Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 17
MORGU'NHLAÐIÐ, LAUGARDAGÖR 6. JANÚAR 1973 17 „Misskilningur Stefáns Gunnlaugssonaru 1 tMefmi þess, að í gredn Sfcefáns Gu nn 1 a u gss on a r í Morgunblaðinu og Alþýðu- blaðinu þ. 4. þ.m. birtist sér- stök bókun, er hann lét gera á fundi islenzku sendinefndar innar þ. 16. nóv. s.l. varðandi afstöðu sendinefndarinnar til vissra mála, æskja undirritað ir sendinefndarmenn, er sátu þingið á þessum tkna að birta sv&r meirihluta nefndarinnar við greinargerð Stefáns. Enn- fremur viljum við birta fyrir- vara þann, sem fastafulltrúi Islands, Haraldur Kröyer, hafði um atkvæðagreiðslu Is- lands og um getur í svarbók- un ofekar. Bæði svarið og fyr- irvarinn er biirt með sam- þykki utanrikisráðuneytisins. Bnda þótt undirrituð hafi ýmdslegt við grein Stefáns að athuiga að öðru leyti, verður ekki um það fjallað hér. Hannes Pálsson, Alfreð Gíslason, Svava Jakobsdóttir, Pétur Sigurðsson. SVAR VIÐ GREINARGERÐ STEFÁNS GUNNLAUGSSONAR Sendinefhd Islands á 27. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hefur kynnt sér greinargerð, sem Stefán Gunn laugsson hefur samið, dags. 16. nóvember, viðvikjandi af- stöðu íslenzku sendinefndar- innar til efnisafgreiðslu mála á yfirstandandi þingi. Greinargerð þessi virðist bygigð á misskiiningi eða van- þekkingu á efni þeirra mála, sem þar er um fjatlað. Skal það nú hér nánar rakið. 1. Þ&ð er misskilningur að á utanríkisráðherrafundinum í Helsingfors 1. og 2. september 1972 hafi verið ákveðið hvern- ig greitt skyldi atkvæði um tillögur í kynþáttamálum Suð- ur-Afriku á þingi S.þ., enda lágu á þeim tima engar slík- ar tillögur fyrir. 1 atkvæðagreiðslu um apart- heidtillögu i hinni sérstöku pólitísku nefnd þann 1. nóv- ember greiddi islenzka sendi- nefndin atkvæði á nákvæm- lega sama hátt og á 26. alls- herjarþinginu. Þá skal það og undirstrikað, að í leiðbeining- um um afstöðu Norðurlanda til Afrikuimála er ekkert að finna, sem mælir gegi. því að riki taki þá afstöðu i apart- heidmálum, sem islenzk& sendinefndin stóð að á 26. og 27. allsherjarþinginu. Það er misskilningur hjá höfundi, að í tillögunni hafi vefið m.a. gert ráð fyrir vald- beitingu með vopnum gegn þjóðskipulagi Suður-Afríku. Undirstrikað v&r i tillögunni, að þær aðgerðir, sem þar er um rætt, skuli miða að lausn málsins með friðsamlegu móti. Fráleit er þvi sú skoðun höfundar, að í tillögunni fel- ist „brot á stofnskrá Samein- uðu þjóðanna". Er vandséð hvaðan honum kemur sú lög- vísi. 1 7. mgr., sem fjallar um aðgerðir skv. VII. kafla stofn- skrárinn&r, kemur skýrt fram, að eingöngu er átt við frið- samlegar aðgerðir. 10. málsgredn fjaliar um rétt nýlenduþjóða Suður- Afriku til að neyta allra til- tækra ráða til að ná rétti sln- uim. Um þá málsgrein var gerður fyrirvari &f Islands hálfu. Að lokinni atkvæðagreiðslu um tillöguna gerði fastafull- trúinn grein fyrir atkvæði Is- lands. Undirstrikaði hann skilning sendinefndarinnar á ofangreindum atriðum, og lýsti fyrirvara um einstakar málsgreinar. 2. I greinargerð Stefáns Gunnlaugssonar uim afstöðu sendinefndarinnar til staðsetn ingar Umhverfisstofnunar S. Þ. og afgreiðslu þess máls i 2. nefnd þingsins gætir og mik illa missagna. Varðandi staðsetningu stofn unarinnar fylgdi sendinefndin tveimur brey tinga rtil lögu-m við tillögu þróunarlandanna um að stofnuninni yrði val- inn staður í Nairobi. Báðar þessar breytingartillögur mið uðu að því að fresta málinu til frekari athuigunar. Tillögur þessar voru hins vegar báðar felldar. Að þeim felldum hafði sendinefndin fyrirmæli um að sitja hjá um aðaltillöguna, nema nefndin teldi ákveðin rök eð& hags- rnuni Islands mæla með sam- þykkt tillögunnar. Þau rök taldi nefndin þessi helzt: 1. Dreifing stofnana S.þ. væri æskileg. 2. Beinir hagsmuniir Islands i umhverfismálum hnigu að nánara samstarfi með þeirn þjóðum, sem fyrirbyggja vildu mengun en háþróuð- um iðn&ðarrikj'um. 3. Nauðsyn að halda vináttu og fylgi þróunarianda í lífs- hagsmunamáli Islendinga. Firra er það hjá höfundi, að Island hafi eitt þróaðra landa greitt atkvæði með Nairobi. Það gerðu ýmis önnur riki utan þiöunarianda, svo sem Júgóslavia, Rúmenía, Israel og Kína. 3. Loks skal vikið &ð vanga- veltum höfundar um að Is- land hafi í atkvæðagreiðslum skorið siig úr hópi Norður- landa og hafi með þvi dregið úr „þeirfi jákvæðu samvinnu, sem tekizt hefur að byggja Aipp á liðnum áruim.“ Höfundi virðist ókunnugt um það að á þessu þingi, sem öðrum, kemur það iðulega fyr ir, að Norðurlönd greiði at- kvæði á mismunandi hátt. Is- lenzka nefndin hefur nú sem fyrr haft náið samstarf við Norðurlandaþjóðirnar, en mót ar auðvitað afstöðu sína fyrst og fremst i s&mræmi við ís- lenzka hagsmuni. Er ekki vit- að til að fulltrúar Norður- landa á allsherjarþinginu hafi kvartað undan skorti á sam- vinnuvilja íslenzku sendinefnd arinn&r, þótt Stefán Gunn- laugsson telji hann vera áber andi og til hneisu. Að lokum vilja undirritaðir sendinefndarmenn á 27. alls- herjarþingi lýsa undrun sinni á þvi, að Stefán Gunnlaugs- son skuli ekki hafa lagt fr&m rökstutt sératkvasði á þeim fundum, sem afgreiðsla ofan- greindra mála var ákveðin, í stað þess að bera fram löngu eftir á órökstudda gagnrýni í því formi, sem að ofan grein- ir. Framh. á bls. 23 Ingólfur Jónsson: Tollfrelsi iðnaðarvara er landhelgismáli óviðkomandi Islendingar gerðu samning við Efnahagsbandalag Evrópu s.l. sumar. Var samn- ingurinn undirritaður 22. júlí í Briissel. Ekki hefur verið mikið að þvi gert að kynna þennan samning fyrir al- menningi. Má þó fullyrða, að hann er mjög þýðingarm'ikill fyrir útflutningsatvinnuveg- ina. Samningurinn er mjög við- tækur og getur haft mikil áhrif til frambúðar á þjóðar- búskap Islendinga. Árið 1970 byrjuðu viöræð- ur Islands og hinna EFTA- l&ndanna við Efnahags- bandalagið. Augljóst var, að stækkun Efnahagsbandalags- ins og brottför Danmerkur, Noregs og Bretlands úr EFTA hefðu í för með sér mikil vandamál fyrir þau lönd friverzlunarbandalags- ins, EFTA, sem ekki vildu gerast aðilar að Efnahags- bandalaginu. Islenzku samningamennirn ir, undir forystu Þórhalls Ás- geirssonar, hafa unnið goft st&rf, og náð mjög hagstæð- um samningi fyrir íslands hönd. Samningurinn er um friverzlun með iðnaðarvörur og sjávarafurðir. Tekur hann til 70% af útflutningnum til landa Efnahagsbandalagsins. Það hefur euðvitað mjög mikla þýðingu fyrir útflutn- ing iðnaðarvara og sjávaraf- urða frá íslandi, hversu hér verður um stóran markað að ræða. Efnahagsbandalagið mun afnema fcolla á vörum frá íslandi i fimm áföngum frá 1. apríl 1973 til 1. júlí 1977. Á móti þessum fríðindum hafa Islendingar fallizt á, að fella niður verndartolla á sömu vörum frá band&lags- löndunum, miðað við sömu tímaáætiun og gildir um EFTA-löndin. Samningurinn nær ekki til landbúnaðarafurða. Var reynt að fá fríðindi fyrir ís- lenzkt lambakjöt, en það tókst ekki. Má segja, að það h&fi verið heppilegt fyrir Is- land að Noregur gekk ekki í Efnahagsbandalagið. Það hefði getað spillt fyrir þeim ágæta markaði, sem nú er fyr ir íslenzkt dilkakjöt í Noregi. Ytri tollur Efnahagsbanda l&gsins mun vera 20% á kindakjöti, sem selt er til landa bandalagsins. Við samningsgerðina, var ráð fyr ir þvi gert að samningurinn gengi í gildi 1. janúar 1973, eftir að hann hefði verið full giltur af samningsEðilum. Þó er heimiilt að fresta löggild- ingu hans til 30. nóvember 1973. Tæki hann þá gildi 1. janúar 1974. Samningurinn hefur ekki enn verið lagður fram á Alþingi til sa-mþykkt ar. Er þvi borið við, að Efna- hagsband&lagið hafi áskilið sér rétt til þess að láta toll- fríðindi fyrir sjávarafurðir ekki taka gildi nema viðun- andi lausn fyrir bandalags rikin næðist í landhelgismál- inu. Islendingar áskildu sér á sama hábt rétt til ákvörðun- ar með tilliti til þess, hvort fyrirvara Efnahagsbandalags ins yrði beitt. Þessir fyrirvar- ar eiga ekki að vera því til hindrunar, að samningurinn verði fullgiltur áður en l&nd helgisdeilan er leyst. Samn- ingurinn tryggir örugglega strax tollfríðindi fyrir iðnað- arvörur og áframhaldandi fri verzlun fyrir íslenzkar vör- ur i Englandi og Danmörku. Þó er engan veginn víst, að fyrirvari Efnahagsb&ndalags ins kæmi til framkvæmda. En ef svo færi, tækju tollfríð- indi fyrir sjávarafurðir ekki gildi fyrr en lausn er fund- in á land'helgisdeilunni. SAMNINGINN BER A» LÖGGILDA STRAX Samkeppnisaðstaða útflutn ingsiðnaðar hefur versnað á síðustu mánuðum og horfir nú þunglega í málum iðnað- arins. Til þess að samningur inn geti tekið giidi 1. apríl n.k. þegar fyrsta tollalækkun- in á að koma til framkvæimda, þarf að ganga frá fullgild- ingu hans fyrir febrúariok. Ríkisstjórnin verður því að leggja samninginn fram á Al- þingi strax þegar það kemur sarnan, svo að málið frestist ekki og stórtjón hljótist af. Allir vona, að landhelgismál- ið leysist áður en iangur tími liður, á farsælan hátt. Njóta lslending&r örugglega þá sömu fríð'nda um útflutning á sjávarafurðum, og þeir fá strax á iðnaðarvöirum. Eftir að Island gerðist aðili að EFTA, vaknaði mikill áhugi fyrir útflutningi íslenzkra iðnaðarvara. Menn gerðu sér grein fyrir stór&uknum mögu leikum á nýjum markaði. Ár angurinn hefur ekki látið á sér standa. Útflutningur ís- lenzkra iðnaðarvara hefur aukizt ótrúlega mikið, við batnandi skilyrði, m.a. vegna EFTA-aðild&r. En samningur inn við Efnahagsbandalagið skapar enn meiri möguleika, Ingólfur Jónsson sem nauðsyn ber til að nofa án tafar. Landhelgisdeilan á ekki að tefja fyrir því, að við notum þann þátt samningsins sem örugglega getur komið strax til framkvæmda, og yrði okkur til stórávinnings. íslenzka samninganefndin tók skýrt fram í samningun- ,um. að fiskveiðiréttindi og viðskiptafríðindi va?ru að öllu leyti óskyld mál og kæmi ekki til mála að semj& um fiskveiðiréttindi fyrir Efna- hagsbandalagslöndin í skipt- um fyrir viðskiptafríðindi. Fullgilding samn'ngsins af íslands hálfu er því rökrétt ft'amhald af yfiriýsingum nefndarinnar og yrði ekki misskilin af neinum. Vegna verðbólgunnar á atvinnu- reksturinn við mikla erfið- leika að etja. Fullgilding samningsins við Efnahags- bandalagið gæti orðið til mik ils hagnaðar fyrir atvinnuveg ina og þjóðarbúið. Þeir sem við atvinnurekstur fást, hafa kynnt sér umræddan samn- ing, og gert sér grein fyjár gildi hans. Það sýna með- fylgjandi ályktanir: „Aðal- fundur Verzlunarráðs Islands 1972 fagnar þvi að vel hefur tekizt gerð viðskiptasamn- ings við EBE og væntir þess &ð fullgilding samningsins geti farið frám á tilsettum tíma." „Fundur fulltrúaráðs sölu- stofnunar lagmetisiðnaðarins haldinn á Hótel Esju, 2. ágúst 1972 samþykkir að bera fram þakk'r til samninganefndar íslands hjá Efnahagsbanda- lagi Evrópu fyrir þann ágæta árangur, sem þar hefur náðst. Er það von fundarins, að þau aðgengilegu tollakjör, sem Islandi hafa boðizt hjá Efnahagsbandalaginu hljóti f&rsæJa staðfestingu." „Fram kvæmdastjórn Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga lýsir þeirri -'koðun sinn*. að samn- ingur sá um friverzlun og toHamá' tpiv undirritaður var í Brussel 22. júlí sl. milli íslands og Efnahags- banda'&ns Fvírnrni hafi mikla þýðingu fyrir íslenzkan út- flutning í framtíðinni. Á fundi framkvarmdastjórnar innar 20. des. 1972 var sam- þvkkt að beina þeim tilmæl- um til ríkisstjórnarinnar að samn'ngur þessi verði stað- festur sem fyrst." FÉI.AG ÍSI.ENZKRA FDNREKENDA 7. des. 1972 „Ef s&mningurinn við Efna hagsbandalagið verður ekki fuligiltur vofir sú hætta yfir að ísland einangrist efnahags lega )g menningarlega .frá helztu viðskipta og nágranna- löndum sínum. Einnig er lík- legt, að seinn& yrði erfitt að ná jafn hagkvæmum samning um og nú hefir tekizt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.