Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 10
io MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973 Lifandis ósköp er gaman að hafa lifað svona lengi Halldóra með ritvélina sína á hnjánum. Vélin er safngripur, 40 ára gömul og stafirnir falla aftur á blaðið eins og sjá má. En á þessa vei skrifar Halldóra enn greinar í blöð og sendibréf í allar áttir. — segir Halldóra B j ar nadóttir, sem nú er á hundraðasta aldursári Hvað hún er nett og falleg, var fyrsta hugsunin, þegar ég kom inn til Halldóru Bjarnadótt ur. Ekki hafði mér dottið það í hug fyrirfram um konu á hundr aðasta aldursári. Hýrlegt bros færist yfir andlitið, þegar hún hefur áttað sig á komumanni. Síðan ljómar það af áhuga, þeg- ar hún fer að ræða áhugamál sín og spyrja um menn og mál- efni. Herbergin hennar í Héraðs- hælinu á Blönduósi bera held- ur ekki vott um að þar búi iðju laus manneskja. Kringum Hall- dóru eru skjalamöppur, fornir munir og sýnishorn af gamalli handavinnu. I»ar má sjá dýrmæt ar bækur, eins og Passíusálm- ana frá 1858, gefna Halldóru í tannfé, sálmabók frá 1886 í al- skinni og með gyllingu, áletraða af Benedikt Gröndal, gefna henni í fermingargjöf af Kat- rínu, konu Jóns Árnasonar, svo- kallaða Ferðabók, keypta 1933, Nýja testamentið og sálmana o. s.frv. Ritvélin, sem þjónað hef- ur Halldóru vel í 40 ár, stend ur þarna enn til reiðu, þegar eig andinn vill setjast á legubekk- inn og vippa henni í kjötuna tíl að skrifa bréf eða grein í blað. Ritvélin er hreinasti safn- gripiu-. Og það er fleira gamalt og merkilegt þarna inni. Enda er Halldóra að skrásetja inn- bú sitt, sem hún segir að ráð- gert sé að fari, að henni lát- inni, i listasafn, sem Blönduós- ingar eru að koma upp hjá sér. Á einum stað er sýnishorn af ofnu, köflóttu svuntuefni, í kassa yfir 100 ára gamlir hand gerðir silfurhnappar, baldíerað- ur rammi er þarna, og pjatla af svörtu peysufatavaðmáli, sem unnið var á Grænavatni í Mývatnssveit 1920—30. En svo þunnt og lipurt vaðmál hefur Halldóra reynt að fá framieitt á fslandi í íslenzka þjóðbúning- inn og reynir enn. Það er mik- ið áliugamál hennar. Nei, ekki dugar að fara að telja upp góða muni þarna. Það er efni í heila greln. Og þegar við höfðum kom izt að samkomulagi við Hall- dóru um viðtal, tók hún fram að það ætti að vera stutt. — t»ú skrlfar of langt, góða mín, sagði hún. En hvernig á ég að skrifa stutt samtal um 100 ára ævi? Og það ævi, sem hefur verið full af starfsorku og þéttsetin verkefn um alveg fram á síðasta ár. Upp eldismál þjóðarinnar í skólunum og á heimilunum hafa ætið setið þar í fyrirrúmi. Og enn skrifar Halldóra greinar í blöð nú síðast í „Heima er bezt“, eft ir að Hlin hætti göngu sinni eftir 50 ára útkomu. Ferðalög til Akureyrar vegna útgáfu- starfseminnar og greinaskrifa hætti Halldóra ekki við fyrr en í fyrrasumar. f sumar kom í heimsókn til hennar áttræð systir hennar frá Ameríku. Þá brugðu þær sér fram í Vatnsdal. — Ég lét þá bara útvega okkur bil héma, sagði Halldóra, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Systurnar kamu að Ási, þar sem Halldóra er fædd 14. október 1873 og þar sem föðurætt hennar hefur bú- ið. En til 9 ára aldurs er hún alin upp á Hofi, sjálfri land- námsjörðinni. Faðir hennar Bjami Jónasson, var af merk- um bændaættum úr Vatnsdal. En móðir hennar, Björg Jóns- dóttir var frá Háagerði á Skaga strönd, en alin upp hjá Stein- unni móðursystur sinni, móður Jóns Árnasonar, þjóðsagna- ritara. Og til hans fóru þær mæðgur, Björg og Halldóra, þeg ar foreldrar hennar skildu. >á var Halldóra á níunda ári. En 'faðir hennar fór til Vesturheims kvæntist þar og átti 3 dætur. Það var sú yngsta þeirra, sem heimsótti Halildóru í sumar. — Móðir mín var sterk kona og sjálfstæð í skoðunum, sagði Halldóra, þegar talið barst að brottför mæðgnanna úr Vatns- dalnurn og förinni suður á land með skipi frá Skagaströnd. — Framtið einkabarnsins var henn ar hjartans mál og ég veit að það var min vegna að hún fór. Reykjavík hafði hún kynnzt nokkuð veturinn 1970—71, er hún var hjá Jóni Árnasyni og Katrínu frá Hrappsey. Jón var þá umsjónarmaður Latinuskól- ans. Hann og móðir mín voru systrabörn og uppeldissystkini. Þennan vetur saumaði móðdr mín skautbúningmn sinn, sem ég á og hefi allltaf notað. — Bjó Jón Árnason enn i Lat ínuskólanum, þegar þið mæðg- urnar komuð suður til Reykja- víkur? — Nei, þau hjónin voru kom- in í nýja húsið. Alltaf var fullt af gestum hjá þeim. Og ég var alltaf í sendiferðum þar. Ein- hvern tíma varð Jóni Árnasyni að orði. „Ég verð bráðum hengd ur fyrir skuldir." Og það var furða hvað hann gat, þvi hann var orðinn svo heilsulaus. Hann var búinn að vera í Skot- landi, þar sem honum var skip- að að ganga úti á hverjum degi og borða ákveðið fæði. En hann vann alltaf. Lífið hjá Jóni frænda var skemmtilegt og þar var mikið af bókum. Svo var Þorvaldur Thoroddsen, fóstur- sonur þeirra, þarna. Hann var í skrifstofunni. Það var eini stað- urinn, sem var upphitaður. Það var nú ekki verið að hita öll herbergin, eins og þú veizt. Við mæðgurnar bjuggum í kjallar- anum þessi 2—3 ár, sem við vor- um þar. Svo keypti móðir mín hús i nágrenninu, í Skálholts- koti og fór að stunda sjálfstæðan atvinnurekstur. — Auðvitað, hún var kona á bezta aldri, 41 árs. Þetta var 1885. — Hvað gerði hún ? — Hún tók á móti gestum og leigði út. Oft tók hún á móti gestum af sjúkrahúsum, m.a. ýmsum merkismönmim. Á því lifðum við. Ég var níu ára þeg- ar við fórum suður með skipi frá Skagaströnd. Ég hafði ein- mitt verið að segja frá þeirri ferð á prenti, þegar þeir fóru að tala um að ég ætti að skrifa ævisögu og úr því varð heil bók, sem hann VilhjáJmur S. Vilhjálms son skráði. Ég sagði nú, að þeir gætu bara farið í Hlín. Þar væri all’t, sem ég hefði að segja. — Þú giftist aldrei sjálf, Hall dóra? Hvernig stóð á þvi á svo langri ævi? — Ég sé ekki eftir því. Mér finnst nefnilega að lífið hafi ver ið f.jarska gott eins og það var. Skilnaður foreldra minna hefur vafalaust lika haft sin áhrif. Ég sá mikið eftir föður mínum. Óð- alsbóndinn í Noregi? hváir hún og hlær við. — Jú, hann var sá eini, sem hefði komið til að ég ætti. En ég sé ekki eftir þvi. Það hefði ekkert verið S’kemimtilegt að eiga börn í ósköpunuim í Noregi þá. — Já, þú varst i Noregi, þeg- ar frelsisbarátta Norðananna stóð sem hæst. Af hverju fórstu þang að í kennaraskóla? — Já, þá var mikið beðið og mikið vakað í Noregi, þegar striðið vofði yfir, eins og ein- hver góður maður sagði. En ég fór til Noregs af því að það var ekki hægt að fara í kennara- skóla hér og ég hafði kennt í nokkur ár úti í sveitunum. Mamma seldi húsið sitt og jarð- arpart, sem hún átti, og ég fór utan með Vestu. Mamma vildi allt leggja í söliurnar til að ég kæmist til náms. Á Vestu voru fjörugir stúdentar. Hann Knút- ur og sex aðrir. Ég lék á gítar og við sungum mikið. Knútur var Knud Ziemsen siðar borg- arstjóri og hinir sex Halldór Júliusson síðar sýslumaður, Skúiii Halldórsson, siðar lækn- ir, Árni Þorvaldsson, síðar kennhri á Akureyri, Guðmund- ur Björnsson, síðar sýslumað- ur, Guðmundur Finnbogason, síðar liandsbókavörður, allt þjóðkunnir menn og siðar for- ustumenn þjóðar sinnar. — Þú varst svo í Noregi i 3 ár og sást marga af mestu and ans mönnum Noregs? — Já, ég sá til dæmis Grieg, sem var pínulítill maður með brúsandi hár. Og Ibsen, sem var stuttur og digur og óásjálegur. Hann stóð alltaf á sama stað á sama tima og stillti klukkuna slna. — Ég stóð í snjónum upp i hné og hlustaði á ræðuna hans á 70 ára afmæli hans. Mér fannst ekkert til hennar koma fyrr en daginn eftir, þegar ég sá hana á prenti. Eftir að Halldóra kom frá Nor egi, fór hún að kenna við barna skólann í Reykjavik, en fékk þar bara timakennslu. Mig minn ir að borgaðir hafi verið 35 aur- ar á tímann og ég hafði móð- ur mína, segir hún. Eirifcur Briem ráðlagði mér að sækja um fasta stöðu og 500 kr. árs’laun. En ég fékk það ekki. Það var rétt af þeim, þvi þarna voru fleiri kennarar fyrir, Þá fór ég til Noregs og fékk góða kenn- arastöðu i Moss, þar sem ég var í 11 ár segir Halidóra. Móðir min var hjá mér. Svo var mér boðin skólastjórastaða við barnaskólann á Akureyri. Ég hafði alltaf ætlað mér að kenna á íslandi. Það voru nógir kenn- arar í Noregi. — Og þangað komstu með alls konar nýjungar í kennslu- háttum, — kennarafundi og for eldrafundi og flieira? — Já, ég varð landsfræg af skóskiptunum. Ég lét nefnilega nemendur skipta um skó i skól- anum og það likaði ekki öMum. En kennt var allan daginn og ekkert þrifið á milli. Kennurun urn bauð ég heim til min á laugardagskvöldum. Mamma gaf kaffi og allir komu með sama brauðið með sér. Við rædd um málin og ég hélt oft heila fyrirlestra um ýmislegt, þvi ég hafði séð margt í kennslumálum úti. Kennarafundirnir voru bet- ur heppnaðir en foreldrafundirn- ‘r- — Svo var það handavinn- an, Margir voru á móti henni, fannst að sflikt ættu börnin að l’æra heima hjá sér. En merki- legust voru náimsfceiðin í handa vinnu fyrir eldri stúlkur, sem við komum upp og voru svo vel sótt. Ég var í 10 ár við barna- skólann á Akureyri og var ósköp ánægð með þann tima. Þar voru samhentir kennarar og Guðlaugur sýslumaður var for- maður skólanefndar, ágæfcur maður. — Eftir þessi 10 ár fór ég til Reykjavibur að kenna í Kenn- araskólanum. Það er eitt það skemmtilegasta starf, sem ég hef haft, heldur Halldóra áfram. Mér þótti svo gaman að mega kenna kennurunum, af því að þeir fara út um allt land og það er svo áhrifarífct. Ég kenndi handavinnuna og þótti mest giaman að kenna karlmönnun- um af því þeir voru svo óvanir. Þegar ég byrjaði sagði ég: „Nú ætla ég að kenna ykkur aldt sem ég kann. Svo set ég upp að þið kennið mér öll eitthvað." Og það gerðu þau. Þeta urðu allt stórveldi í kennarastétt siðar. Það voru miklir vinir miínir. En þegar landsýningin mikla i heim ilisiðnaði á þjóðhátíðinni 1930, k»m á dagskrá þá hætti ég í Kennaraskólanum til að slnna henna. — Þá varst þú búin að fara með heimiUssýningar um allt, meira að segja til Ameríku. — Hvernig stóð á þvi að þú byrj- aðir á þvi? Og hver kostaði þessi ferðalög milli kvenfélag- anna í landinu með sýningar? Ekki þú s’j álf ? — Þetta kom svona af sjálfu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.