Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGVNBLAÐIÐ, MIÐVIKIJDAGUR 28. MARZ 1973 Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúl Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. Aðalmálgagn ríkisstjórnar- innar, dagblaðið Tíminn, tók sér fyrir hendur í for- ystugrein í gær að sýna fram á þá hrikalegu hækkun á lífs- nauðsynjum almennings, sem orðið hefur í stjórnartíð vinstri stjómarinnar. Eru þessar hækkanir á almennum neyzluvörum ofboðslegri en menn hafa almennt gert sér grein fyrir. Þannig skýrir Tíminn frá því, að ein al- gengasta neyzluvaran, ýsa, slægð og hausuð, hafi hækk- að um hvorki meira né minna en 68%, að saltfiskur hafi hækkað um 45% og þorskflök um 44%, að fiskbollur hafi hækkað um 51%, kaffi um 56%, strásykur um 115% og svo mætti lengi telja. Vissu- lega hafa menn gert sér grein fyrir því, að verðhækk- unaraldan hefur verið gífur- leg, eftir að Ólafur Jóhannes- son tók við stjórnartaumun- um, en þó má óhikað full- yrða, að almenningi hefur ekki verið ljóst, hve ofboðs- leg þessi hækkun hefur ver- ið, og er það þakkarvert af Tímanum að upplýsa fólk um þessar miklu hækkanir. Við þessar gífurlegu hækk- anir á algengustu neyzluvör- um hafa svo bætzt hækkan- irnar á búvörum um síðustu mánaðamót. En þá hækkaði nýmjólk um nær 44%, smjör um rúmlega 27% og ýmsar kjötvörur um rúmlega 20%. Þegar þessar miklu hækkan- ir eru hafðar í huga, þarf engum að koma á óvart, þótt reiðialda hafi gripið um sig meðal húsmæðra í landinu, sem hafa ákveðið að mót- mæla þessum verðhækkun- um með því að hætta að kaupa ákveðnar vörutegundir um tiltekinn tíma. Því hefur verið haldið fram, að þessar aðgerðir hús- mæðranna væri árás á bænd- ur í landinu, en það er mesti misskilningur. Húsmæðurnar eru ekki að mótmæla fram- leiðslu bændanna eða því að bændur lifi við mannsæm- andi kjör, þær eru að mót- mæla því, að stjórnarstefnan hefur leitt til ofboðslegrar verðhækkunaröldu og beinn- ar lífskjaraskerðingar. Það var ekki verk bændanna að hækka nýmjólkina um 44% um síðustu mánaðamót. Það var verk ríkisstjómarinnar, og hún tók þá ákvörðun án samráðs við bændur. Um það er hægt að vitna til ummæla Gunnars Guðbjartssonar, for- manns Stéttarsambands bænda, í viðtali við Morg- unblaðið hinn 20. marz sl., en þá sagði hann, að „það væri afskaplega óheppilegt af ríkisstjóminni að lækka niðurgreiðslur nú á þessum tíma um leið og verðið hækk- aði af öðrum ástæðum“, og kvað hann það koma illa við bændur ekki síður en neyt- endur. Stjórn sambandsins hefur oft bent á, sagði Gunn- ar, að það yrði að koma því þannig fyrir, að skylt væri að hafa samráð við Stéttarsam- bandið um breytingu á nið- urgreiðslum, hvort sem ver- ið væri að auka þær eða minnka. Breytingar á niður- greiðslum geta hitzt afskap- lega illa á og komið sér mjög illa fyrir bændur. Gunnar Guðbjartsson kvað ekki hafa verið haft samráð við bænda- samtök um hækkunina á mjólkinni nú fremur en endranær. Ríkisstjómin tek- ur alltaf sínar ákvarðanir, án þess að ráðfæra sig við sam- bandið, sagði Gunnar. Af þessari tilvitnun í »m- mæli formanns Stéttarsam- bands bænda, má ljóst vera, að samtök bænda telja, að lækkun niðurgreiðslna um síðustu mánaðamót, sem leiddi til hinnar stórfelldu hækkunar á nýmjólk og öðr- um búvörum, hafi komið á mjög óheppilegum tíma auk þess sem þetta hafi verið gert án samráðs við bændur og komið sér mjög illa fyrir þá. Það er því ljóst, að hús- mæður í Reykjavík eru ekki að berjast við bændur í byggðum landsins, heldur gegn verðhækkunarstefnu ríkisstjórnarinhar. Reynslan sýnir, að skyndilegar og mikl- ar verðhækkanir á búvörum leiða oft til söluminnkunar, sem er bændum í óhag, og slík stökk í verðlagi koma mjög illa við launþegann í þéttbýlinu eins og húsmæð- urnar þekkja bezt. Forystu- grein Tímans í gær hefur sýnt og sannað, að verð- hækkanimar eru með ólík- indum, og nú hefur soðið upp úr hjá húsmæðrum í fyrsta skipti í manna minnum, eins og mótmælaganga þeirra á þingpalla glögglega sýndi. TIMINN SANNAR VERÐBÓLGUNA í /f^S Eftir Harry Schwartz V0FA STALÍNS GENGUR ENNÞÁ LJÓSUM L0GUM NEW YORK — Vofa Stalíns geng ur ennþá ljósum logum í Sovétríkj- unum þótt tuttugu ár séu liðin frá dauða hans. Rúmlega helmingur 250 milljón íbúa Sovétríkjanna man að- eins óljóst eftir ógnarstjórn harð- stjórans eða var ekki einu sinni fæddur þegar hann dó. Samt er enn- þá talið alltof hættulegt að ræða vítt og breitt fyrir opnum tjöldum um þver og endilöng Sovétríkin um manninn sjálfan og það risastóra hlutverk sem hann gegndi í mótun stórbrotins heimsveldis í skrifstofu sinni í Kreml. Ennþá er engin ítarleg ævisaga til um Stalin. Þegar ekki verður hjá því komizt að nefna hann í sovézkum skáldverkum og fræðiritum, er það venjuiega gert i örfáum orðum og með ýtrustu varúð. Magnþrungin skáldsaga Alexanders Solzhenitsyns, „Fyrsti hringurinn", hefur að geyma eina síðustu sovézku svipmyndina af manninum, þar sem gefið er til kynna hvemig hann var í öllu sínu veidi. En þessi skáldsaga er auðvitað bönnuð í Sovétrikjunum. Svona varúð er auðskilin. Enn er við völd í Kreml kynslóð valda- manna, sem Stalín þjálfaði og veitti frama. Leonid I. Brezhnef, Alexei N. Kosygin og Mikhail A. Suslov voru allir nánir samverkamenn Stalíns um árabil. Kannski er ennþá mikilvæg- ara að Stalín setti á laggirnar þær undirstöðustofnanir sem mestu máli skipta i Sovétríkjunum enn þann dag í dag, og þær mótast enn þann dag í dag af grundvallarhugmynd- um hans. Þetta á við um miðstjórnar- skipulag efnahagsmálanna, sam- yr.kjubúin, verklýðsfélögin, sem eru í raun og veru starfsmannafélög, þá stefnu að beina mestum fjárveiting- um og vinnukrafti til þungaiðnaðar og vopnaframleiðslu og margt fleira. Þannig er ennþá of hættulegt að horfast beint í augu við allan veru- leika Stalíns og þrjátíu ára valda- feril hans í Kreml. Til þess þyrfti alltof óþægilegar útskýringar valda- mikilla manna, sem vildu miklu held ur láta þetta æviskeið sitt liggja i þagnargildi. Til þess þyrfti alltof óþægilegar spurningar um undir- stöðustofnanir Sovétríkjanna. Þótt bent sé á erfiðleikana er þar með ekki neitað að margt hefur breytzt til batnaðar i Sovétríkjunum siðan Stalín dó. Dregið hefur úr ógnarstjóm hinn- ar gömlu leynilögreglu Stalíns og jafnvel þær tilraunir sem nú er ver ið að gera til þess að berja til hlýðni þá andófsmenn, sem láta í sér heyra nú í dag, hefðu verið taldar alltof vægar á dögum Stalíns. Lífskjör- in í Sovétríkjunum hafa batnað veru lega, þótt þau séu ennþá langtum Stalín. lakari en í flestum Evrópulöndum og í Norður-Ameríku. Valdamönnunum í Kreml hefur tekizt að koma því til leiðar, að jafnvægi á sviði kjarn- orkuvopna hefur náðst gagnvart Bandaríkjunum, og þeir sýna miklu meira sjálfstraust en áður þekktist. Þeir eru veraldarvanari eins og af- skipti þeirra af alþjóðamálum bera vott um, og oft er það sem þeir hafa fram að færa miklu jákvæð- ara en þekktist á siðustu æviárum Stalíns. Hófsemin 1 utanríkisstefnu Kremiverja um þessar mundir stafar líka að miklu leyti af því að þeir þurfa að hafa nánar gætur á Kína Maos. Þó er grundvaliarstaðreyndin enn þá sú, að Sovétríkin eru ennþá al- ræðisríki — ekki eins manns eins og áður heldur fámenns hóps — þar sem kommúnistaflokkurinn getur enn með góðum árangri stjómað hugsunum og gerðum flestra sov- ézkra borgara. Enn fara engar um- ræður fram fyrir opnum tjöldum um meginvandamál þessarar stóru þjóð ar, og þeir sem sækjast eftir völd- um í Kreml þurfa ekki að keppa um hylli eða stuðning almennings. Enn þann dag í dag er farið með alþýðu manna i Sovétríkjunum eins og smá- börn. Foreldrarnir verða að ákveða hvað þau mega gera og hvað ekki. Sovézka þjóðin veit til dæmis ekki hvað stórum hluta þjóðartekn- anna er í raun og veru varið til her- mála og skyldra mála eða að brauðið sem hún borðar um þessar mundir, er að mikiu leyti komið frá Banda- rikjunum vegna stórkostlegra kaupa stjórnarinnar í fyrrasumar á bandarísku komi, sem var afgreitt skjótt og vel. Þegar horft er um öxl liggur í aug um uppi, að ofstæki og pukur Stal- íns eftir síðari heimsstyrjöidina staf aði að miklu leyti af veikleika og ótta hans við þjóð sina og umheim- inn. Ekki virðist ósanngjamt að álykta, að margt af því sem eimir enn eftir af stalinisma í Sovétrikj- unum endurspegli ótta núverandi valdhafa við of mikla þekkingu al- mennings og of miklar opinberar umræður. En Stalín og stalínismi voru skil- getin afkvæmi frumstæðs bænda- þjóðfélags, sem reyndi að iðnvæðast í flýti hvað sem það kostaði vegna ótta, sem varð að veruleika þegar Hitler gerði árásina í júní 1941. Nú eru Sovétríkin háþróað iðnað arriki, fyrst og fremst land borgar- búa, og landið byggir menntaðasta fólkið í sögu þess. Ennþá eimir geysimikið eftir af staiínisma, en það er tímskekkja sem getur ekki flúið eyðandi öfl breytinganna og tímans til eilifðamóns. Sovézka þjóðin get ur sent eldflaugar til Marz og Ven- usar, og Rússar eru engin böm. Fyrr eða síðar afla þeir sér þeirra rétt- inda að ráða sér sjálfir. Þá fyrst verður vofa Stalíns kveðin niður fyr ir íullt og allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.