Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. MARZ 1973 Pétur S veinbj arnarson: Umferðin 1972 UMFERÐ ’72 nefnist nýútkomið árs- rit Umferðarráðs. 1 ritinu er m.a. birt skýrsla um störf Umferðarráðs á síðasta ári og einnig eru þar skrár og töflur um umferðarslys á Is- landi. 1 lok ársritsins ritar Pétur Sveinbjarnarson, framkvæmdastjóri ráðsins, stutt yfirlit um umferðina 1972. Árið 1972 var fjórða starfsár Um- ferðarráðs. Þótt lögin um Umferðar- ráð ætli því víðtækt verksvið, er framkvæmdavald ráðsins fyrst og fremst á tveim sviðum: annars veg- ar að halda uppi umferðarfræðslu og hins vegar að annast skráningu umferðarslysa. Að öðru leyti er verk efni ráðsins að vera hinum ýmsu að- ilum til ráðuneytis og aðstoðar og fylgjast með þróun umferðarmála heima og erlendis. Starfsáætlun 1972 var við það mið- uð, að ráðið hefði til ráðstöfunar úr ríkissjóði 5 milljénir 833 þús. krónur, eins og fjárhagsbeiðni þess var. Fjár veiting til Umferðarráðs úr ríkis- sjóði var hins vegar 3 milljón- ir króna og varð því að fella niður mörg atriði, sem fyrirhuguð voru á starfsáætlua. Aukning umferðarslysa á ár- inu 1972 frá árinu áður (1971) var 9,1% og er það nokkru minni aukn- ing en á milli áranna 1970—1971. Þá var hún 13,9%. Hins vegar varð nokkru meiri aukning á umferðar- slysum með meiðslum, en hún var 13,5% 1972 en var 1971 11,6%. Þrátt fyrir þessa aukningu á slysum með meiðslum hefur orðið nokkru minni aukning á fjölda slasaðra en hún var árið 1971 eða 11,9% á móti 14,7%. Ár- ið 1972 urðu 22 banaslys i umferð, þar sem 23 menn létust, en árið áð- ur voru banaslysin 17, þar sem 21 maður lézt. Athygli vekur, að tæp- lega helmingur allra banaslysa í um- ferð 1972 varð í júní og júlí. Öll aukning slasaðra í umferð var utan Reykjavíkur. 1 Reykjavik slösuðust 543 og fækkaði þeim um 3. I þétt- býli utan Reykjavíkur slösuðust 323, fjftlgaði um 63, og í dreifbýli slösuð- uat 332 og fjftlgaði þeim um 67 frá ártnu áSur. Umferðarslysin kosta okkur íslendinga ekki minna en 2 milljónir dag hvern eða 730 milljón ir króna á ári. 1 sambandi við skráningu umferð- arslysa er vert að vekja athygli á tveim atriðum: • Yfir helmingur allra umferðar- slysa á íslandi verður í lögsagnarum dæmi Rvikur. Ef slysafjöldi hjá ein- staka vegfarendahópum i Reykjavík er athugaður, kemur i ljós, að mest- öll aukning slysa á undanfarandi ár um er hjá ökumönnum og farþeg- um í bifreiðum, en aukning slysa á gangandi vegfarendum er óveruleg. Má telja þetta beina afleiðingu auk- ins bílafjölda og hljóta því aðgerðir til vamar slysum i umferð að bein- ast sérstaklega að ökumönnum og farþegum í bifreiðum. Athyglisvert er, að slysum á börnum í Reykja- vík og á landinu i heild fækkaði nokkuð á árinu miðað við undanfar- in ár. • Árið 1972 urðu nokkru fleiri bana slys í dreifbýli miðað við undanfar- in ár, þó að ekki sé þar um að ræða verulega fjölgun. Hins vegar megum við íslendingar gera ráð fyrir þvi, að með aukinni hraðbrautagerð fjölgi alvarlegum slysum, og þá sér- staklega dauðaslysum. 1 nær öllum löndum, sem búa við þróað vega- kerfi, verður meiri hluti dauðaslysa í dreifbýli, en hér á landi hefur mest- ur hluti dauðaslysa orðið í þéttbýli. Þetta er þróun, sem okkur ber að hafa í huga, og ef ekki á að verða fjölgun banaslysa, þurfa vax- andi slysavarnir í umferð að fylgja auknu átaki í vegagerð. Eðlilega mun sú spuming vakna, hvaða gagn sé að störfum Umferðar- ráðs. Þessari spurningu verður seint svarað til hlítar. Ljóst er þó, að starfsemi Umferðarráðs mun ekki hafa veruleg áhrif á fækkun umferð arslysa, meðan starfsemi þess er svo takmörkuð, sem raun ber vitni, þvi segja má, að starfsemi ráðsins hafi frá fyrstu tíð verið i lágmarki. Staf- ar það af því, hve ráðinu er þröng- ur stakkur skorinn með fjárveiting- ar og starfslið. Þó má fullyrða, að með starfi Umferðarráðs hafi verið mörkuð stefna, sem stuðlað hefur að betri og hagkvæmari umferðar- háttum. Þá hefur starf ráðsins orðið til þess að fengizt hefur betri vitneskja og þekking á umferðar- vandamálinu hér á landi en verið hefur áður. Á árinu 1972 stóð umferðarráð sér staklega fyrir tveim aðgerðum til varnar slysum í umferð, sem telja má víst, að hafi borið nokkum ár- angur. Fræðslustarf um gildi örygg- isbelta fór fram í júlí- og ágústmán- uði og á því tímabili, sem fræðslu- starfið fór fram, er talið að 17 manns hafi komizt hjá alvarlegum meiðsl- um með þvi að nota öryggisbelti. Ör- yggisbelti eru mjög þýðingarmikil slysavörn og er því nauðsynlegt, að stöðugt sé unnið að aukinni notkun beltanna. Hefur Umferðarráð gert um það sérstaka áætlun og er framkvæmd hennar undir því komin, hvort fjármagn fáist til þeirra að- gerða, sem hún gerir ráð fyrir. Þá má einnig nefna fræðslustarf, sem gekk undir nafninu „Sjáið og sjá- izt". Fræðslustarf þetta fór fram í september- og októbermánuði og var nær eingöngu um umferð í myrkri. Markmið þess var að stuðla að aukinni notkun ökuljósa og má telja víst, að það hafi borið nokk- urn árangur og notkun ökuljósa far- ið vaxandi. Erlendis er nú lögð rik áherzla á að auka notkun ökuljósa, og má í því sam- bandi benda á, að í Finnlandi eru ökumenn skyldaðir til að aka allan sólarhringinn með ökuljós utan þétt býlis á tímabilinu 1. okt. til 31. marz. Merkasta nýmæli, sem tekið var upp í umferðarslysavörnum á síð- asta ári, að dómi undirritaðs, var könnun á þekkingu á umferðarregl- um, eða sú ákvörðun lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík, að kalla til viðtals þá ökumenn, sem oftast hafa verið valdir að umferðarslysum og óhöppum. Umferðarráð veitti aðstoð við undirbúning og framkvæmd máls ins og væntir þess, að könnunin verði tekin upp i fleiri lögsagnarum- dæmum á næsta ári. Fylgist ráðið nákvæmlega með framkvæmd þessa máls. Frá upphafi hefur það eðlilega verið meginstarf Umferðarráðs að standa fyrir umferðarfræðslu. Ráðið hefur sett sér það markmið, að byggja upp á næstu árum um- ferðarfræðslukerfi, sambærilegt því, sem skipulagt hefur verið meðal ná- grannaþjóða okkar. Hefur því verið skipt í 5 meginþætti: 1. Forskólafræðsla (3—6árabörn). 2. Umferðarfræðsla í skólum (7—16 ára börn og unglingar). 3. Ungir ökumenn (17—25ára). 4. Almenn umferðarfræðsla. 5. Aldraðir iajmferðinni (65 ára og eldri). Vegna fjármagnsskorts hefur enn ekki tekizt að skipuleggja umferðar- fræðslu nema á forskólaaldri. Bíður því Umferðarráðs mikið verkefni á sviði umferðarfræðslu. Næsta verk- efni er að skipuleggja, í samvinnu við fræðsluyfirvöld, umferðar- fræðslu í skólum og byggja ofan á þánn grunn, sem lagður hefur verið með umferðarfræðslu á forskóla- aldri. Umferðarfræðsla í skðlum hér á landi er a.m.k. áratug á eftir ná- grannaþjóðum okkar. Það mun þó taka nokkurn tíma að koma því starfi í eðlilegt horf, þar sem áður þarf að efna til námskeiða fyrir kennara og vinna nauðsynleg fræðslugögn. Má i því sambandi benda á, að Trygg Trafikk í Noregi hefur heitið okkur mikilvægri aðstoð í þessu sambandi. Að sjálfsögðu þurfa að koma til margar fleiri aðgerðir til vam- ar slysum í umferð en umferðar- fræðslan, sem er seinvirk slysavarna ráðstöfun, þótt mikilvæg sé. Beztum árangri verður náð með samræmdum ráðstöfunum, þar sem flestum þátt- um umferðarslysavama er beitt sam tímis og á samræmdan hátt. Ættum við Islendingar ekki að láta það dragast lengur að semja áætlun um aukið umferðaröryggi til nokk- urra ára, með það markmið fyrir aug um að koma í veg fyrir fjölgun um- ferðarslysa og jafnvel stefna að fækkun þeirra. Svíar hafa fyrir nokkru gert 3ja ára áæflun um aukn ar slysavarnir í umferð og svipuð áætlun er nú í undirbúningi í Noregi. Á sviði umferðarmála bíða mörg að kallandi verkefni, sem ekki má draga lengur að hrinda í frarhkvæmd. Ber þar sérstaklega að nefna endurskoð- un umferðarmerkja, sem er orðin að breytinga, sem orðið hafa á umferð- arlöggjöf í nágrannalöndum okkar síðustu árin, gagngera breytingu á meðferð umferðarlagabrota, heildar- endurskoðun á reglugerð um öku- kennslu, próf ökumanna o.fl. og fjölg un umferðarmerkja, sem er orðin að- kallandi vegna þróunar í gatna- og vegagerð hér á landi. Áhugi á umferðarslysavörnum og auknum fjárveitingúm til þeirra er mikill og almennur eftir stórslysa- tímabil í umferðinni, en þegar á reynir og óskað er eftir auknum fjárveitingum, eru menn því miður oft fljótir að gleyma. Friðun Faxaflóa Greinargerð frá Útvegs mannafélagi Akraness Þann 13. marz sendi forstöðu maður Hafrannsóknastofnunar innar, Jón Jónsson fiskifræðing- ur, frá sér greinargerð sem svar við fréttatilkynningu Útvegs mannafélags Akraness frá 2. marz s.l., í blöðum og útvarpi. Kennir þar margra grasa og virðist greinin einungis skrifuð til að þvæla málin. Hvað kemur t.d. fiskstærð á Skjálfanda við friðun ýsu og annars smáfisks í Faxaflóa? Eða alls konar fræði- kenningar um gróður á hafs- botni? Um það stóð deilan ekki. Nú er það stóri möskvinn, sem á að bjarga öllu. Af hverju þarf að friða uppeldisstöðvar ung- fisks fyrir N.A. landi, t.d. fyrir botnvörpu, ef möskvinn í um- deildum veiðarfærum er nógu stór til að ungviðið sleppi, eins og Jón Jónsson gefur í skyn? Hver er orsökin fyrir því, að fiskstofnar í Norðursjónum ná sér ekki á strik, þrátt fyrir að botninum er sífellt rótað upp af dragnót og botnvörpu? Þar ætti vaxtarhraði fisksins að vera mikill eftlr kenningum Jóns Jónssonar. Einkennilegt er að árangur- inn lætur á sér standa, er það miður, því þá hefðum við jafn- vel losnað við brezka veiðiþjófa úr landhelginni. Hér eru tvö dæmi um stóra möskvann: 1 grein sem Magnús Guð- mundsson, sjómaður á Patreks- firði, skrifar í Morgunblaðið 15. júní 1972, segir m.a. „Ástæðan fyrir engri páska- hrotu í ár og lélegri veiði sunn- anlands er sú, að sá fiskur, sem átti að ganga í ár var til þess að gera allur drepinn á árunum 1968 og 1969,“ síðar í grein- inni segir: „Togað var að mestu við hafísjaðarinn og innan um ísinn, þar sem hægt var að koma því við. Þama voru drepnir tug- ir ef ekki hundruð miHjóna af smáfiski þessi ár, eingöngu smá- fiskur. Svo smár var hann, að þegar skipin tóku trollið ánetj- aðist fiskurinn við skipshlið, svo 15 til 20 sm fiskur flaut allt í kringum skipin." Á s.l. sumri skýrðu starfs- menn ferskfiskmatsins í Reykja vík m.a. frá því í sjónvarpinu, að talsverð brögð væru að því að smáýsa, sem bannað væri að hirða, væri i afla togbáta við suðurströndina, jafnvel umtals- verður hluti aflans sem landað var i sumum tilvikum. Hér eru aðeins tvö dæmi, sem hafa kom- ið í fjölmiðlum, en hvað eru þau mörg, sem ekki hafa komið? Eitt hvað virðist stóri möskvinn hafa látið sig þarna. Hvað myndi gerast ef Faxaflóa yrði lokað fyrir dragnót og botnvörpu árum saman? Hér segir einn fiskifræðingur álit sitt á þvi, en grein hans birtist í Ægi 8. tbl. 1956 og ber nafn- ið: „Árangurinn af friðun ýs- unnar í Faxaflóa". Þar segir m.a.: „Ýsan er sú tegund ísl. nytjafiska er sýnt hefur einna greinilegustu merki um ofveiði. Um það eru allir sérfræðingar sammála, jafnt innlendir sem út lendir".....Faxaflói hefyr löng- um verið talinn eitt þýðingar- mesta uppeldissvæði ýsunnar hér við land“..........Árganga- skipunin siðan 1953 sýnir okk- ur hins vegar hin heillavæn- legu áhrif friðunarinnar, fiskur inn eldist og stækkar þar til hann hefur náð kynþroskaaldri og leitar út úr flóanum til þess að auka kyn sitt. Hér er að skapast stofn, sem er algerlega frábrugðinn hinum ofnýtta ýsu- stofni Norðursjávarins, þar sem fiskur eldri en 5 ára er sjald- gæfur.“........Aukning meðal- lengdarinnar sýnir mjög jákvæð an árangur friðunarinnar, hver einstaklingur er orðinn stærri og verðmeiri fiskur þegar hann veiðist. Má orða þetta svo, að hér sé verið að nýta framleiðslu getu flóans á allt annan og full- komnari hátt en áður var getrt. Með því að leyfa stofninum að dveljast á uppeldissvæði sínu til 5 ára aldurs í stað þriggja, er hægt að fá fisk, sem er 55 sm i stað 30 sm og er því hér um Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.