Morgunblaðið - 28.12.1972, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. ÐESEMBER 1972
0*g«fdndi h/f Árvekuc, R&yfcjavfk
Frflmifcvæmda stjón HaraWur Sv«ína«on.
Rit»^6rar M-at6h!as Johannassan,
Eyjólifur Konráð Jónsson.
Styrmir Gurmarsson.
RftsrtíémaríuWtrúi Þorbijönn Guðrrnundston
Eróttastjóri Björn Jóihannoson.
Aug.lýsingnstjðri Ámi Garðar Kriatinsscm.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, sími 1Ö-100.
Augfýsingar Aðafstreati 9, sírm 22-4-80
Áskrrftargja-fd 225,00 kr á rrnónuði innanlaods
I teusasöfu 15,00 Ikr eintakið
innar til lausnar þeirra erfið-
leika, sem að steðjuðu og að
verzluninni bæri að taka á
sig nokkrar byrðar til jafns
við aðra.
En í tengslum við þá geng-
isbreytingu, sem nú hefur
verið framkvæmd við allt
aðrar ’ aðstæður hafa verið
teknar verðlagsákvarðanir,
sem koma mjög misjafnlega
út fyrir einstakar greinar
verzlunarinnar. Þannig er
ljóst, að smákaupmenn eru
óánægðir með þær verðlags-
ákvarðanir, sem teknar hafa
greina, að þótt hægt sé að
leggja auknar byrðar á þess-
ar atvinnugreinar úm stund-
arsakir án þess að verulegt
tjón hljótist af, kann það
ekki góðri lukku að stýra til
lengdar. Jafnvel í stjórnar-
herbúðunum eru menn að
vakna upp við þá staðreynd,
að núverandi verðlagskerfi
er búið að ganga sér til húð-
ar og lét einn helzti efnahags-
sérfræðingur Alþýðubanda-
lagsins í ljósi mjög ákveðnar
skoðanir á því fyrir nokkr-
um vikum. Sannleikurinn er
sá, að núgildandi verðlags-
kerfi stuðlar að mismunun
innan verzlunarinnar og
hærra verðlagi en ella. Það
er vafalaust til of mikils
mælst, að núverandi ríkis-
stjórn beiti sér fyrir skyn-
samlegum umbótum á verð-
lagskerfinu, en hins er hægt
að krefjast í því góðæri, sem
nú ríkir, að kjör einstakra
stétta eins og smákaup-
manna verði ekki beinlínis
skert eins og hætt er við
vegna þeirra verðlagsákvarð-
anna, sem teknar hafa verið
í tengslum við þessa gengis-
breytingu.
HAGUR VERZLUNAR
RAFMAGNS-
SKÖMMTUNIN
að kann aldrei góðri lukku
að stýra að þrengja svo
hag atvinnurekandans, að
hann geti hvorki borið þær
byrðar, sem á hann eru lagð-
ar, né staðið undir batnandi
lífskjörum starfsmanna. Af
þessu höfum við íslendingar
langa reynslu, en föllum þó
jafnan í sömu gryfjuna á nýj-
an leik. Á undanförnum miss-
erum' hafa meiri útgjöld ver-
ið lögð á atvinnuvegina, en
þeir hafa borið, m.a. vegna
vaxandi kostnaðarverðbólgu
í landinu og gengisbreytingin,
sem vinstri stjórnin neydd-
ist til að ákveða er afleiðing
af þeirrí óstjórn.
Gengisbreytingunni er ætl-
að að rétta hag atvinnuveg-
anna. Nú er það raunar mik-
ið álitamál, hvort gengis-
breytingin nær þessum til-
gangi. Það kemur t.d. í ljós
næstu daga hvaða skoðun út-
vegsmenn víðs vegar um
landið hafa á því. En fleiri
atvinnugreinar koma hér við
sögu þ.á m. verzlunin. Nú er
það vel kunnugt, að á undan-
förnum árum hefur verzlun-
in orðið að sætta sig við veru-
lega skerta álagningu. í sam-
bandi við gengisbreytingarn-
ar 1967 og 1968 var litið svo
á, að þar væri um að ræða
framlag af hálfu verzlunar-
verið, og í viðtali við Morg-
unblaðið sl. sunnudag sagði
Hjörtur Jónsson, formaður
Kaupmannasamtakanna, að
hann teldi að skerðing á
verzlunarálagningu yfir alla
álagningartaxta væri ekki
réttlætanleg vegna þessarar
gengisfellingar. Vafalaust er
það svo, að hagur einstakra
greina verzlunarinnar er mis-
jafn, góð afkoma hjá sum-
um verzlunargreinum en
verri hjá öðrum.
En kjarni málsins er sá í
sambandi við álagningu
verzlunarinnar eins og rekstr
argrundvöll annarra atvinnu-
fT'nn eru ekki öll kurl komin
^ til grafar vegna þeirra
skemmda, sem urðu í óveðr-
inu skömmu fyrir jól á há-
spennulínunni frá Búrfelli
og ollu víðtækum rafmagns-
truflunum á höfuðborgar-
svæðinu. Þessar rafmagns-
truflanir á mesta þéttbýlis-
svæði landsins svo og þær
skemmdir, sem urðu á álver-
inu í Straumsvík eru þess eðl
is, að gera verður kröfu til
þess, að þegar í stað verði
kannað, hvort ofsaveðrið
eitt er orsök óhappsins eða
hvort einhverjir gallar hafa
komið fram í stálturninum
við Hvítá, en slíkur turn
brotnar nú í annað skipti.
Rafmagnsskömmtunin, þá
daga sem hún stóð, olli ekki
einungis vandræðum í heirna-
húsum heldur stórfelldum
truflunum á atvinnurekstri á
höfuðborgarsvæðinu og er
vafalaust erfitt að meta það
óbeina og beina tjón, sem
orðið hefur.
X
’T
\y
'vV___
forum
world f eatures
Hvað gerist eftir
Jomo Kenyatta
Eftir Sam Uba
London. — Konyamönnum er ekk-
ert um það gefið að ræða það sem
gerast muni þegar Jomo Keny-
atta forseti hverfur frá og forðast
aliar umræður um arftaka hans, en
flestir játa að þeir séu uggandi um
framtíðina. Almennt er viðurkennt,
að þróun mála i Austur-Afriku, bæði
i samskiptum kvnþátta og á sviðum
stjómmáia og efnahagsmála, muni í
rikum mæli mótast af þeim atburð-
um, sem gerast muni í Kenya þegar
Kenyatta hverfur af sjónarsviðinu.
Kenya er auðugra land og lengra
á veg komið en nágrannalönd-
in Uganda og Tanzanía, en þessi
ríki gerðu með sér efnahags-
bandalag 1967. Kenya er líka
eina ríki svertingja í Afríku
(að Suður-Afríku og Rhódesíu und-
anskildum), þar sem Evrópumenn
hafa setzt að í stórum stíl. Sam-
kvæmt manntalinu 1969 eru íbúar
landsins um 11 milljónir, og þar af
eru 40.593 Evrópumenn, 137.037 Asíu
menn og 27.886 Arabar. Evrópumenn
og Asíumenn ráða mestu í efnahags-
málunum, og mikill hagvöxtur, 6,5%
á ári, stafar að miklu leyti af því.
Ráðherrar og flokksforingjar hafa
hvatt Kenyatta til þess að hraða
þeirri þróun að Afríkumenn taki í
sínar hendur stjórn atvinnumálanna
til þess að landið verði ekki eins
háð útlendingum og nú er. En hann
hefur að engu haft slík tilmæli og
haldið fast við þá stefnu sína að
fólk af óiíkum kynþáttum verði að
vinna saman og efnahagslifið verði
að grundvallast á frjálsu framtaki.
Ástæðan er augljóslega sú, að hann
veit að Afríkumenn geta ekki stað-
ið á eigin fótum fyrr en eftir að
minnsta kosti einn mannsaldur eða
svo.
Tom heitinn Mboya (sem var myrt
ur) var eitt sinn álitinn líklegasti
arftaki Kenyatta, og hann trúði mér
fyrir því að „gamli maðurinn" hefði
oft haft áhyggjur af því að sambúð
Evrópumanna og Asíumanna yrði erf
ið þegar hann hyrfi af sjónarsvið-
inu. Hann var sagður hafa orðið
mjög gramur þegar hann neyddist til
að beygja sig fyrir þvingunum ungra
öfgamanna úr flokki sínum KANU
1967 og visaði úr landi nokkur þús-
und Asíumönnum og gerði þeim sem
eftir voru að sækja um sérstök leyfi
til þess að stunda verzlun. Sama ár
voru Evrópumenn varaðir við þvi, að
ef þeir vildu dveljast áfram í land-
inu, yrðu þeir að sýna óskum og von
um Afríkumanna aukinn skilning.
Enginn veit með vissu hvað Keny-
atta er gamall, og hann hefur ver-
ið talinn allt að níræður, en ekki
yngri en sjötugur. Áreiðanleg-
asta heimildin, nýútkomin ævisaga
Kenyatta eftir Jeremy Murray-
Brown, hermir að hann sé fæddur
1897 eða 1898. Hvað sem því líður er
vist, að nú fer að halla undan fæti
fyrir Kenyatta. Hann hefur veikzt
allhastarlega nokkrum sinnum á síð-
ari árum af sjúkdómi, sem hefur
ekki verið látinn uppi, og af þess-
um sökum hefur hann orðið að draga
allverulega úr öllum skyldustörfum.
Síðan Kenya hlaut sjálfstæði fyrir
níu árum hefur Kenyatta hvað eftir
annað komið þeim mönnum á óvart,
sem sökuðu hann um að hafa skipu-
lagt fjöldamorð Mau Mau á árunum
daga
eftir 1950, og sýnt í verki að hann
sagði satt þegar hann hélt því fram
að hann hefði aldrei hatað hvíta
menn. Fyrr á árum var hann
af mörgum álitinn „foringinn, sem
mundi leiða Afríkumenn út i myrk-
ur og dauða“ eins og Sir Patrick
Renison, landstjóri Breta í Kenya,
lýsti honum 1960. Nú er hann af
mörgum talinn stjórnvitringur, sem
hafi tryggt jafnvægi og innanlands-
frið í Kenya. Þessi breyting er ef
til vill með því markverðasta, sem
hefur gerzt í Afríku síðan nýlendu-
öldinni lauk.
DULABFULLUR
Kenyatta hefur ótrúlega sterk tök
á löndum sínum, og skýringin er
kannski sú að hann hefur aldrei ver
ið kreddufastur stjórnmálamaður.
Að visu er hann enn í hjarta sínu
Kikuymaður, en samt hefur honum
tekizt að sveipa um sig dularhjúp
og gert persónuleg völd sín og áhrif
að leyndardómi, sem ljómi stafar frá.
„Hann er öllum allt, maður leyndar-
dóms og hulins valds,“ segir Murray
Brown, sem er fyrrverandi sjón
varpsframleiðandi hjá BBC.
Ekki fer hjá þvi að margt veki
óánægju í Kenya, og þar eru líka
margir óánægðir ungir menn, sem
bölsótast yfir einstökum ráðherrum
og flokksbroddum, en reiði þeirra
beinist ekki gegn stjórninni í heild,
því þá gæti virzt sem þeir væru að
gagnrýna „Mzee“ — föður þjóðar-
innar, Kenyatta. Meira að segja hvít
ir landnemar, sem ennþá muna
verstu daga Mau Mau-morðanna við
urkenna að „allt verði í lagi meðan
gamli maðurinn stjórnar málunum."
Afleiðing þessarar lotningar er sú,
að í Kenya er mörgum vandamálum
ýtt til hliðar og látið eins og þau
séu ekki til, en eftir daga Kenyatta
Kenyatta.
geta þau valdið heilmikilli spreng-
ingu. Kenyamenn forðast ekki að
gagnrýna Kenyatta eða ræða um val
ið á arftaka hans vegna þess að þeir
séu fyllilega ánægðir með frammi-
stöðu hans og stjórnar hans heldur
vegna þess að það er orðin hefð-
bundin skoðun að bezt sé að
láta forsjónina sjá um slika hluti.
Kenyatta er orðin þjóðsaga í lifanda
lífi, en hann er ekki ódauðlegur og
fyrr eða síðar verða Kenyamenn að
horfast i augu við kaldan veruleik-
ann.