði gengið
út frá þvi að minnka þennan
sóknarþumiga frá því sem hann
var á árinu 1971 eða tilteknu ára-
bili þar á undan, um 10 prósent.
Til að skýra sóknarþungann
sagði ráðiherrann að hingað
kæmu skíp af mismunandi stærð
um og yrði þeim gefin „ein-
kunn“ eftir stærð, minnj. skip
hefðu t.d. lægri „sóknarþunga-
einkunn" en þau stóru. Þannig
yrði reíknaður út sóknarþumgí
h e ildar.fl otams. Svo væri gert
ráð fyrir að Bretar geti sent
skip af öllum sitærðum hingað á
miðin svo lengi sem ekki væri
farið fram úr þeim heildarþunga
yfir árið, sem samið væri um.
Þetta fyrirkomulag gæti leitt til
þess að Bretamir væru búnir
með sinn kvóta áður en árið
væri liðið.
Þessum hugmyndum sagði
ráðlherra að þeir hefðu hafriaó,
ekki talið þær aðgenigi'legar.:
Þéim hefði þó þótt rétt að at-
húga þær nánar og kanna hvort.
fyndust einhverjar. leiðir til að
fella þær að einhverju leyti sam-
an við íslenzku tillögumar.
Aðspurður um framhaldið á
málinu, sagði Lúðvík að það
mætti segja að ekki hefði tekizt
að finna lau.sn núna og samn-
ingaviðræðum væri lokið á þessu
stigi. Hins vegar myndu aði'lam-
ir standa í sambandi hvor við
annan um málið og kæmu fram
nýjar tiliögur yrðu þær að sjálf-
sögðu athugaðar.
Ráðherramir voru spurðir
hvort þeir væru ánægðir með
þessa útkomu og svaraði Magn-
ús Torfi Ólafsson:
— Að sjálfsögðu erum við
ekki ánægðir með að ekki skyldi
fást niðurst'aða, við hefðum kos-
ið helzt að það hefði gerzt nú.
En það gerðist ekki, af ástæð-
um sem hinir ráðherrarnir hafa
lýst hér. 1 máli sem þessu þýð-
ir hins vegar ekki að ganga
fram af bjartsýni eða bölsýni,
heldur taka málin eins og þau
liggja fyrir og reyna að vinna
að þeim af því viti sem Hvérj-
um var gefið.