Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973 Fa JJ lli LA IÆIUA \ 'ALVRl' 22-0-22- RAUDARARSTIG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 14444 S'25555 14444S25555 HÓ7FERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bílar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. SKODA EYÐIR MINNA. Skoor LE1GAN AUÐBREKKU 44- 46. SÍMI 42600. FERÐABÍLAR HF. Bilaleiga — sími 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. Rmm martna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bilstjórum). HEKLAhf STAKSTEINAR Hvað les Einar? Öðru hverju kippir iðnað- arráðherrann í litlu brúðurn- ar sínar; svonefndan for- mann Alþýðubandalagsins og skáldkonuna sína og leyfir þeim að skrifa i blaðið sitt. Stundum birtir hann líka af þeim undurfagrar myndir. Svava Jakobsdóttir, sem átti að verða eitt skæðasta leyni- vopn Alþýðubandalagsins á yfirstandandi kjörtímabili — þótt á nöturlegri veg hafi far- ið fyrir henni en ætlunin var — ritar til að mynda grein í Þjóðviljann á sunnudaginn og þar fjallar hún að sjálfsögðu um hersetuna. Hún hefur orðið fyrir þeirri Iífsreynslu, að tala við „forhertan heims- valdasinna“, sem hefur tjáð sig um viðhorf sitt til „her- námsins“ og er sá ekki ýkja sannfærandi að dómi þing- mannsins. Né heldur eru skoð anakannanir Visis sannfær- andi segir þingmaðurinn og það er yfirleitt fjarskalega fátt, sem er sannfærandi, þeg ar hersetunni er mæld bót. Svo fer Svava að vitna í Gal- braith, hagfræðing og „einn viðurkenndasta gáfumann Bandaríkjanna" — minna gat það nú ekki verið, fyrst er verið að vitna i heimsvatda- sinna í útlöndum og rekur í fáeinum kjarnyrtum orðum efni einnar bókar hans, þar sem hann ritar um samheng- ið milli atburða eftirstríðsúr- anna í Evrópu og þess sem gerðist í Asiu . . .“ Eftir að hafa síðan vikið dálrtlu nán- ar að ýmsu í bók Galbraiths kemst þingmaðurinn að ákaf- lega gáfulegri niðurstöðu; þó með smávegis aðstoð frá hin- um greinda hagfræðingi: „Það kom í ljós“ segja Svava og Galbraith „að hin fjand- samlegu samtök, hið komm- úniska veldi, sem \ið vorum að beita okkur gegn, var ekki til.“ Þar með er málið afgreitt og þingmaðurinn er þó aug- sýnilega efins í að utanrikis- ráðherrann hafi gert sér grein fyrir þessum sannindum, því að nefndur framsóknar- ráðherra er örvaður til að lesa Galbraith og sérstaklega ber þingmaðurinn kvíðboga fyrir því að Einari hafi láðst að glugga í Galbra- ith áður en hann hélt til Bandaríkjanna að ræða varn- armálin við þarlenda áhrifa- menn. Það er nefnilega alls ekki vist, að þeir í Washingt- on séu eins greindir og Gal- braith og gæti verið að þeir létu hjá líða að benda ráð- herranum á þessa stórmerku uppgötvun. Hver verður niðurstaða könnunarinnar? Og í framhaldi af þessu er vert að vekja athygli á orðum Einars Ágústssonar, sem hann hefur látið falla nú þeg- ar hann heldur til þessara mikilvægu viðræðna. Aug- ljóst er að framsóknarráð- herrarnir hafa þumbazt við; sé það haft í huga að ríkis- stjórnin hefur setið í meiraen eitt og hálft ár, án þess að nokkuð hafi verið gert í því meginmáli sem brottför varn- arliðsins var i málefnasamn- ingnum. Og Einar þumbast reyndar enn við. Því að hann lýsti þvi á sinn alkunna og skorinorða hátt yfir, áður en hann fór, að „hér er aðeins um könmmarviðræður að ræða“. Það er ómögulegt að segja hvernig þessar könnunarvið- ræður enda og það er allt eins líklegt að hann komi heim án þess að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, sem Svava og Galbraith fundu út i saniein- ingu. Og hvað gerir iðnaðar- ráðherrann og fylgifiskar hans þá? Cf8P spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sínia 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. AÐ TILK.YNNA UM OAUÐASLYS Guðmundtir Guðjónsson, Vallartröð 7, Kópavogi, spyr: „Er lögreglan í Reykjavik og Kópavogi hætt að leita til sóknarpresta um að tilkynna aðstandendum, ef dauðaslys verður og ef svo er, af hvaða ástæðu? Hafa sóknarprestar færzt undan að gera slíkt? Magnús Eggertsson, yfirlög regluþjónn rannsóknarlög- reglurmar í Reykjavik svar- ar: „Rannsóknarlögreglan ger- ir ekki mikið af því að leita tii presta í þessu sambandi. Við teljum okkur skylt að til- kynna aðstandendum um dauðaslys svo fljótt sem verða má og það getur tekið langan tíma að ná í prest, svo að við gerurn ekki mikið af því.“ Ingólfur Ingvarsson, varð- stjóri hjá Kópavogslögregl- urmi, svarar: „Við erum ekki hættir að biðja presta að tilkynna að- standendum dauðaslys. Prest ar hafa oft annazt slíkt fyrir okkur, en við höfum einnig annazt slíkar tilkynningar sj&lfir. Venjan hefur verið, að við hötfum reynt að ná í prest, sem hefur aðeins verið einn í Kópavogi, þar tii fyrir stuttu, en hafi það ekki tekizt strax, höfum við anrvazt tilkyinning- una sjálfir. Varðandi síðari Lið spum- ingarinnar, get ég fullyrt, að prestar hér hafa aldrei færzt undan því að annast slíkt fyr ir okfour, en þeir hafa sínum störfum að sinna og eru ekki alltaf tiltækir." SKATTAMÁL Eiríkur Viggósson, Fögru- hrekku 43, Kópvogi, spyr: „Ég stend í húsbyggingu og iangar að fá að vita, af hverju þau laun, sem ég sann anJega g-reiði iðnaðarmönnum er viinna við húsbygigimgiu mina, fást ekki dre-gin frá heildartekjum mínum, áður en útsvar er á mig lagt — líkt og gert er í sambandi við skattgreiðslur manna árið á undan. Sveinn Þórðarson, skattstjóri i Reykjanesumdæmi, svarar: La-unagreiðslur vegma hús- byg-gingar teljast eignaaukn- ing og koma þvi ekki til frá- dráttar tekjum til álagndngar útsvars og tekjuskatts og hef ur svo ætíð verið. Að sldkt hafi verið gert „ár ið á undan" ems og fram virð ist koma hjá spyrjanda í orð- um hans — „líkt og gert er i sambandi við skattgreiðslur manna árið á undan“ virðist byggt á misskiliningi. FYRIRSPURN TIL LANDLEIÐA Ásdís Ingólfsdóttir, Bröttu- kinn 22, Ha-fnarfirði, spyr: 1. Er ekki hægt að bæta við viðkomiustöðum mili Norður bæjarins og Hrauinsholtsins? 2. Eru auknar ferðir innan Hafnarfjarðar t.d. hrin-gferð- ir í athugum hjá Landleiðum? Ágúst Hafberg, forstjóri Landleiða, svarar: 1. Spurniíigin varðandi við- komustaði miLIi Norðurbæjar og Hraunsholts er i athugum. Við gerum ráð fyrir að fljót- Lega komi stöð norðantvert á hrauninu við Reykjavíkurveg, sunnan Engidals, þó ekki svo nærri brekkubrúninni að það valdi slysahættu. Ætti sú stöð að leysa af hólmi stöðina, sem heíur verið við Bngidal. 2. í langan tíma hafa stað- ið viðræður miLli Landleiða og bæjaryfirvalda um betra fyrir komulag á hringferðunium um Hafnarfjörð. Þessar hrinig- ferðir eru nú þegar fyrir hendi eins og fólk getur séð á áætlun með s'kiptinigu leið- arinnár í Hafnarfirði í „Leið 1“ og „Leið 2“, sem verið hef- ur í gildi alMeragi. Hins vegar hef ur þessi skipt kng að mjög takmörkuðu leyti getað þjónað suður- hluta Hafnarfjarðar, þar sem vag-ninn hefur orðið að fara Lækjargötu, meðan ekki geta talizt aðrár forsvaran- legar götur fyrir svo stóra vaigna að fara um. Vonir standa til að á yfir- standandi ári opnist Hrirag- braut, en hún er fyrirhugiuð sem meiri háttar umferðar- gata efri hl<uta Suðurbæjar- ins. Laindleiðir bíða með eft- irvænt .ngu eftir að hún terag ist saman, svo að við getum aukið þjónustu okkar við Hafrafirðiraga. Fyrirhugað er, að strax og tengirag opnast, aki „Leið 2“ um Hringbraut, allt suður að Suðurgötu í stað þess að fana Lækjargötu og Strandgötu eins og við verðum að gera í dag. Hins vegar skal fólki bent á, að núverandi hringaksUixs- kerfi með „Leið 1“ ag „Leið 2“ kemur stórum hluta bæjar búa að góðum notu-m. Með því að taka sér áætlun í vögn umu-m getur fólk kynnt sér kosti þessara leiða. TILLITSSEMI VI® ALDRAÐA Brynjólfur Þorvarðsson, Óðinsgötu 17, spyr: „Hvers vegna tilkynnir starfsfólk Tryggingastoifnun- ar ríkisins ekki fólki, hve mikla upphæð það á að fá greitt, þegar útborgianir fara fram? Að nefna upphæðina sem greidd er, rouin vera gert I flestum peningasrtofraunuim öðrum. Þetta ætti að vera sjálfsögð kurteisi og tiltóts- semi af hálfu Tiygginigastofn- unarinnar, ekki sízt þegar ait- hugað er, að buið er fyrir- íram að kvitta fy-rir greiðsi- unni og mjög aft er það gam- ait fólk, sem við henni tek- ur.“ Örn Eiðsson, upplýsinga- fullrtnii Trygigiragastofnunar- innar svarar: „Sá háttur er við útborgun bóta í Tryggingastofiraun rík- isins, að viðtakandi bóta kvitt ar fyrir þeim hjá afigreiðslu- fólki á þar til gert spjald, sem síðan er afhent gjaldkera og er þvi viðtakanda ljóst, hvaða upphæð hann á að fá. Greiðsi an er tvítaiiin af gjaldkera í auigsýn viðtakanda og að auki mjög oft gemgið frá penirag- unum í umslagi fyrir viðkom- anda. Varðandi kurteisi og tillits- semi orkar tvímælis, hvort þeirri kröfu er fuillnægt með því að raefna upphátt fjárhæð þá, sem afhent er, þar eð ekki verður hjá þvi komizt oft á tíðum, að margir óviðkom- andi heyri, en ólíklegt, að móttakandi kæri sig um, að þannig sé opinberað, hverra hóta hann eða uimfojóðandi hans nýtur, enda er að sj&lf- sögðu farið með slíkt sem trúnaðarmál af hálfu Trygg- ingastofnunarinnar gagmvart öllum óviðkomandi." UM LÍFEYRISÞEGA Brynjólfur Þorvarðsson, Óðinsgötu 17, spyr: „Hvernig fýlgist Trygig- ingastofnun ríkisins með þvi, hvort Mfeyrisþegi, (t.d. lifeyr issjóðs starfsmamna ríkis- stofnana) sem dvelur, jafn- vel árum saman, erlendis og á þar heima, heldur réttind- um áfram eða er búinn að missa rétt sinn til Lifeyris hér?“ Örn Eiðsson, upplýsingafull trúi Tryggiragastofnunarinm- ar svarar: Tryggingastofraun rikisins annast reikningshald og af- greiðslu fyrir nokkra lög- boðna lífieyrissjóði, svo sem Láfeyrissjóð starfsmanna rík- isins, þar á rrveðal greiðsLu líf eyris úr þeim. Þessir sjóðir hafa það sameigirdegt, að bú- seta Ufeyrisþega hefur ekki áhrif á lifeyrisrétt, sem sjóð- félagi hefur öðlazt, og hefur það því eragin áhrif í þessu sambamdi, hvort lííeyrisþegi tekiur sér heimili erlendis. — Sé svo, þarf hlutaðeigandi að hafa hér á landi umboðs- iraanm, sem veitir viðtöku bóta fé hams.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.