Morgunblaðið - 28.12.1972, Síða 3

Morgunblaðið - 28.12.1972, Síða 3
MORGUNBiLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1972 3 4 Jarðskj/álftarnir í Nicaragua: Það mátti engu muna að við yrðum undir húsinu — sagði Guðmundur Sigvaldason, jarðfræðingur — i»AI) mátti engu muna að við yrðum undir hús- inu. þegar fyrsti jarð- skjálftakippurinn kiim kl. 12.20 aðfararnótt Þorláks- messu í Managua í Nicara- gua. Húsið er í rúst, allír veggir fallnir, súlurnar einar standa upp úr. Ktm- an var í svefnherberginu. Henni rétt tókst að kom- ast í dyrnar. áður en allir veggirnir hrundu inn. Sjálfur var ég staddur í þröngu baðherbergi, sem hékk sainan fyrir það hve lítið það var, svo. ég komst út eftir fyrsta kippinn. En það hrundi nokkrum mín- útum síðar í næsta kipp. Við komumst svo yfir Guðmun.lur Sigvaldason. steinblokkirnar út í garð- inn. Drengurinn var í öðr- Hriar Sveiosson. Á svæði, j ii * • . ' sem jiíær frá forsetehöEiníni um enda hussms og ire- . . * og vatmmiu að aoianþrotta veggir þar, svo hanrn siapp vanigiaium — hkíeiga 5 km á ómeiddur, eins og við öll. breidd og 10 km á lengd — VIÐ HENTUMST OLL XJT IJR RÚMUNUM, EN SAKAÐI EKKI, sagði Jón Jónsson, jarðfræðingur Þaninig sagðdst Guðimundi Sigvaldiaisyni, jarðefnaíræð- inigi, frá i simtali við Morg- unblaðiið frá San Saivador í gær. Þar voru heiiir á húfi al'lir ísleindingarnir, sem ver- iið höfðiu í Man&g'ua þessa ör- lagaríku nótt, em þaið voru Jón Jónsson, jarðfræðinigur og Guðrún kona hans með fjögur böm sín, Guðmundur Sigvaidason og norsk kona hainis og stjúpsonur og Einar Sveinsson og Sigríður Lofts- dóttir, kona hans, með fjög- urra ára dóttur. Fréttamaður Mbl. taliaði við þá Guðmund, Jón og Einar og fa.ra frásaign ir þeirra hér á eftir. — Ég ók niður í borgina morguninn eftir. Eyðilegging- in er svo óskaipleg að ekki er hægt áð iýsa þvi, saigði stendur ekki eitt hús uppi. Á jntercontinentai-hóteiinu. sem var stærsta byggingin í miiðborgirmi, hafði efsta hæð- in bókstafiega psressazt niður i þá næstu. 15 hæða banka- hús hangir að vi.su uppi, en er að hrynja, svo það verður að brjóta það niður. Á einum stað haifði benzínstöð faiiið yfir bíla. Ver'ð var að prafa upp kaiþólskan skóia og heyrðist í systrumum ein- hvers staðiar undir. Tveir spítalar lögðust saman, og fangeisi með pólitískum föng- um hafði hrunið yfir þá. Það er svo gersamiega- ómöguiegt að lýsa ástamdinu. Þetta er höfuðborgin og þar stendur eklkert uppi, ekkert ráðu- neyti, enginn banki, engim stofnun, sem getur haíizt handa. Eima vonin er, að Som- oza, sem taliriin hefur verið nærri einræðisherra, hafi það mikiil áhrif, að hann geti komið einhverju í gang aftur. — Við vorum öil háttuð, sagði Jón Jónsson, og þegar jarðskjáif.takippurinn kom, hentumst við út úr rúmun- um, en enigan sakaði. Húsið stóð af sér jarðskjáiftana og sér ekki á þvi. Við fórum strax út eins og aiiir ná- grannar okkar. Við bjuiggum í einbýlisihúsahverfi um 8 km íyrir utan borgina og i litlu húsi úr tré en þau stóðu sig bezt. Við höfðumst við úti í garðinum aila nóttina. — Hrædd? Það bar ekki mikið á því, fyrr en kannski eftir á. Ynigsta telpain, Sigurlaug, sem er 10 ára, varð dáiítið hrædd seinna. Þó að Guðm. Sigvaldason byggi lengra frá miðborginni, eða 12 km fyrir utan, þá hrundi hús hans, sem fyrr seg ir. Fjölskyldan hafðist við í garðinum um nóttina, en jarð skjálftakippirnir héldu áfram alla þá nótt og næsta dag. Bíll Eítia.r Sveinsson, Sigriður k ona hans og dóttirin Ásthildur EYÐILEGGINGIN SVO ÓSKAPLEG, AÐ EKKI ER HÆGT AÐ LÝSA I>VÍ, segir Einar Sveinsson imn hafði skemmzt. er steinn féll á hann, en var ökufær. Aftur á móti urðu bíllyklamir eftir inni í húsinu, sem alitaf var að hrynja úr og ekki þor- andi að fara inn. Um morgun inn, þegar lát varð á, gerði Guðmundur það samt og kom ust þau þá í bilnum til Jóns Jónssonar. Komust þau að raun um að öll sú fjölskylda var heil á húfi. Síðan fóru þau öll til Einars Sveinssonar, sem bjó með fjölskyldu sinni í húsi foreldra sinna, sem ekki hrundi, en fjölskylda Einars var rétt óflutt I nýkeypt hús. — Við komumst svo með flugvél til San Salvador, sagði Guðmundur. Flugfélögin héldu uppi áætlunarflugi, og komumst við i flugvél, er við komum út á flugvöll. Fólkið fór allt til San Salva Jón Jónsson og f jölskylda h Guðrún ans. Frá vinstri: Sigurlaug 10 ára, Jón Kári 14 ára, Jón og kona hans, Vala 17 ára og Dagur 11 ára. dor án þess að taka nokkuð með sér. En Einar Sveinsson, og elzti sonur Jóns, Jón Kári, óku til Salvador í bil Einars, en það er 8—10 tíma akstur gegnum Honduras. Guðmund- ur saigði, að hús hains hefði að vísu hrunið yfir allt sem þar var, en í rústunum væri mik- ið af mikilvægum jarðfræði- legum skjölum og hefði hann hug á að reyna að komast til Managua og reyna að bjarga einhverju af þeim. Einar Sveinsson tók i sama streng, kvaðst hafa áhuga á að gera út leiðangur til Managúa. — En það verður eins og að fara í eyðimörk, sagði Guð mundur. Maður verður að taka með sér vatn, mat, bens ín og allt sem nota þarf. Á staðnum er ekkert til og neyð in óskapleg. Jarðfræðingarnir, Jón og Guðmundur, starfa báðir við jarðhitarannsóknir hjá Sam- einuðu þjóðunum. Þeir sögðu að útilokað væri að rannsókn unum í Nigaragua yrði hald- ið áfram, eins og nú væri ástatt. En þeir ætluðu að bíða eftir ákvörðunum Sameinuðu þjóðanna um hvert þeir færu, kváðust reikna með að verða sendir eitthvað annað. En um þetta átti að vera fundur kl. 9 í gærmorgun í stöðvum Sameinuðu þjóðanna í San Salvador. Við náðum í þá kl. 8 um morguninn, en þá var klukkan hér um 2 síðdegis. Einar Sveinsson hefur haft tungumálaskóla i Managua, og verið að byggja hann upp um langt skeið. Það verk er nú þurrkað burt. 20 hlutu vísind astyrki NATO Menntamálaráðnneytið hefur út- hlutað fé þvi, er kom í hlut Ís- lendinga til ráðstöfunar tll vís- indastyrkja á vegum Atlants- hafsbandalagsins (Nato Science Fellowships) fyrir 1972 eða sam tals að upphæð 770 þús. krónur. Umsækjendur voni 30 en 20 þeirra hlutu styrki sem hér seg ir: Ámi Kárason, dýrailæknir, 30 þúsund krónur, vegna námsferð- ar til Skotlands til að kynna sér ftekirækt oig fiskisjúkdóma, Gisli G. Auðunsson, læknir, 30 þúsund krónur, til framhalds- náms i lyflæknisfræði og svæf- ingum við The Victoria Infirm- ary, Giasgow, Skotlandi. Dr. Guðmundur Eggertsson, prófessor, 20 þúsund krónur, til að sækja ráðstefnu um erfða- fræði í L/unterem, Hollandi. Guðni Þorsteinsson, læknir, 30 þúsund krónur, til náms í orku- lækningum og endurhæfingu við Mayo Foundation, Rochester, Minnesota, Bandaríkjunum. Gunnlaugur Björn Geirsson, læknir, 75 þúsund krónur, til <framhaldsnáms í frumumeina- fræði við New England Deacon- ess Hospital, Boston, Bandaríkj umum. Halldór Armannsson, efna- fræðingur, 75 þúsund krónur, til íramhaldsnáms í sjó- og vatns- efnafræði við háskólann í South ampton, Englandi. Haraldur Árnason, framkvstj., 75 þúsund krónur, vegna náms- ferðar til Hollands til að kynna sér jarðvatnsfræði o.fl. við Cent er of Agricultural Science, Wag- eningen. Hrafn Vestfjörð Friðriksson, ‘ læknir, 30 þúsund krónur, til framhaldsnáms í lifeðlisfræði í Svíþjóð. Hörður Bergsteinsson, læknir, 30 þúsund krónur, til framhalds náms í bamalækningum við Hart ford Hospital, Hartford, Banda- ríkjunum. Leifur Jónsson, læknir, 30 þús und krónur, til náms í skurðað gerðum við giktarlækningastofn un í Heinola, Finnlandi. Ólafur Gunnlaugsson, læknir, 30 þúsund krónur, vegna náms- ferðar til Englands til að kynna sér meltingarsjúkdóma við sjúkrahús í London á vegum Brit ish Postgraduate Medical Fedef ation. Ólafur Höskuldsson, tannlækfl ir, 30 þúsund krónur, vegna náms ferðar til Bandaríkjanna til að kynnast nýjungum í kennsluhátt um í barnatannlækningum og framförum í þeirri grein. Páll Eiríksson, læknir, 30 þús- und krónur, til framhaldsnáms i geðlæknisfræði við Statshospital et í Gílostrup, Danmörku. Sigurður Björnsson, læknir, 30 þúsund krónur, til sérnáms i meðferð illkynjaðra sjúkdóma við Roswell Park Memorial Instl tute, Buffalo, Bandaríkjunum. Sigurður Birgir Stefánsson, B. Sc., 75 þúsund krónur, til náms I stærOíræðilegri hagfræði við Framh. á bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.