Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 17
MÓRGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973 17 HAFNARHRIP Kaupmannahöfn, jan. - Dagur á Friðriksbergi. Ástæða til að lyfta sér upp. Sendiherrann sr búinn að bjarga málstað íslands á Norður- löndum með ræðu sinni um fiskveiði lögsöguna og landgrunnið i ráðliús- inu sem er næstum þvi ems & lit inn og danski fáninn. Það var gam an að vera með sendiherrahjónun- um á þeirri samkomu. Vesalings ráð- herrarnir sem ætluðu að siappa af, fá sér einn bæjara, en fengu í stað- inn yfir sig þennan íslenzka gamm frá Morgunblaðrnu! Ég hef líka allt- af sagt: að menn eiga ekki að sækj- ast eftir því að verða ráð- herrar. Titill er engin upplyfting, heldur byrði. Og samt keppast menn við að sitja sem fastast í öfugum höf uðstólum ríkisins. Á ráðhúsinu hér á Friðriksbergi er dálítið skrítinn visifingur sem teygir sig inn 5 þokuna. Diset, segja Danir. Sem sagt: Turninn teygir sig inn í þokudísina. Og klukkuskífan hverfur. Og tíminn er ekki til. Og ástæða til að lyfta sér upp úr land- helgisdeilunni og hundleiðinlegu fjöl miðlaþvargi um inngöngu Dana í Efnahagsbandalagið. Maginn segir til sín, ekki sizt hér i Danmörku. XXX Kaupmannahöfn upplifir mað ur bara einu sinni. Eins og ölil æv- intýri. Hún er ekki eins og áður: full af töfrum og tívoli-ljósum. Svo er Tívoli líka lokað á veturna og enginn ætti að koma hingað nema á sumrin. En þá eiga Islendingar helzt að ganga með sínum eigin ám inn á heiðar og öræfi. Tívolí hér er hvort eð er aðeins vasabók af Október-fest í Múnchen. Hér er allt vasaútgáfa af einhverju. Eftirlíking, ekki sízt það sem er frumlegt. Nú er sýning í Ríkislistasafninu á verkum Wilhelm Freddie (f. 1909) danska málarans sem kom með súr- reaiismann til Norðurlanda að sögn. Myndin af honum i prógramminu sýnir sextugan Dana sem er nákvæm eftirlíking af Salvador Dali. Ein myndanna á sýningunni er popp- pornó. Hún vakti mikla athygli á sín um tíma, en þó meiri hneykslun. Það var á þeim árum þegar lýðveldiskyn slóðin íslenzka var enn á stuttbux- um og Magnús Kjartansson skrifaði skólastíla um ágæti lýðræðissósíal- ismans, Nú er hann kominn í póli- tísku stuttbuxurnar. Tvisvar verður gamall maður barn, dettur manni í hug. Nú er hann að sjóða kekkina „í ofsöltum hafragraut þjóðfé- lagsveizlunnar" eins og stendur ein- hvers staðar. Ævintýrin upplifir maður aðeins einu sinni. Þess vegna er kóngsins Kaupmannahöfn ekki lengur lang- þráð takmark, aðeins áningarstaður. Norðurlönd eru útskagar eins og for seti vor hafði orð á i nýárs- ræðu sinni. En okkur þykir vænt um þessa útskaga. Ég óttaðist að Kaupmannahöfn væri eins og áður: það væri ég sem hefði breytzt. Auð- vitað breytumst við öll. Kaupmanna- höfn var á góðri leið með að verða steinbarn i maganum á Islendingum. Valtýr Stefánsson sagði mér frá tveimur góðum vinum, þekktum ís- lendiniguim, sem hlutu menntun sína hér í Kaupmannahöfn og höfðu á yngri árum gaman af að skemmta sér með Gamla Carlsberg á þekktri krá hér í borg. Fullorðnir og lífsreynd- ir hittust þeir aftur á sömu krá. Hvorugur sagði neitt um stund, en þá spurði annar: „Þykir þér gaman?“ „Nei,“ svaraði hinn, „en þér?“ „Nei,“ svaraði sá sem hafði spurt. Enn sátu þeir þöglir um stund. Þá spurði ann- ar: „Af hverju erum við að eyða tím- anum hér?“ Og þeir stóðu upp, borg- uðu, fóru út — og kvöddu æsku sína. Þeir höfðu breytzt. Og borg- in líka. „Freddie“ ætlaði að bjarga málinu með sexinu og súrrealisman- um. Ég nenni ekki að skilgreina hvað hann er, sá sem veit það ekki ætti að láta sig dreyma um eitthvað annað. Súrrealisminn er kominn til ára sinna eins og sexið og breyt- ir engu lengur. Ég iæt þar við sitja. Það eru aðeins leiðiniegir vísinda- menn sem skilgreina það sem allir vita. Storm Petersen orðaði það svo: „Heyrðu Arerostrat — hvað er menning?" „Það er eitthvað sem fólk hefur inni í stofu hjá sér.“ Og: „Heyrðu, hvað er að vera aka- demiker?“ „Það er að hafa Lesið það, sem aðr- ir vita.“ Storm Petersen lifði og dó á Frið- riksbergi. Þar urðu flakkararnir hans til. X X X Nú er búið að hengja upp auglýs- ingaspjöld víða um borgina: Stöðv- um ofveiði, eða: Stöðvum rányrkju, ég man það ekki. En þetta eru góð- ar auglýsingar, Bak við þær standa samtok Færeyinga, Grænlendinga Norðmanna og íslendinga sem bú- settir eru í Kaupmannahöfn. Þessi samtök hafa líka gefið út ágætan upplýsingapésa. Ég fór að velta því fyrir mér hvers vegna Bretar þurftu endilega að breyta afstöðu sinni til þorsksins. Af hverju gátu þeir ekki haldið áfram að hafa sömu skoðun á þessum ágæta fiski og á dögum Chaucers, enska skáldsins sem orti The Canterbury Tales og margt fleira sælgæti. Hann var uppi eins og sagt er á fyrra hluta 14. aldar. Um þorskinn segir i Kantaraborgar- ljóðunum: „O woimbe! O bely! O stinking eod . . .“ og var Chaucer sá fyrsti sem upp- götvaði að cod rímar við god. Set þetta hér til athugunar. XXX „Freddie" var líka frumlegur. Poppmyndin hans var sögð klám, kannski er hún það lika. En Chaucer var einnig grófur eins og mannlífið sjálft. Og nú er verið að sýna hér mynd Pasolinis sem byggð er á ljóða ftokki hans, mjög gróf á köflum. En í þessari mynd á grófleikinn heima, hann er partur af listrænni frásögn sem hefur lifað af sex a'.d- ir. Myndin er skemmtileg íins og Chaucer, á köflum. Og það er eftirminnilegt að gægjast gegnum þjóðfélagsskráargatið með þeim Pasolini og brezka skáldinu. Mann- fólkið hefur lítið breytzt á þessum sex öldum. Það er engu líkara en tíminn hafi staðið kyrr. Eða hvað hefur breytzt? Klukkan er í þoku- dísinni. Og þó! Á dögum Chaucers voru klukk- urnar ekki byrjaðar að leka niður á strönd blárrar eilífðar eins og í einni frægustu mynd Dalis. Það er i listinni sem uppgötvanirnar eru gerðar. Svo koma visindamennirnir til skjalanna. En hvað um það: mynd „Freddies" var á sínurn tíma (við verðum víst að orða það «vo) gerð upptæk og hefur verið i vörzlu lögreglunnar þar til nú. Nú er hún til sýnis á sjálfu Ríkislistasafninu, gott ef það hefur ekki keypt hana. Og listrænum áhuga lögreglumanna hefur stórhrakað. XXX Ævintýrið uppliíir maður ekki aft- ur. Þess vegna eru súpersexmarkað- irnir hér eins og gamlir kirkjugarð- ar. Aðeins fyrir þá sem eru hætt- ir að hlakka til. En fyrst einhverj- ir þurfa á þeim að halda, hvers vegna skyldu þeir þá ekki mega vera á sínum stað? Fæstir taka eftir þeim. Danir sjá þá ekki lengur. Þeir ganga fram hjá þeim eins og öskutunnum. Þær draga yfirleitt ekki að sér athygli. Hitt er annað mál að fólkið í Bæjern mundi ekki skilja svona markaði. Það hugsar bara um sína hunda, svín og naut- gripi. Og þessi dýr þurfa ekki á svona mörkuðum að halda. Tengsl- in við jörðina gera náttúruna nátt- úrlega, það er allt og sumt. íslenzkt sveitafólk veit hvað ég er að fara. Og dúfurnar á Ráðhústorginu. Þær fylgja tilfinningum sínum og eðJis- hvöt án umhugsunar. Þær þurfa enga uppörvun. Og samvizkan iþyng- ir þeim ekki. XXX En sem sagt (aftur): Ég hélt það væri ég sem hefði misst, ja hvað eig- um við að segja (jú, að athuguðu máli) . . . sem hefði breytzt. Kynni ekki lengur að hlakka til. Undrast. Fagna. Ég sagði sendiherrafrúnni. Ólöfu Pálsdóttur, frá því að mér þætti Kaupmannahöfn leiðinlegri en áður, að hún hefði breytzt til hins verra. Ólöf er listamaður og hefur sótt gullpening fyrir list sína hingað til þessarar borgar. Og hún sagði: Það er ekki bara þú sem hef- ur breytzt, borgin hefur breytzt. Hún er öðruvísi en áður. Danir við- urkenna það sjálfir. En samt á hún margt, ef að er gáð. Mér létti. Og ég fór að gá. Ólöf Pálsdóttir vinnur nú að styttu af Erling Blöndal Bengtson. Hann líemur í vinnustofu hennar sem er í bílskúr sendiráðsins, og meðan hún vinnur að mýndinni leikur hann á seJJóið, m.a. Bach. Það mundi Páli ísólfssyni líka. Og Ragnari. En ekki Þórbergi. Vonandi rætist úr því. En maður getur rétt ímyndað sér hvers konar andi rikir í bílskúrnum. Ekki gæti ég ímyndað mér að neinn annar bílskúr hefði upp á meira að bjóða. XXX Poul Reumert .lón Helgason Við hittum Jón Helgason prófess- or hjá sendiherrahjónunum á gaml- árskvöld. Það var hátíðlegt kvöld. Og Jón flutti gleði og gáska inn í nýja árið með því að halda því blá- kalt fram við hvern sem var að hann væri draugur. Þetta segir hann jafn- vel við fínar diplómatafrúr og hær taka því auðvitað vel, enda sjá þær í gegnum hann. Við Jón töluðum mik ið saman, stundum á þýzku, en danska er eins og kunnugt er, þýzka með hálsbólgu. Jón sagðist vera Gespenst. Það hljómar vel, enda er hann skemmtilegur draug- ur. Hann sagði fljótlega í samtali okkar að sér væri auðvitað meinilia við mig og það hlyti að vera gagn- kvæmt: gegenseitig, sagði hann orð- rétt. Hann sagðist dá trúar- styrk þeirra sem brenndu galdra- nornir á báli á Vestfjörðum, enda var á honum að heyra að alla menningu á íslandi væri að sækja til Vestfjarða. Það hljómaði vel i sendiherrabústaðnum. Hann ber þessari menningu vitni. Jón lék á als oddi, stakk hausnum út úr skelinni og sagði að meinillska sin í minn garð væri ekki af jafnsterkum toga spunnin og trúarsannfæring þeirra sem stóðu fyrir brennunum á tíð Jóns þumlungs. Hann mundi t.a.m. ekki vilja láta brenna mig á báli. Það þótti mér vænt um eins og á stóð. Jón hefur einu sinni orðið næst- um því orðlaus. Það var þegar hann hitti konu eina enska og hún vatt sér þegar að honum og sagði (næst- um því á máli Chaucers): „Ég er skáld.“ „Það er ég líka,“ svaraði Jón. Svo bætti hann við, auðvitað til að hafa síðasta orðið: og meira að segja dautt skáld. En sú enska sagði bara: „Iss, ég hef dáið tvisvar sinnum." Eða var það þrisvar sinnum, ég man það ekki. Þá varð Jón Helgason af öllum mönnum næstum því orðlaus. Jón ta> aði um mig sem skáld við diplómata- frú. Það þótti mér vænt um og sagði (því ég launa illt með góðu) að hann væri líka skáld. Hann tók þvi nokkuð vel, en fór strax út í aðra sálma. Hann vill að íslendingar tali norðlenzku. Á samkomum segist hann alltaf tala norðlenzku, sunn- lenzkan heyrist ekki. Hún sé bara eins og eitthvert suð sem enginn heyrir. Stjórnmálamenn ættu að at- huga þetta. Jón hefur einu sinni hitt konu sem sagði Hornafjörður, en ekki Hoddna fjörður. Mig minnir það hafi verið gömul kona. Hann lagði það á sig að drekka með henni kaffi, ef það yrði til þess hann heyrði eitthvað fleira skemmtilegt af vörum hennar. En það varð ekki. Maður getur rétt ímyndað sér hvernig honum leið. Alla ævi hefur hann leitað að ein- hverjum sem segir hönum, en ekki honum. Bjami Thorarensen sagði alltaf og skrifaði hönum. En Jón hef- ur aldrei hitt neinn sem segir hön- um. Næst þegar einhver ætlar að fá góða afgreiðslu í Árnasafni ætti hann að segja: að sig langaði til að kvnnast hönum Árna Magnússyni. XXX Viggo Starcke er nýbúinn að gefa út bók, auðvitað um sjálfan sig. Framh. á bls. 20 V______ Hafragrautur þjóðfélags- veizlunnar...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.