Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.01.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1973 23 Halldóra Þorsteins dóttir — Minning Fædd 14. ágúst 1907. Dáin 14. janúar 1973. Þegar Halldóra Þorsteinsdótt ir móðursystir mín er til graf- ar borin í dag, langar mig til að kveðja hana nokkrum orð- um, þótt fátækleg verði. Sú löng un mín stafar ekki af skyldu- rækni i garð náins ættingja, held ur af því að ég stend í mikilli þakkarskuld við Halldóru, sem var mér á margan hátt sem önn ur móður. Það hef ég aldrei get- að launað sem skyldi og get tæp ast úr þessu, en þó vil ég ekki, að hún hverfi héðan, án þess að ég minnist hennar fáeinum orð- um. Halld<ft-a Þorsteinsdóttir var fædd í Stykkishólmi, dóttir Þor- steins sjómanns Gíslasonar og konu hans, Pálinu Ingibjargar Krist j ánsdóttur, sem lengstum bjuggu í Höfða þar i kauptún- inu. Halldóra var yngst þriggja barna þeirra, en hin voru Lauf- ey, sem fæddist 1901 og andað- ist 1963, og Geirmundur, fædd- ur 1903 og látinn 1956. Halldóra var í foreldrahúsum til 16 ára aldurs, en fór þá að heiman, eins og löngum var vani, þegar unglingar urðu snemma að fara að vinna fvrir sér, og hélt hún þá fyrst suður í Garð. Hún var þó ekki lengi þar, heldur fór til R.eykjavíkur, þar sem hún réðst í vist hjá hjón unum Óskari Lárussyni kaup- manni og Önnu Sigurjónsdóttur, miklu ágætisfólki. Var hún hjá þeim árum saman og mat þau jafnan mikils og hélt síðan allt- af sambandi við húsmóður sína. Það var næsta fátítt þá, að stúlk ur af alþýðuheimilum ættu þess kost að sækja húsmæðraskóla, en vist á myndarheimilum varð þeim oft drýgra veganesti en löng skólavera, Mátti oft heyra á Halldóru, hvers hún mat það „framhaldsnám“, sem hún hlaut á heimili þessara ágætu hjóna og allt atlæti þar. Halldóra giftist eftirlifandi manni sínum, Jónmundi Gísla- syni skipstjóra, 7. desember 1940, og var hjónaband þeirra einkar farsælt og ástúðlegt alla tíð. Jónmundur var þó þegar orð inn einn hinna þekktari togara- manna, hafði verið stýrimaður í nokkur ár, og árið eftir að þau giftust varð hann skipstjóri. Sótti hann sjóinn af kappi og sigldi meðal annars til Bretlands öll stríðsárin. Það vita auðvitað engir aðrir en sjómannakonurnar sjálf- ar, hvað á þær var lagt á þeim árum. Þegar eiginmenn eða syn- ir fóru á sjóinn á þeim árum, einkum togarasjómenn, var óviss an enn meiri en endranær, og konurnar vissu sjaldnast hvað þeim leið, meðan skipin voru á veiðum eða á siglingu um mestu hættusvæðin. Þá stóðu þær hljóð látar og æðrulausar vörð um heimili og börn, dreifðu huga þeirra og töldu í þau kjark, þeg ar stórviðri geisuðu eða stríðs- hamfarirnar voru hvað ægileg- astar. Og Halldóra var ein þeirra, sem sinntu ætíð störfum sínum í þágu heimilis og barna með þeirri stillingu, sem einKennt hefur íslenzkar konur og mæð- ur, þegar á móti hefur blásið. Heimilið var hennar vettvangur, og þótt starf húsmóðurinnar sé oft vanmetið, finna allir við frá fall stórbrotinnar konu, að henn ar störf eru ekki hin veiga- minnstu í þjóðfélaginu. Þeim Halldóru og Jónmundi varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. Þau eru: Sjöfn, sem er gift og búsett í Banda- ríkjunum, Pálína og Anna, sem báðar eru húsmæður hér I Reykjavík, og Gisli, sem enn er í föðurgarði. Son haíði Halldóra eignazt áður en hún giftist, jEinar Guðmundsson, sem einnig naut ástríkis henn- ar í ríkum mæli. Halldóra og systkini hennar voru mjög samrýnd, en þó eink- um þær systurnar, enda miklu hægara fyrir þær að umgang- ast, þar sem báðar voru lengstum búsettar hér í Reykja- vik. Geirmundur bróðir þeirra átti hins vegar alltaf heimr í Stykkishólmi og andaðist þar. Mér er nær að halda, að fáar systur hafi nokkru sinni verið samhentari í hvívetna en Hall- dóra og Laufey móðir mín, og mátti ýkjulaust segja, að fjöl- skyldur þeirra væru eins og ein. Systkini mín og ég nutum þess vegna ástríMs Halldóru, eins og við værum hennar eigin börn, og Bjama litla syni mínum tók hún eins innilega og sínum barna- börnum, enda kallaði hann hana alltaf ömmu Dóru. Börn eru furðu næm á viðmót og hug arþel fullorðinna, og Bjarni litli fann strax, að hánn átti sann- an vin, þar sem Halldóra var. Á siðasta ári kenndi Halldóra þess sjúkdóms, sem nú hefur dregið hana til dauða aðeins hálfsjötuga. Varð hún að leggj- ast á sjúkrahús um tíma, komst að vísu heim, en varð að leggj- ast öðru sinni skömmu fyrir jól- in, þótt hún færi aftur heim á Þorláksmessu. Var það vitan- lega von allra, að henni auðn- aðist að hljóta bata, en það átti ekki að verða. En veikindum sín um tók hún með hinu sama æðru leysi og hafði svo oft verið ein- kenni hennar fyrr á ævinni. Nú eiga margir um sárt að binda, þegar Halldóra er til graf ar borin — einkum eiginmaður, börn og barnabörn, en auk þess við, sem litum á hana sem aðra móður okkar alla tíð frá því að við kynntumst henni fyrst, en þó í enn ríkari mæli eftir að móð ir okkar, systir hennar, var lát- in. Sem slíkrar munum við allt- af minnast hennar með þakklát- um huga. Þegar við göngum n i með þér hinzta spölinn, elsku Dóra mín, vil ég leitast við að þakka þér af veikum burðum alla þína um- hyggju og ástúð í minn garð, eig inkonu minnar, systkina og ann arra ástvina. Þú sannaðir flest- um betur, að hjartalagið er rnest virði fyrir samferðamennina, og þinni fölskvalausu hjartahlýju gleymum við aldrei. 21. jan. 1973, Sigurður Friðriksson. 6-10 herb. íbúð eðu hús Erlendur starfshópur óskar eftir 6—10 herb. íbúð eða húsi til leigu frá júní til októberloka, helzt í Kópavogi eða Hafnarfirði. Stórt bílastæði og rúm- góð geymsla nauðsynleg. Upplýsingar sendist blaðinu, merkt: „Erlendur starfshópur 9433.“ íslenzk-skezho iélngið Aðalhátíð félagsins „Burns Supper“ verður haldin í Tjarnarbúð laugardaginn 27. janúar nk. Aðgöngumiðar eru seldir í Tjarnarbúð í dag, þriðju- dag, kl. 5—7. STJÓRNIN. Strondamenn — strnndnmenn Við höldum þorrablót laugardaginn 27. janúar kl. 19:30 að Hlégarði, Mosfellssveit. Aðgöngumiðasala og nánari upplýsingar í verzlun Hermanns Jónssonar, Lækjargötu 2, í dag kl. 4—6 og á morgun kl. 5—6. Átthagafélag Strandamanna. Herbergi óskasi Miðaldra algjöran reglumann vantar helzt gott herb. strax eða 1. febr. Helzt hjá reglusömu fólki. Er snyrtilegur, hæglátur og prúður í umgengni og í mjög hreinlegu starfi. Helzt með aðgangi að baði og síma, sem greiðist jafnóðum. Uppl. í síma 26700 kl. 9—5 og í síma 14219 kl. 5—7. - LITAVER l DC UJ I tr. LiJ > < - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - LITAVER - RYMIN GARSALA Hefjum í dag stórrýmingarsölu á KERAMIK VEGGFLÍSUM margar stœrðir — 09 einnig á VEGGFÓÐRI vinyl-, plast- og pappírsveggfóðri Afsláttur á tilgreindum vörum jír verður aðeins í 6 daga eða til 27. þm. LITAWER Crensásvegi 22-24 - Símar 30280 - 32262 > < m zo l > < m zo I > < m d3AVin - U3AVin - d3AVin d3AVin - d3AVlll - d3AVin - d3AVin - d3AVin d3AVin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.