Morgunblaðið - 18.03.1973, Side 3
MQRGUNIBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÍMARZ 1973
3
Látllu-Asíu ihatfl ttðifl undir toik,
ekki vegna tíðra styrjalda, sem
þau háðu, heldur vegna þess að
lartdið beinllnis skodaðist
burtu.
Grisku skáldin Hómer og
Plato höfðu, auk annars, þá
framsýni tii að bera að vara
við afleiðingum óvarlegrar
landnýtingar — og gáfu jafn-
vel ráð til úrbóta. En þeir og
aðrir, sem síðar komu, voru
einmana hrópendur 1 eyðimörk
}nni, og það var ekki fyrr en
í lok 19. aldar, að vísindaleg
vinniubrögð voru lupp teldn við
rannsóknir og aðgerðir til að
hefta eyðinguna. Á meðan
jókst hún hröðum skreíum með
vaxandi fólksfjölda í heimin
um.
Landgræðslustofnun Banda-
rikja N-Ameríku, sem er ein
hin tounnasta sinnar tegundar,
var t.d. ekki stofnuð fyrr en
1907 eða sama ár og fyrstu lög
um landgræðsiu Voru sett hér á
landi. Síðan hefur verið unnið
af æ meira kappi að stöðvun
eyðileggingar um allan heim.
Þó er álitið að jafnvél í lönd-
um, þar sem mest og bezt hef-
ur verið unnið að þessum mál-
um, hafi enn ekki tekizt að
snúa vöm í sókn, heldur aðeins
að draga úr eyðingarhraðan-
um. 1 öðrum iöndum hafi hann
aukizt. Ekki liggja fyrir ná-
kvæmar töiur um, hvemig
iþesisu er farið í heiminum í
heild, . en nýjustu heimildir
herma, að eyðingin sé meiri nú
en nokkru sinni áður i sögu
mannkynsins, og er hún nú tal-
in ein meginógnunin við tal-
veru mannsins á jörðinni.
— Hverjar eru helztu orsak-
imar?
— Þær eru margar, en gifur
leg gróður- og jarðvegseyðing
á sér nú stað vegna eyðingar
skóga í hitabeltislöndum, sem
veldur því að jarðvegur skol-
ast burtu. Garnía sagan endur-
tekur sig. Og ótrúlega mikið
ræktanlegt iand fer árlega und
ir þéttbýli, vegi og iðnaðar-
hverfi um heim allan. 1 Banda-
orikjunum einum er talið, að
undanfarinn áratug hafi tapið
að mieðaltlalli nurniið 4000 fer-
km. (400 þús. hekturum) lands
á ári af þessum sökum, en það
er þrisvar sinnum meira en
flatarmál alis ræktaðs lands á
Islandi.
— Það enu uggvænlegar
fregnir, að meðan fæðuþörfin
eyikst stöðugt, minnkar gróður-
lenidiið, segir Inigvi ennfremur.
Um langt skeið hef ur verið stór
felldur matvælaskortur í heim-
inum, og nú er talið að um
helmingur mannkyns þjáist af
nærinigarskorti á mismunandi
háu stigi. Jainframt verða sí-
feöt flærri þjóðir aflöigufærar
um mat. Það er skylda hverr-
ar þjóðar að vemda gróður
sinn og jarðveg til þess að
bæta úr þessu ástandi og f-ull-
nægja þeirri iþörf, sem fram-
undan er. Það gildir að sjálf-
sögðu einniiig um okkur íslend-
inga. Það er ef til vill hægt að
sýna fram á, að kostnaður við
frcunleiðslu landhúnaðarafurða
sé hærri hér en í löndum með
betri gróðurskilyrði — það er
hagfræðilégt atriði — en við
eigum að sjá sóma okkar í því
að taka sem minnst af matvæl-
um, sem við getum framleitt
sjáilfir, úr munni þehra millj-
óna, sem þegar svelta.
Talið er, að um 4/5 hlutar
þess lands, sem ræktaniegt er
í heiminum, sé nú fullnýtt og
eihkum það iand, sem bezt er
fallið til ræktunar, sagði Ingvi
í lok umræðnanna um gróður-
eyðinguna í öðrum löndum. —
Eftir eru skóglendi, eyðimerk-
ur og landsvæði, sem eru ill-
nýtanleg, t.d. vegna staðlægra
sjúkdóma á mönnum, dýrum og
plöntum, sem ekki hefur tek-
izt að vinna bug á. Þannig er
ástandið í heiminum.
• ALLVfÐA ER GRÖÐUB
OFBEITTUR
— Éigum við iþá ekki að
víkja að jarðvegi og gróðri í
íslenzku umhverfi, Ingvi?
— Jú, hér munu vera um 25
þús. ferkm gróins lands, þeg-
ar allt er meðtalið, en meira
hefur tapazt á 1100 árum Is-
landsbyggðar. Menn eru ekki á
eitt sáttir um, hvort má sin
meira nú gróðureyðing eða -upp
græðsla, og hér skai það látið
liggja inllll hluta. Fullvíst er,
að árangursrlkt starf Land-
græðslunnar síðustu áratugi
hefur stórlega dregið úr eyð-
ingarhraðanum, og verður ár-
angur þess starfs enn meiri
þegar haft er I hiuga við hverja
erfiðleika var að etja, þegar
stofnunin hóf störf, uppblástur
I hámarki, en efni og fjármun
ir af skomum skammti.
En hvemig sem gróðurjafn-
vægið er nú, þá er vist, að enn
á sér stalð geysqmdíkU gróður-
og jarðvegseyðing í landinu,
sem verður að hefta með öllum
ráðum og má ekkert til spara
til þess að ná því marki.
Myndun jarðvegs getur tekið
hér áratugi og jafnvel aldir, en
með ógætilegri meðferð getur
hann eyðzt á örskömmum tíma,
eins og ótal dæmi sýna. Þetta
á ekki sízt við hér á landi, iþar
sem jarðvegur er lausari og við
kvæmari en viðast annars stað-
ar. Aðeins þéttur gróður með
öflugt rótarkerfi megnar að
binda jarðveginn, en þegar
hann tekur að gisna er voðinn
vis. Vemdun gróðurs er þvi
forsenda jarðvegsverndar.
— Vemdun gróðurs? 1 hve
rikum mæli? Hvað með nýt-
ingu landsins?
— Það er með plöntur eins
og aðrar líiflverur að lífssttdlyrð-
in, þ.e. loftslag, jarðvegur, nýt
ing o.s.frv. ráða mestu um,
hversu sterkar og heilbrigðar
þær eru. Hófieg nýting gróð-
urs, hvort sem um er að ræða
beit éða slátt, er ekki skaðleg,
en fljótlega eftir að komið er
umfram það mark, fer að halla
undan fæti.
Undanfariinn áratug hefur
því verið lagt kapp á að rann-
saka beitarþol landsins, eink-
um hálendisins, þar sem gróður
er viðkvæma'stur. Þær rainn-
sóknir hafa leitt í ljós, að all-
viða er gróður ofbeittur, með
þeim afleiðingum, að hann er
að verða þess vanmegnugur
að vemda jarðveginn, og jafn-
framt er hann orðinn rýr til
beitar. En þetta tvennt fylg-
ist að. Það þarf engum að
koma á óvart, að einhver ofnýt
ing gróðurs eigi sér stað í
landi, iþar sem engin -'útneskja
hefiur áður verið fyrir hendi
um beitarþol. En þess hefur
orðið vart, að einstaka aðilar
hafa ekki tekið þessum niður-
stöðum vel og jafnvel talið
þeim stefnt gegn hagsmunum
bænda á þeún svæðum, sem of-
setin eru. Fáar slikar raddir
hafa iþó komið frá bændum
sjálfum. En hér er um leiðan
misskilning að rœða. Það ætti
ékki að þurfa að taka fram, að
hér er um að ræða hlutlausar,
tölulegar niðurstöður rann-
sóknia setm ásstæða er tdli að
fagna, að liggja fyrir, en ekki
öfugt. Á þessu rannsóknasviði
stöndum við efcki að baki öðr-
um þjóðum, nema síður sé.
Gróöurroaellmgar eru þamia
mjög imilkllvægiar. öö nýtinig
l'andis og skdipulaigninig á nýt-
inigu þess er útiiokuð án söikra
heilmilda.
— Hvemig á þá að vernda
gróðurinn?
— Það er ekki stefnt að því
að friða úthagana fyrir beit,
heldur aðeirrs tryggja hóflega
nýtingu iþeirra, því að það er
undirstaða igróðurvemdar og
jafnframt arðbærrar búfjár-
rœktlar. Og með, þvi er ibáðum
sjónarmiðum borgið. Þó er
nauðsyn á tímabundmni friðun
ýmissa landsvæða víðs vegar
um land, þar sem blasir við
igjöreyðing gróðurs, ef ekld
verður gripið í taumana.
— Á það verður ekki lögð
of sterk áherzla, að landnýt-
ing og landgræðsla verða að
haldast í hendur, sagði Ingvi
Þorsteinsson ennfremur. Þar
sem skortur er á beitilandi,
þarf að auka beitarþol landsins
með ræktun — og þetta er
ekki neyðarúrræði, því að til-
raunir hafa sýnt, að með notk-
un áburðar á úthaga má allt
að fimmtánfalda nýtanlega upp
skeru landsins. Auk hag-
kvæmninnar er ræktun bezta
gróðurvemd, sem völ er á, þar
sem skortur er á bithaga. Með
slikri ræktun í byggð væri t.d.
unnt að létta af ofsetnum af-
réttum eftir þörfum. Áburðar-
notkun á afréfcti itdl haigiabóta
á naumast nokkum rétt á sér
af ýmsum ástæðum, sem efcki
verða raktar hér. Þess skal að
eins getið, að áburðamotkun á
úthaga getur verið varasöm, ef
ekki er unnt að fylgjast með
landinu ár eftir ár, nýta það
rétt og bera á iþað efitir þörf-
um.
Aðéins um 1,3% af Islandi eru
rækituö, og ræktunanmöguleik-
ajmir eru enn ótakmarkaðir um
langa framttð. Af þeim sökum
þyrfti ekld að vera neins stað
ar um oflbeit að ræða í land-
inu og með nauðsynlegri aðstoð
við bændur ætti ekki að liða á
HömlgM, þamgað itdS þetta sfcóra
skref til gróðurvemdar verður
tekið. Nú gæti svo virzt af
því, sem hér hefur komið fram,
að varðveizla gróðurs sé einka
máil bænda, og vissulega eiga
iþeir mest í húfi, að vel takist
til. En hér er þó um mái allr-
ar þjóðarhmar að ræða, því að
ekki lifir hún í igióðurlausu
landi. Með því hugarfari verða
allir að umgangast landið og
gróður þess.
1 Jiok sanutaíMns saigði Ingvi:
— Verkefnln, sem framundan
em á sviði gróðurvemdar, eru
bæði mörg og stór. Með ára-
tuga starfi Landgræðslu, Skóg
ræktar, bænda og annarra að-
ila — og með rannsóknum —
hefur mikið áunnizt og aflað
hefur verið dýrmætrar vitn
eskju um, hvar skórinn krepp-
ir og hvemig hin ýmsu verk-
efni verða bezt leyst. Og nauð-
synleg löggjöf er fyrir hendi.
Nú er verið að safna saman
þessari vitneskju og gera áætl-
anir um nýjar aðgerðir á iþeim
grundvélli. Þetta verk viar haf-
ið haustið 1971 af nefnd, sem
er æfclað að gera heildaráæfcl-
un um landigræðslu og landnýt
ingu, og á að ljúka störfum
fyiir 1974. Að þeirri áætíun
lokinni þarf að sýna, að alvara
búi að foaki og leggja fram
nægilegt fé til að unnt verði
að vinna aftur sem fyirst það,
sem glatazt hefur. Islendiingar
geta ekki mdnnizt og þakkað
1100 ára búsetu í landinu á
verðugri 'háfct Ekki sizt, þeg-
ar haft er í huga, hve geysi-
ieg rýmiun landkosta hefur átt
sér sfcað á þvi tíimafoili. — E. Pá.
*
I næsta Sunnudagsblaði:
Litazt um í listasafni Svövu og Ludvigs Storr