Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973 — Já, ég skii. Já, ég spurði Pétur, hvar hann hefði verið í gærkvöldi. Og hann sagði: hérna auðvitað. Rétt til þess að vera viss. Ég talaði líka við Victor. Hann og Rósa, konan hans, eiga heima hérna í kofan- um. Ég spurði Victor, hvort bíll- inn hefði nokkuð verið hreyfð- ur í gærkvöldi og hann kvað svo ekki hafa verið. Æ, farðu nú ekki að rífa mig í þig. Þetta var rétt til þess að verf alveg viss. . . — Ég var þegar viss um það, sagði Jenny. — Já, vitanlega. Við skulum koma okkur héðan út. Farangurinn var horfinn úr forstofunni, en frú Brown var síður en svo farin. Raddiir heyrðust og rödd frú Brown var hveil og einbeitt en rödd Ueizlumntur Smurt bruuð og Snittur SlLD 8 FISKUR m fTSEVS Péturs lág og tautandi. Dymar að bókastofunni opnuðust um leið og Cal og Jenny voru kom- in neðst í stigann, og svo kom frú Brown fram og Pétur hafði greinilega ýtt á eftir henni. En þegar hún var komin fram í for- stofuna, stakk hún við fótum -og horfði fast á Pétur. — Ég full- vissa yður um, að Fiora gerði erfðaskrá. Hún skrifaði mér og sagði mér það. — Frú Brown sagði Pétur i vandræðum sínum. — Þér verð- ið að trúa mér. Fiora iét ekkert eftir sig, og hún gerði enga erfðaskrá. — Hvað eru þessir lögfræð- ingar þá hér að gera? — Lögfræðingar? Pétur leit yfir öxlina á frú Brown og sá Cal og Jenny. Hann sendi þeim biðjandi augnatillit og sagði við frú Brown: — Hvaða lögfræð- ingar? — Þessir tveir menn. Þeir vom hérna. . . Hún leít við og sá Cal. — Þarna er annar þeirra. Og svo var annar. . . með gráieitt hár, sem sagði ekki orð, en stóð bara og horfði á mig. Ég veit að hann var lög- fræðingur. Til hvers eru þeir héma, ef engin erfðaskrá er til? Pétur átti bágt með að stilla sig, en svaraði samt kurteislega: — Þetta er vinur minn og fé- lagi, John Calendar. Hinn var Arthur Furby. Hann er ráðu- nautur jámbrautarfélagsins. — Þá er hann lögfræð ngur! — Ekki þannig lögfræðingur, frú Brown. — Hvaða lögfræðingur sem er, getur samið erfðaskrá. — Jæja, hann gerði það iú samt ekki. Hvorki fyrir mig né velvakandi Hfingl cflii midncelli M.G.EBERHART Fioru. Fiora átti ekkert til að arfleiða neinn að. Frú Brown deplaði augum og benti síðan ofsareið á Jenny. — Hvað er konan yðar fyrrver- andi hér að gera? Viljið þér ekki segja mér það? Ég er frænka Fioru og . . . — Frú Brown, sagði Pétur með kurteisi, sem hann hafði þó mikið fyrir: — Víst eruð þér frænka Fioru og mér þykir leitt, að ég skyldi ekki geta tilkynnt yður andlát hennar. — Kallið þér það heldur morð sagði frú Brown. — Þér verðið að afsaka það. Hér var allt á slíkri ringulreið. . Ég hafði beinlínis hvorki tíma til né hugsun á að leita uppi heimilisfang yðar og láta yður vita þetta. En nú þegar þér er- uð komnar, vona ég að þér verðið hérna þangað til . . . — Það hafði ég lika hugsað mér að gera, sagði frú Brown. Pétur andvarpaði. — Ég er búinn að senda farangurinn yð- ar upp. Hann leit enn vesældar lega á Cal og Jenny. — Jenny, vilt þú vísa frú Brown á gesta- herbergið. . . ég veit bara ekki hvar Rósa hefur sett töskurnar hennar, en þú sérð það. Cal sagði, og álíka kurteis- lega og Pétur. — Frú Brown finnur töskurnar sínar, Pétur. Við Jenny verðum að flýta okk- ur til borgarinnar, og ég þyrfti að tala við þig áður en við för- um. — Frú Brown, sagði Pétur Og það má heldur ekki seinna vera, að þessi uppgjafakona yð- ar hypji sig. Hún hefur hér ekk ert að gera. Þetta er hreinasta hneyksli! Cal greip i handlegg hennar og Jenny sýndist takið vera all- fast. — Komið þér héma, frú Brown, ég skal visa yður. . Frú Brown ætlaði eitthvað eð þybbast við, en Cal lét ekki undan og dró hana upp stigann. — Þetta er nú meiri kvenmað urinn! sagði Pétur. — Fiora lét ekki eftir sig neina erfðaskrá, hún átti ekkert til að arfleiða neinn að. Geturðu ekki losað mig við þennan kvenmann, Jenny? Ég held ég geti ekki þol að hana neins staðar nærri mér, og hún er með heilt tonn af far angri. — En hún er nú frænka Fi- oru. — Ég hef aldrei áður séð þennan kvenmann. Jú, ég veit, að hún var hvað eftir annað að biðja Fioru um peninga. 1 fyrst- unni lét ég Fioru senda henni eitthvað, en svo hætti ég þvi fljótlega. Fiora hélt ekki, að hún þyrfti raunverulega á þeim að halda. Hún er ekkja, en hún hefur samt einhverjar tekjur. Ég vissi ekki einu sinni, að hún væri í New York. — Hún sagðist iiafa ætlað að koma Fioru á óvart. — Jú, það vantar ekki, að það sé á óvart, stundi Pétur. Hvenær komuð þið Cal hingað? Þið verðið auðvitað kyrr. Ég verð að hafa ykkur hérna, Jenny, ég treysti mér ekki við þennan kvenmann. . . — Ekki ég heldur. En geng- ur þetta nokkuð hjá þeim? — Hjá lögreglunni? Pétur var þreytulegur og tekinn. — fcg veit svei mér ekki. Þeir e-'u búnir að leita i hverjum krók og kima í húsinu, til þess að í þýðingu Páis Skúlasonar. leita að annarri byssu. En fundu enga. Jú, þeir rann- sökuðu fortíð Victors og Rósu. Victor er nýsloppinn úr hern- um, hafði góðan vitnisburð. varð liðþjálfi og gifti sig. Hvor- ugt þeirra Rósu hefur mikla æf- ingu í hússtörfum, en hún getur búið til mat og hann er liðlegur piltur. Það er ekkert við þau að athuga. Ég sagði Parenti þetta allt, en hann rannsakaði það samt. En svo varð eitthvert uppi stand út af einhverjum fingra- förum, sem einhver gleymdi að taka í gærkvöldi. Hús& tiíbýli Vandað og ódýrt blað um hús og híbýli, bifreiðar og ótalmargt fleira. Sendið eða komið með áskriftarpantanir ásamt 250 kr. gjaldi fyrir 5 blöð til ársloka 1973 — þér fáið 1 blað strax, og annað í kaupbæti! NESTOR Tryggvagötu 8, III. hæð Reykjavík - Sími 10678. Velvakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. • Fólkvangur í Bláfjöllum Þórður Þorbjarnarson, borg arverkfræðingur skrifar: „Hr. Mats Wibe Lund skrif- aði Velvakanda nú nýverið um aðstöðu í Bláfjöllum og hverju væri ábótavant í því efnl. Að þessu tilefni vil ég upplýsa eftirfarandi: 1. Sveitarfélögin, sem land- réttindi eiga á Bláfjallasvæð- inu hafa komið sér saman um áð óska þess við Náttúruvernd arráð, að svæðið verði lýst fólk vangur. I þessu felst m.a., að svæðið verði skipulagt til iðk- unar skíðaíþróttarinnar. Það verk er verið að vinna. 2. Reykjavikurborg hefur reist sæluhús á staðnum. Þar er hreimlætisaðstaða, salur með borðum og bekkjum fyrir aiit að 70 manns, til afnota fynr almenning, aðsetur eftirlits- manns staðarins, þar sem verð- ur talstöð og búnaður til neyð- arhjálpar. Sæluhúsið verður fullbúið 1. febrúar n.k. 3. Vegur í Bláfjöll er nú ruddur á kostnað Reykjavíkur borgar. Vegagerð ríkisins sér um það verk í samráði við eftír litsmann staðarins. 1 aðalatrið- um er snjómokstri hagað þann- ig, að Bláfjallavegur er ruddur um leið og Suðurlandsvegur. Virðingarfyllst, f.h. samvinnunefndar um fólk- vang i Bláfjöllum. Þórður Þ. Þorbjarnarson.,‘ • Um mótmæli á á mótmælafundi Ólafur Lárusson skrifar: Kæri Velvakandi. Blað yðar, Morgunblaðið, birtir þaran 3. janúar, yfirlýs- ingu frá Sverri Runólfssyni, þess efnis, að hanin mótmæli fundarsköpum ákveðims fund- ar, er var haldinm hér í bæ, og að hann mótimæli þeim blekkingum, sem þjóðin sé beitt. Þessu vil ég svara, á þennan hiatt: Það er ekki furða þótt Sverrir mótmœli, haniri á öðru betra að venjast, og þess vegna hlýtur þessi fundur, að hafa komið homum nokkuð spáraðkt fyrir sjónir. En þetta er háttur, sem við Mörlandar höfum, við mótmælum, og hef- ur hann dugað fyllilega. Hann talar um blekkiragu, líkt og kelling um veðrið, en vill hann ekki vera svo væmn að út- skýra öllu nánar, við hvað hann eigi, er hann hampar gífuryrðum framan í þjóðina. Það má vera, að hann búi yfir mikilli vizku, en sé svo, hefur hann leynt því dyggilega hingað -til. Eða kannski er hann bara að vekja athygli á því, að hann var eini maður- iran í salnum, er mótmælti! Eða voru þeir tveir? Hvemig stend- ur. annars á því, að hann skuli ætíð þurfa að vera á móti öllu og öiilum? Ólafur Lárusson, Vogatungu 26, Kópavogi. Já, Óiafur, þessi nýupptekni mótmælasiður, sem hefur ver- ið innleiddur hér, er vægast sagt mjög undarlegur, sérstak- lega þegar farið er að mót- mæla mótmælum á mótmæla- fundi. Annars lætur Velvak- andi Sverri Runóifssyni eftir að svara fyrir sig. Hann mun vera fullfær um það. • Sjónvarpsefni við hæfi barna og unglinga Edda Ólafsdóttir skrifar: „Velvakandi góður. Hvemig stendur á þvi, að efni við hæfi barna í Sjón- varpirau er svo lí-tið, sem raun ber vitni? Einnig er það litla, sem er mjög misjafnt að gæðutm, en auðvitað er það svo með allt efni, að það er mis- jafn sauður í mörgu fé. Samt finmist mér, að meiri kröfur verði að gera til dag- sikrárefnis, sem sérstaklega er ætlað bömum. Það eru nefni- lega eúdki bara heimilin og skólinn, sem eru uppalendur barna, heldur allt þeirra um hverfi og þá ekki sízt svo áhrifamiklir fjöltmiðlar, sem útvarp og sjónvarp ómeitan- lega eru. Ný er nýlokið sýniragum á einu allra vinsælasta sjón- varpsefni fyrir böm, sem hef- ur verið hérlendis frá því að sjóravarpið hóf göngu sína, en það eru mymdimar um Línu Langsokk. Ég á heima í húsi, þar sem eru mörg böim, auk mimna eigin barna, svo að ég þykist vera nókkurn veginn dómbær á það. En hvað af öðru sjónvarpsefni, sem flutt hefur verið í vetur, er börnun- um minnisstætt? • Eitthvað annað en poppið Það er alltaf verið að tala um, að mikið sé gert fyrir æsk- un. a og hún sé orðin ofalin á alls kyras gæðum, en hvað snertir gerð sjónvarpsefnis, og reyndar útvarpisefnis líka, þá virðist ekki vera úr miklu að moða. Unglingana virðist ekiki þurfa að fóðra á öðru en poppi og þar með á þörf þeirra fyrir andlegt fóður að vera full- nægt. Hér þarf áreiðanJega að gera meiriháttar átak og það vill svo til, að fullt er af böm- urn og ungliingum, sem hafa hin margvíslegustu áhugamál, fyrir utan „skrípamyndir“ og popp. 4T Oskum oð kaupa eftirfarandi tæki: Bandsög 18 tommu, afréttara, 16 tommu hjólsög með plötulandi 10—12 tommu og bútsög 10—12 tommu. Tilboð merkt: ,,9425" sendist Morgunblaðinu fyrir fimmtudag. KAUPUM hreinar, stórar og góöar léreftstuskur prentsmiöjan. Með fyrírfram þökk fyrir birtinguna. Edda Ólafsdóttir.“ Sinfóníuhljómsveit íslnnds Síðustu tónleikar á fyrra misseri verða í Háskóla- bíói fimmtudaginn 25. janúar kl. 20:30. Stjórnandi: Eduard Fischer. Einleikaxi: Einar Sveinbjörnsson. Flutt verða Sinfónísk tilbrigði eftir Jirko, Fiðlu- konsert eftir Mendelssohn og Sinfónía nr. 9 (frá nýja heiminum) eftir Dvorak. Aðgöngumiðar seldir , bókabúð Lárusar Blöndal og í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Ath.: Endumýjun áskriftarskírteina óskast tilkynnt í síma 22260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.