Morgunblaðið - 05.01.1973, Side 28

Morgunblaðið - 05.01.1973, Side 28
28 MORGUNBLAÐ-IÐ, FÖSTUDAGUR 5. JANÚAR 1973 SAGAIM segja, að það lái ég henni ekkí, lauk hann máli sínu dapur á svipinn og drakk helminginn úr glasinu. Svo leit hann á hennar glas og sagði: — afsakaðu. Lát- íð okkur fá eitt glas til. Hún hristi höfuðið. — — Það hlýtur einhver að hafa brotizt inn i húsið, Cal. Hann hefur orðið að sleppa út úr herbergi Fioru. og eina leiðin til þess er að hlaupa eftir ganginum baka- til og komast úr sjónmáli áður en þú gazt opnað vængjahurð- ina í ganginum. Hann yppti öxlum. — Til þess þurfti hann að vera kunnugur í húsinu — eða hafa fengið lýs- ingu af því. Hann hlaut að vera inni í húsinu og biða þangað til þú varst farin út úr herbergi Fioru — nema hann hafi verið reiðubúinn að skjóta þig líka. — Cal! — Já, hugsaðu þig um. Hann hlaut að vita, hvernig hann gæti sloppið út úr húsinu svo hljóð- iaust að ekkert okkar yrði þess vart. — Ég vissi nú hvorki upp né niður, fyrstu minútumar. — Ef einhver svona maður hefur verið á ferðinni, hafa at- vikin verið honum hagstæð. Og þá hefur Pétur fjarverusönnun. — Þú talar rétt eins og Pétur hafi fengið einhvern til að myrða Fioru. — Nei, ég segi bara, að lög- reglunni gæti dottið það i hug. Það er að segja, ef hún þá legg- ur nokkurn trúnað á þau orð þin, að þú hafir verið með Pétri. — Pétur gæti aldrei gert ann- að eins! —Nei. Og auk þess finnur maður ekki leigumorðingja á hverju strái. Þjónninn kom með súpuna. Jenny færði sig ofurlítið, svo að hann gæti komið skálinni á borð ið. Hann dokaði ofurlítið við, og að því er henni virtist til óþarfa. Hún hugsaði með sér: Það er óviðeigandi, að við Cal sitjum hérna, i þessu hversdagslega um hverfi og tölum um leigumorð- ingja og Pétur. En í rauninni töluðust þau ekkert við, fyrr en búið var að taka súpudiskana. Loksins sagði Cal: — Nei, ég get alls ekki ímyndað mér, að Pétur gæti gert annað eins. Að visu sendi hann eftir okkur — en hann færi aldr ei að leigja mann til þess að Nudd- og snyrtisofa Ástu Baldvinsdóttur Kópavogi HRAUNTUNGU 85 — SÍMI 40609. Tyrknesk böð Megrunarnudd Partanudd Húðhreinsun Handsnyrting Fótsynrting Augnabrúnalitanir Vil sérstaklega vekja athygli á 10 tíma megrunartímum með mælingum. Opið til klukkan 10 á kvöldin. Bílastæði. — Sími 40609. Hringt eftir miðncetli M.G.EBERHART myrða Fioru. Það ér ekki svo auðvelt að leigja morðingja, jafn vel þótt allur vilji sé til þess. En mér þætti betra, ef lögregl- an gæti fundið einhver verks- ummerki eftir þennan ósýnilega mann, sem hefur komizt inn í hús ið. — Byssan getur bent í þá átt. Hann hlýtur að hafa tekið hana með sér. — Já, vitanlega var byssa Pét urs kyrr í skúffunni og ekkert skot í henni. Ég kom inn í her- bergi Fioru tveim mínútum, eft- ir að hún var myrt. Og Pétur kom þangað inn rétt á eftir. Blanche fór inn í herbergið henn ar seinna og sá hana. Eitthvert okkar gæti hafa tekið byssuna og komið henni undan. — Hvert? — Til dæmis út í Sundið. — Nei, það var alveg útilok- að. Til þess kom lögreglan of fljótt. En á undan ... ég var að vísu utan við mig, en ég veit samt fyrir víst, að enginn fór út úr húsinu. — Það er vitanlega okkur i hag, en ég vildi nú samt óska, að þeir fyndu byssuna og gætu rakið feril hennar til eigandans. Sagði Fiora þér nokkuð? — Fiora ... ? — Meðan þú varst inni hjá henni áður en morðið var fram- ið. Sagði hún nokkuð um, hver hefði skotið á hana í fyrra skipt ið? Hún var að fást við harðan brauðsnúð. Fiora hafði ekki bein línis ásakað Pétur — hún hafði sagt, að Blanche hefði verið í símanum í ganginum þegar skot- ið var í fyrra skiptið — hún hafði gefið í skyn, að Pétur og Blanche væru að ljúga, og þegar Jenny sagði henni berum orðum, að hún væri að saka Pétur um morðtilraun, sagðist Fiora ekki beinlínis hafa sagt það. Jenny vissi ekki og mundi aldrei fá að vita, hvað Fiora hefði raunverulega haft i huga. En hitt vissi hún, að hún yrði að vera mjög varkár og segja ekki neitt, sem gæti veikt trú Cals á Pétri, því að nú þarfn- aðist Pétur vináttu Cals meir en nokkru sinni. Cal sagði: — Auðvitað grun- aði Fioru, að Pétur hefði skotið á hana og að Blanche væri að leyna því með honum. Þetta kom Jenny á óvart og hún horfði á hann örvæntingar- full. Cal hristi höfuðið. — Held- urðu, að ég hafi ekki augu í hausnum, Jenny? Hvers vegna hefði Fiora átt að vera að heimta, að þú værir hjá sér um nóttina? Auðvitað af þvi að hún hafði Pétur og Blanche grunuð, kannski ekki ákveðið, en eitt- hvað slíkt hefur hún haft í huga áður en hún var myrt. Um hvað talaði hún? — Ja ... hún sagðist treysta mér. Cal kinkaði kolli. —• Nokkuð fieira? — Nei, ekkert sérstakt. — Eithvað hlýtur það að hafa verið. Talaði hún um Pét- ur? — Hún spurði mig, hvers vegna ég hefði komið. Það er að segja ... — Hún vissi, hvers vegna þú komst. Auðvitað vegna Péturs. Reyndi hún ekki að vara þig við? — Jú, jæja . . . að vissu leyti. — Að hvaða leyti? spurði Cal vægðarlaust. Jenny andvarpaði. — Jæja þá. Hún spurði rmig, hvort ég hefði hitt Pétur. Hún spurði mig hvort ég elskaði hann enn. Hún sagðist aldrei mundu gefa hon- um eftir skilnað. Eða ef hún gerði það, mundi hún heimfa af honum meiri peninga en hann mundi nokkurn tima geta látið af hendi. Cai sneri sér að matnum áður en hann svaraði. — Þá hefur Fioru dottið í hug, að Pétur mundi fara fram á skilnað. — Það er ekki ósennilegt, sagði Jenny dræmt. — Ég vei-t ekki hvernig ég get útskýrt það fyr- í þýðingu Páls Skúlasonar. ir þér, Cal. Hún var slungin og forsjál. Hún var mjög hrein- skilin . .. veslings Fiora ... Hann leit snöggt á hana. — Það er rétt eins og þér hafi ver- ið vel til hennar. — Það var óviljandd. En . . . mér var farið að verða vel til hennar. Ekki veit ég hvers vegna. Ég vorkenndi henni. — Vorkenndir konunni, sem tók Pétur frá þér? — Já, ég vildi hana ekki feiga, Cai, og sízt, að hún dæi svona. — Nei, auðvitað ekki. Viltu ábæti? — Nei, þakka þér fyrir. Hann pantaði kaffi. Svo sat han-n lengi hugsi og reykti. Loks ins sagði hann. — Ég vildi bara segja þér, að þú skalt vera ró- leg vegna Péturs. — Dh! Hún fann, að hana hit aði í andlitið. — Þú átt við vegna þess, sem gerðist í eftir- miðdag? I-Iann kinkaði kolli og setti sykur út i kaffið. — En það . . . Æ, ég veit ekki, hvemig ég á að útskýra það, Cal, en þetta var ekki eins og það leit út fyrir. — Það er gott, sagði Cal þurr- lega. —- Ég á við, að Pétur var úr jafnvægi. Þetta er ekki stundin til að tala um -hjónaband eða . . . — Nei, ekki ef þú vilt halda Pétri frá fangelsi og morðákseru. velvakandi Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • í»ví dæmist rétt vera ... Leiðrétting 1 greininni „Vagnstjóri skrifar: Því dæmist rétt vera“ í Velvakanda í gær hefur brenglazt setning og hluti fall- ið niður. Eru mistökin neðst í 4. dálki greinarinnar og rétt- ur er kaflinn svona: „. . . þá koma tveir menn heim til hans og hvetja hann nú til þess að taka ökupróf hjá Bifreiðc.eftirliti ríkisins og hon um til sálithjálpar skyldi viss lögreglumaður fara með hon- um í prófið. Maður, sem er að öliu góðu þekktur sem lög- reglumaður. Hvað svo sem prófdómari úr bifreiðaeftirlit- inu segði við því? Vagnstjór- inn yrði að fá prófið. Nú skyldi tilgangurinn helga með- alið. En vagnstjórinn og kon- an hans voru ekki á sama máli, enda ekki að furða þar sem vagnstjórinn beið eftir sjúkra- húsplássi og dvelur þar nú, eins og fyrr getur.“ • „Aðskotahundum“ bannaður aðgangur Hilmar Már Olgeirsson, Torfufelii 21, Reykjavík, skrif- ar: „Á jóladag fór ég í húsið Torfufell 25, en þar er almenn- ingssími í stigagan-ginum. Ég hringdl þar dyrabjöliu og kven mannsrödd svaraðd. Ég spurði hvort ég gæti fen-gið að nota simann. Svaa- konunnar var þetta: „Það er engum aðskota- hundum leyft að n-ota sí-mann hér.“ Ég varð hissa á því, að nokkur ætti svona lagað til; ekki var eimu sinni að því spurt, hvort vantaði lækni eða þá slökkviliðið, en til dæmis er aJita-f hætta á því, að börn fart ógætilega með kerti, því að nóg e.r af þeim á blessuðum jól-un- um. Hér fáum við ekki síma fyrr en í ma-rz, en tvö heimili hafa sima í okkar s-tigahúsi, en fólk- ið þar var í jólaboði, annars hefði ég fengið að hrinigja þar. Þessu fólki finnst sjálfsa-gt að lána símam-n, ef með þarf. Þess vegna leitaði ég út fyrir minn stigagang og fékk þetta dóna- lega svar á sjálfan jóladag- inn. Er þett-a leyfiiegt, þar sem hér er um að ræða -almeninigs- sima, þó svo að hann sé í blokk? Hilniar Már Olgeirsson, Torfufelli 21, Beykjavík.“ Velvakandi haifðd sam-band við Hafstein Þorsteinsson, skrifstofustjóra Bæjarsimans, og bað hann um að skera úr þessu máii. Hafsteinn sagði, að ekki hefði þótt ástæða tii þess að láta kvöð fylgja uppsetn- ingu simasjálfsalanna i Breið- holti um að hver og einn ætti aðgang að þeim, þar sem þeir hefðu verið settir í stigahús. Hins vegar væri ljóst, að hér væri um hreina undantekn- imgu að ræða, þar sem fól'k væri a-lmennt greiðvikið og hjálpsamt við náungann. Haf- steinn sagði ennfremur, að nú færi senn að liða að þvi, að hægt yrði að bæt-a úr sima- skorti í Breiðholti. • Snobb? Halldór Karlsson skrifar : „Velvakandi! Mér gremst stórlega, að sú mikla dugnaðarkona Jóhanna Kristjónsdóttur skuli láta frá sér fara aðra eins grein og birt ist í Lesbók Morgunblaðsins í dag. (29.12). Ég er nógu snobbaður til að .skilj-a þann fiðoriing, seim farið hefur um Jöhönnu, er hún sat í bekkjum, þar sem böm þeirra Sonju Diego, fréttamanns, Guð muindar Jónssonar söngvara, Péturs Thorsteinssonar ráðu- neytisstjóra, Edd-u Björnsdótt- ur læknis, Erlu Cortes og Árna Kristinssonar læknis, Einars ríka Sigurðssonar og Sverris Hermannssonar alþingismanns sátu og voru að búa sig undir unglingapróf. Hitt finnst mér óþarfi að niðra elskurnar í 3-A þótt þau séu ekki nógu spenn- andi sem stendur. í gagnfræða deild Miðbæjarskólans var undi-rritaður ein helzta stjam- an í A bekk, velkynjuðum og einum bezta bekk, sem í skól- anu-m hafði verið um ára-bil. Tíu árum seinna á ég ekki bót fyrir rassinn á mér og er að flestu leyti aðstöðulaus i þjóðfélaginu. Hins vegar veit ég um vandræðabam úr C- bekknum, sem nú ekur um bæ- inn á rá-ndýrum sportbíl af Ford Mustang gerð, sem hann hefu-r unnið sér fyrir sjálfur — Örvæntið ekki, 3-A. Ef allt annað bregzt, getið þið jú alltaf orðið blaðamenn eða kennarar! Halldór Karlsson." • Artarlegir krakkar og námshestar Velvakandi hefur boðið nefnd-ri Jóhönnu Kristjónsdótt ur að segja fáein orð i tilefni þessa bréfs. Hún segir: „Það er misskilningur að um mig hafi leikið ljúfari st-raum- ar í þeim bekkjum, þar sem ég nafngreindi foreldra nokkurra barnanna. Það er ekkert laun- ungarmál, að foreldrar eru metnaðarsamir fyrir hönd sinna bama o-g þykir notalegt, þegar þau standa si-g vel. Þvi skyMi þess ekki getið, sem já- kvætt er? 1 grein þeirri, sem Halldór Karlsson á svo erfítt með að sætta si-g við, var skýrt tekið fram af hálfu kennarans og reyndar af minni líka, að nemendur i 3-A væru ekki námshestar, en þeir væru góð- ir krakfcar og geðþekkir og ekki til i þeim illar artir. Það eru vissulega lofsyrði, enda þótt bæði börnin og foreldram ir væru kannski ívið glaðari, ef nemendumir tækj-u sig ögn á í náminu. Og ég sé ekki, að neinn sé gerður minni fyrir bragðið. Hinu ber að fagna, að les- endur skuli vera svo opnir og áhugasamir um efni blaðsins, að þeir gefa sér tima til að tjá siig um það. Með alúðarkveðjiu o-g tiltölulega ósnobbaðri frá J.K.“ Veiðifélag Unadalsár Tilboð óskast í veiðirétt í Unadalsá í Skagafirði með ræktun árinnar í huga. í ánni er eitthvað af bleikju. Tilboðum sé skilað fyrir 20/2 1973 til undirritaðs sem gefur allar nánari uppiýsingar eftir kl. 16 virka daga og um helgar. Vanalegur réttur áskilinn. ÓTTAR SKJÓLDAL, Enni, Hofshreppi, pr. Hofsós.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.