Morgunblaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.11.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. NÓVEMBER 1972 23 Minning; Jón Kristjánsson trésmiður frá Aðalvík í DAG fer fram útför Jóns Kristjánssonar trésmiðs frá Að- alvík, en hann andaðist að heim- ili sinu, Mávahlíð 46, Reykjavík, þann 22. nóv. sl. eftir nokkdrra vikna legu á Borgansjúkrahús- inu að undangengnu heilsuleysi nokkuð á annað ár, á áttugasta og þriðja aldursári. Jón fæddist í Neðri-Miðvík, SHéttuhreppi, N-ísaf jarðarsýsliu, 22. sept. 1890, og voru foreldr- ar hans Kristján Jónsson bóndi þar og kona hans Kristín Sigurð- ardóttir. Ólst hann upp hjá Borg ari Jónssyni bónda og yfirsetu- manni í Þverdal í Aðalvík og konu hans, Guðrúnu Sigurðar- dóttur, móðursystur sinni. Hann stundaði á ísafirði iðn- skólanám 1915—’ 17, og var í framhaldsskóla þar 1921—’22. Árin 1907—9 nam hann bókband hjá Eyjólfi Bjarnasyni bókbind- ara á Ísafirði og vann við bók- band á veturna og búskap á sumrin i Aðalvík frá 1909—’14, en þá hóf hann nám í skipasmíði hjá Bárði Tómassyni, og vann hjá homum til ársins 1921. Árin 1922—’33 rak hann trésmíða- verkstæði, þar af fyrstu 2 árin ásamt Albert bróður sínum. Hann öðlaðist meistarabréf í tré- srniíði árið 1933, og va-r síðan byggingameistari á ísafirði lengst af til ársins 1952, en síð- an í Reykjavik. Eins og sjá má af fraiman- greindu hefur Jón verið með af- Aldarminning; Þórarinn Guðm.son skipstjóri 1 DAG, 29. nóvember 1972, er minnzt 100 ára afmælis Þórarins Guðmundssonar, skipstjóra frá Ánanaustum í Reykjavík. Gerðist hann umgur sjómaður, en lauk prófi frá Stýriimanna- skólanum árið 1895. Um marga áratugi var hann skipstjóri á smábátum miilli landa í alls kon- ar veðrum, jafnt sumar sem vet- ur. Úr síðustu ferðinni varð hon- um ekki afturkvæmt. Hann fórst við Honnbjarg árið 1951. Hinn aldni skipsitjóri hlaut hvild I hininii votu gröf. Kona Þórarins var Ragnheiður Jónisdóttir. Hún var frá Akra- nesi. Lézt hún árið 1923. Eign- uðust þau 12 böm, en nú eru 5 þeirra á lifi, 4 búsett í Reykja- vik en einm sonur erlendis. 1 hugum afkomenda hans lif- ir minniingin um góðan föður, tengdaföður og afa. Aslaug. brigðum framsækinn og dugleg- ur að afla sér menntunar, og meðal annars í þeirri iðngrein, sem hann valdi sér að ævistarfi. En á uppvaxtarárum hans var sízt hlaupið að því fyrir fátæka unglinga að afla sér menntunar, hvorki bóklegrar né verklegrar, þó námfýsi væri fyrir hendi og meðfæddir hæfileikár og dugnað ur, sem vegna menntunarskorts nýttist oft ekki sem skyldi. Þess- ar torfærur tóbst Jóni með óvanjuileguim dugnaði og ósér- hlífni að yfirstiga. Þótt ég 'kynnt- ist honum ekki fyrr en á efri ár- um hans, fannst mér það vera rikjandi eiginléiki í fari hans að yfirstíga allar torfærur, en þó með gát. Snemma hóf hamn bygginga- starfsemi, er varð sannkallað uppbyggingarstarf í tvenns kon- ar skilningi og segja má að verið hafi eins konar lífseigind hans, svo að segja allt til hins hinztu stundar. Hann byggði hús bæði fyrir sjálfan sig og aðra, og var dugn- aði hans og útsjónarsemi við brugðið. Hann var stórtækur at- hafnamaður, sem ekki bunni að hlífa sér, einkum ef hann vann fyrir aðra. Þess vegna var hann eftirsóttur smiður, sem færri en vildu gátu fengið til að taka að sér verk. Hann var af gamla skóLanum, eins og sagt er, hvað snerti nýtni og samvizkusemi í starfi þvi sem hann tók að sér. Ef hann því tók að sér eitthvert verk, var því vel borgið í hönd- um hans. Ekki þurfti heldur sá, sem hann vann fyrir að hafa áhyggjur af því að hann slægi slöku við vinnu, né heldur að hann tæki meira fyrir vinnu sína en sanngjarnt var, nema síður skyldi, og heft ég þetta fyrir satt frá þeiim sem hann vann fyrir. Með þrauts'eigju sinni, dugnaði og hyggjuviti komst hanm brátt í mjög góð efni, sem hann notaði rninnst af fyrir sjálfan sig. Mann fiurðaði stundum á því, hve kröfuiharður hann var við sjáií- an sig í lífi og starfi, og að þvi er virtist þurftalítill og nýtinn, svo að litið gat út sem nízka. En hafi nokkurn tíma átt sér stað meira öfugmæli, þá var það orð ið nízka í sambandi við nýtni hans og sparsemi gagnvart sjálfum sér. Sainnleikurinn er nefnilega sá að hann var að sama skapi örlátur við aðra sem hann hélt í við sjálfan sig, þegar um var að ræða hin svoköliuðu gæði lifsins. Þegar ég minnist Jóns koma mér í hug orð Krists: „Sælla er að gefa en þiggja.“ En hvort sem hann sjálíur hefur til- einkað sér þessi orð eða ekki, þá gætu þau engu að síður verið verðug yfirskrift yfir lifi hans, enda hefur hann með örlæti sínu reist sér óbrotgjarnan miinn isvarða i hugum okkar, sem þekiktum hann og urðum vottar að því hvernig hann varði eign- um simum, til þess að leggja þvi starfi lið, sem hann vissi að gat orðið til blessunar hinni islenzku þjóð, og ekki aðeins henni, held- ur og þeim heiðnu þjóðflokkum í miðri Afriku, eins og Konso og Gidole í Ethiopiu, sem búið höfðu við eymdarmyrkur heiðn- innar, unz islenzkir kristniboðar kormu þangað fyrir 18 árum með ijós fagnaðarerindisins, sem nú hefur lýst upp það svartmyrkri svo að nú eru þar á þriðja þús und safnaðarmeðlimir, sem þlessa þá og þakka þeim, sem stutt hafa þetta blessunarríka starf, sem Jón meðal annarra kristniboðsvina átti sinn þátt 1 að hægt var að framkvæima. Þegar Jón var kominn í góð efni vegna byggingaframkvæmda sinna, fór hann jafnframt að snúa sér að annarri uppbygging- arstarfsemi. Hann hóf að breyta sinum veraldlega auði í þann auð, sem hvorki mölur né ryð fá grandað, þann auð sem fólg- inn er í Guðs lifandi og kröft- uga orði. f Kristniboðsfélagi karla og Gideonfélaginu fann hann tilvalinn vettvang til slíks verks. Það mun vera með einstæðum hætti, sem hann komst í snert- ing við kristniboðið. Hann hafði verið að hlusta á útvarpsfyrir- lestur, þar sem fyrirlesarinn, menkiur kierkur þjóðkirkjunnar, hélt því fram í fáfræði sinni um kristniboð, að gagnslítið, ef ekki alveg vonlaust, væri að boða heiðingjum kristna trú. Þegar Jón hafði hlýtt undrandi á erindið, setti hann sig í sam- band við einn af framámönnum kristniboðsins og fékk hjá hon- um upplýsingar alveg gagnstæð- ar því, sem klerkurinn hafði haldið fram, og þá var það að Jón rétti að kristniboðinu sína fyrstu stórgjöf, sem varð ekki sú síðasta. Síðan gekk hann sjálf ur í Kristniboðsfélag karla, eins og fyrr segir. Sannast því hér það sem Jósep forðum sagði við bræður sína: „Þér ætluðuð að gjöra mér illt, en Guð sneri því til góðs.“ Jóni kynntist ég, eins og fyrr segir, ekki fyrr en á efri árum hans, er hann gekk í Gideonfélag ið, eins og ég gat um áður, þar sem hann og fann tilvalinn vett vang, til þess að breyta sinum veraldlega fjársjóði í hinn and- lega fjársjóð, sem fólginn er í Orði Guðs, sem Gídeonfélagar hafa á undanförnum 25 árum dreift út á meðal hinnar ís lenzku þjóðar, svo verða mætti henni til blessunar. Hann átti því sinn drjúga þátt í að nú eru Biblíur Gideonfélagsins liggjandi á gistihúsum, farþegaskipuim, flugvélum og fangelsum, og Nýja testamenti í sjúkrahúsum lands ins, auk þeirra Testamenta, sem hjúkrunarfólk fær, er það út skrifast úr hjúkrunarskóla. Að ekki sé minnzt á þau rúmlega 80 þúsund Nýja testamenti, sem á sl. tæpum tuttugu árum hefur verið úthlutað til skólabama, þannig að ætla má að nú eigi all ir íslendingar á aldrinum 11—30 ára, hver sitt eintak. Þetta starf studdi Jón bæði með fyrirbæn og fj árframlögum af svo mikilli rausn að það mun vafalítið stuðla að aukinni starf- semi Gideonfélagsins í framtíð- inni, í því að útbreiða Guðs orð meðal þjóðarinnar sem er undir staða þess að hér á landi „verði gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, sem þroskast á Guðs ri'kis braut.“ Jón kvæntist þann 5. nóvem ber 1927, velmenntaðri og gáf- aðri ágætis konu, Þorbjörgu Valdimarsdóttur, útvegsbónda og kaupmanna í Hnífsdal, Þor- varðssonar, sem var honum stoð og stytta á langri ævi. En hún lézt fyrir 4 árum. Mér er ekki grunlaust um það, að hún hafi fremur hvatt mann sinn en latt til þessa örlætis, sem að framan getur. Gideonfélagið og Kristniboðsfélag karla, og reynd ar allir, sem notið hafa og njóta munu í framtíðinni starfs þess ara félaga standa því í mikilli þakkarskuld við þau góðu hjón Jón og Þorbjörgu og að sjálf sögðu einnig við börn þeirra hjóna og tengdabörn, sem ekki einungis hafa ’átið þetta óátalið, þótt arfsvon þeirra rýmaði að sama skapi, sem gjöfin var stærri, heldur hafa börnin ný- lega, ásamt föður sínum, gefið kristniboðinu i Ethíopiu stórgjöf til minningar um móður þeirra, eiginkonu Jóns. Nú hafa börn þeirra hjóna öll haslað sér völl í þjóðlífi íslend- inga, á sviði mennta, visinda, verklegra framkvæmda og á öðr um sviðum þjóðlifsins, og þann- ig haldið áfram þeirri uppbygg- ingu, sem grundvölluð var á góðu uppeldi þeirra. En þessi eru börn þeirra: Þorvarður, yfirverkfræð- ingur hjá Pósti og síma, kvæntur Unni Ósk Jónsdóttur, Borghild- ur, handavinnukennari gift Eð- varð Bjarnasyni, rafvirkja, Jón Albert, matsveinn, kvæntur Mar íu Óskarsdóttur og Valdimar Kr. dr. PhD., kvæntur Guðrúnu Sig mundsdóttur. En dr. Valdimar kom heim erlendis frá, ásamt fjölskyldu sinni rétt áður en fað ir hans dó og mun líklega setjast hér að, eftir að hafa dvalizt er- lendis undanfarin ár, þar sem hann hefur gegnt prófessorsemb ættuim við háskóla bæði í Eng- landi og Bandaríkjunum, og get ið sér orð fyrir vísindastörf á sviði verkfræðinnar. Heirokama þessa sonar hans og fjölskyldu luans virtist að vonurn gleðja Jón mikið, Ennfremur áttu þau hjónin son, Kristján Sigurð, sem dó á þriðja ári. - Yfir fold Franihald af bls. 12. þennan litla kafla hafa fallið úr þá í flýtinum sér til mikilla leiðinda, en í kaflanum var get ið ýmissa manna og kvenna sem þau hjón höfðu haft samskipti við og góð kynni. „1 þessum kafla,“ sagði Sigfús, „var getið Sigurð ar Eggerz ráðherra og Guð- mundar Eggerz sýslumanns, Jakobs Möllers ráðherra, Ár- manns Kristinssonar sakadóm- ara, Ólafs Pálssonar borgar- dómara, höfðingshjónanna Finnboga Rúts Þorvaldssonar, prófessors, sem kemur mjög við sögu Vestmannaeyja sem aðal- verkfræðingur við hafnargerð ina þar og konu hans, frú Sigríðar Eiríksdóttur, Sigurðar Björnssonar brunamála- stjóra, Einars Thorlac- iusar prófasts og hins kunna lögfræðings, Magnúsar Thorlac iusar og þeirra systkina, en séra Einar var systkinabarn við frú Helgu Skúladóttur á Kálfafellsstað, tengdamóður mína. Getið er séra Jóns Thor- arensen og konu hans. Einars Jónssonar prófasts Hjörleifsson ar í Vallanesi kennara á Hvann eyri og vegaverkstjóra og konu hans, Guðbjargar Kristjánsdótt ur. Tengdaforeldra Jóns próf- asts Péturssonar á Kálfafells- stað, mágs míns, foreldra frú Þóru Einarsdóttur. Á hinu ágæta heimili Einars og Guð- bjargar með hinum stórmynd- arlega dætrahópi þeirra, átt- um við hjónin margar ánægju- stundir. Allar systurnar, 9 að tölu, eru giftar ágætum mönn- um. Þar var og getið biskups- ins, dr. Sigurbjörns Einarsson ar Sigurfinnssonar á Efri- Steinsmýri í Meðallandi og konu biskups, sem einnig er af skaftfellskum ættum, komin af séra Jóni Steingrímssyni eld- presti, prófasti á Prestbakka. Þá er að geta tveggja skaft- fellsikra heiðurskvenna, mæðgnanna Þórunnar og Hall- dóru Skarphéðinsdóttur á Vagnstöðum í Suðursveit, móður Skarphéðins GLslasonar. Þá vantaði nafn Þórs Magn- ússonar, hins hugkvæma og dugmikla þjóðminjavarðar, Guðmundar Jóhannesson- ar, konu hans og fjölskyldu og hins mikla fróðleiksmanns Bjarna Sigurðssonar á Hofs- nesi í Öræfum. Svo og var getið hinnar mikiu gestrisni heimil- is Garðars Gíslasonar og frú Þóru, konu hans, er var systk- Þess skal og getið, að bróðir Jóns, Sigurður að nafni, er enn á liífi, ári eldri en Jón. Hann hef ur uim 50 ára skeið verið búsett- ur í Ameríku, nú i Seattle, Wash. Milli þeirra bræðra var ávallt mjög kært og höfðu þeir stöðugt samband sín í milli, þrátt fyrir fjarlægð þá sem aðskildi þá. Nú hefur Jón að loknu miklu og auðnuríku ævistarfi, sem hann af trúmennsku, dugnaði og ósérhlífni innti af hendi, gengið inn til fagnaðar Herra síns, Frels ara o'kkar Jesú Krists, sem með- al annars sagði þessi fagnaðar- ríku orð, hverjum kristnum manni; „Ég er upprisan og lífið, sá sem trúir á mig rmin lifa þótt hann deyi.“ Þessa trú átti Jón, riku orð, hverjuim kristnum með orðum, heldur og í verki, eins og að framan greinir. Þess vegna blessa ég og aðrir Gideonfélagar, ásaimt félögum í Kristniboðsfélagi karla, minningu þessa mæta manns, og biðjum eftirlifandi börnum hans, tengda börnum og barnabörnum, svo og bróður hans, allrar Guðs bless- unnar um alla framtíð og vott- um þeim öllum samúð okkar, um leið og við þökkum Guði fyr- ir að hafa átt þvi láni að fagna að verða samferða Jóni Kristjáns syni á vegi lífsins, þess lifs, sem fólgið er í trúnni „á hinn eina sanna Guð og þann, sem hann sendi, Jesúm Krist.“ Þorkell G. Sigurbjörnsson. inabarn við frú Helgu Skúla- dóttur á Kálfafellsstað. Heim- ili þeirra, en þau bjuggu í einu stórhýsanna á Laufásvegi er Garðar keypti fyrir milli- göngu mína af Sturlu Jóns- syni og áður á Hverfisgötu, var eitt mesta viðhafnar- og gestrisnisheimili i Reykjavík þeirra daga. Þangað vorum við hjónin alltaf boðin og velkom- in. Þá er að geta góðvinar míns Sigurðar Hróbjartssonar útgerðarmanns I Vestmanna- eyjum og hans fólks. Loks eru það synir Guðna heitins John- sen bróður míns, en úr hafði fallið um Rögnvald, er numið hafði húsagerðarlist í Kali- forniu U.S.A. Hann býr nú hér í bæ, kvæntur mikilhæfri konu, Dóru Valdimarsdótt- ur Þórðarsonar heitins for- stjóra. Eiga þau fjögur börn. Einnig var getið Friðþjófs Guðnasonar Johnsen cand. jur. málaflutningsmanns, lengi í Vesfcmannaeyjum við góðan orðs tír og seinna skattstjóri og konu hans danskrar frá Jót- landi, Gudrun Christensen. Friðþjófur dó löngu fyrir ald- ur fram, varð bráðkvaddur og var hann mörgum harmdauði. Ekkja hans sem búsett er í Danmörku hefur sýnt minn- ingu hans þá frábæru ræktar- semi og tryggð að koma á hverju ári frá þvi að hann lézt hingað til lands ti'l að leggja blómsveig á leiði manns sins i Landakirkjugarði í Vestmanna eyjum. Einnig langar mig til að leiðrétta hér þar sem fall- ið hefur úr nafn séra Sigurð- ar Guðmundssonar prests i Einholti föður Presta-Högna. Á bls. 69 í bókinni hef- ur brenglazt þar sem segir að séra Guðmundur í Einholti hafi verið faðir Presta-Högna, en það var séra Sigurður son- ur séra Guðmundar. Maður einn sem var i heim- sókn hjá Sigfúsi þegar við röbbuðum við hann sagði að tvennt er varðaði Sigfús kæmi mjög skýrt fram í æviágrip- inu. Það að hann hefði ávallt verið mikill og sjálfstæður sjálfstæðismaður með stað- fasta trú að baki. Yfir fold og flæði, sem nær yfir langa ævi endar á þessum orð- um: „Drottinn gaf, drottinn tók. Guði almáttugum sé eilift lof um óendanlegar aldir alda fyrir hans náðarsamlegu vernd og varðveizlu og þá miklu blessun, sem hann hafðl sýnt okkur. f Jesú blessaða nafni. Amen.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.