Morgunblaðið - 06.01.1973, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGU'R 6. JANÚAR 1973
19
Sambandsskyn og
sambandsmagnan
ÁNÆGJULEGT þótti mér hvort
tveggja að sjá og heyra hinn
kunna miðil, Hafstein Björnsson
í sjónvarpinu þann 8. des. sl. og
mátti af hvoru tveggja ráða, út-
liti hans og þvi sem hann sagði,
að hann sé heiðarlegur maður
og fari ekki með vísvitandi ó-
sannindi. Sýndi það rríeðal ann-
ars heiðarleika hans, að hann
skyldi segja það alveg eins og
var, að hann kynni litt að gera
grein fyrir sínum sérhæfileikum
þó að hann hins vegar segði all-
greinilega frá þeim mun, sem
væri á þvi að sofna til fulls mið
ilssvefni og hinu, sem tii þess
þarf að skyggnilýsingar fari
fram. En því er ég hér að minn-
ast á þetta, að mér virtist að
þessum fræga miðli muni vera
ámóta ókunnugt um það og
spyrjandanum, að einmitt varð-
andi sérhæfileika Hafsteins og
annarra slíkra hefir fyrir löngu
verið gerð uppgötvun af islenzk-
um vísindamanni, en sú uppgötv
un eða niðurstaða var á þá leið,
að ekki einungis miðilssvefninn,
heldur einnig hinn vanalegi
svefn sé sambandsástand. Það,
sem hinn islenzki visindamaður
komst að, var með öðrym orð-
um á þá leið, að draumur sof-
andi manns væri ævinlega að und
irrót vökulíf annars, og að draum
Athuga-
semd
sýnirnar væru því í aðalatrið-
um hið sama og tilorðnar á sams
konar hátt og ófreski eða skyggni
sýnir miðils. Hinn ófreska mann
jafnt sem hinn sofandi, taldi
hann ekki sjá með eigin aug-
um, og að það samband, sem
þarna kæmi tii greina, taamark-
aðist ekki við þessa einu jörð
eða miantnkyn hennar, hetdur væri
þar um að ræða heimssamband,
samband við lifendur óteljandi
annarra jarða í hinum þrotlausa
geimi sólhverfa og vetrarbrauta.
Og það, að ég horfði út frá
þessu, var ástæðan til þess, að
mér þótti svo fróðlegt og
skemmtilegt það, sem Hafsteinn
sagði af álfa- og ljúflinga
skyggni sinni. Það ætti naum-
ast að geta vérið neitt efamál,
að mannkyn hinna ýmsu jarða
muni vera með mörgu móti, og
oð það megi því verða mikil
uppspretta raunverulegra ævin-
týrasagna að hafa skynjanasam-
bönd við þau,
Eitt af því, sem mér þykir sem
ekki verði skýrt öðruvísi en út
frá hinni íslenzku sambands-
fræði, eru hinir furðulegu kraft-
ar Reynis Leóssonar, og hafa
ráðamenn sjónvarpsins átt þakk
arverðan þátt í að kynna það og
gefa mönnum kost á að sjá, að
þar sé um raunveruleik að ræða.
Hið eina skiljanlega virðist mér,
pð þar muni vera um magnan
að ræða fyrir samband, eins og
reyndar ævinlega á sér stað, þeg
ar sofið er. Með svefnsamband-
inu veitist endurnæring lifmagns,
þótt venjulega sé þar ekki um
ofurmögnun að ræða. Og að hin
furðulega magnan verði fyrir
samband hjá Reyni, þótti mér
líka koma svo skemmtilega
fram í einu dæmi, sem ég hefi
séð eða heyrt haft eftir honum.
Var dæmið á þá leið, að hann
bjargaði eitt sinn félaga sínum
undan ofurþungum steini, serrí
þessi félagi hans hefði klemmzt
undir án þess þó að meiriháttar
meiðsl hlytust af. Var það fyrst,
að Reynir gat með engu móti
hi eyft stein þennan, sem var
vist nokkurra smálesta þungur.
En þá bar allt í einu sýn fyrir
Reyni, stúlku, sem honum þótti
vera i lífsháska stödd, og hefir
það að sjálfsögðu verið fjarskynj
uð sambandssýn. En með komu
þoirrar sýnar varð honum steinn-
inn þegar viðráðanlegur.
Þorsteinn Jónsson,
á Úlfsstöðum.
Húsbyggjendur
Tökum að okkur allskonar uppsetningar og
breytingarvinnu.
Upplýsingar í símum 51780 og 50016.
Hr. ritstjóri.
Undirriitaðir leyfa sér að biðja
yður að birta eftirfarandi at-
hugasemd vegna fréttar í blaðd
yðar 19.12. 1972 um sigiingu ofur
ölvaðra manna á m.b. Gylli.
Hafi verið um ofurölvun að
ræða, var það vélstjóri sá, er
eftir varð og leitaði aðstoðar lög
reglu og landhelgis'gæzlu til að
færa okkur í höfn. í>ér segið,
að hann hafi farið í land að
sækja vatn, en er ekki ótrúlegt,
að nokkur sæki vatn án íláts,
enda er vatnstankur í vélarrúmi
með vatni i.
Að varðskip hafi rekið okkur
inn í Reykjavíkurhöfn er algjör-
lega ósönn staðhæfing. Við sner-
um við til Reykjavikur vegna
veðurs og vorum komnir lang-
leiðis að Engey, er mjög sterk-
um kastljósum var beint að ofck-
uir og báturinn upplýstur.
Ef umrætt varðskip hefði vilj
að hafa samband við oikkur, er
það siður að nota morslampa,
hitt telst til að trufla skip á
siglingu. Þar sem við erum báð-
ir eigendur umravdds báts, annar
skipstjóri, og báðir með vélstjóra
róttindi töldum við okkur hafa
fullkomina heimild að siigla bátn-
um, hvert sem okkur hentaði,
þó skráður vélstjóri færi í land
án leyfis og teljum okkur ekki
hafa brotið neinar siglingaregl-
ur.
Þöfclk fyrir birtingu.
Reýkjavílk, 19.12. 1972.
Kristján Jakobsson, skip-
stjóri (sig-n.)
Jón Finns Jónsson, (sign.)
Stykkishólmi.
Jarðir til sölu
Til sölu eru tvær samliggjandi jarðir, Lækur og Bíldu-
hóll á Skógarströnd. Jarðirnar eiga land að Svína-
fossá frá upptökum til sjávar, sem er talin falleg á
til lax- og silungsræktar. Sömuleiðis eiga þær land
að Leitisá og Þverá. Lítið íbúðarhús og gamall bær
eru á jörðunum sem báðar eru í eyði.
Tilboðum sé skilað fyrir 1. febrúar 1973 til Guð-
mundar Daðasonar Barðavogi 38, sem gefur nánari
upplýsingar, sími 83993. Réttur áskilinn til að taka
hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Auglýsing
frá iðnaðarráðuneytinu.
Samkvæmt lögum nr. 107 31. des. 1972 hefir verið
ákveðið að stofna hlutafélag til að vinna að undir-
búningi þörungavinnslu að Reykhólum í Austur-
Barðastrandasýslu.
Þeir sem áhuga hafa á að gerast hluthafar í hluta-
félagi þessu láti skrá sig hjá iðnaðarráðuneytinu í
Reykjavík fyrir 1. febr. n.k. Við skráningu þarf að
tilkynna væntanlegt hlutfjárframlag.
Hótel- og veitingoskóli íslonds
Kvöldnámskeið í matreiðslu fyrir matsveina á fiski-
og flutningaskipum verður haldið á vegum skólans
í vetur.
Innritun verður 8. og 9. janúar kl. 17—19 í skrifstofu
skólans að Suðurlandsbraut 2 (Hótel Esju).
SKÓLASTJÓRI.
BLAÐBURÐARFOLK:
Sími 16801.
VESTURBÆR
Nesvegur II - Lynghagi.
AUSTURBÆR
Hátún - Miðtún - Háteigsvegur - Lauga-
vegur 1-33 - Miðbær - Freyjugata 1-27.
Laufásvegur frá 2-57 - Þingholtsstræti -
Skipholt frá 54-70 - Rauðilækur frá 1-30
ÚTHVERFI
Hjallavegur - Suðurlandsbraut - Langholts-
vegur frá 71-108 - Nökkvavogur - Gnoðar-
vogur frá 48-88 - Laugarásvegur.
ÍSAFJÖRÐUR
Nýr umboðsmaður tók við afgreiðslu fyrir
Morgunblaðið frá 1. janúar, Úlfar Agústs-
son, í Verzl. Hamraborg, sími 3166.
ÍSAFJÖRÐUR
Blaðburðarfólk óskast strax.
Upplýsingar í síma 3166.
SAUÐÁRKRÓKUR
Umboðsmaður óskast til að annast dreif-
ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið.
Upplýsingar hjá umboðsmanni og af-
greiðslustjóra Mbl., sími 10100.
HAFNARFJÖRÐUR
Blaðbera vantar í Suðurbæ.
Upplýsingar í síma 50374.
SENDLAR ÓSKAST
á afgreiðsluna, bæði fyrir og eftir hádegi.
Þurfa að hafa hjól.
Upplýsingar í afgreiðslunni, sími 10100.
Morgunblaðið,
sími 10100.
r.VXlKT
Nokkrir smiðir
Háseti
Verkamenn og nemar í skipasmíði óskast
nú þegar.
Daníel Þorsteinsson & Co. h/f.,
skipasmíðastöð
v/Bakkastíg Reykjavík, sími 12879 og 25988.
Vanan háseta vantar á mb. Dalaröst til neta-
veiða.
Upplýsingar gefur skipstjóri Hákon Magnús-
son um borð í bátnum við Grandagarð eða
í síma 81711.
Viljum ráða
verkstjórn
málmgluggadeild vora. Góð vinnuaðstaða,
góð laun. Mötuneytr á staðnum.
Upplýsingar hjá yfirverkstjóra.
HF. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN
Hafnarfirði.
i