Morgunblaðið - 15.02.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1973, Blaðsíða 14
MORGUNB9LAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1973 Jóhann Hafstein: Stjórnina skortir heildar- sýn yfir ef nah agslif ið Framhald af bls. 32 sem ekki vilja styðja þetta frum varp. Ríkisstjómin mun sætta sig við niðurstöðu Alþingis. Ef gagn á að vera að frumvarpinu, verður að afgreiða það fyrir 1. marz. Þó að það sé stuttur tími, ætti eigi að síður að gefast svig- rúm til að athuga svo einfalt mál, og gera upp við sig hvort þeir vilji halda þessu imnan visi- tölunnar. Jóhann Hafstein: Ég mæltist til þess, er þetta frumvarp kom fram, á mánudag, að það yrði ekki tekið á dagskrá í dag. Við í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, höfum ekki haft tækifæri til þess að ræða þetta frumvarp, og nú standa fyrir dyrum fundir Norð- urlandaráðs, og margir þing- menn á förum út vegna þeirra strax á morgun. Bæði fara forystumenn flokka og eins ráð herrar. Hér er stórmál á ferðinni. Frumvarpið er tvíþætt. í fyrstu greim frumvarpsins er kauplags- nefnd faliið að færa kaupgjalds- vísitölu niður um eitt stig, þar sem ríkisstjómin boði, að hún ætli að koma á aukimni tann- læknaþjónustu. — Engar skýr ingar eru á, hveunig á að fram- kvæma þá þjónustu. Það á ekki að bíða og sjá hver hún verður. og reikna svo út áhrif á visitöl- una. Ú'treikningur kaupgjaldsvisi tölu er ekkert smámál. Hún mæl ir kaup aliira launþega i landinu. Það er ekki hægt að leyfa sér að fikta eða fálma með kaup- greiðsliuvísitöliuna. Krafizt er, að farið verði að með gát í þessum efnum, svo sem setíð hefur verið gert. Hvar á að taka þetta fé, sem hér er nefnt? Okkur hefur verið margsagt, að ríkissjóður sé gjörsamlega fjárvana. Þessi þjónustuþáttur er ekki í vísitölugrundveilinum, og fóik er búið að felila sig við þessa þjónustu, og nú á að fara að svipta fólk þessum hlunnind- um, sem það hefur búið við. Þessi grein er því efnisiega mjög slæm og hafa sjáifstæðismenn margt út á hana að setja. Hin greinin kveður á um, að við útreikning kaupgreiðsluvísi- tölu fyrir marz — mai, júní — ágúst og september — nóvember skuli kauplagsnefnd ekki taka tiilit til þeirrar visitöluhækbun- ar, sem leiðir af verðhækkun á- fengis og tóbaks i desember 1973. Allir eru sammála um, að end urskoða vísitöluigrundvöllinn, 5 því skyni að reyna að skapa betri grundvölil fyrir vísitöluna. Það á ekki að vera með kák, heldur endurskoða hann í heild, enda stendur slíik endurskoðun fyrir dyrum. Þetta er aðeins Karvel Pálmason bráðræði hjá rikisstjóminni. Hana skortir alla heildaryfírsýn yfir efnahagslíf landsins. Það eru margir aðrir Mðir i vísitölu- grundvellinum, sem taka þarf afstöðu til. Forsætisráðherra sagði, að reyna ætti á, hverjir vildu hafa áfengi og tóbak inn í vísitölunni. Það reyndi nokkuð á það í júlí 1971. Þá var áfengi og tóbak ekki í visitöliunni, en rikisstjórn- inni lá þá mest á að taka þetta hvort tveggja inn í vísitöluna á ný. Hann sagði Mka, að það væri ekki nokkur skynsemi að hafa þetta tvennt í vísitölunni. Hvenær vitkaðist forsíetisráð- herrann? Þegar veizlugleðin í júlí stóð sem hæst, þá átti að leiðrétta það rangl'æti, sem fyrri rikisstjórn hafði beitt, er hún tók áfengi og tóbak út. En nú er þetta ekkert vit, og þvi spyr ég, hvenær vitkuðu-st ráðherramir? En ákvörðun viðreisnarstjóm- arinnar um að taka þessa tvo Mði út úr visitölunni var tekin við allt aðrar aðstæður. Þá var sett fram ákveðin efnahagsáætl- un, sem stóðst. Hún var einkum í þrem liðum. Skattur lagður á atvinnurekendur, frestað greiðslu tveggja visitöliustiga og hækkun áfengis og tóbaks til að geta greitt niður neyzluvörur. Við það bættist, að raunveruleg- ar tekjur skyldu verða meiri, kaupmáttur aukast. AMt þetta var tíundað fyrir Allþýðusam- bandinu um sumarið 1970 og fram eftir hausti og þessar stað hæfingar þáverandi rikisstjóm- ar stóðust. Nú er kamið í ljós, samkvæmt útreifcniingum hag- rannisókniadeMdar Framkveemda- stofniunarinnar að kaupmáttur launa jókst á þessum tveimur árum urn 27,3 prósent. Ráðagerð ir stjómarinnar stóðust al'lar. 1 raun og veru varð kaupmáttar- aukning á einu ári frá maí 1970 til maí 1971 18%. Nú verða helmingi meiri áhrif af að kippa þessum Mðum út en áður. Ríkisstjórnin hafði lofað kaupmáttaraukningu, en nú er boðað og vit- að, að ekki verður um neina kaupmáttaraukningu að ræða á þessu ári. Ekkert er vitað til þess, að samið hafi verið við fulltrúa launþega um þetta frum varp, og það kemur þeim algjör lega á óvart. Ég tel að vendilega þurfi að athuga meðferðina á þessu frumvarpi og nauðsynlegt að skoða það í ljósi núgildandi kjarasamninga, og að í ráði er heildarendurskoðun á kauplags grundvellinum. Ekki hefði verið ástæðulaust fyrir ríkisstjórnina til að athuga hvort hún hefði stuðning Alþing is í málinu, að minnsta kosti ræða við stjórnarflokkana alla um það. í greinargerð segir að rikisstjórnin telji eðlilegt að fá úr því skorið hvort meirihluti sé fyrir framgangi þessa máls á Aliþingi. Það er raunalegt að sjá slíka setningu í stjórnar- frumvarpi og stríðir gegn venj- um og stjórnarháttum í þing- ræðisþ j óðf élagi. Nei, það var ekki skynseminni fyrir að fara, haustið 1970. Þá var sagt að viðreisnarstjórnin hefði falsað verðlagsgrundvöllinn — en hvað er verið að gera nú? Nú er sagt að 420 miMj. kr., sem urgreiða nauðsynjavöru, en áður hafði stjórnin fengið 15% nið- urskurðarheimild í sama til- áfengi og tóbak færa ríkissjóði aukaiega eigi að fara í að nið- gangi. Nú er mikið talað um fátækt ríkissjóðs. Ætli það hefði ekki verið betra að skilja ríkis- sjóð eftir berrassaðan við fjár- lagagreiðsluná, með 500 milljóna greiðsluhalla. Þegar viðreisnarstjórnin tók áfengi og tóbak út úr vísitöl- unni á sinum tima í sambandi við ákveðna efnahagsáætlun, þá vantaði ekki stóru orðin hjá nú- Jóhann Hafstein verandi stjórnarsinnum. í leið- ara Þjóðviljans hinn 7. nóvem- ber 1970 sagðii: „1 öðru lagd er grundvöllur vísitölunnar falsað- ur með þvi að taka út úr honum hækkun á áfengi og tóbaki.“ Þá hét það fölsun — hvað er verið að gena nú ? En nú verður vinstri stjórnin að gleypa þennan bita eins og svo marga aðra. Nú er það sem áður var fordæmt orð- ið gott. Ráðherrarnir eru búnir að éta ofan í sig verðstöðvun- ina, sem var svo vond, en þeir frestuðu síðan sjálfir. Þeir eru búnir að éta ofan i sig grund- vallarstefnuna um að fella aldrei gengið. Og nú þetta. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar fyrrverandi í þessa átt voru gerðar með áætl- un sem stóðst, jafnframt sem mikil kaupmáttaraukning átti sér stað. Nú er ekki boðuð nein kaupmáttaraukning, og þvi ekki hægt að verja þetta með neinum hætti. Ég tel þetta frumvarp meinigallað og ég tel að sjálfstæð iismenn muni segja forsætisráð- herra umbúðalaust, það sem þeir finina að því, þó að okkur reyn- ist erfitt að draga svör umbúða- laust upp úr ráðherranum. Ég vil að lokum af góðum hug, ráðleggja forsætisráðherra að taka þetta frumvarp tU baka. Karvel Pálmason: Mér er Utt skiljanlegt, hvernig ríkisstjórn- in getur staðið að slíku frum- varpi. Lúðvík Jósepsson sagði að ASÍ-ráðstefnan hefði skotið sér undan að taka ákvörðun um þetta mál. Þetta er ekki rétt. Ráðstefnan taldi að þetta mál bæri að endurskoða við gerð nýrra kjarasamninga á haustl komanda: Ég tei, að með þessu hafi ASl snúizt ótvírætt gegn þessari tillögu. Það er mín skoð un, að verkalýðshreyfingin muni snúast af alefli gegn því, að gerð um kjarasamningum sé breytt með lagaboði. Þessi ríkisstjórn hefur hingað tU verið talin stjórn hinna vinnandi stétta. En það er sama hvort svona frum- varp er sett fram aif hægri eða vinstri stjórn. Ég vil að lokum taka fram, að ég mun greiða atkvæði gegn þessu frumvarpi. Vantraust á dagskrá FRAM kom i þingræðiu hjá Jóhanni Hafstein formannl Sjáilfstæðisflokksins í gær, að það hefði orðið að samkomu- lagi milli hans og forsætisráð- herra að fresta umræðum um vantraust á ríkisstjórnina, vegna náttúruhamfaranna í Vestmanna eyjum. Áætlað hafði verið að taka vantrauststillöguna tU um- ræðu 25. jan. En er þing kom sam an blöstuviðþeirerfiðleikar, sem upp komu vegna náttúruhamfar anna, og lausn þeirra þoldi enga bið. Nú er ráðgert, að vantrausts tilagan verði á dagskrá, þegar að loknum fundum Norðurlanda- ráðs. AIÞinGI Gylfi Þ. Gíslason: Sundruð ríkisstjórn — stjórnlaust land GYLFI Þ. Gíslason kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Neðri deild Alþingis í gær. Kvað hann megin ástæðu þess, að hann kveddi sér hljóðs vera, að einn valdamesti maður stjórnarflokk anna, Björn Jónsson, hefði lýst því yfir í dagblaði, að hann myndi greiða atkvæði gegn stjómarfrumvarpi um, að hækk un áfengis og tóbaks yrði ekki reiknuð í kaupgreiðsluvísitölu hinn 1. marz n.k. í umræðiinum rakti Gylfi Þ. Gíslason undanfara frumvarps um Viðlagasjóð, og fullyrti, að efni fyrsta frumvarpsins, væri frá ríkisstjórninni komið, en ekki aðeins frá embættismönnum, svo sem iðnaðarráðherra hefur full- yrt, og sagt var í dagblaðinu Tím anum. Ólafur Jóhannesson sagði það rétt, að ekki mætti kenna embættismönnum það frnmvarp. Þeim hefði verið falið að orða það efni í frumvarpi, sem ríkis- stjómin hefði kynnt þeim á fundi. Lúðvík Jósepsson sagði umrætt frumvarp aðeins hafa verið „vinnuplagg" embættis- manna. Miklar umræðiir urðu um það sundurlyndi, sem fram hefði kom ið innan rikisstjórnarinnar æ nf- an í æ, nú síðast í sambandi við Viðlagasjóðsfriimvarpið, full- gildingu samningsins við Efna- hagsbandalagið og loks væri komið fram, að ekki væri meiri- hluti á þingi fyrir Iagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar um kaup- greiðsluvísitöluna. Gylfi Þ. GMason: Ríkisstjóm- in er svo sjálfri sér sundurþykk, að segja má, að landið sé stjóm- laust. Ég skal gera nánar grein fyrir þessari fullyrðingu. 1 fyrra dag var útbýtt stjómarfrumvarpi um breytinigu á vísitölugrund- vellinum. Vissulega er hér um viðamik ð mál að ræða, því að kaup allra landsmanna breytist eftir því. 1 dag kemur í ljós, að einn valdiamesti stuðning.smaður stjórnarinnar, ætlar að greiða at- kvæði gegn frumvarpinu. Má og ráða af því sem Björn Jónsson segir, að ekki hafi verið haft sam ráð að hann eða aliþýðusamtök- in í land'nu, né heldur við þing- flokk Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Augljóst er, að ríkisstjórnin hefur ekki meiri- hluta á Alþingi fyrir þessu mjög svo þýðingarm'kla stjómarfrum varpi. Þegar umræður voru um stað festingu á samningi íslands við Efnahagsbandalagið í gær, þá tal aði framsögumaðúr, viðskiptaráð herra, í raun gegn þvi, að samn- ingurinn yrði staðfestur fyrir 1. marz, svo hann gæti hlotið gild: fyrir 1. apríl. Ég hélit þeirri túlk un á ummælum hans fram í gær, og hann’Ieiðrétti mtg ekiki. Hins vegar er vitað að í ríkisstjórn- inni er vilji fyrir þvi að samn'ng Gylfi Þ. Gíslason arnir verði staðfestir fyrir 1. marz. 1 sambandi við undanfara að stofnun Viðlagasjóðs hafa verið nokkrar deilur í blöðum. Iðnaðar ráðherra hefur fullyrt, að fyrstu áætlanir um aðgerðir hafi verið frá embættismönnum komnar, en ekki frá ríkisstjórninni. Þess- ar fulilyrðingar eru algjörlega rangar. Á fyrsta fundi forsætis- ráðherra með forystumönnum stjórnarandstöðunnar lýsti hann helztu ráðagerðum ríkisstjórnar- innar. Þær voiru aðallega 5 atriði. f fyrsta lagi frestun 6—7% kauphækkumar. í öðru lagi stöðv un vísitöluibindingar við ákveðið miarte, óháð raumverulegri kaup- gjaldsvísitölu, í þriðja lagi bann gegn kauphækkunum. 1 fjórða lagi hækkun söluskatts, án þess að það kæmi fram í kaupi og í fimmta lagi frestur á opinber- um framkvæmdum. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra: — Ég met áhyggjur Gylfa út af velferð ríkisstjórnar- iranar. Mór skilst að hann telji þörf á að stjómin fengi sér sátta semjara. Það voru einkum þrjú atriði, sem hamn drap á. í fyrsta lagi um útreikning kaupgjalds- vísitölu. Ríki.sstjórnin mun ekki gera samþykkt þessa frumvarps að skilyrði fyrir áframihaldandi setu. Annað atriðið var spurn- irngin um fullgildingu samnings- in® við Efnahagsbanidalagið. Þar sem ríkisstjórnin sækir eftir heimild Alþiingis til að fullgilda samininginn, þá geng ég að því sem vísu, að sú heimild verði notuð. Þriðja atriðið var varð- andi forisögu Viðlagasjóðs vegna jarðeldanma. Ég tel ekki rétt- mætt, að eigna embættismönnun- um Jóhannesi Nordal og Jóni Sigurðssyni þau frumdrög að frumvarpi, sem þingmaðurinnl minntist á. En mér fyndist Skemmtillegra eftir að niðurstaða er fengin, þá verði ekki farið að pexa um forsögu málskis. En að gefnu tilefni tel ég rétt að rifja hana hér upp. Það er rétt, að ég kvaddi foringja stjórnarandstöð- unniar á minn fund strax fyrsta daginn. Gerði ég þeim grein fyrir þeim megimhugmyndum, sem komið hefðu fram um, hvemig skyldi bregðast við. Frumdrög að frumvarpi höfðu verið rædd á ríkisstjórnarfundum og sér- fræðingarnir voru kvaddir á fund ríkisstjórnarinnar og þeim skýrt frá hugmyndum hennar, og á grundvelli þeirra og í sam- ráði við mig var þeim falið að orða þessar hugmyndir í frum- varp. Orðin voru þeirra, og visis atriði, sem sérfræðin,garnir töldu óihjákvæmilega afleiðingu þeirra tiliagna. Lúðvík Jósepsson sjávarútvegs ráðherra sagði það ramgtúllkun, að hann hefði talað á móti því að samningurimn við Efnahags- bandalagið yrði fullgiltur, og það væru slúðursögur að ósamkomu lag væri iniman ríkisstjórnarinn- ar. Sagðist hanin hafa sagt, að ekki lægi mikið á að fullgilda samninginn gagnvart iðnaðar- vörum, og reyna ætti að tryggja réttindi okkar og taka mið af heildairhagsmunum okkar. Síðan sagði háðherranm, að hann myndi ekki hika við að draga að stað- festa samninginn, ef hann teldi það rétt. Framhald á bis. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.