Morgunblaðið - 08.03.1973, Page 2

Morgunblaðið - 08.03.1973, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MARZ 1973 „Leyni“- sendirinn * IJtvarp bylting“ 9? EINS og komið hefur fram í fréttum var starfandi í Reykjavík leyniútvarpsstöð, sem nokkrir unglingar starf- ræktu, en eins og kunnugt er er allt útvarp bannað, þar sem ríkisvaldið á lögum sam- kvæmt einkaleyfi á því. Því hefur útvarpssendingum úr útvarpsstöð þessari, sem köll- uð var „tTtvarp bylting“ verið hætt og sendirinn gerður upp- tækur. En svona rétt til þess að sýna fólki, hversu lítilfjörleg- ir útlits útvarpssendar geta verið, birtum við hér mynd af sendinum, sem piltarnir notuðu í „útvarp bylting". Hann er innbyggður í eld- spýtustokk og ekki fer mikið fyrir honum. í honum enu smárar og útsendingin fór fram á FM-bylgju. Að mestu var tónlist send út á öldur ljósvakans með þessum litla sendi og var þá einkum send út tónlist fyrir ungt fólk og klassisk tónlist í léttari útsendingu, en hún hef ur ekki heyrzt í Ríkisútvarp- inu frá því er hún kom á markað hér í verzlunum fyrir nokkrum misserum. ■ ■ Leynisendirinn. Þessi mynd sýnir hvað hraun-jaðarinn austur af bænum á Heimney eor orðinn hár, en hreyfingin á hrauninu er þar mjög lit.il, enda er stöðugt dælt vatni þar sem einhver hreyfing er. Á einum stað er hraunið komið upp á vamargarðinn á u.þ.b. 3 metra breiðum kafla, en unnið er að hækkun vamargarðsins. — Ljósmiynid Mbl. Valdis. Eyjar: Vatnsdælurnar stöðv uðu undanhlaupið Þórdrunur úr eldgígnum í gær Viðlagasjóður: Kaupir 200 tilbúin hús í FRÉTTATILKYNNINGU frá Viðlagasjóði kemur fram, að stjórn sjóðsins hefur nú ákveðið að festa kaup á 200 tilbúnum húsum til að byrja með og hef- ur þegar gert ráðstafanir til að hefja samninga um kaup á þeim. Viðlagasjóður mun eiga þessi hús að minnsta kosti fyrst urn sinn og leigja þau Vest- mannaeyingum, en stefnt er að því að verulegur hluti þessara húsa verði tilbúinn í maí. Jafn- framt er unnið að fullnaðarund- irbúningi frekari framkvæmda á þessu sviði, segir í fréttatil- kynningunni. Stjórn Viðlagasjóðs hefur ákveðið að reisa allmargar íbúð- ir á ýmsum stöðum á landinu í þvi skyni að skapa fljóta og hag- anlega lausn á húsnæðisvanda- málum Vestmannaeyinga án þess að íþyngja um of innlend- um íbúðamarkaði og hefur sjóð- stjórnin því ákveðið fyrrgreind- ar ráðstafanir. Vestmannaeyingum sem hug hafa á að fá slík hús til afnota, er bent á að hafa samband við húsnæðismiðlunina í Tollbúð- inni, ítreka umsóknir «ínar og láta skrá hvar á landinu þeir kjósa helzt að fá slik hús. Ennfremur er þess óskað — segir í tilkynningunni. að þau sveitarfélög sem vilja láta lóðir undir slík hús og geta haft þær tilbúnar fljótlega, hafi samband við skrifstofu sjóðsins, ef þau hafa ekki þegar gert það. Vestmannaeyjum í gærkvöldi frá Sigurgeiri Jónassyni. ENGIN breyting hefur orðið á hrauninu við hafnargarðinn síð- an í nótt, en þá stöðvaðist und- anhlaupið sem rann að miðjum hafnargarðinum. Á 25 metra breiðum kafla á hraunið aðeins fáa metra eftir að garðinum, en vatnið úr dælunum náði að kæla hraunið niður þannig að undan- hlaupið stöðvaðist. Lóðsinn, Sandey og dælur slökkviliðsins dæla stöðugt á hraunið og hefur það borið góð- an árangur. Þeir sem voru í vafa um gildi dælingarinnar sannfærð ust í gærkvöldi þegar Sandey keyrði upp að undanhlaupinu og dældi beint á það með sínum kraftmiklu dælum sem dæla 12.000 tonnum á klukkustund. Hraunið stöðvaðist svo til sam- stundis. Verið er að kanna möguleika á að koma dæluskipinu Vestmanna ey til dælingar við hafnargarð- inn, en dæluskipið er nú í slipp í Eyjum. Loðnulöndun var haldið áfram í Eyjum í gær, en verksmiðjan þar keyrir nú á fullu og er enn- þá þróarrými í Eyjum. Von er á loðnubátum til löndunar í nótt. Þá var einnig verið að skipa loðnu út í Selá og átti að ljúka við að skipa út 500 tonnum í kvöld, en þá eru 100 tonn unnin eftir ennþá. Feikna mikill hávaði var frá e'dstöðvunum í dag, þórdrunuir og sprengingar. Loftþrýstibylgj- Plata fyrir Vestmanna- eyjasöfnun í Noregi GEPTN hefur verið út í Noregi tveggja laga hljómplata með söng og leik Ríó-tríósins til ágóða fyrir Vestmannaeyjasöfn- unina þar í landi. Var platan tek- in upp í Noregi á þriðjudag í síð- ustu viku og kom á markað á laugardag. Hafa þarlend plötu- fyrirtæki gefið alla vinnu við framleiðslu og dreifingu plötunn ar og söluverðið rennur óskert til söfnunarinnar. Annað lagið er sungið á íslenzku, en hitt á ný- norsku. íslenzka lagið heitir Nonni sjó- ari og er textinn eftir Jónas Friðrik, en uppruna lagsins þekk ir Ríó-tríóið ekki. Þetta lag hefiur verið mjög vinsæit í flutningi þeirra fé.'aga hér á landi og hef- ur verið gefið út á p'.ötu hér. Hitt iagið, sem þeir syngja á ný- nonsku, heitir „Den glade flakk- eren“, og norski textinn er þýð- ing Ivars Orglands á íslenzka textanum, sem Jónas Friðrik gerði við lagið, en það er írskt þjóðlag. Hiin íslenzka útgáfa þessa lags er á stórri plötu Ríó- tríósins, sem nefnist „Bomm- fadderí" ag kemur á markað hér á landi á föstudag. Ríó-tríóið var í raun og veru hætt sem slíkt fyrir þremur vik- um, en var fengið til að koma fram á skemimtun í Háskólabíói til styrktar VestmannEteyjasöfn- uminni. Síðan var það fengið til að koma fram í sjónvarpsþætti í Noregi, sem var fyrst og fremst gerður til að hvetja Norðmenn ti! að gefa í Vcstmannaeyjasöfn- ur.ina. Þar átti B.íó-tríóið að flytja þrjú lög, en vinsældir þess voru Ríó-tríóið án Gunnars. slikar, að lögin urðu sjö. Með Ríó-tríóinu í sjónvarpsþættinum og við plötuupptökuna, var nýr liðsmaður, Gunnar Þórðarson, en hanm gengur formlega í söng- fiokkinn um miðjan þennan mán- uð, þegar Trúbrot endar feril sinn. Var Rió-tríóið því i Noregi i gamni nefnt „stærsta trió Norð- urlandanna“, þar sem það skip- uðu fjórir menn. Þessi nýi söng- kvartett, Ríó-tríó og Gunnar, hef ur undir nafminu „Allt í gamni“ gert samninga um hljómleika- ferðalag um Bandaríkin, sem á að hefjast um næstu mánaða- mót, en áður en af því verður mun kvartettinn skjótast til New York til að koma fram á skemmt un til auglýsingar fyrir Vest- mannaeyjasöfnunina og síðan aft ur til Noregs og Danmerkur í sömu erindum. ur gengu þess vegna yfir bæinn og fengu menn stundum hellu fyrir eyrun. Unnið er að því að hreinsa vikur af hafnarsvæðinu og er hluta hans ekið til þess að hækka varnargarðana austan við Grænuhlíð, en þar er hraunið komið upp á varnargarðinn á kafla. Á þessu svæði hefur vatni stöðugt verið dælt síðustu vik- urnar með góðum árangri, enda hefur hreyfingin á hrauntungun um þar verið ákaflega hæg. Sveinn Eiríksson, slökkviliðs- stjóri á Keflavíkurflugvelli, sem séð hefur um björgunarstarf í Eyjum sagði við fréttaritara Mbl. að nú yrði lögð megin- áherzla á það að sprauta á norð vesturtanga hraunsins til þess að hefta framrás þess þar og halda innsiglingunni opinni. Sagðist hann vilja fá fleiri dælu skip til þess að vinna það verk. Þorleifur Einarsson jarðfræð- ingur sagði í samtali við Mbl. að dælingin á hraunið bæri mjög góðan árangur, en þó vantaði fleiri dælur til þess að vel væri. „Það væri gott að fá Statesman og Walesman til liðs við okkur hér, þeir eiga að hafa feikna- mikinn dælukraft," sagði Þor- leifur. Karl Guðjónsson Karl Guðjónsson látinn KARL Guðjón.sson fyrrverandi alþinigisimaður lézt í gær 56 ára að aldri. Hains var minrnzt á al- þimgi í gær í upphafi fundar Samieinaðs alþingis. Eystein.n Jónisison forseti Sameinaðs al- þingis mæliti svo um Kari heitimn Guðjónsson: „Áður en gemgitð verður til da<g- skrár, vil ég minnast Karis Guð- jánssamair fyrrverandi alþingis- mamnis, sem lézt síðas'tliðna nótt, hálfsextu'gur að aldri. Karl Guðjónsson var fæddur 1. nóvemfber 1917 í Hlíð í Vest- mannaeyjum. Foreldrar hans voru Guðjón fisfcmatsmaður í Breiðholti í Vestomanna- eyjum Einarssonar bónda í Hallgerrsey í Laradeyjum Sig- urðssonar og kona hans, Guð- finraa Jónsdóttir bónda á Þor- grímssitöðum í Ölfusi Jónssonar. Haran liauk gagnfræðapi’ófi , í Vesitimiairanaeyjuim árið 1933 pg kenmaraprófi. í Reyfcjavílk 1938. Veturihn 1964—1965 var han-n við Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.