Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 30
MORGUNBLAEHÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1973 Ármann •— ÍS; Ármann og ÍS, liðin sem keppa að þriðja sætinu í mótinu háðu grimmiiega baráttu innbyrð is á sunnudagskvöld. Var viður- eign iiðanna mjög jöfn og spenn andi, og ekki var það fyrr en undir lok leiksins sem Ármanni tókst að tryggja sér sigurinn, og þar með nær iiðið örugglega þriðja sæti mótsins. Framan af fyrri hálfleik hafði lS ávallt yfir, 2 til 4 stig, og var mikið skorað. Hittni beggja lið- anna var mjög góð. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn sem Ármann komst fyrst yfir í leiknum, en þá breyttu þeir 22:18 fyrir ÍS í 26:22 sér í hag. ÍS menn vörðust þó frekari áföllum, og í hálfleik var stað- an 40:38 Ármanni í vil. Ekki var baráttan minni í sið- ari hálfleik. Ármann hafði oftast eitt til þrjú stig yfir, en IS menn gáfust aldrei upp, og virtust greinilega vera staðráðnir í þvi að sigra í þessum leik. Ármann beitti sem fyrr maður á mann vörn, en IS skipti í svæðisvöm, og kom það álíka út fyrir þá. Þeir Jón Sigurðsson og Birgir Birgirs voru í banastuði, og hvorug varnaraðferðin stöðv aði þá. Þegar sjö min. voru til leiks- loka var staðan jöfn 67:67 og spennan í hámarki. Næstu mín. sýndi Ármann mjög góðan leik, og á næstu fimm mínútum skor- aði liðið 12 stig gegn aðeins einu stigi IS, og var því staðan 79:68 fyrir Ármann. Þessi kafli gerði út um leikinn, og Ármann sigr- aði síðan með 81 stigi gegn 72. Birgir Birgirs átti stórkostleg- an leik með Ármanni rétt einu sinni, og var bezti maður vallar ins í þessum leik. Hann lék hina grimmu frákastaraveiðara IS oft ilia, þótt einn væri hann oft gegn þeim þremur. Sóknarleikur Birg irs var einnig mjög góður, hann skoraði 18 stig, og stjómaði leik liðsins eins og gamall herforingi. Jón Sigurðsson var einnig mjög góður að venju, og margar af þeim körfum sem hann skoraði með gegnumbrotum voru hreint glæsilegar. Þeir tveir voru pott- urinn og pannan í leik liðsins, en aðnr leikmenn vora mun síðri, en jafnir. Eins var með IS liðið, það var allt mjög jafnt eins og venju- lega, en stúdentar eiga engan af burðamann sem getur gert út- slagið í leik sem þessum. Liðið hlýtur líka að tapa á sínum ein- hæfa sóknarleik sem miðast all- ur að því að koma boltnum inn á miðherjana, og ef það tekst Víðavangs- hlaup UMSK VÍÐAVANGSHLAUP UMSK ár- ið 1973 fer fram i Mosfellssveit. í kvöld, miðvikudaiginn 28. mar? og hefsit kl. 18:30. Keppt verðut í flokkum karla og kvenna og er gesitum heimil þátttaka. Því má búasit við að allir beztu laing- hlauparar landsins taki þátt í keppninini, svo og emsfea sitúlikian Lyrm Waird, sem dvelst hér á laindi um þessar mundir. Kepp- ecndur eru beðmr um að mæta við Vaxmárlaug til skráningar ki. 18 i kvöld. ekki þá brjótast bakverðirnir eða framherjarnir þar inn. Að- eins Jón Indriðason er lang- skytta góð, en honum voru mis- lagðar hendur að þessu sinni. Það er erfitt að taka nokk urn einn leikmann fram yfir ann an, en þó myndi ég segja að Stef án Hallgrímsson og Bjarni Gunn ar hafi komizt einna bezt frá leiknum. Stighæstir voru fyrir Ármann þeir Jón Sigurðsson með 20 stig, og Birgir Birgirs með 18 eins og áður sagði. Stefán Þórarinsson skoraði mest fyrir IS 16 stig, en Stefán Hallgrimsson og Bjarni Gunnar 13 hvor. gk. I>essi mynd er úr leik IS og Laugdæla á dögunum: Leikmenn Laugdæla eru: Rafn Valtýsson (nr. 13) og Torfi Rúnar (nr. 12). Þeir ieikmenn ÍS sem sjást á myndinni era: Hákon (nr. 6), Þór Sig þórsson (nr. 10), Guðmundur Arnaldsson (sá er stekkur upp og slær boltann), Ingi Tómasson (nr. 9) og Guðlaugur (nr. 8). HVÖT ógnaði IS — Laugdælir unnu Islending SÍÐUSTU leikir í Siiðurlandsriðli i blaki fóru fram að Laugarvatni sunnudaginn 25. marz. I.S. mátti þakka fyrir að sigra Hvöt í æsispennandi leik um 1. sætið i riðlinum. íþróttahúsið var troð fullt af áhorfendum, eins og jafn an á biakkappleikjum þar, og vom hvatningarorð til Laugar- vatnsliðanna ekki spöruð, þvi langtimum saman heyrðist ekki í flautum dómaranna. Laugdælir unnu auðveldan sig- ur á íslendingi i baráttunni um 3. sæti í riðlinum. Lið Islendings virtist alveg lamað vegna fagn- aðarláta og hvatningarsöngva heimamanna og stóðu liðsmenn oft stjarfir meðan boltinn siveif í gólfið þeirra megin. Leikur Laug Rafha- hlaup RAFHAHLAUP bainnasikólianna í Hafnarfirði fer fram nk. laugar- daig og hefst kl. 13. Síðasit er Rafhahlaup fór fram siigraði Viði staðasikolinin, bæði í drengja- og telpnaflokki. Spurninigin er: Hvað gerisit á laugardaginn? dæla var nú allt annar en um síðustu helgi á móti T.S. og'náði Rafnar oft góðum „smössum" eft ir góð uppspil frá Þóri og Hreini. Laugdælir — íslendingnr LautgdæJ'ir spiluðu i þessum leik með tvo nýliða, sem báðir eru nemendur M. L. og styrktu þeir liðið tvimælalaust til muna. Þeir tóku strax forystuna í fyrri hrinunni og þó að íslendingur minnkaði bilið öðru hvoru var sigri Laugdæla aldrei verulega óignað. Undir lok hrinunnar, þeg- ar staðan var 8:14 rétti lið Is- lendings aðeins stöðuna með því að skora 4 mörk í röð en það dugði ekki og Laugdælir tryggðu sigur í hrinunni, 15:12. Síðari hrinan var alger martröð fyrir fslending, ráðaleysið og uppgjöfin var svo alger að þeir tóku ekki einu sinni leikhlé til að ræða málin og skipuleggja vörnina og þótt þeim tækist að skora 4 mörk í hrinunni voru yfirburðir Laugdæla algerir. f.S. — Hvöt Varla hafði boltinn verið sett- ur í leik, þegar húsið glumdi af hvatnmgarópum til Hvatar að þjarma nú að stúdentum og þeg ai Í.S. byrjáði á því að slá bölt- ann upp i loft og tapa stigi breytt ust köllin í æðisgengin fagnaðar- læti, sem lítið lát varð á alla hrinuna. Dómarinn, Páll Ólafs- son, frá íþróttakennaraskólanum, leyfði sér i tvigang að reyna að iækka í áhorfendum, en allt kom fyrir ekki. Hvöt hafði yfIr aila hrinuna og tókst þeim alveg sér- staklega vel að beita hávöm á hina hættulegu „smassara" I.S.- iiðsins. 15:8 fyrir Hvöt. Önnur hrinan var ógurleg bar átta. Hrinan stóð í 40 mínútur, en hfinur í þessu móti hafa stað 'ö 15—25 min. venjulega. FVam- an af var ákafiega jafnt, 2:2, 5:5 en smátt og smátt sigldi Í.S.-iið- ið fram úr og þrátt fyrir stemmn iriguna á áhorfendapöllunum var sigur Í.S. i höfn, 15:12. Botninn virtist alveg detta úr liði Hvatar við að tapa annarri hrinunni og þrátt fyrir góð til- þrif Bjama, Baldvins og Páls var það Í.S. sem hélt markinu hátt og burstaði í þriðju hrin- unni, 15:2. Úrslit í SuðurlandsriðU eru því sem hér segir: Hrinur Mörk Stig ls 6:1 100:59 6 Hvöt 5:4 117:113 5 Laugdæl. 3:4 74:90 4 íslending. 1:6 78:107 3 Fram og ÍBK leika í kvöld MEISTARAKEPPNI KSÍ held ur áfram í kvöld með leik Fram og ÍBK, ha<nn hefst á MelaveHimum klukkan 19. — Keflvílkiimgar Ikomu nok'kuð á óvart með góðum sigri yfir ÍBV á sunniudaginin, en Fram tapaði hins vegar fyriir ÍBV í síðustu viku m.eð þremuir mörkum gegn einu. — Eftir þesisum ieikjum að dæma ættu Keflvíkingar að sigra, eai við spáum því að það verði þó elklki átakalaust, Framarar geta öruggliegia meiira en þeir sýndu á móti Vestmannaey- inigum.. Arsenal vann TVEIR leikiir fóru fnam í ensku dei'Makeppnnnni í fyrrakvöld og urðU úrslit þessi: I. deild: Ansenial — Crystal Palace 1:0 Stoke — Coventry 2:1 ÚrvalsHð ensiku og sikozku deiiManna léku á Hampden Park í gærkvöMi. Sir Alf Raimsey léi nú að nokkru af íhaMsisemi sinni við vai ensika l'iðsinis, en það ei þajnnig sikipað: Shiliton (Leicester), Mills (Ips- wich), Nisih (Derby), KendaJ (Everton), McFarland (Derby) Moore (West Hiam), Welier (Lei- cesiter), Chamnon (Southamp ton), Warthington (Leicesiter) Richards (Wolves), Bolil (Mainoh City). í sikozka liðinu vora fimm leiik- menin frá Rangers, þrir frá Celt- ic, tveir frá Hibs og eintn frá Durndee. Sl. föstudaig var dregið tíl und- anúrshba í Evrópukeppnunum ! knaibtspyrniu, en þau fara fram II. og 25. apríl nk„ og leika þá e'ftírtaHin Hð: Evrópukeppni meistaraliða: Ajax — Reail Madrid Juventus — Derby Evrópukeppni bikarhafa: Leeds — Hiadjuk Spilit AC Milain — Sparta Prag UEFA-bikarkeppnin: Liverpool — Tottenham Bor Mönchengladlbach — Twente Enitschedí 6ETRAUNATAFLA IIR. 13 ALLS 1X2 ARSENAL - DERBY COVENTRY - IPSWICH CRYSTAL PAL. - CHELSEA LEICESTER - NEWCASTLE MANCH. CITY - LEEDS NORWICH - BIRMINGHAM SOUTHAMPTON - MANCH. UTD. STOKE - W.B.A. WEST HAM - EVERTON WOLVES - SHEFFIELD UTD. CARLISLE - LUTON NOTT. FOREST - BURNLEY Armann tryggði 3. sætið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.