Morgunblaðið - 23.01.1973, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.01.1973, Qupperneq 32
Offsetprentun tímaritaprentun litprentun Freyjugötu 14* Sími 17447 ÞKIÐJUDAGUR 23. JANUAR 1973 nUCLV5inCRR ^-»22480 Hrapaði til bana Akureyri, 22. janúar. ÞAÐ slys varð í morgun um klukkan 10.30, að maður hrapaði til bana ofan af þaki heimavist- arhúss M.A. Hann hét Gunnar Harlsson, 49 ára, til heimilis að Helgamagrastra*ti 46. Gunnar heítinr. var starfsmað- ur Menntaskólans, sá um við- gerðir og vann ýmis önnur verk, sem til féllu. Hann ætlaði í morg un að gera við þakglugga, sem laskazt hafð; í óveðri fyrir skemmstu og fór í því skyni út á þak heimavistarhússins út um annan glugga. Hann mun ekki hafa varazt, að glaer ísing var á þakinu og flughálka, enda rann hann niður þakið og fram af b: úninni austan á húsinu. Hann lenti utan í bíl, sem stóð undir húsveggnum og féll siðan niður á malbikað hlaðið. Hann lézt sam stundis, enda var failið röskir 10 metrar. Gunnar Karlsson iét eftir sig tvö uppkomin börn. — Sv. P. Herþota hrapar í Faxaflóa: Flugmannsins leitað í nótt Fór í sjóinn 16 inílur fyrir norðan Garðskaga HERÞOTA frá varnarliðinu hrapaði í sjóinn 16 sjómílur norð-norðaustur af Garðskaga í gær klukkan 18.20. í þotunni var einn maður og þegar Mbl. fór í prentun í gærkvöldi var mannsins enn leitað og sam- kvæmt upplýsingum blaðafull- trúa varnarliðsins átti að halda áfram leit í nótt. Flugmaðurinn hafði möguleika á að skjóta sér nt úr þotunni, en ekki var í gær vitað, hvort honum hefði tek izt það. Þotan var að koma inn til lendingar og var aðeins í um 500 metra hæð, er slysið varð. f fylgd þot.unnar, sem fórst var önnur þota. Flugturnirm í Reykjavík til- kynnti Slysavarnafélagi ís- lands um slysið og sendi félagið þá út tilkynningu til allra báta og skipa í Faxaflóa og bað þá fara til leitar. Jafnframt var sett tilkynming í útvarp og bátar og sfeip beðin um að hafa samband við strandstöð. Fyrsti báturinn, sem gaf sig fram var Ársæll Sig- urðsson frá Akranesá, sem þá var staddur skammt innan við Garðskaga. Hélt hann sfrax Framliald á bls. 20. 5,°GyI0/Uö I dag kemur brezki dráttarbát urinii Statesman á íslandsmið. Á þessari mynd sjáum við hverjar luigmyndir SigTnund, teiknari Morgunblaðins hefur um hiutverk hans á miðunum hér við land. Skipstjóri Statesman er þó ekki á sama máli — sjá baksíðuramma neðar á síðunni. Verkfall á togurunum VERKFALE undirmanna á tog- araflotanum skall á & miðnætti síðastliðmi, en samtals hafa ver- ið haldnir 14 samningaftindir án þess að samkomulag næðist. Þó mun mönnum bera saman um að þokazt hafi í samkomulagsátt, en breitt bil mun enn vera á milli deiltiaðila. TJndirmennirnir hafa krafizt 31 til 35% kaup- hækkunar á mánaðarlaun auk annarra krafna. Þau launþegafélög, sem aðild eiga að þessari deilu eru: Sjó- mannafélag Reykjavíkur, Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar, Sjó- mannafélag Eyjafjarðar, Akur- eyri, sjómannadeild Verkalýðsfé- lags Akraness og Matsveinafélag SSÍ, en öll eiga þessi félög aðild að Sjómannasambandi Islands. Samningum sögðu félögin upp á miðju sumri, en þeir urðu laus ir 1. október s.l. Kröfur voru lagð ar fram 4. september og nú á miðnætti í nótt kom vinnustöðv- un til framkvæmda. Hún hefur það í för með sér m.a. að hinn nýi skuttogari Bæjarútgerðar Reykjavikur kemst ekki i fyrstu veiðiferð sína að sinni, þar sem togarinn var ekki ferðbúinn fyr- ir verkfal'lið. Þá mun annar bæj- arútgerðartogari, Hallveig Fróða dóttir, stöðvast nú mjög bráð- lega. Vinnudeilan er i höndum sátita- semjara ríkisins, Torfa Hjartar- sonar. Hann boðaði fund í gær- kvöidi klukkan 21 og stóð fund- urinn enn, þegar Morgunbiaðið fór í prentum. Loðnan horfin Virðist hafa dreift sér hraustlega í þetta sinn Statesman í höfninni 1 Leith. Skipstjórinn á Statesman: (Ljósm. Pétur Eiríksson). Kvíði ekki að mæta ís- lenzkum varðskipum Statesman er stærsti dráttarbátur Breta og fjórði stærsti í heimi — Búinn tveimur stórum vatnsbyssum Frá Pétri Eiríkssyni, blaða- manni Mbl. í Edinborg. „STATESMAN er sterkbyggð- ari en íslenzku varðskipin, hraðskreiður, byggður eins og skriðdreki og getur snúið a.f sér hvaða skip sem er, svo ég kvíði engu,“ sagði skip- stjórinn á Satesman, mr. Charles NobJe, er biaðamaður ræddi við hann í Leith síðast- liðinn laugardag, skömmu fyrir brottförina á íslands- mið. Mr. Nobie, sem er maður um fertugt, er frá Hull eins og skipið og mestöll áhöfnin, virtist vera ánægður með sitt nýja hlutverfe, sem bonum þó var ekki alveg Ijóst hvert væri: „Ég verð að viðurkenna að mér er enm að mestu hulið, hvert hlutverk okfear við ís- land verður, en ég geri ráð fyrir að við eigum að sigla mólli togaramna og varðskipa og koma í veg fyrir að þau Framhald á bls. 31. ENGIN loðnuveiði var í fyrri- nótt eða gær, þrátt fyrir ágætt veiðiveður um nóttina og fram eftir degi í gær. „Þetta er hálf- gert víindræðaástand," sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingnr um borð í Árna Friðrikssyni, þegar Mbi. hafði samband við hann í gær. „Loðnan hefur dreift sér svo hraustlega, að við höfum hvorki fundið tangur né tetur a.f henni undanfarna tíma.“ Árni Friðriksson var í gær staddur um 20 mílur suðaustur af Hvalbak, og að sögn Jakobs var talsvert af bátum komið á þessar slóðir, en ekki höfðu þeir haft áramgur sem erfiði þann sólarhringinm. Jakob sagði, að þeir á Árna Friðrikssymd hefðu Þrír piltar teknir eftir innbrot ÞRÍR 14 ára piltar voru hand- teknir á sunnudag .eftir innbrot í verzlun við Kárastig, þar sem þeir höfðu stolið sælgæti og ým- iss konar varningi. Rannsóknar- iögreglan hefur haft rannsókn máls þeirra með höndum, en henni er ekki lokið. að visu ekki leitað norðúr eftir, en nokkrir bátar hefðu þó reynt það en haft lítið upp úr því. 7 kg af hassi á síðasta ári ALLS voru um 7 kg af hassi gerð upptæk af lögreglu og tollvörðum á íslandi á siðasta ári, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér, og er heildarverðmæti efnisins talið nm 2,1 milljón króna, miðað við markaðsverð á Is- landi. Verðmæti þess magns, sem gert var upptækt a,f of- skynjunarefninu LSD, er tal- ið nema nm hálfri milljón króna. Fer heildarverðmæiá þess magns fíkniefna, sem upptækt var gert, því tols- vert fram úr heildarverðmæti þess áfengis, sem toUverðir gerðu upptækt á árinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.