Alþýðublaðið - 08.08.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.08.1958, Blaðsíða 9
Föstudagur 8. ágúst 1958. Alþýðublaðið 9 verða Bretinn Hewson, írinn Delaney (ef hann keppir í 800 m.), Norðmennirnir Boýsén og j Lundh, Þjóðverjinn Scmidht, ; Bretinn Rawsön o. fl. Annars ' er ekki gott að segja enn hverj ir keppa í 800 m., því að marg- ir af beztu 800 m. hlaupurunum fara kannski áðeins í 1500 r Sá 800 m. hlaupari, sem senni- lega enginn Evrópubúi hefð\ möguleika gegn, er auðvitað Belgíumaðurinn Roger Moens, sjálfur heimsmethafinn, en var dæmdur frá keppni nýlega og ekki er vitað hvort hann verð- ur með á EM. Spáin er þannig: 1. Moens, 2. Makomaski, 3. Boysen. Þá er það 1500 m. hiaupið, hvernig skyldi það fara? Þar koma mjög margir til greina. Jungwirth, Tékkóslóvakíu, — (heimsmethafi), Finnarnlr Sal- sola og Salonen (eða Vurisalo), Ric'htzenhain og Reinnagel, Svíinn Waern, Rússinn Pipine o. s- frv. o. s. frv. Jungwirth gengux yfirleitt illa á stórum mótum, hann hefur ekki nógu skarpan endasprett, aftur á móti eru Hewson, Waern og Þjóðverjarnir harðir síðustu | 200 m: og það hefur mikið að segja. Spáin: 1. Delaney, 2. Jungwirth, 3. Roszavölgyi. Svavar Markússon veiður með bæði í 800 og 1500 m. hlaupinu. Ekki er enn vitað hvort hann lendir í sterkum r.'ðli, en vonandi tekst honum að setja met, en erfitt er að segjs um möffuleika haas á að komast í úrslitasprettinn, en við vonum það bezta. ÚRVAL landsliðsnefndar, sem skipað er kjarna landsliðs- ins, átti naumum sigvi að fagna yíir pressuliðinu á þriðjudags- kvöldið var og kom það á óvart. Alrnennt va.r búizt við mikium sigri úrvalsins og styrkt- ist sigurvissan mjög vtð það, er kunnugt var um sk'pun fram línu pressuliðsins, en hún var ekki skipuð neinum leikmanni úr Reykjavík, heldur mönnurn sitt úr hverri áttinni, vestan af ísafirði, ofan af Akranesi, úr Hafnat-firði og sunnan með sjó, mönnum sem lítið þekktust, — tæpast höfðu sést fyrr og aldrei leikið saman áður. Þótti „sam- tíningur“ þessi ekki líkiegur til stórr.æðanna og var 'léttvægur fundinn í viðureigninni við hina harðsnúnu vörn sjálfs landsliðsins, var brosað að í- þróttafréttariturum og talið að þeim hafi illa skotizt í valínu þó skírir séu. En hér fór öðru- vísi en ætlað var, eins og oft vill verða. Vap presuliðsins í heild sýndi sig að haía tekzt ágætlega, jafnvel betur en nokkru sinni áður. Það gaf iandsliðsnefndarúrvalinu lítið eftir og framlínan átti, einkum þó í síðari hálfleik góðan leik og bar mjög af framlínu mót- herjanna um snerpu og bar- áttuvilja. LEÍKURINN. Veður var óhagstætt til leiks, strekkingsvinduj. og kalt. - Pressan vann hlutkestið og kaus að leika undan vindinum. í þessum; hálfleik var meira um sókn að ræða hjá úrvalinu, þó það hefði gegn vindi að sækja. Albert Guðmundsson lagði sig mjög fram um að byggja UPP sóknaraðgerðir úr- valsins og skóp hvað efiir ann- að hættu við mark pressunnar, með hnitmiðuðum sendingum sínum. Loks kom að því @ð þetta bæri árangur og Ríkharð U'r skoraði úr einni þessara sendinga Alberts án mikillar fyrirhafnar. Hann fékk kríött- inn nákvæmt fyrir fætur sér o,« skcraði með léttu skoti. — I hálfleiknum voru ekki fleiri mörk skoruð, en marklækifæri buðust á báéa bóga, og úr einu þ.’irra fór knötturinn I mark úrvalsins eftir skot Ragriars miðherja, en hann var af dóm- aranum talinn rangstæður. — Auk þess áttu þeir Ragnar og Helgi góð skot, en fram hiá og yfir. Einnig áttu þeir Ríkharð- ur og Þórólfur skot framhjá, þá bjargaði Heimir eitt sinn mjög vel föstu skoti. Almennt var það talið að pressan fengi kúluna kembda í síðari hálfeliknum, er vindur- inn kæmi ti 1 liðs við úrvalið. En ahnn reyndist því lítiS betri bandamaður en pressunni áður, enda of sterkur til að nýtast að gagni. Breyting var á úrvalinu í hálfleik. Albert var þá ekki með, enda kom það brátt í Ijós að skípulegt heildarsamstarf liðsins var ekki eins og áður, m.eiri losahatoragur var nú á öllum aðgcrðum. Gunnar Huð- mannsson kom inn og lék á h. kanti, en Þórður Þórðarson fór á si'nn gamla stað, sem mið- herji. Hann hafði áður leikið út'herja og Þórólfu.r Beck var nú innherji, en lék miðherja í fyrri hálfleiiknum. Var þetta th- raunastarfsemi, enda sjálfsögð. en gaf ekki góða rauh. í up'hafi hálfleiksins fékk úr- valið ágætt tækifæri með auka spyrnu á vítateigslínu, en Þórð ur Þ. skaut framlhjá. Tvö tæki færi pressunnar rétf á eftir glat ast bæði. Ragnar skaut framhjá ; og Helgi Björgvinsson sömu- leiðis ,eftir ágæta sendingu frá Birni. Skömmu eftir þessa tvö- földu „ó:heppni“ skorar Gunnar Guðmannsson fyrir úrvalið. — Góð sókn með laglegum sam- leik gegnum vörn pressunnar og öruggt skot Gunnars úr ó- valdaðri aðstöðu. Vel tekin hornspyrna stuttu síðar hafði nærri kostað pressuna mark, en Heimir bjargaði mjöa vel á ell- eftu stundu. Er 18. mín. voru ! af leik skorar pressan iyrsta mark sitt. Hröð skyndisókn, með stuttum samleik og góðri sendingu inná vítateig', snöggu viðbragði Ranars og hörðu skoti, sendi knöttinn óverjandi í markið. Nokkrum mínútum síðar kvittar Helgi Björgvins- son fyrir pressuna með ágætu skoti. Er um 15 mdnútur voru eftir af leik skorar svo úrvalið sigurmarkið, það gerði Ellert með ágætum skalla úr horn- spyrnu. Bæði liðin áttu enn tækifæri. Ragnar tók auka- spyrnu, en Páll Aronsson skaut vfir úr henni. Þá átti Páli Jóns son h. útherji háa sendingu fyr- ir markið, en Björgvin Her- mannsson greip vel inn í með snöggu úthlaupi og öruggu gripi. Björgvin kom inn í hálf- leiknum, er Helgi Dan. meidd- ist lítilléga. Þá átti Ríkharður allgóða sendingu til Þórólfs en hann skallaði yfir. LIÐIN. PressuMðið kom á óvart, — skemmtilega á óvart. Það vann mikið og oft mjög vel. Baráttu þrek þess var ótvírætt allan leikinn. Um skeið var úrvalið með tvö mörk gegn engu, en það var jafnað. Heimir í mark- inu átti góðan leik og er sívax- andi leikmiaður í þeirri erfiðu stöðu. Bakverðirnr báðjr dug- legir, Rúnar laginn og traustur, Árni sprettharður og óirauður. En harðskeyttasti' varnarm aður inn var fyrirliðinn, Hörður Fel- ixson. Báðir frámverðirnir, — Einar og Páll lögðu sig vel fram um að byggja upp sóknar- leikinn hverju sinni. Páll er einn okkar snjöllustu fram- varða með gott auga fyrir sendingum, Einar Sigurðsson sömuleiðis og mikill baráttu- maður, í hans hlut kom að gæta Rdkharðs, sem hann og gerði með prýði. Framldnan í heild átti góðan leik, og oft mjög góðan, svo í annan tíma hefur ekki íslenzk framlína leikið bet ur á undanförnum árum. Hún notaði sér fullkomlega breidd vallarins en var ekki að kuðlast oft í einni bendu inn á vítateig, eins og of oft hefur sést. Páll Jqnsson h. útherji átti við sterkan mann að etja, þar sem var Jón Leósson, en tókst þó oft furðu vel í viðureigninni við hann, og átti oft góðar sendingar fyrir markið, hann er ldka örskotsharður að hlaupa. Á hinum kantinum var Ásgeir Þorsteinsson, hann sótti sig mjög er á leikinn leið cg var oft sérlega snjali í síðari hálfleiknum;. Ragnar Jónsson, sókndjarfur og Halldóri Hall- dórssyni erfiður, sá nú á að Halldór skorti æfingu ‘til þess að njóta sín, svo sem oft áður. Annars léku hliðarfremverð- irnir, Helgi og Sveinn altl of framarlega, og slepptu þar af leiðandi innherjum „pressunn- ar“ full lausum. Helgi Björg- vinsson hefur sjaldan verið betri en í þessum leik, en hann og Björn Helgason frá ísafirði voru einna atkyæðamestir fram herjanna, sem þó allir áttu góð an leik. Björn kom mjög á ó- vænt með ágætum leik sínum og þoli. Úrvalslið Jandsliðsnefndar kom líka á óvart — en með öðr u.m hætti — það olli vonbrigð unS, miðað við það, að hér var um kjarna raðað ýmsum snjöll ustu lyngri leikmönnum vor- um, enda valið úr öllum hópn- um og áður en íþróttafréttarit- ararni fengu að velja sitt lið. í baráttunni við þenna lands liðskjarna, marghertan í eldi ótal lndsleikja og annrra stór- leikja undangenginna ára, studdan snjöllustu uppvaxandi yngri leikmönnum, heföi ekki átt að verða mikið úr „samtín- ingi“ pressunnar frá fimm byggðarlögum, ef állt liefði ver ið með felldu. Þó úrvaiið ynni nauman sigur í mörkum, gat það eins brugð:st tii beggja vona allan leikinn, það skipíi og ekk meginmáli, heldur hitt að konu ú ykarpar æf:ngu og gefa þeim, sem ábyrgðir,a bera á undirbúningl landsleiksins vð íra- n .k. mánudagskvóld, — tækifæri til að sjá hvór’ þe:r standa í því sambandi. Von- ndi hefur það tekist að minnsta kosti að einhverju leyti. EB Ungur listamaður Framhald af 4. síðu. ara, sem þekkti hann nokkuð, eða nóg til þess að þeir töldu sér fært að heimsækja hann, en hús hans stendur ekki1 opið gestum hvenær sem er. Nokk- uð mun það undir duttlungum hans komið hvernig hann tek- ur á móti gestum, ■—■ og í þetta skiptið lá eínstaklega vel á honum. Hann segist verá mesti listamaður, sem enn sé S heimínn borinn, gáfaðasti mað ur núlifandi, — og það verðii að öUum líkindum bið á að ans ar e;ns snillingur fæðist á þiesS ari jörð. Og þetta kvað hanií segja án þess honum stökkvi bros, — og þarf ekki að togá það upp úr honum. j ---------------------- . i Bílasíðan Framhald af 7. síðsi. I aði á því að mæla olíumagnið, jú, það stóð heima, það va® sama sem engin olía eftir exi hann hafði enga með sér sva hann varð að ganga langa vegá lengd til þess að ná í ohu og þetta tafði hann í meira exs þrjá tíma. [ Ég sagði við þessa kunningjá mína, að ég hefði haldið að þess gerðist varla þörf að skrifa um eins sjálfsagðá ’hluti eins og það að hafa með séS lítinn brúsa af olíu og að hafá rneð sér viftureim. Ég vi'l því hér með minnasf á þetta og minna menn á þaS um leið, að þeir verða, áðufl en þteir leggja af stað í lang- ferðir, að yfirlíta bílinn, að hann sé í lagi og náttúrlega einnig, að það sé nóg olía og vatn á bílnum, eimiig er sjálf- sagt að hafa með sér viftureim, headpakkningu og lítinn olnw brúsa svo að eitthvað séinefnt, Gleymið þessu nú ekki! j SKIPAUTGCRÐ RÍKjíSINS H.s. HerSubreSð vestur um land í liringfbrð fjjj þ. m. Tekið á móti flutningi tj.1 Hornafjarðar Djúpavogs, Bre: ðdalsvíkur, Stöðvarf j arðáý, Mjóafjarðar, Borgarfjarðaý, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar og Þórshafnar í dag (föstucíág) og árdegis á morgun. - , Skjaldbrelð | vestur um land til Akureyrai? 13. þ. m. Tekið á móti flutnÍHgi til Tálknafjarðar og áætlunar- hafna á Húnaflóa og Skaga- firði einnig til Óspakseyrar og Ólafsfjarðar árdegis á morguni (laugardag) og á mánudag. Farmiðar verða seldir á þriðjudag. 1 Landsleikurinn fer fram á íþróttaleikvanginum í Laugardal mánu- daginn 11. ágúst n.k, og hefst kl, 8, Dómari: Leif Gulliksen. Acgöngumiðar seldir á eftirtöldum stöðum: Aögöngumiðasölu Melavallarins kl. 1—6 daglega. Eókaverzlun Lárusar Blöndal, Vesturveri kl. 9—6 v.rka daga. Bókaverzlun Helgafells Laugaveg 100 kl. 9—0 virka daga. Verð aðgöngumiðanna: Stúkusæti kr. 60,00, Stæð. kr. 25,00. Barnamiðar kr. 5,00. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá ld. 7. Tryggið yður miða tímanlega og forðist óþarfa þrengsli réít fyrir leikbýrjun.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.