Morgunblaðið - 15.02.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1973 f ® 22*8-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL tt 21190 21188 14444 "2 25555 mií/B/R BILALEIGA'HVfcFlSGÖTU 103 14444®25555 HÓPFERÐIR Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—34 farþega bilar. Kjartan Ingimarsson, símar 86155 og 32716. Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorlákssonar, Guðmundar Péturssonar, Axel Einarssonar Aðalstræti 6, III. hæö. Sími 26200 (3 línur). Okkar vínsælu hvíldarstólar eru nú fáanlegir í úrvali. Gamla Kampaníið Síðumúla 33 — sími 36500. PLASTEINANGRUN GLERULL BYGGINGARVÖRUR H F KÓPAVOGI Sími: 40990 STAKSTEINAR Rányrkju- ráðherrann Ein höfuðröksemd fslend- inga í landhelgismálinu er sú, að fiskstofnar við íslands- strendur séu í stórhættu vegna ofveiði. Útfærsla land- helginnar sé því friðunarað- gerðir og nauðsynleg ekki sízt út frá því sjónarmiði. En það dugir ekki að segja þessa hiuti, — framkvæmdir verða að fylgja í kjölfarið. Og þvi miður hafa mál skipazt þannig, að núverandi sjávar- útvegsráðherra hefur engan áhuga á raunhæfum friðunar- aðgerðum. Þegar fiskifræðingar bentu á, að humarstofninn væri í stórhættu, að meðalafli á tog- tíma væri fallinn úr 88 kg árið 1962 í innan við 35 kg s.l. ár og því yrði að tak- marka bæði stærð og tölu þeirra báta, sem leyfi fengju til veiðanna, var svar ráð- herrans það að veita fleiri leyfi og til stærri báta. Þegar útgerðarmenn hafa farið fram á að möskvastærð verði stækkuð, þannig að möskvarnir séu miðaðir við, að þeir fiskar, sem ekki eru vinnsluhæfir sleppi, þá er svar ráðherrans það, að slíkar ráðstafanir megi ekki gera fyrr en Bretar og Vestur- Þjóðverjar séu farnir úr landhelginni. Þegar fiskifræðingar biðja um friðun hörpudisksveiða á Breiðafirði og útgerðarmenn styðja það enda verði leyfi veitt til þess að veiða fisk- inn, þegar hann gefur mest af sér, þá svarar ráðherrann með þvl að veita leyfi tii veiða hörpudisks á þeim árs- tima, sem einna óhagstæðast er að veiða hann. Þannig er Uúðvik Jósepsson ekki ráðherra friðunar og verndunar fiskstofna, — miklu heldur er hann ráð- herra rányrkju og ofveiði. Sviptur þingsetu Eins og kunnugt er hafa þingflokkarnir komizt að sam komulagi um að setja sem minnst af varaþingmönnum inn á Alþingi. Var þetta sam- komulag gert m. a. vegna hins gífurlega flóðs af varaþing- mönnum sl. vetur, en þá tóku sæti á Alþngi 47 varaþing- menn. Því var það, að Eðvarð Sigurðsson hafði ákveðið að kalla ekki inn fyrir sig vara- þingmann, þótt hann þyrfti að bregða sér aðeins frá, held- ur ætlaði hann sér að láta sæti sitt standa autt. En það var önnur ástæða, sem réð miklu um þessa ákvörðun Eðvarðs Sigurðsson- ar. Honum var kunnugt um. að ríkisstjórnin hafði ákveðið að leggja fram frumvarp um að nema úr kaupgjaldsvísi- tölu áhrif hækkunar tóbaks og áfengis. Er Eðvarð Sig- urðsson andvigur þessu frum- varpi af grundvallarástæðum: Hann telur að samningsrétt verkalýðsféiaganna eigi ekki að takmarka með gjörðum alþingis. Hafði Eðvarð í hyggju að vera kominn tii þingstarfa, þegar þetta frum- varp kæmi fram og hafa þar samstöðu með Birni Jónssyni um að fetla frumvarpið. Þegar forystumenn komm- únista komust að þessu brugðu þeir skjótt við og skrif uðu forseta Alþingis bréf i nafni flokksins og tilkynntu, að ÞEIR hefðu ákveðið að varamaður tæki sæti Eðvarðs Sigurðssonar. Þannig er Eðvarð Sigrurðs- son enn einu sinni ómerkur ger af forystumönnum flokks síns — nú síðast er formalnr Dagsbrúnar sviptur sæti sínu á Alþingi til þess að ríkis- stjórnin geti „ómerkt kjara- samninga“ í Iandinu, svo að notuð séu orð Eðvarðs Sig- urðssonar um svipaðar að- gerðir viðreisnarstjómarinn- ar. CgJg* spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Eesendaþjónustu Morg- unblaðsins. VERÐ EINBÝLISHÚSALÓÐA Þórir Óskarsson, Grettis- götiu 43A, spyr: „Hvaða sjónairnið ráða því, að ákveðið var að setja al'lar einbýlls'húsalóðir, sem borgin úthlutaði fyrir síð- ustu helgi, á sama verð?“ Skrifstofa borgairve(l-kfræð ings veitti þær upplýsingar, að gatnagerðargjaid fyriir lóð ir í Reykjavík væri reiknað út eftir fastri gjaldskrá, sem ákvörðuð væri eimu sinni á ári og miðaðist við bygging- arvísitöluna 1. nóv. árið á undan. Við ákvörðun gjalds ins er áætluð meðalnýting lóð arinnar í rúmimetrum, þ.e. rúnrmetrafjöldi þeirrar bygg ingar, sem þar verður reist. Þessi tala er áætlnð við út- hlutun lóðar, en þegar teikn img af byggingunni er iögð fram, er þessi tala reiknuð út endanlega og endanleg upp- hæð gatnagerðargjalds ákveð in. Skiptir í þessu sambandi engu máii hvar í ReykjavHt viðikomandi lóð er. Þær lóð- ir, sem úthlutað var á dögun um, voru al'lar svipaðar að stærð, eða 800—1.000 fermetr ar og gert ráð fyrir svipuð- um húsum á þeim öllum. Því hefur verið áætluð meðalmýt ing þeirra allra og út frá henni ákvarðað gatnagerðar- gjald, sem er 396 þús. kr. á hverja lóð, en þegar teikn- ingar af einbýli'shúsunum verða lagðar fram, verður sú upphæð endurskoðuð fyrir hvert og eiitt hús. TÖBAKSAUGLÝSINGAR Jón Hinrik Pétursson spyr: „Tóbaksauglýsingar tná sjá alivíiða í sjoppu- og búðar- ghiggum. Hvaða reglur gilda um tóbaiksauigilýsinigar og hver hefur umsjón með, að þeim sé framfyllgt?" Jón Kjartansson, forstjóri Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins: „Samkvæmit lögum er bann að að auglýsa tóbaksvörur uit an>húss og í fjölimiðlum, en slíkar augíýsLngar eni hins vegar ekki bannaðar innan- dyra. Ef menn verða varir við eða telja sig viitia um brot á þessum lögum, þá eiga þeir að sjálfsögðu að snúa sér til viðkomandi yfirvalda, þ.e. þeirra, sem gæta 1-aga og rétt ar.“ FLUGMÁLASTJÓRl MEÐ BLINDFLUGSPRÓF? Jóhann Sigurðsson, Safa- mýri 67, spyr: „Heíur flugmálastjóri bl i n d f iug.s r'étt i ndi ? “ Agnar Kofoed-Hansen, fl’ugmálastjóri, svarar: „Já, það er rétit, fékk þau fyrstur Islendimga — og hef haldið þeim.“ Vangaveltur um framtíð Trúbrots EINS og skýrt hefur verið frá í Mbl. fara hljómlistannenn- irnir Magnús og Jóhann frá Keflavik í hljómieikaferðalag til Bretlands nú á na stunni. Er fyrirhugað, að Trúbrot, án Gunnars Þórðarsonar fari með þeim og leiki undir hjá þeim á hljómleikiinum. Gunnar Þórðarson er hins vegar í þann vegmn að hætta í Trú- broti og mun hann nú verða liðsmaður í þjóðlagaflokknum „AHt í ganni“, sem auk hans er skipaður þeim Ágústi Atla- syni, Helga Péturssyni og Ólafi Þórðarsyni, sem áður skipuðu Ríó-tríóið. Fer „Allt í ganni“ í hljómieikaferðalag um Bandaríkin á næstunni, sem mun standa í 4—5 mán- uði. Þegar Trúbrot kemur afltur heim frá Bretlandi, er senini- legast, að Rún-ar Júliusson hættá störfum, þar sem hawn hefur í hyggju að leggja hljóafæraleik hérlendis á hill- Im una og hailda út í heim til að skoða sig um, gjaman með bassaigitarinn á bakinu, ef svo má að orði komast. Sennilega mumi einhverjir hinna fjög- urra, sem þá eru eftir í Trú- broti, eða allir fjórir halda áfram leik sinum, kannski undir Trúbrotsnaifni, kannski undir öði-u nafni. Hins vegar karm svo að fara, aið ekkert verði úr því. M.a. hefur Magnús Kjartansson áhuga á að sinúa sér að gerð stórrar piötu. — Margt af þvi, sem hér að ofan hefur verið sagt, er a'lils ekki endainfega ákveð- ið, og raunar er aðeins tvennt alveg á hreinu: Að Gunnar Þórðarson fari tiil Ðamdaríkj- anna með sitráJkjumum úr Ríó, og að þeir Magnús og Jóhann haldi til Bretlamds. Þeir síðar- nefndu hafa gert siamnimg við Oramge-fyrirtækið, sem nú er að hefja plötuútgáfu og verð- ur tveggja laga plata þeirra meðal mokkurra platna, sem fyriirtækið ætlar aið hefja út- gáfustarfsemi s'rna með. Þeir rouau ganiga undir mafniinu Sweet Cassan dra þar ytra, og er nafnið dregið af aðaHaginu á plötumni, sem heitir Sweet Cassandra. Þegair gengið var frá sBmanmignuTn við þá um útgáfuna og hljómleikaferð- ima, voru þeir spurðir, hvort þeir vild'u fá með sér íslenzka eða enska umdirieikara, og í fyrstu svöruðu þeir því til, að þeir villdu M þá ernsku, því að þeir vissu ekki um neina ls- iendinga, sem gætu komið því við að fara með þeiim. En nú hafa málin skipazt á amnian veg en þá, og hafa þeir nú ósikað eftár því að Trúbrotið fari með þeiim i ferðina. Er beðið eftir samþykki frá út- gáfu- og umboðsfyrirtækimiu. Hvað Trúbrotsstrákana snert- ir, þá er rétt að það komí fram, að þeir h'atfla eikki tekið neima endamlega ákvörðun um hvað gert verður er þeir koana aftur heim að utan, og vilja raunar ekki taka þá ákvörð- un fyrr en heim er komið. Hins vegar bendiir allt tiil þess, aS Rúnar láti verða af þvi að taka sér frl, því hanm hefur látið þau orð falla, að hamin ætli ekki að fara „í sömu rút- ímuma“ hér heima á ný. — Ekki er fuilkomlega ijóst með hvaða iistamörmum Magnús og Jóhajnm, eða ölu heldur Sweet Cassandra fara í hljóm leiikaiferð um Bretland, en minnzt hefur verið á banda- ríska lisitamenm i því sam- bandi og þá eiinikum Suprem- es, sem munu hef ja slíka ferð um Breíland í byrjun marz.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.