Morgunblaðið - 06.01.1973, Síða 16
16
MORGU'NBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JANOAR 1973
Otg«fendí hf Árveikur, Reykjavfk
Prffmfe/Bemda&tjóri Haraídur Svemsaon.
Rft3:*i'5rar Mattihlas Johannsssart,
Eyjoltfur Konráð Jónsson.
SÆyimtr Gurmarsson.
R'ft írtjófflerftrlHrúi Þiorbljönn Guðrmindsson.
Fráttastjóri Björn Jóhannsson
Augtýaingastjöri Árrw' Garöar Kríatinsson.
RHðtjérn og aígreiðsla Aðafstræti 6, sfmi 10-100.
Au05ý*íngar Aðalstreeti 6, sfmi 22-4-60.
Áskriftergjafd 225,00 kr á rnénuði innanlands
l fauaeedTu 15,00 ikr eintakið.
jVTýlega birtist svofelld lýs-
’ ing á gerðum ríkisstjórn-
ar Ólafs Jóhannessonar í
blaði einu, sem gefið er út í
höfuðborginni: „Skattabyrð-
in á lágtekju- og miðlungs-
tekjufólki er of þung og
alltof margir smeygja sér
undan því, að greiða eðiileg
gjöld til almannaþarfa mið-
að við tekjur. Á ég löngum
bágt með að skiljaj hversu
linlega er tekið á þessum
málum. íslenzka þjóðfélagið
er kröfugerðarþjóðfélag og á
yaldhöfum hvílir sá mikli
vandi, að gefa úrlausnarefn-
um forgangsröðun. Því mið-
ur hefur staðfestan og að-
haldið í fjármálum hins op-
inbera verið með lakara
lagi. Það er eytt meira en afl-
að er og af því spratt sá efna-
hagsvandi, sem þjóðin á nú
við að glíma og leiddi illu
heilli til gengisfellingar.
Fjárfestingar og útgjöld hins
opinbera hafa farið langt úr
hófi fram og skort hefur á
sparsemi og ráðdeildarsemi.
Þarf í rauninni ekki að minna
á annað en að fjárlög tvö-
földuðust á tveimur árum og
eru nú um 22 milljarðir
króna.“
Þegar þessi lýsing á gerð-
um vinstri stjómarinnar er
lesin, hugsa vafalaust flestir
á þann veg, að hér sé vitnað
til ummæla stjórnarandstæð-
ings, en því er ekki að heilsa.
Þetta er lýsing þingmanns,
sem styður ríkisstjórnina og
hefur fylgzt með gangi mála
frá því að stjórnin var mynd-
uð um IV2 árs skeið frá sjón-
arhóli þess, sem innan dyra
stendur og tók meira að
segja þátt í viðræðum um
myndun stjómarinnar. Höf-
undur þessara orða er nefni-
lega Bjarni Guðnason, al-
þingismaður.
Ekki fer á milli mála, að í
öllum megjnatriðum hefur
hann rétt fyrir sér. Það er
staðreynd, að skattbyrðin á
lágtekju- og miðlungstekju-
fólki er alltof þung. Það er
líka rétt, að staðfestan og að-
haldið í fjármálum hins op-
inbera hefur verið í lakara
lagi. Það er ennfremur rétt,
að sá efnahagsvandi, sem
þjóðin hefur staðið frammi
fyrir, er m.a. af því sprott-
inn, að óhófleg eyðslusemi og
almennt stjórnleysi hefur
einkennt afstöðu ríkisstjóm-
arinnar til efnahagsmála.
Þess vegna neyddist hún til
þess að fella gengið. Það er
líka rétt hjá Bjarna Guðna-
syni, að tvöföldun fjárlaga á
tveimur árum upp í 22 millj-
arða er sönnun þessa alls.
Þannig hefur nú einn af
þingmönnum stjórnarliðsins
tekið mjög eindregið undir
þá gagnrýni, sem stjórnar-
andstæðingar hafa sett fram
á efnahagsstjórn vinstri
stjórnarinniar. Og ljóst má
vera, að fleiri mönnum í
stjórnarherbúðunum ofbýð-
ur en Bjarna Guðnasyni ein-
um saman, þótt fleiri hafi
ekki tekið opinberlega til
máls um þessi efni en hann.
Þegar viðreisnarstjórnin
sat við völd má segja, að
allir þættir efniahagsstjórnar
hennar hafi legið undir
þungri gagnrýni núverandi
stjómarflokka. Þegar erfið-
leikar steðjuðu að, neyddist
viðreisnarstjórnin til þess að
lækka gengi krónunnar.
Vinstri stjórnin hefur nú
beitt sömu aðgerð í mesta
góðæri. Viðreisnarstjórnin
beitti verðstöðvun tvisvar
sinnum á ferli sínum í barátt-
unni gegn verðbólgunni. Nú-
verandi stjórnairflokkar töldu
verðatöðvun þá blekkingu
eina, en þeir gripu sjálfir til
þessa ráðs síðastliðið sumar.
í sambandi við verðstöðvun-
araðgerðir lét viðreisnair-
stjórnin fresta greiðslu
tveggja kaupgjaldsvísitölu-
stiga í tæpt ár. Núveraedi
stjórnarflokkar kölluðu það
þá vísitölurán en gerðu ná-
kvæmlega það sama sjálfir
sl. sumar. í sambandi
við gengisbreytinguna 1968
greiddu frystihúsin heint til
útgerðarinraar 10% ofan á
fiskverðið, sem ekki kom til
hlutaskipta. Þá var að mati
núverandi stjórnarflokka ver-
ið að ræna sjómenn eðlilegri
hlutdeild í tekjum útgerðar-
innar. Nú hefur Lúðvík Jós-
epsson haft forgöngu um, að
ríkissjóður leggur fram tug-
milljóna framlag til útgerðar-
innar án þess að sjómenn fái
hlutdeild í því.
Þannig mætti halda áfram
að telja upp hinar ýmsu að-
gerðir viðreisnarstj órnarinn-
ar, sem mjög voru gagnrýnd-
ar af hálfu núverandi stjórn-
arflokka, en þeir hafa á IV2
árs ferli beitt nákvæmlega
sömu aðgerðum. Munurimi
er hins vegar sá, að viðreisn-
arstjórndn fylgdi markvissri
efnahagsstefnu og fram-
kvæmdi aðgerðir af þessu
tagi af festu og stjórnsemi og
á þann veg, að tekið var til-
lit til allra þátta efna-
hags- og atvinnulífsins. En
þessi grundvallaratriði hefur
vinstri stj'órnin vamrækt.
LÝSING INNANBÚÐARMANNS
S !
/-----A.
iT
\\
/"S j
\ /V-------
forum
world features
Hvað verður Sadat
lengi við völd ?
Eftir Dr. Bowyer
Bell, M.I.T.
Óeirðir stúdenta í Kaíró að und-
anförnu eru síðasta vísbendingin um
vaxandi erfiðleika sem Anwar Sadat
Egyptalandsforseti á við að stríða.
Þessir erfiðleikar koma ekki fiatt
upp á þá menn, sem kölluðu hann
Bikbachi Sah — „Já herra ofursti“
— þegar hann tók við völdunum að
Nasser látnum og gerðu aldrei ráð
fyrir öðru en hann sæti aðeins til
bráðabirgða í valdastóli. En Sadat
kom mörgum á óvart því hann sýndi
töluverðan myndugleik og losaði sig
við hættulega keppinauta. Hann nýt
ur vinsælda sveitafólks, hefur sýnt
áhuga á því að bæta úr aldagömlum
misfellum í stjórnarfarinu og ýmis-
legt gert í þá átt, og hann hefur að
minnsta kosti verið talinn skárri en
keppinautarnir. Þrátt fyrir allt þetta
ríkir megn óánægja í Egyptalandi
um þessar mundir eins og uppþot
stúdenta bera vott um.
Erfiðleikar Sadats hófust i lok árs
ins 1971 þegar ljóst varð að engar
breytingar höfðu orðið þótt hann
hefði lýst því yfir að úrslit yrðu
knúin fram fyrir áramót í deilunum
við ísraelsmenn. Sadat gaf skýring-
ar á því í frámunalega klaufalegri
útvarpsræðu 13. janúar 1972 hvern-
ig á þvi stóð að hann lét ekki til
skarar skríða eins og hann hafði
lofað, og herskáir Egyptar, ekki sízt
stúdentar sem þá höfðu einnig
efnt til uppþota, urðu öskureiðir. En
Sadat var í gildru. Egyptar gátu
hvorki ráðizt fram gegn Israelsmönn
Kadat.
um á opnum vígvelli né þrevtt þá til
uppgjafar með öðrum hernaðarlegum
ráðum af því ísraelsmenn voru ein-
faldlega öflugri en Egyptar. Engar
líkur voru heldur á þvi að aðstaða
Egypta mundi batna. Arabar voru
ekki einhuga i baráttu sinni, Rússar
vildu ekki afhenda árásarvopn og
Bandaríkjamenn gátu engin afskipti
haft af deilumálunum Egyptum í vil.
Egyptar gátu ekki sætt sig við
óbreytt ástand, en þeir gátu ekki
breytt því og verst var að þetta gat
enginn játað í Kaíró, sízt af öllu
Sadat.
í júlí breytti Sadat ennþá einu
sinni stefnu sinni og rak rússneska
ráðunauta úr landi af því þeir höfðu
ekki af'nent MIG23-þotur og árásar-
eldfiaugar með þeim árangri að
Egyptar gátu ekki breytt ástandinu.
Rússar vildu ekki afhenda þeim
vopn, sem gætu komið af stað nýju
stríði, og flestir Egyptar fögnuðu
brottför þeirra. Ennþá einu sinni
hafði Sadat unnið sér vinsæld-
ir, en raunhæfur árangur ákvörðun-
arinnar var rýr: Bandaríkjamenn
breyttu ekki afstööú sinni, Vestur-
Evrópurxki afhentu ekki vopn, sem
gerðu hernaðarmátt Egypta trúverð-
ugan, og fúi gerði vart við sig í
egypzka hernum þar sem hann hafði
ekki lengur Rússa að bakhjalli. Sad-
at breytti aftur til. Aziz Sidky for-
sætisráðherra fór til Moskvu 16. októ
ber til að blíðka Rússa. 26. októ-
ber sagði Mohammed Sadiq hers-
höfðingi, aðalhvatamaður brottvísun
ar Rússa, af sér öllum opinberum
embættum, þar á meðal starfi her-
málaráðherra.
GAMLIR ANDSTÆÐINGAE
Árið var Egyptum dýrkeypt og
ófrjótt. Bryddað hafði á óánægju síð
an í maí. Tanawi nokkur ofursti var
sagður hafa ráðizt á heimili forset-
ans með 1.000 víkingahermönnum í
þyrlum. Stúdentar fóru að ókyrrast.
Gamlir andstæðingar -— Bræðralag
Múhameðstrúarmanna og kommúnist-
ar — voru sagðir önnum kafnir. 12.
október hélt óþekktur höfuðsmaður
þrumuræðu yfir mannfjölda í bæna-
húsi í Kaíró. Orðrómur var uppi um
misheppnaða byltingu. Embættis-
menn staðhæfðu að hann væri bara
geðveikur. 22. nóvember játuðu
Egyptar að einhver vandræði hefðu
orðið og 12 foringjar í flughernum
væru viðriðnir þau. Aftur var uppi
orðrómur um misheppnaða byltingu.
Embættismenn sögðu „nei“, en yfir-
menn í heraflanum voru í flýti skip-
aðir í ný embætti, settir af eða látn-
ir hætta. Margir kunnugir
gangi mála töldu að Sadat væri í
vanda.
Andstæðingar Sadats vilja annað
hvort herskárri utanríkisstefnu eða
árangursríkar umbætur innanlands.
Margir hafa misst trísB* á forseta,
sem sagðist mundu fórna einni millj-
ón egypzkra mannslífa í maí 1972 og
leysti þúsundir nýliða frá herþjón-
ustu í september. Mörgum innan
hers og utan finnst nóg um ráðleysi
og hik valdamanna, hæfileikaskort í
stórum stíl og svifaseina og tröll-
aukna skriffinnsku, stefnuleysi og
hringlandahátt. Eftirmaður Sadiqs,
Ahmed Ismail hershöfðingi, sem ver-
ið hefur yfirmaður leyniþjónustunn-
ar síðan í maí 1971, hefur nánar gæt-
ur á öllum óánægjuöflum. Breyting-
arnar í heraflanum hafa gert tor-
tryggilega menn valdalausa.
Því fer þó f jarri að völd Sadats
séu trygg, því fyrir fyrri byltingum
hafa staðið menn, sem voru almennt
taldir traustir stuðningsmenn rlkj-
andi stjórnar, bæði Sabry og félag-
ar hans 1971 og þeir sern efndu til
samsærisins 1967. En Sadat hefur
sýnt klókindi og flestir keppinaut-
arnir eru í fangelsi. Menn, sem hann
hefur sjálfur skipað, eru oft reknir
fyrst: Fawzi forsætisráðherra, utan-
ríkisráðherrarnir Ghalib og Riad og
Sadiq hershöfðingi. Sérfræðingar
stjórna að miklu leyti stjórnarkerf-
inu. Andstaðan gegn stjórninni er
einkar lágvær.
Vonleysið og óróleikinn hverfa þó
ekki við það. Sidky forsætisráðherra
segir að „eini valkosturinn sé að
berjast til að endurheimta land okk-
ar og sjálfsvirðingu“, en Egyptar
geta ekki háð annað stríð án þess
að bíða annan hroðalegan ósigur. Á
meðan gleypir herinn megnið af öll-
um fjárveitingum, knýjandi fram-
kvæmdir sitja á hakanum, fólksfjölg
unarvandamálið verður sífellt erfið-
ara viðfangs og hvergi er að finna
dugnað og forystu, aðeins undan-
brögð og vonleysi. Og engar breyt-
ingar eru sjáanlegar. Á hverjum
degi hlýtur Sadat að hugsa með sér,
hvaða samstarfsmaður hafi dug ! sér
og metnað til að yfirstíga hik og
gætni og reyna að koma á breyting-
um með byltingu. Takist Sadat ekki
á þessu ári að finna ennþá einu
sinni upp á einhverju tiltæki, sem
vekur fögnuð og undrun, hlýtur
árið að verða mönnum langt og erfitt
í Kaíró.