Morgunblaðið - 05.01.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAí>IÐ, FÖSTUDAGUR 5. .TANJJAR 1973
21
Ragnar Ásgeirsson
Minningar- og þakkarorð
Já, Ragnar er llðinn fram.
Það er tilfinnanlegt, því að hann
var við fuila sálarkrafta fram
undir andlátið, og sýndist öðr-
um þrœði það hraustur
líkamlega, að lifað gæti lengur,
ef lagi væri beitt — en það var
víst misskilningur. Kempa var
hann alla ævi — yfirlætislaus,
sérstæð, hjartahlý kempa, sem
markaði spor í menningar-
lífi þjóðarinnar nærri þvi hálfa
öld. Því að Ragnar var fjölskrúð
ugum gáfum gæddur — umfram
allt fegurðarskyni; ást og holl-
ustu gagnvart öllu heil-
næmu og ósviknu; sjálfstæði
í hugsun og starfi, atferli öllu
— inn á við sem út á við.
Ragnar Ásgeirsson var fædd-
ur 6. nóvember 1895 að Kóra-
nesi í Straumfirði á Mýrum, son
ur hjónanna Jensínu Bjarg-
ar Matthíasdóttur frá Holti við
Skólavörðustíg og Ásgeirs Ey-
þórssonar, þá verzlunarstjóra að
Kóranesi. Eldri systkini Ragn-
ars voru Ásta og Ásgeir (for-
seti íslands), en yngri: Árni,
Kristín, Matthías og Kórmákur;
enn á lífi hið elzta og hið yngsta;
tveir bræðranna ólu lengstum
aldur sinn í Ameríku. Ætt-
ir þarf varla að rekja hér.
Aldamótaárið fluttist fjöl-
skyldan til Reykjavikur, en
flest sumur fram undir fermingu
dvaldist Ragnar að Knarrarnesi
hjá frændum sínum, fjölskyldu
foreldra Bjarna Ásgeirssonar,
síðar alþingismanns og ráðherra,
en hálftannað ár í Vík í Mýr-
dal hjá föðursystur sinni, konu
Gunnars Ólafssonar þá verzlun |
arstióra, seinna útgerðarmanns
og kaupmanns í Vestmannaeyj-
um. Má nærri geta að samvist-
irnar við þessi ágætu heimili og
náttúru landsins hafa átt sinn
góða hlut að því að móta heil-
brigðan hugsunarhátt hins hrif-
næma en stöðuglynda drengs.
Hins vegar varð hann og fyrir
sterkum áhrifum af vorvinnu í
Reykiavík — í gróðrarstöð Bún
aðarfélags Islands, sem Einar
Helgason stóð þá fyrir. Það varð
til þess, að hann ákvað að verða
garðvrkjumaður — og þáði það
að fara, nýfermdur, til Danmerk
ur að læra garðyrkju. Hann átti
lika að tvær móðursystur í Kaup
mannahöfn, skörungskonur —
svo sem og var móðir hans.
Þegar ég kom til náms við
Kaupmannahafnarháskóla, und-
ir haust 1913, og var setztur að
á Garði, í næsta herbergi við
Hallgrím Hallgrímsson, bekkjar
bróður Ásgeirs og vin fjöl-
skyldu hans, var Ragnar meðal
hinna fyrstu, sem ég kynntist
þar. Þá vann hann hjá garð-
yrkjumanni nokkrum i nágrenni
Kaupmannahafnar og kom viku
lega að heimsækja Hallgrím.
Mér fannst ég aldrei myndi hafa
kynnzt betra dreng né meira
prúðmenni. Ári seinna var hann
kominn í Vilvorde-garðyrkju-
skólann i Charlottenlund, sem
þá var talinn beztur í Dan-
mörku. Eftir tveggja ára nám
þar, gerðist Ragnar kennari við
skólann 1916—18, en starf-
aði næstu tvö ár við önn-
ur garðyrkjustörf þar í landi.
Þá hafði hann próf sem skrúð-
garðaarkitekt auk garðyrkju
mannsprófsins.
Sumarið 1920 var Ragnar
vikutíma á námskeiði í lýðhá-
skóianum ágæta að Vallekilde á
Norður-Sjálandi. Vika telst, yf-
irleitt ekki langur tími, en
nægði Ragnari til að koma ungri
stúlku, józkri, sem var þar sam-
tímis, til að bindast honum ævi-
löngum tryggðum. Og það voru
nú tryggðir sem hald var í —
enda stúlkan göfugmenni, eins
og hann var sjálfur. Og frábær-
lega vel gefin, eins og sjá má
af því, að þegar hún tók gagn-
fræðapróf, var hún eini nem
andinn í því prófi, um gervalla
Danmörk, sem fékk hæstu eink-
unn í dönskum stíl, en sama stíls
efnið um allt landið. Þau voru
vígð saman í hjónaband í Dan-
mörku, 11. janúar 1921, en þá
var Ragnar orðinn forstöðumað-
ur gróðrarstöðvar Búnaðarfé-
lags Islands, og var þeim hjón-
uhi reist þar hús, en heimiii
þeirra varð þegar afbrigðafag-
urt, þó að stofnfé væri af mjög
skornum skammti — svo var feg
urðarskyn beggja og stíltilfinn-
ing örugg og sjálfstæð —
og sjálfsagt hafa þau teflt á tæp
asta vað í fjárútlátum til þess.
Þetta fagra heimili buðu þau
mér og brúði minni til einkaaf.
nota i vikutíma, er við giftumst;
sjálf fóru þau þá í ferðalag. Og
seinna, er ég stal öllum júnímán
uði (1930) frá embætti mínu, til
að ganga frá bókinni Vestur-
Skaftafellssýsla og íbúar henn-
ar undir prentun, var ég alger-
lega á þeirra vegum. Það var
unaðslegur tími, þótt harðar
yrði ég að leggja að mér við
starf en nokkru sinni fyrr eða
síðar. Ég hvíldist vel á milli við
að syngja Bellman-söngva með
Ragnari!
Já, það var ekki aðeins að
þau Ragnar skytu skjólshúsi yf
ir okkur brúði mína brúðkaups-
nóttina og viku í viðbót, heldur
hafði hann áður uppálagt mér að
krækja einmitt í þá stúlku mér
til brúðar! Söm var hans
gerð, þó að hann vissi ekki að
ég hafði flutzt austur í Skaftár-
tungu beinlínis til þess að reyna
að afla mér þeirrar brúðar!
En það vorum ekki einungis
við hjónin, af mínu fólki, sem
Ragnar gæddi sinni dýrmætu vin
áttu. Þegar áður en hann sjálf-
ur trúlofaðist hafði hann bund-
izt vináttuböndum við móð-
ur mína og systur. Og þegar móð
ir mín dó, skrifaði hann eftir-
mæli hennar. Þau höfðu verið
ákaflega miklir vinir.
Starfsögu Ragnars, í eftirmæl
um, skrifa aðrir, og fer ég ekki
að þreyta lesendur á endurtekn-
ingu bess. En hins má ekki láta
ógetið hér, þótt og verði ann-
ars staðar á loft hatdið, hvilík-
ur menningarviti — „gæsa-
lappa“iaust — Ragnar var þjóð-
inni með starfsemi sinni á veg-
um Búnaðarfélags íslands. Ára-
tugum saman ferðaðist hann um
sveitir landsins og vakti með
| sveitafólkinu vituindina um
þörf þess að rækta græn-
meti. Þetta var jöfnum höndum
| heilbrigðismál hárrar gráðu og
I menningarmál. Það hefði leitt til
ómenningar að humma það öllu
lengur fram af sér að nota sér
þennn handihæcra mövuleifca til
að bæta heilsufarið í landinu.
Og hvað er heimilislegra en að
rækta sjálfur grænmetið
ur um Islenzkan alþýðu-
kveðskap þar með talinn til
dæmis kveðskapur séra Páls
skálda (eins forfeðra Ragnars)
og stórskáldsins Páls Ólafsson-
ar. Sjálfur hefði Ragnar getað
orðið ljóðskáid, hefði hann mátt
vera að því! Sigvaldi Kaldalóns
gerði lög við tvö-þrjú ljóð eft-
ir Ragnar. En þeir Kaldalóns
voru mjög miklir vinir. Þor-
steinn Erlingsson var fyrsta ást
Ragnars sem skáld.
Ragnar varð náinn vinur
sumra okkar ágætustu lista-
manna áöur en þeir náðu al-
mennri viðurkenningu, og studdi
sjálfur,- svo að um munaði, að
því að þeir hlytu hana. Enginn
studdi betur við Kjarval
Grænlands hugnæm mjög. Árið
1938 gaf Búnaðarfélagið út bók
eftir Ragnar, sem nefnist Bænda
förin. Auk þessa skrifaði Ragn-
ar sæg greina í blöð og tímarit.
Ragnar var líka langoftast far
arstjóri þegar hópar norræns
bændafólks heimsóttu sveitir Is-
lands, en þeir munu einkum hafa
komið frá Danmörku. Líka er
hér um ,,vinabæja“-heimsóknir
að ræða. Tengsl Ragnars við
Danmörku héldu áfram að auk-
ast, þótt hann væri alfluttur til
ættjarðar sinnar, og stafaði það
auðvitað meðfram af bráðlifandi
tengslum konu hans við móður-
land sitt en þau drógu ekkprt
úr ágætri íslenzkun frúarinnar
— hún var bara svona víðfeðm.
Og það var Ragnar líka — á
á fyrstu árum hans hér, og svip ,
uðu máli gegnir um Guðmund | persónulegan og þjóðbróðurleg-
Scheving. Höskuld Björnsson an ^átt.
studdi enginn sem hann. Ragnar
var og náinn vinur Einars Jóns
sonar. Einar tók fljótt að bera
skyn á myndlist umfram flesta
aðra. Tvö kjörtímabil var Ragn-
ar í Menntamálaráði og lét þar
gott af sér leiða, sem nærri má
Heimili Ragnars og Gretu
fluttist úr gróðrarstöðinni, þeg-
ar Hringbrautin lagði hana und
ir sig. Þau voru níu ár að Laug-
arvatni; þá þrjú ár í
Borgarnesi; þá átján ár í Hvera
gerði, en seinustu níu árin hér
sem maður vill nota, — vinna
sjálfur í eigin garði — og taka
daglega úr honum þessa ómetan-
legu fæðu — sem auk þess er
ekki fyllilega tryggileg, sem
heilsugjafi, sé hún ræktuð á veg
um stórrekstrar við tilbúinn
áburð og eiturúðun gegn skor-
dýrum og misjafnlega ný þeg
ar keypt er.
Heimilisræktun — yfirleitt —
varð næsta skrefið á starfsferli
Ragnars hjá Búnaðarfélag-
inu. Því næst þ.jóðleg heimilis-
ræktun. Þá björgun þjóðlegra
muna frá glötun — er alþjóðleg
menning (ekki óblönduð ómenn-
ingu) flæddi svo ört yfir þjóð-
ina, að allt gamalt og gott tók
að teljast rusl. Þá átti Ragnar
höfuðþátt í, að svonefnd byggða
söfn mynduðust víðs vegar um
landið. Og hann ferðaðist áfram
um allt og studdi þau með ráð-
um og dáð.
Enginn hefur starfað'jafnlengi
og Ragnar hjá Búnaðarfélagi ís
lands — ja, ég skal ekki for-
taka Ásgeir L. Jónsson, son Jóns
Ásgeirssonar á Þingeyrum. En
hitt er víst, að enginn hefur ferð
azt um sveitir landsins til iafns
við Ragnar. Enginn kynnzt fólk
inu þar til jafns við hann. Enda
fékk hann það stóra tæki-
færi umfram aðra — sérstæðra
og friórra hæfileika sinna vegna
— að verða fararstjóri flestra
hópferða bænda og bænda-
kvenna í aðra landsfjórð-
unga oe til Norðurlanda.
Af öllum þessum ferða-
lögum og af lestri bóka varð
Ragnar smám saman flestum
fróðari um þjóðleg, íslenzk efni
— og raunar dönsk efni einnig
— og að sama skapi því skemmti
legri fararstjóri — og það þvi
fremur sem hann var bráðhag-
mæltur og launkíminn í bezta
lagi — og allra manna fróðast-
geta. Ragnars verk var það, að í Reykjavik. Var Ragnar þá rit
Listasafn ríkisins keypti and- | ari Búnaðarfélagsins jafnframt
litsteikningar Kjarvals, fimmtíu ráðunautarstarfinu.
að tölu. Heit og næm ást á hvers j Börn eignuðust þau Greta fjog
konar heilbrigðri fegurð og heil ur, og eru öll á lífi:
brigð óbeit á ljótleika og láta- | Eva, fædd 1922; gift Önundi
látum voru áttavitar Ragnars í Ásgeirssyni, forstjóra Olíuverzl
listrænum og andlegum efnum, ! rniar íslands, tJlfur, lækn-
en óhagganlegt sjálfstæði ir, fæddur 1923; kvæntur Ástu
tryggði notagildi þessara ómet-
anlegu sjónarmiða.
Heimili þeirra Gretu varð
smám saman — og þó raunar
fyrr en varði — sem safn lista-
verka og þjóðlegra muna — og
þó þannig, að það varð bara
enn heimilislegra við þetta. Svo
var smekkvísi þeirra hjóna ör-
ugg. Halidóri búnaðarmálastjóra
farast, í afmælisgrein, þann-
ig orð um þetta: „Heimili Ragn-
ars og Gretu er ekki aðeins lista
safn. Það er gætt hlýleika og
birtu, sem aðeins fyrirfinnst þar,
sem hamingja og hugsjónir hald-
ast í hendur.“ Auðvitað kostaði
þetta, og bækurnar, stórfé á
þeirra mælikvarða. Er það góð-
ur mælikvarði á ást og hollustu
Gretu við mann sinn; hún taldi
ekkert eftir honum.
Guðvarðardóttur, líkamsræktar-
kennara, Sigrún, teikni- og
handavinnukennari, fædd 1924,
og Haukur, tilraunastjóri Skóg-
ra-ktar ríkisins að Mógilsá,
fæddur 1929; kvæntur Ásdísi
Alexandersdóttur.
Auk þessara barna sinna
höfðu Ragnar og Greta Úlfhildi,
dóttur Sigrúnar, á heimili sínu
um átta ára skeið, og mun báð-
um aðilum hafa verið sú samvera
óimetanleg. Þau hjóin nutu
óvenjulegs ástrikis af hálfu
barna sinna og barnabarna, svo
sem þau og unnu til.
Ekki finnst mér ég geta lokið
þessum línum svo, að ég minnist
ekki Guðmundar Jósafatssonar
frá Brandstöðum i Blöndudal,
nú um langt árabil starfsmanns
á skrifstofu Búnaðarfélags Is-
T. „ . ....... lands. Þessi vel gefni drengskap
rV'1l/.iu-' ".L-'i!-1; i amiaður hefur nú um langa hríð
litið daglega inn til Ragnars, á
sinni heim frá skrifstofu-
verkunum, og staldrað við og
fróðleik ekki síður en þjóðleg-
um munum á endalausu ferðalagi j JÚÚ
sínu. Þann fróðleik hefur hann
birt í safnriti í þremur bindum,
sem hann nefndi Skruddu, en
Búnaðarfélag fslands gaf út. Og
nú, rétt fyrir Jól, kom Skrudda
út i annarri útgáfu, aukin og,
að útliti, endurbætt. Löngu áð-
ur hafði Ragnar gefið út end-
urminningar frá bernsku- og
unglingsárum sínum, og nefnist
sú bók Strákur. Enn fremur gaf
Búnaðarfélagið út frásögn Ragn
ars af för sem hann fór til
Grænlands, fyrir nokkrum árum,
i boði sauðfjárræktarsamtaka
Grænlands, á hálfrar aldar af-
mæli íslenzka sauðfjárstofnsins i
því landi, en tveimur árum áð-
ur hafði Ragnar verið aðalfylgd
armaður fimm grænlenzkra
bænda, sem ferðuðust nokkuð
hérlendis. Varð Ragnari förin til
skrafað við félaga sinn, sem hætt
ur var að geta sinnt starfi sínu
á skrifstofunni. Einnig finnst
mér hlýða að nefna. í þessu sam-
bandi, frænda Ragnars, Jóhann
Gunnar Ólafsson, f. sýslumann
og bæjarfógeta, fróðan mann og
skemmtinn, sem að staðaldri hef-
ur heimsótt Ragnar.
Siðasta awiárið hafði Ragnar
heimili sitt í húsi, sem hann sjálf
ur átti — á móti Sigrúnu dótt-
ur sinni. En meðan kona Ragn-
ars lifði, höfðu þau íbúð í húsi
Evu og Önundar, eftir að þau
fluttust úr Hveragerði. Þetta
sambýli við dæturnar og börn
þeirra var þeim Ragnari ómet-
aniegt.
B.jörn O. B.jörnsson.
Verzlunarhúsnæði til leigu neðarlega við Skólavörðustíg um 70 ferm. Upplýsingar í sima 43082. Verzlunar- eða iðnaðarhusnæði 500 ferm. húsnæði til leigu á jarðhæð í nýju húsi. Næg bilastæði. Lofthæð 3.50. Upplýsingar í sima 10117.
Vegna jnrðnrfarar Helga Helgasonar verða vörugeymslur vorar lokaðar eftir hádegi i dag 5. janúar 1973. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Verzlunin Lnnfið Vegna flutnings að Laugavegi 31 verða vörur verzlunarinnar seldar á lækkuðu verði í nokkra daga.