Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 1973 m Hffngl eflir midncetti M.G.EBERHART — Já, Cal. En ég held hann hafi þarfnazt mln. Cal skellti niður bollanum snög’gt. — Þú ættir að hætta að tala um, að Pétur þ&rfnist þtn. — Já, en hann gerir það. — Hann er fullorðinn maður og getur séð sér borgið. Þú varst rétt áðan að segja, að þú værir að reyna að samna, að hann hefði ekki myrt Fioru. — Það er allt annað, Jenny. En eitt vil ég segja í viðbót. Pét- ur vissi heimilisfang þitt og hann vissi, að þú hafðir r.tvinnu. Mér skilst, að þú hafir heyrt frá honum nýlega? — Já. Svipurinn á Cal varð kulda- legur og fjarrænn. Eftir andar- tak sagði hann: — Ég skil. Los- aðu þig þá við öll bréf frá hon- um. — Ég hef engin bréf frá hon- um. Kc.nnski eitt eða tvö kort, sem fylgdu gjöf. — Gjöf? — Já, blómum eða þess háttar smávegis, eins og vindlingamunn stykki, eða inniskóm, af því að ég sagði honum, að ég yrði þreytt í fótunum, af þvi að sitja fyrir. Eða ... — Enga skartgripi? spurði Cal kuldalega. — Nei, vitanlega enga skart- gripi. — Það væri nefnilega hægt að rekja það. Þú skrifaðir þá eng- in bréf. Þá hefurðu líklega bara talað við hann í sima. — Já, það gerði ég. — Oft? — Nei . . . það er að segja . . . nei. — Hringdi hann til þín eða þú til hans? spurði Cal vægðar- laust. Hann hringdi til min. Stöku sinnum, en ekki reglulega. — Hittirðu hann? — Nei, aldrei nokkum tíma. -— Hvers vegna ekki? —- Af þvi að ég vildi það ekki. Æ, hættu þessum spurningum, Cal. Já, með ánægju. Sannast að segja get ég ekki hugsað mér leiðinlegra samtal. Og farðu ekki að segja mér, að konur séu svona. Hanga við simann og bíða þess, að hann hringi til þín — loía honum að hringja til þín og hafa ekki kjark til að leggja simann á, og segja honum að fara f jandans til... -— Þú mátt ekki halda, að ég hafi ekki sagt allt þetta við sjálfa mig. Jenny roðnaði. — En konur eru nú svona! Reið in dofnaði aftur, og hún sagði vandræðalega: — Ég get ekki að mér gert. — Allt í lagi. Sleppum þvi. Þjónninn hellti aftur í kaffi- bollana og leit með áhyggjusvip framan í Cal og með meðaumk- un á Jenny, rétt eins og hún væri að bíða lægri hlut í deil- unni, hver sem sú deila kynni að vera, — og það var Mka mála sannast, að hún beið lægra hlut. Cal bauð henni vindling. Eft- ir stundarkom sagði hann: —- Hversu oft eyðir þú fimm döl- um? — Hvað? — Þú heyrðir til mín. Hve oft? — Hve oft ég eyði fimm döl- um? Of oft. En hvað ertu að fara? í þýðingu Páis Skúlasonar. — Ég á við í járnbrautir, sagði Cal tmdirfurðulega. Einn dalur af hverjum fimm, sem þú eyðir, fer í fargjöld. Vissirðu það? Nei, og mér er Mka sama ... — Það ætti þér ekki að vera. Og engum öðrum heldur. Jám- brautimar eru æðar landsins . . . — Þú ert eð reyna að slá út í aðra sálma. Þú verður að skilja þetta með simahringingamar. -— Ég skil það fullvel, þakka þér fyrir. En hvað járnbrautir snertir ... — Ég vil ekki hlusta, heldur útskýra . . . Hann hélt áfe-am að tala og hún hlustaði, þvert gegn vilja sínum. Járnbrautir voru Ameriku nauðsynlegar. Sú var tíðin, að þær voru svörtu sauðirnir í iðnaðinum —- fyrir einni öld þegar hneykslis- mál vegna jarðakaupa voru í fullum gangi. En nú eru þær orðnar hetjur og lifsnauð- synlegar. Járnbrautimar .. . — Æ, hættu þessu, Cal! æpti hún í örvæntingu. —- Ertu búinn með kaffið? spurði hann kurteislega. — við þurfum að ræða dálitið. Við get um ekki setið hérna stirð og þegjandi. Útboð Tilboð óskast í að byggja annan áfanga veiðihúss úr timbri við Víðidalsá. Otboðsgagna má vitja hjá Óskari B. Teitssynk Víði- dalstungu A-Hún, sími um Víðigerði eða hjá Sverri Sigfússyni, sími 21240 og 38398 Reykjavík gegn 2000 kr. skilatryggingu. Frestur til að skila tilboðum er til 24. janúar 1973. 3ja herb. íbúð við Hrounbæ Til sölu 3ja herbergja íbúð á 2. hæð við Hraunbæ. Vönduð íbúð með fullfrágenginni sameign úti sem inni, laus 15. maí n.k. Upplýsingar veitir Jónatan Sveinsson, lögfr., sími 830.58. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 írá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Svar við bréfi „vagnstjóra“ „Vagnstjóri“ fyllir í gær dálka þina, Velvakandi góður, með ýmiss konar aðfinnslum í garð löggæzlu og Umferðar- ráðs. Virðist sem undirrót þeirra skrifa sé könnun sú, sem lögreglustjóraembættið í Reykjavík hefur tekið upp, þ.e. könnun á þekkingu á umferðar reglum hjá þeim ökumönnum, sem viðriðnir hafa verið um- ferðarslys eða staðnir að alvar- legum brotum í umíerðinni. Harma ber, að gagnrýni komi úr röðum atvinnubifreiða- stjóra, sér i lagi frá vagnstjór- uim SVR, en mikill meirihluti þeirra ekur ár eftir ár án telj- andi óhappa. Þannig hafa t.d. aðeins 8 af 140 vagnstjórum SVR verið boðaðir til viðtals og áðurnefndrar könnunar. All ir að einum undanskildum hafa náð tilskildu lágmarki í fyrstu eða annarri tilraun og þvi leyst sig frá frekari aðgerðum og ekki verið án ökuréttinda í meira en 2—3 daga. Strax og nokkur reynsla var fengin af þessari tilraun var lögð áherzla á að kynna málið sem itarlegast i öllum fjölmiðlum og ná þannig sem fyrst því al- menna aðhaldi, sem er megin- tilgangur aðgerðarinnar. Ekki er ætlunin að þreyta blaðadeil- ur um tilraun þessa, því reynsl an ein getur skorið úr um gildi hennar. • Skýrar lagaheúnildir Vagnstjórinn beinir gagn- rýni sinni einkum að eftirfar- andi atriðum, sem nauðsynlegt þykir þó að gera athugasemdir við: 1. Að lagaheimldir séu hæpn- ar. 2. Að menn séu sviptir ökurétt indurn. 3. Að fjöldi óhappa sé einn lát- inn ráða án tillits til sakar. Skýrar heimildir eru fyrir aðgerð þessari í 27. grein usn- ferðarlaga og 48. grein reglu- gerðar urn ökukennslu, próf ökumanna o. fl. Þannig segir i 48. grein reglugerðarinnar: „Lögreglustjóri getur hvenær sem er, afturkaMað ökuskir- teini, ef skírteinishafi fullnæg- ir ekki lengur skilyrðum til að öðlast það.“ • Ekki ökuleyfissvipting Þeir ökumenn, sem boðaðir hafa verið til fyrrnefndrar könnunar hafa fellt á sig grun um vanþekkingu á umferðar- reglum. Könnunin er því mæli- tæki til að staðfesta þann grnn eða hnekkja honum. Velt- ur það á árangri ökumanna í þessari könnun hvort til frek- ari úrræða þurfi að grípa. Vafalaust má um það deila hversu mörg og/eða alvarleg umtferðarlagabrot þarf til að undirbyggja slíkan grun. Eins og komið hefur fram í Mbl. hefur sá háttur verið upp tek- inn, að ökumenn þurfa nú ekki að gangast undir könnun í fyrsta viðtali. Þeim er gefinn kostur á bráðabirgðaskírteimi þann tíma, sem nægja á þeim til rækilegs undirbúnings og einnig boðin, svo sem verið hef ir frá upphafi, ókeypis tilsögn. Þegar ökumbður hins vegar verður uppvís að verulegri van þekkingu er augljóst að gera verður viðkomandi að þreyta ökupróf hjá Bifreiðaeftirliti ríkisins. Sviptingu ökuleyfis er því alls ekki beitt, enda megin- munur á sviptingu ökuleyfis og afturköllun ökuskírteinis, vegna vanþekkingar á grund- vallaratriðum umferðarreglna. • 70% ökumanna reynast hæfir Um 70% ökumanna, sem boð aðir hafa verið tii könnunar á þekkingu á umferðarreglum hafa náð þar tilskildum ár- angri í fyrstu eða annarri til- raun og því yfirleitt ekki verið án ökuréttinda nema 2—3 daga. Menn eru boðaðir til könnunar samkvæmt ökuferilsskrá lög- reglustjóraembættisins en að baki hverrar færslu í henni er lögregluskýrsla um viðkom- andi brot eða umferðarslys. Þorri umferðarlagabrota er af- greiddur með sátt hjá lögreglu stjóraembætti og færist því ekki á sakaskrá. Þannig þurfa ekki að vera bein tengsl milli sakaskrár og umferðaróhappa viðkomandi ökumanns. Óvið- eigandi er að ræða í þessu sam bandi alls óskyld mál eins og sjúkrahúsvist manna, en þar sem fullyrt var, að einn vagn- stjóri SVR hefði verið sviptur iaunum í beinu framhaldi af könnun skal tekið fram að samkvæmt upplýsingum launa deildar Reykjavíkurborgar hef ur umræddur verið óslitið á launaskrá. f þeirri von, að friður náist um þessa tilraun og almenning- ur sýni henni skilning skal enn áréttað, að hún er alls óskyld meðferð mála þeirra manna, sem vaida alvarlegum umferð- arslysum eða fremja ítrekað meiriháttar umferðarlaga- brot. Um mál þeirra er fjallað með öðrum hætti þ.e. eftir at- vikum með bókuðum aðvörun um eða sviptingu ökuréttinda auk sekta. Áðurnefnd könnun er því væg aðferð af hálfu lög gæzlu og uimferðaryfirvalda til að stuðia að bættri umferðar- menningu. Með þökk fyrir birtinguna. Umferðardeild lögregl unnar, 4. janúar 1973. Sturla Þórðarson, fulltrúi lögreglustjóra. • Hávaðasamar hljóm- sveitir Stella Karlsdóttir, Bergstaða stræti 34A hringdi. Bað hún um, að komið væri á framfæri tilmælum til forráðamanna Veitingahússins að Lækjarteig 2, urn að a.m.k. ein þriggja hljómsveita, sem leika fyrir dansi í húsinu væri látin leika Iægra en nú er. Stella sagði, að ekki væri nokkur leið fyrir gesti veitingahússins að tala saman fyrir hávaða frá hljóm- sveitunum og yrði mikil bót á því ef ein þeirra drægi úr há- vaðanum, en þeir, sem vildu gætu þá verið þar sem þær há- værari væru. NOTAÐI VÖRU- EÐA VÖRUFLUTNINGA- BÍLLINN SEM ÞÉR LEITIÐ AÐ FÆST I GLADSAXE. HRINGIÐ I 01-916211 EÐA SKRIFIÐ 0 G FAIÐ VERÐIÐ ®MERCEDES i Gladsaxe BOHNSTEDT—PETERSEN GLADSAXE A/S DYNAMOVEJ 7. 2730 HERLEV, KBHAVN, DANMARK. Bronco Til sölu Bronco '68. Mjög góður bill. 8 cyl. Sport. Upplýsingar í síma 83320—21. Skákseríur til sölu Til sölu er af sérstökum ástæðum nokkrar tölusettar skákeinvígisseríur (gull-, silfur- og koparpeningar í fallegum öskjum). Upphaflegt verð kr. 14.000,00. Tilboð merkt: ,,Skák 238 — 1972“ óskast sent Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.