Morgunblaðið - 08.03.1973, Síða 14
Geir Hallgrímsson:
Forsætisráðherra viðurkennir úrræða-
og samstöðuleysi stjórnarinnar
— með auglýsingu eftir úrræðutn stiórnar-
andstöðu og
RÁÐHERRAR GEFA
STJÓRNARANDSTÖÐUNNI
EINKUNN
Það var bæði skemmtilegt og
athyglisvert að heyra dóm
stjómarsiinna uim stjómarand-
stöðuna. Hannibal Valdimiarssoin
sagði að stjómarandstaðan væri
ofsafengin, ofstækisfull og háv-
aðasðm. Lúðvík Jósepsson sagði,
að stjómarandstaðan hefði aldrei
verið jafn ófyrirleitin og ábyrgð-
arlaus og bann bætti við: „Stjóm-
arandstaðan 1956 til 1958 var
hreinn bamaleikur hjá þessari."
Ef þessi orð eru skoðuð í ljósi
þess, að eitthvað þessu líkt var
nú sagt um stjómarandstöðuna
1956 — 1958 og eins ef framkoma
omúverandi ráðherra, þegar þeir
voru í stjómarandstöðu, er höfð
í huga, og eins fullyrðingar
Magnúsar Torfa Ólafssonar um
að vantrauststillaga sjálfstæðis-
manna væri flutt til þess að reka
af sér slyðruorð í stjómarand-
stöðu, þá fæst sennilega ekki heil
brú í þessa dóma. En allt um
það. Ég held að stjórnarand-
staðan megi vel una.
DÓMUR STJÓRNARSINNA UM
EIGIN GENGISFELLINGU
Það var líka athyglisvert að
heyra dóm manna um gengisfell-
ingar núverandi ríkisstjórn-
ar, einlkum þegar eftirfar-
breikkun stjórn
andi ákvæði stjórnarsáttmálans
er haft í huga: „Rfkisstjórnin
mun ek'ki beita gengMækkun
gegn þeim vamda, sem við er að
glíima í efnahagsmálum.“ Ólatfur
Jóhannesson forsætisráðherra
sagði: „Gengislækkun var
Skásti kosturinn sem samataða
náðisit um. Hannibal Valdimars-
son félagsmálaráðherra sagði:
„Við vildum heldur ódulbúna
gengislækkun en dulbúna, eins
og uppbótakerfið.“ Magnús Torfi
Ólafssom menntamálaráðherra
sagði: „Ég er á móti upbótakerfi,
gengisfellinig er hreimlegri.“ Allt
er þetta út af fyrir sig gott og
blessað. En ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins nefndu ekki geng-
isfellimgarnar. Þeir sikildu, að
menn eiga ekiki að tala um snöru
í henigds manns húsi.
Það sika/l teCkið skýrt fram, að
við sjálfstæðismenn eram ekki að
áfellast rííkisstjómima fyrir að
horfast í augu við staðreyndir
og skrá gengi íslenzku krónunn-
ar rétt. Við erum að gagnrýna
ríkisstjómina fyrir þá atburða-
rás, sem átti sér stað sem undam-
fari gengislækkunarinmar. Þamnig
hafði verið á efnahagsmálumum
haldið, að meðan helztu útflutn-
imgsafurðir okkar hækka í
verði um 20 — 25%, þurfti að
lækka gengi króniunnar.
Geir Hallgrímsson
LÁGKÚRA RÁÐHERRANS
Ef til vill var þó forvitnilegasta
ræðan í u-mræðunium í gær, hinn
óskammfeilni rangsnúningur,
sem M-agnús Kj a'rtans'son við-
hafði, þegar hann ræddi um
efnahagsmálin og eldgosið í
Vestmiannaeyjum. Hanm sagði að
stjórnarandstaðan vildi nota eld-
gosið til þess að koma pólitísku
höggi á stjórnina. Ég held að
ráðherrann hafi ekki verið að
beina þessum orðum til stjóm-
aramdstöðunmar heldur til stuðn-
imgsmann-a ríkisstjórnarinnar,
sjálfrar. Hanm talaði um lágkúru-
legan pólitískan tilgamg, lítilsig-ld
pólitígk átök og lágkúrulegt póli-
tískt pex o. s. frv. í þessu sam-
bamdi er íróðlegt að kanna,
hverjir það voru, sem ætluðu sér
að nota hörmungar Vest-
manmaeyja og náttúruhamfar-
imar í Eyjum í pólitísk-
um til.gangi. Við skulum
vitna ti'l þess, sem haft er eftir
Birni Jónsisymii florseta A.S.I. í Al-
þýðublaðinu í gær: „Bjöm ræddi
nokkuð frumvarp það, sem ríikis-
stjómin hefði ætlað að bera smar-
lega fram á Alþin-gi, fyrstu dag-
ana eftir að eldgosið varð. Kvað
hann ekíkert hafa verið við sig
eða verkalýðs-samtökin talað um
það fruimvarp, og hamm hefði
ekki fregnað um efni þess, fy.rr
en 24 klukkustundum eftir að
það var sýnt foringjum stjóm-
arands'töðuninar. Hann kvaðst
hafa það eftir áreiðanlegum
heimi'ldum, að forsætisráðherra
hefði ætlað að hraða því sem
allra mest gegmum þingið, með-
an stemni.ngin væri svo góð, eáms
og han-n hefði orðað það.“
Það er sem sagt upplýst af
hálfu stjórnarliða sjálfra, að það
var ríkisstj órnin, sem ætlaði að
notfæra sér hörmungamar í Vest-
mannaeyjum, „meðan stemning-
in vær: góð“, til þess að hylja
mistöik sín í efnahagsmálum, í
reykskýi frá eldgosinu. Magnús
Kjartansson iðnaðarráðherra
sagði um þá sáttargerð, sem gerð
var mil'li þingmanna um frU'm-
varp til laga um Viðlagasjóð:
„Ég var þeinrar skoðunar þá og
er það enn, að sú ákvörðun hafi
ekki verið rétt.“
Ef iðnaðarráðherra er alvara
með þessuim orðum, þá afhjúpar
hann sína eigim lágkúru. Hafi
hann efklki álitið þessa álkvörðun
rétta, hafi hanm álirtið samning-
ana um frumvarp að llögum um
Viðiagasjóð vegna Vestmanna-
eyj-a láglkúrulegt pólitískt pex, þá
átti hann að segja af sér ráð-
herradómi fremur en að halda
sér fast í ráðherrastólinn og
gangastf undir þau lýsingarorð,
sem hann valdi þessum ráðstöf-
unum.
AUGLÝSING
FORSÆTISRÁÐHERRANS
í umræðunum í gær, auglýsti
forsætisráðherrann eftir úrræð-
um stjórnara-ndstöðunnar og
hvatti til breiðara stjórnarsam-
starfs. Um þetta er út af fyrir
sig ekkert nema gott að segja.
í þvi felsit að vissu leyti karl-
mannleg viðurkennimg forsætis-
ráðherrans á úrræðaleysi stjórn-
ar hans, oig samstöðuleysinu
ininan stjórnarfloikkanna til að
takast á við vandanm.
Ekki er úr vegi, að fara yfir
helztu slkilyrði, sem uppfylila
verður til þess að heillbrigt efna-
hagsástand ríki í þjóðfélaginu.
Sérstaklega, þar sem augljóst
verður við sllíka yfirferð að
ríkisstjómin hefur brotið á móti
Framhald á bls. 15
Magnús Jónsson:
Verðbólguskriða og
ógnaralda framundan
Allir atvinnuvc
Magnús Jónsson fyrrverandi
fjármálaráðherra flutti langa og
mjög ýtarlega ræðu við umræð-
ur um vantraust á ríkisstjórn-
ina. Hér birtist niðurlag ræðu
hans.
Fjármálaráðherra byrjaði starf
sitt á því, með samþykki ríkis-
stjórnarinnar, að greiða úr ríkis
sjóði 650 millj. kr. umfram heim
ild fjárlaga og mér fannst það
næsta broslegt, þegar hann var
að lýsa því í ræðu sinni í gær-
kvöldi, hvað hann hefði þurft að
borga mikið úr ríkissjóði um-
fram fjárlög af kvöðum, sem
hefðu verið fallnar á sjóðinn.
Hann orðaði þar m. a. launa-
hækkun opinberra starfsmanna
og sagði, að launaútgjöldin
hefðu verið færð tekjumegin. Ég
skildi nú ekki þá skýringu. Það
voru skildar eftir 270 milljónir,
það er rétt, til þess að mæta
þeim hækkunum. Þær urðu
meiri vegna þess að launaskrið-
ið var meira heldur en gert
hafði verið ráð fyrir, en ráð-
herra hefur átt að vita um það
eða honum bar a. m. k. að kynna
sér það, áður en hann ákvað að
dæla út 650 millj. kr., þó að það
væri til þarfra hluta. Honum
bar að kynna sér, hvaða kvaðir
mundu falla á ríkissjóð af þegar
gerðum hlutum, hvort sem það
gir þjóðarinnar
hafði verið til góðs eða ills. Og
ekkert af því, sem ráðherra hef-
ur sérstaklega nefnt, hefur hann
hingað til talið, að hafi verið
hægt að komast hjá að gera.
Þetta var áfallið, það var stað-
reynd, sem . fjármálaráðherra
verður að horfast í augu við,
þegar hann tekur við sínu emb-
ætti, hvor sem honum líkar bet-
ur eða verr. Þetta leiddi að sjálf
sögðu til þess, að hallabúskapur
varð hjá ríkissjóði á árinu 1971
öfugt við það, sem var árið 1970
og þetta á einnig sinn þátt í því
að efla verðbólguvandann. Það
getur verið gott og blessað að
auka útgjöld til verklegra fram-
kvæmda og félagsmála. Ekki
skal maður hafa á móti'því. Nú
er það aftur á móti orðið þar
eins og á öðrum sviðum, að ríkis
stjórnin er hér að reyna að
berjast við það, sem hún hefur
vakið upp. Nú er hamast við
það að draga úr þessu öllu sam-
an og þó standa málin þannig í
dag, að það er ómögulegt að ná
saman endum og eitt af því,
sem valkostanefndin varaði við
og lagði ríkasta áherzlu á, væri
að þenslan í rikisútgjöldum og
þenslan í almennum framkvæmd
um i landinu á vegum opinberra
aðila væri orðin með ódæmum.
1 ofanálag hafa safn-
í hættu
azt ofboðslegri skuldir við út-
lönd á skömmum tíma en
nokkru sinni höfðu áður þekkzt,
7 milljarðar á tveimur árum eða
um 50% og áætlað af valkosta-
nefndinni, að þessi tala verði
ekki undir 70% í árslok 1973, og
stefnir þá líklega heldur i þá
átt, að hún verði hærri. Og það
er eitt af því, sem valkostanefnd
in og hagrannsóknadeild Fram-
kvæmdastofnunar leggja hvað
ríkasta áherzlu á í sambandi við
efnahagsmálin, er að til verði að
koma samdráttur og þessi skulda
söfnun geti ekki átt sér stað
áfram né sá framkvæmdahraði
á öllum sviðum, sem að var
stefnt og er góðra gjalda verður,
ef þjóðfélagið þolir það, en það
gerir það ekki á þeim verð-
bólgutímum, sem nú eru. Það
hefði verið brýn nauðsyn, að
áfram hefði verið haldið eins og
var gert 1970 að reyna að stefna
að verulegum afgangi hjá ríkis-
sjóði.
Fjármálaráðherra hefur verið
að leita og leita að úrræðum til
þess að sýna fram á, að rikisbú-
skapurinn sé nú ekki svo slæm-
ur. Það væri svo sem ekkert að
þakka, þó að hann væri ekki
slæmur, þar sem á tveimur síð-
ustu árum hafa tekjur ríkissjóðs
hækkað með þeim ofsahraða, að
Magnús Jónsson
slíkt hefur aldrei áður þekkzt,
og ætti því raunverulega að
vera hundruð milljóna afgang-
ur og hefði getað verið það, ef
skynsamlega hefði verið á hald-
ið árið 1971 og 1972. Þannig ætti
lágmarkskrafan að vera sú, að
rikisbúskapurinn væri hallalaus.
En það var hann ekki 1971. Nú
liggur fyrir í ríkisreikningi fyrir
árið 1970 og 1971, sem fjármála-
ráðherra hefur lagt fyrir Al-
þingi, að greiðsluafgangur hafi
verið hjá ríkissjóði 1970 um 460
millj., en greiðsluhalli 1971 um
340 millj. eða um 800 millj. kr.
versnandi staða ríkissjóðs á
þessu tímabili.
Ég held, að það dyljist engum
að við stöndum andspænis geysi
legri hættu í okkar efnahags- og
fjármálalífi og ég trúi þvi ekki
að rikisstjórnin geri sér ekki
einnig grein fyrir þessari verð-
bólguskriðu og ógnaröldu, sem
framundan er og sem setur I
hættu alla atvinnuvegi þjóðar-
innar innan skamms tíma, ef
ekkert verður aðhafzt. Ég trúi
því vart, að ekki skuli vera
komnar fram á Alþingi tillögur
frá rikisstjórninni um, hvernig
eigi að mæta þessum vanda. Hef
ur hún ekki samstöðu um slíkar
tillögur í sínu stuðningsliði eða
hvað er að? Ég trúi því heldur
ekki. Háðherrann er ekki það
skyni skroppinn að hann geri
sér ekki grein fyrir því, að leng-
ur er ekki hægt að bíða og það
er búið að bíða of lengi með að-
gerðir til þess að stöðva skrið
una. Það hlýtur því eitthvað að
vera að. Innviðirnir eru eitthvað
farnir að bogna eða jafnvel að
bresta í stjórnarflokkunum, þeg
ar jafnmiklir atorkumenn og
þar sitja, láta þetta lönd og leið.
Gera að vísu smá tilraunir öðru
hverju, sem sumar sjá ekki dags
ins ljós, eða þá að það er ekki
einu sinni reynt að fá þær til at-
kvæða hér á, Alþingi. Þetta er
ólýsanlegt og þetta er auðvitað
algerlega nægjanlegt til þess að
samþykkja það vantraust sem
hér liggur fyrir. Ríkisstjórninni
ber því skylda til þess i raun-
inni, hvað sem liður þessu van-
trausti, að leita á ný, við skul-
um segja trausts þjóðarinnar, ef
hún treystir þvi, að það sé enn
fyrir hendi. Þegar það liggur fyr
ir, að hún hefur hegðað sér á
yfirleitt allan hátt andstætt því,
sem hún lofaði sínum kjósend-
um í síðustu kosningum.