Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1973 í veiðiferð með Vestmannaey EITT hið síðasta, scm gert var, áður en fyrstu jiapönsku skuttogaxamir voru afhent- ir eigendum sinum, var að fara í veiðiferð á einum tog- aranum og prófa öll tæki. Fyrir valinu varð togarinn Vestmannaey. Náðum við tali af Eyjólfi Péturssyni skip- stjóra og spurðum hainn frétta. Eyjólfur hefnr verið skipstjóri á Hailveigti Eróða- dóttur siðastliðiin ár, en hef- ur nú dvailizt í Muroran i Japan i nokkurn tima tii að taka við Vestmannaey. „Veiðiferðin gekk alveg prýðilega og flest öll tæki reyndust mjög vel,“ sagði Eyjólfur. „Það eru aðeins smávægilegar breytingar, sem við skipstjóramir vilj- um láta gera.“ I veiðiferðinni voru þeir Eyjólfur af Vestmannaey, Guðjón Kristjánsison af Páli Pálssyni frá Hntfsdal og Magni Kristjánisson af Bjarti frá Neskaupstað, en þessi skip, ásamt 7 öðrum, eru öll smíðuð eftir sömu teikningu og útbúin sams konar tækj- um. Ferðinni stjórniaði Kan- eda skipstjóri, sem fengizt hefur við fiskveiðar um öll heimsins höf í 20 ár. Hann hefur verið Islendingum til ráðgjafar síðan í haust við útbúnað skipanna, bæði i Reykjavik, Neskaupstað, Tokyo, Núgata og Muroran. Tii að uindirbúa sig undir þetta ráðgjafarstarf fékk Kaneda hraðþjálfun i ensku, sem hann kunni ekki áður, svo að nú eftir 6 mánuði hefur hann náð aðdáunar- verðu valdi á málinu og tal- ar reiprennandi ensku krydd- aða íslenzku, þegar með þarf. Kaneda hefur starfað hjá japamska útgerðarfélaginu Taito Seiko, sem er eitt hið stasrsta í heiminum, eins og margt fleira í Japan. Það gerir út þúsundir fiskiskipa, alit frá smábátum, sem veiða á heimamiðum, upp í stóra verksmiðjutogara, sem stunda veiðar á fjarlægum miðum, jafnvel í grennd við ísland. Ég bið nú Eyjólf að segja mér nánar frá veiðiferðinni. „Við fórum af stað árla morguns héðam frá Muroran og stímdum 40 mílur i suð- austur frá Muroram út í Kyrrahaf. Auk okkar Islend- inganna voru um borð full- trúar frá öllum fyrirtækjum, sem áttu tæki um borð i skipinu, alls um 50 manns, svo að þar var þröng á þingi. Þegar út var komið köst- uðum við á 450 faðma dýpi. Við köstuðum nokkrum sinn- um og var afli, sem aðallega var karfi og djúpsjávarfisk- ur, heldur rýr. En það var nú ekki tilgangurinn að fá sem mestan afla, heldur reyna tækin, og má segja, að þau hafi yfirleitt reynzt prýðilega. Togarinn er að sjálfsögðu búinn öllum nýj- ustu og fullkomnustu fiski- leitar- og siglingartækjum." Sú setning er nú sögð um hvert nýtt skip sem kemur til landsims. Það væri fróð- legt að vita hvað liggur að baki þessum orðum og ég segi það við Eyjólf. „Já, það er nú eins gott að fólk haldi ekki að það sé tómt pluss og gardinur í brúnni," segir hann hlæjandi og tekur að sýna mér tækin. „Fyrst ber nú að nefna dýptarmæli með inmibyggðri fisksjá. 1 dýptarmælinum er sú nýjung, að stækka má botnritið sérstaklega, þannig að greina má hvern stein og kuðuing á botninum. Dýptar- mæiamár eru reyndar tveir af sömu gerð.“ Næst sýnir hann mér lítið tæki i loftinu ofan við dýpt- armælana og er greinilega afar hrifinn af þvi. „Þetta er ratsjá, þ. e. eins konar f jarstýrður dýptarmæl- ir, sem festur er ofan á troll- ið. Ratsjáin sendir þráðlaust inn í skipið nákvæmar upp- lýsingar um stöðu trollsins og hitastig við það.“ Næst dregur hann mig að miðunar- og fjarskiptatækj- unum. „Hér er Ijósmiðunarstöð og hér er lóranstöð og þessi tal- stöð er með svokahað „single side band“. Það hefur þá eig- inleika, að hægt er að útd- loka alla aðra á bylgjunni en þá sem maður er að tala við. Á venjulegum taJstöðv- um heyrist oft ekki manns- ins mál fyrir truflunum. Þá er hér WHT-örbylgjutæki, sem dregur stutt og er not- að til að hafa samband við nálæg skip. Báðar talstöðv- amar eru damskar, en ann- ars eru öll tæki japönsk. Þá má segja frá því, að innan skipsins er venjulegt kall- kerfi og auk þess lokað sima- kerfi með tól í hverjum klefa.“ Ég fer nú að líta betur í kring um mig, og hvar sem litið er, eru mælitæki og stjómborð af ýmsurn gerð- um. Hann sýnir mér sjálfstýr- inguna, sem er sambyggð gírókompásnum og segir hann það einstaklega netta smiði. Þar við hliðina er stjórnborð fyrir vélina, sem stjómað er beint úr brúnni. Aftur í brúnni er svo stjóm- borð fyrir spilin, sem öilum er stjómað innan úr brú, geysiimikið borð með ótal handföngum, tökkum og hnöppum. Enn eru ónefndir tveir 100 rnílna radarar, annar tengdur gírókompásnum, sjálfritandi sjávarhitamælir, hraðamælir Eyjólfur Pétursson awnaanawMy ■.."vmmum fcs..- írtiirr*^ - Jóakim Pálsson KRISTlN BJARNADÓTTIR skrifar frá Japan miðað mælir, ur og Ég sé að þekkja tii hlítar mörg og flókln tæki við sjó, vindhraða- afar nákvæmar kiukk- svo mætti lengi telja. að fiskiskipstjóri þarf geysi- til að ná sern beztum árangri í starfi sínu. Á endanum spyr ég svo um veiðarfærin sjálf. „Ferðin var nú ekki sízt farin til að prófa nýja gerð af hlerum á trollið," sagði hann, „og okkur leizt vel á þá. Þá má geta þess að átaks- mætar em festir á togvírana. Trollið sjálft er úr sériega léttu og sterku efni, svo að það tekur minna en helming þess pláss, sem eldri troll taka. Það er líka dekkra en Kaneda skipstjóri ÉI fiskveiðiferðinni venjulegt er, og ég er að vona, að það verði fisknara," segir hann að lokum og bros- ir við. NÝR OG NÝR „PÁIX PÁLSSON" Einn þeirra útgerðarmanna, sem er að sækja skuttogara til Japan þeissa dagana er Jóakiim Pálsson frá HnLfs- dal. Jóakim hefur fengizt við sjómermsku frá 12 ára aldri, er hann fór að fara á sjó með föður sínum Páli Pálssyni. Ég spyr Jóakim hvenær hann hafi byrjað að fást við útgerð. „Það var nú 1939 að ég keypti í félagi við fleiri menn Pál Pálisson ÍS 102, sem var 15 tonn og haran var ég með i 10 ár.“ „Páll Pálsson IS 102, er það ekki nafniið á nýja skut- togaranum ?“ „Jú, það er nú þannig, að maður er nú að reyna að halda í það, sem maður hef- ur einu sinini eiignazt, góða mín,“ segir hann og hlær við. „Ég hef rekið fjóra báta áð- ur mieð þessu nafni. Þeir hafa verið skírðir í höfuðið á föður mínum, sem verður níræður á næsta ári. Þessi fyrsti var 15 tonn, sá næsti 39 tonn, þá kom 58 tonna bátur og frá 1961 1964 rak ég einn 100 tonna, austur- þýzkan með samia nafni. Eft- ir það miisstum við nafnið, en raú kemur það aftur með skuttogaranum." „Þú hefur fengizt við fleira en útgerð." „Já, þetta er raú allt saman skylt. Frá því 1939 höfurn við nokkrir menn rekið frystihús í Hniifsdail, og allir þessir bát- ar hafa verið réknir á vegum frystihússdnis. Á meðan við vorum með litla báta, voru þeir fjórir, síðam þrir og nú síðast tveir, Míimir og Guð- rún Guðleifsdótitir." „Guðrún Guðleifsdóttir, er það ekki myradarbátur?" „Jú, það er hún, gott sjó- skip og vel smíðað, 264 tonn að stærð." „Hvað kemur þá til að þið viljið skipta?" „Ja, það er nú svona, við fréttum að nágrannar okkar myndu fara að skipta, svo að við urðum að gera það líka til að standast sam- keppnina um góðan mann- skap.“ „Ekki er nú hægt að leggja góðum bátum, þó að aðrir fái sér betri.“ „Það segi ég ekki,“ segir Jóakim með áherzlu, „en hitt er, að Vestfirðiragar búa við erfiða sjóisókn og harðian vet- ur. Að öðrum íslemdiragum ólöstuðuim hatfa Vestfirðingar mest brúk fyrir góð fiiskiskip á sínum torsóttu og gjöfulu fiskimiðum. Sjómennii’nir okkar ei'u harðisæknir og duglegir og eiiga adllt gott skilið á sjó. Það hef ég ætíð sagt, að laun þeirra sem á sjóinn fara, eiga alítaf að vera þetri en þeirra, sem taka sitt á þurru.“ „Hvernig lízt þér snú á nýja Pál?“ „Ja, ég verð að segja, að hann stendur frámar ölum miiinum vonum, og ég vona að haran eigi eftir að bera af öðrum skipum. Skipstjór- inn okkar, Guðjón Kristjáns- son, segist ekki hafa getað gert sér i hugaríiund fyrir- fram, hvíláik skip þetta voru. Og hraðinn við smiíðamar er slíkur, að Guðjón taidi af og frá þegar hamn kom hingað til Muroran 12. desem.ber, að skipinu yrði lokið á tilsett- um tiíma nú um áramótin." „Jæja, Jóakiim, er þetta fyrsta ferðin þín ttl Austur- landa?" „Já, og illu heilli Mklega sú síðasta. Þetta hefur verið einstaklega minraiisstæð ferð. Japanir eru slikir öndvegis- menn i viðiskiptum og beztu gestgjaflar. Hér hafa alir hlut ir verið útbúnir og lagaðir til eftir óskum kaupenda um- yrðalaust, án auikafjárútíáta. Já, þeiir eiiga þajkkir skildar, sem hafa komið þessum við- skiptum á. Ég vona að það framtak verði okkur og allri þjóðimni tii góðs.“ RÉTTIIR MAÐUR Á RÉTTUM STAÐ BolM Magnússon hefur dvalzt í Japan síðan i ágúst sl. suimar og unnið að eftir- liti með smíði 10 skuttogara, 6 hjá Narasaki í Muroran og 4 í Niigiata, fyrir hönd kaup- enda. Bolli er skipatækni- fræðingur að rraenrat. Hann segist reyndar hafa lifað og hrærzt í skipum hálft sitt líf. BolM hefur haft nóg á sinni könnu hingiað til, því að hann hefur orðið að skipta sér milli tvegigja skipasmíða- stöðva. Tekur heilan dag að ferðast á milll þeirra með mörgum fararteekjum, flest- um yfirfulilum, en umferðin í eiinis þéttbýlu landi og Japan er gífurleg. Hraðinn við smíðarniar hefur verið svo mikiill, að það hefur tekið hann langan tíma að setja sig iran i það, sem unnizt hefur á meðan hann var í burtu. Saimtal okkar Bolla vaið stutt, en haran var i Núgata Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.