Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 19T3
17
Aætlanir brezku stjórnarinnar
um stjórnskipan Norður-írlands; I
Tvö
megin
lögð
William Whitelaw, ráðherra N-írlanlsniála, með Hvitu bókina.
til grundvallar
Eftir Margréti R. Bjarnason
Hinar titt nefndu áætlanir brezku
rikisst.jórnarinnar um framtíðarskip
an mála á Norður frlandi hafa nú
séð dagsins ijós og viðbrögð hinna
ýmsu aðila þar i landi verið i fuilu
samræmi við rás atburða siðustu ára
og aðdraganda þeirra. Hin róttæk-
ari og öfgasinnaðri öfl beggja aðiia
hafa hafnað þeim og hótað að koma
í veg fyrir, að þær nál fram að
ganga; öfgasamtök kaþólskra með
áframhaldandi hryðjuverkum, öfga-
samtök mótmælenda með því að eyði
leggja innan frá fyrirhugað þing og
stjórnarnefndir, sem áætlanirnar
gera ráð fyrir. Sanngjarnari og hóf-
samari menn beggja aðila hafa tek-
Ið jákvæða afstöðu til áietlananna og
vilja að reynt verði að leysa mál
hins langhrjáða n-irska samfélags á
grundvelli þeirra.
Þegar litið er yfir þessar áætlan-
ir sýnast þær í fljótu bragði svo
sanngjarnar, sem við er að búast,
eftir það sem á undan er gengið á
N-írlandi og miðað við hina erfiðu
aðstöðu Breta í þessu máli.
Við gerð þeirra virðist hafa verið
gengið út frá tveimur meginsjónar-
miðum, annars vegar því, að meiri-
hluti íbúa N-frlands kýs að vera
áfram hluti af brezka ríkinu og Bret
ar verði að standa við gefin loforð
um að neyða þá ekki til sameining-
ar við írska lýðveldið; hins vegar
því, að ekki verði framar unað við
það misrétti, sem kaþólski minnihlut
inn hefur verið beittur af stjórnum
mótmælenda sl. hálfa öld og nokkr-
um árum betur eða frá því írlandi
var skipt.
Kaþólskir höfðu gert sér vonir um,
að ákvæði yrðu í áætlununum um
skipan sérstakrar nefndar eða ráðs
fulltrúa írlands og N-frlands, er
fengi það verkefni að vinna að sam
vinnu og hugsanlegri sameiningu
irsku rikjanna í framtíðinni. Þar
með hefði verið stigið skref til móts
við grundallarkröfu þeirra, sem
vilja sameiningu írsku ríkjanna;
þeirra, sem líta svo á, að skipting
írlands sé meginorsök átakanna und
anfarin ár og staðhæfa, að framtíðar
stöðu N-írlands sé ekki hsagt að
ákveða nema með atkvæðagreiðslu,
er allir írar taki þátt í.
John Lynch, fyrrverandi forsætis
ráðherra írlands, hafði gengið fast
eftir þvi við brezku ríkisstjórnina,
að ákvæði yrði um slikt ráð og má
á það minna, að eitt af því, sem rak
á eftir Lynch að halda þingkosning-
arnar i febrúarlok sl., ári fyrr en
nauðsyn krafði, var einmitt sú stað-
reynd, að hann komst á snoðir um
eða hafðá um það grunsemdir, að
brezka stjórnin mundi bregðast hon
um í þessu efni. Það hefur hún og
gert.
í álitsgerðinni segir að vísu, að í
viðræðum fulltrúa brezku stjórnar-
innar við stjórnmálaleiðtoga á Norð-
ur-írlandi, hafi þeir flestir getað
hugsað sér einhvers konar írlands-
nefnd eða Irlandsráð, er sérstaklega
fjallaði um samskiptin milli lands-
hlutanna, en ekki hafi þótt ástæða
til að fella slika hugmynd inn í áætl
animar, þar sem áður þyrfti að ræða
nánar við alla hlutaðeigandi aðila
um form, starfssvið, starfsháttu og
markmið sliks írlands-ráðs. Á hinn
bóginn segir, að brezka rikisstjórn-
in muni, að afstöðnum kosningum til
nýs þings á N-lrlandi, bjóða full-
trúum írlandsstjórnar og leiðtogum
n-írska þingsins til ráðstefnu, þar
sem nánar verði rætt um samskipti
írsku ríkjanna og um það hvernig
koma megi í veg fyrir hryðjuverka
starfsemi; ennfremur skuli þar rætt
um viðurkenningu á núverandi
stöðu N-írlands og hugsanlegar
breytingar á henni í framtíðinni, ef
meirihluti íbúa N-lrlands skyldi ein
hvern tíma vilja breytingar þar á.
Þarna gæti virzt sem opna eigi við
ræðuvettvang án nokkurra skuld-
bindinga er mótmælendúr gætu túlk
að sem tilslökun gagnvart kaþólsk
um.
Þessi afstaða er sögð byggjast á
fjórum meginatriðum; 1. Á nýtilkom
inni aðild Bretlands og Irlands að
Efnahagsbandalagi Evrópu, sem bú-
izt er við, að valdi verulegum breyt-
ingum á efnahagslífi landanna og
högum íbúanna. Sú skoðun hefur um
hrið verið mjög sterk meðal þeirra,
sem fylgzt hafa með írlandsmálun-
um, að framtíðarlausn þeirra liggi
einmitt í aðild að EBE. 2. Á þeim
ráðstöfunum, sem Dublin-stjórnin
gerði á sl. ári tll þess að stemma
stigu við hryðjuverkastarfsemi. 3. Á
skýrslu Diplock-nefndarinnar svo-
nefndu, sem mælti með því í des-
erhber sl. að því væri hraðað meira
en áður að stefna þeim fyrir rétt,
sem taldir voru hafa átt þátt í
hryðjuverkum, en taldi sig ekki
geta mælt með því, að hætt yrði að
halda í varðhaldi án málssóknar, í
takmarkaðan tima a.m.k. þeim, sem
grunaðir væru um aðilda að hryðju-
verkum. 4. Á þjóðratkvæðagreiðsl-
unni á N-Irlandi, 8. marz sl. þar sem
591.820 kjósendur, meira en helming
ur atkvæðisbærra manna á N-Ir-
landi, kusu að vera áfram hluti af
Bretlandi, en 6,453 greiddu atkvæði
sameiningu við írland. Sem kunnugt
er sátu flestir kaþólskir kjósendur
heima á kjördag, þar sem þeir töldu
atkvæðagreiðsluna marklausa, því
að úrslitin væru fyrirfram Ijós.
Það er augljóst mál, að Bretar
treysta sér ekki til að ganga á bak
þeirra orða sinna frá fyrri tímum, að
N-írland skuli ekki hætta að vera
hluti Bretlands meðan meirihluti íbú
anna sé þvi fylgjandi, enda mundi
það vafalaust leiða til enn vaxandi
ofbeldis og hryðjuverka af hálfu
öfgasamtaka mótmælenda; ástandið í
landinu mundi ekki batna, einungis
verða hlutverkaskipti milli deiluað-
ila.
Á hinn bóginn gerir brezka stjóm
in sér Ijóst, að Bretar hafa látið mót
mælendum líðast að beita kaþólska
minnihlutann misrétti, sem verður
að taka endanlega fyrir. Reynslan
sýnir, að það verður ekki tryggt
nema með því að draga úr þeim völd
um, sem mótmælendur höfðu áður
en Bretar tóku i sínar hendur stjórn
málanna á N-írlandi fyrir réttu ári
og það þykir þeim eðlilega súrt i
broti. Stjórnmálamenn sleppa víst
aldrei fúslega fengnu valdi og forystu
menn mótmælenda eru ekki líklegir
«1 þess að taka því hljóðalaust, að
Ulsterbúar missi verulegan hluta
þeirrar sjálfsstjórnar, sem þeir hafa
haft í hálfa öld.
Áætianir brezku stjórnarinnar
eru þesslegar, að N-írar verði til
muna háðari þvi en áður, hverjir
fara með völd i Bretlandi. Er ljóst
að framkvæmd áætlananna muni í
mörgum atriðum fara eftir þeim
mönnum, sem hverju sinni gista
Downing Street nr. 10 í London.
Þessar áætlanir Breta hafa verið
birtar sem Hvít bók. Hún verður
lögð fyrir brezka þingið á næst-
unni í frumvarpsformi og þarf ekki
að efast um samþykkt þess frum-
varps, því að forysta verkamanna-
flokksins hefur þegar lýst sig fylgj-
andi áætlununum. Nánar verður
rætt um aðra helztu þætti þeirra I
annarri grein.