Morgunblaðið - 03.04.1973, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRlL 1973
Snjór - sólskin - skíöafólk
Úrvals skíðavörur
Kastle-skíöi 2990.
Dachstein-skíðaskór.
Marker-öryggisbindingar.
Skíðastafir og skíðafatnaður í úrvali.
Kristinn Benediktsson skíðakappi valdi útbúnaðinn.
MATVARA ( ÚRVALI. MUNIÐ VIÐSKIPTAKORTIN.
Op/ð fil kl. 8 í kvöld
Útgerðarmenn - skipstjórar
Við framleiðum nú háþrýsti SPLITT-togvindur í stærðum
2x5 tonn, 2x7,5 tonn og 2x10 tonn. Vindurnar eru með
sjálfvirku virastýri og þeim er stjórnað úr brúnni. Auk
þess 3 stærðir af línuspilum, svoogbómuvindur.
VELAVERKSTÆÐI
SiO- Sveinbjörnsson hi.
ARNARVOGI GARÐAHREPPI SÍMAR 52850-52661
lllllllllllllllllllllllllll
III
Ráðherraráðið
ræðir dönsku
fisktillöguna
Frá C. M. Tliomgren.
Luxemborg í gær.
RÁÐHERRANEFND Efnahags-
bandalagsins fjallaði í dag um
tiUog'iir þær sem Danir lögðu
fram í Bríissel 20.—22. marz um
fiskveiðar á Norður-Atiantshafi.
Ætlunin er að reynt verði að
finna heildarlausn er nái til allra
veiða á Norður-Atliantshafi þar
sem Færey ngar neita að undir-
rita dönsku tillög'una ef í henni
feist að allur fiskiskipafloti EBE
fái að veiða á miðunum við Fær-
eyjar.
Gert er ráð fyrir því að látin
verði gilda sérstök tllskipun um
fiskveiðar við ísland, Grænland,
Færeyjar, Norður-Noreg, Hjalt-
land og Orkneyjar. Þar yrði
kveðið á um að ibúar svæða sem
byggðu lífsafkomu sína á fisk-
veiðum fengju einir að hagnýta
þessar fiskveiðar. Bent er á nauð
syn þess að vemda fiskstofna
gegn ofveiði. Þess vegna er sagt
að alls ekki ætti að leyfa fiski-
skipaflotum Efnahagsbanda-
lagsins að stunda veiðar á þess-
um miðum.
Sagt er að fiskveiðilandhelgi
bandalagsins skuli vera 12 mílur
í samræmi við ákvæði Samein-
uðu þjóðanna og vinnuskjal
EBE frá 20. desember 1972. Inn-
an 12 mílna markanna skuli
vera gagnkvæmur réttur til
fiskveiða. EBE skuli standa
straum af kostnaði við byggða-
stefnu á þessu svæði. Sérstaka
samninga við eitthvert þriðja
riki á Norður-Atiantshafssvæð-
inu megi gera ef slíkt sé talið
nauðsynlegt.
Búizt er við að danska tillag-
an verði afhent framkvæmda-
nefndinni sem síðan skili skýrslu
í tillöguformi fyrir 1. október.
Sjóbirtingsveiði
I Hólsá hefst 1. apríl. Veiðileyfi seld í söluskála
kaupfélagsins Þórs, Hellu.
STANGVEIÐIFÉLAG RANGÆINGA.
M atjurtagarðar
Leigjendum matjurtagarða í Hafnarfirði tilkynnist
hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrirfram
fyrir 1. maí nk., ella má búast við að garðlöndin
verði leigð öðrum.
Vinsamlegast athugið að framvísa númeri á garð-
landi yðar við greiðslu.
BÆJARVERKFRÆÐINGUR.
JIS - HÚSIÐ
Auglýsir eitir slorisfólki
1 Deildarstjóra í Rafreild. Aðeins reyndur meður í
sölu raftækja, hljómtækja eða Ijósa með einhverja
rafvirkjaþekkingu kemur til greina. Enskukunn-
átta áskilin. ,
2. Deildarstjóra í Baðdeild við sölu hreinlætistækja
og tilheyrandi. Verzlunarreynsla og enskukunn-
átta áskilin.
3. Aðstoðarmann í Byggingarvörukjördeild. Ungur
maður með einhverja reynslu í sölu eða afgreiðslu
bygginga- og málningarvara gengur fyrir.
4. Sölustúlku eða konu í húsgagnadeild allan eða
4. Sölustúlku eða konu í Húsgagnadeild allan dag-
inn.
5. Skrifstofustúlku vanri símavörzlu og vélritun.
Enskukunnátta áskilin.
6. Afgreiðslustjóra, sölumanni í Timburdeild við af-
greiðslu og sölu á harðviði, plötum, spæni o. fl.
Aðeins reglusamt og áhugasamt yngra fólk verður
ráðið.
Umsóknareyðublöð fást hjá símastúlku, 3. hæð, aust-
urenda og þurfa að skilast fyrir 6. þ. m.
JÖN LOFTSSON HF
Hringbraut 121 ® 10-600