Morgunblaðið - 03.04.1973, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 03.04.1973, Qupperneq 17
MORGUN'BLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. APRtL 1973 17 ÁGREININGU R UM STOFN- UN LANDSHLUTASAMTAKA — ÉG hef verið þess mjög hvetjandl, að sveitarstjórnar- menn í hinum ýmsu landshlut- um byndust samtökum. Ég er þeirrar skoðunar, að það hafi verið hárrétt stefna af hálfu rík- isvaldsins og Sambands ísl. sveit arfélaga að hvetja til þess, að allt frumkvæði í þessum efn- uni kæmi frá heimamönnum. Ég tel nú brýna nauðsyn bera til þess, að Alþingi staðfesti orðinn hlut og samræmi starfsemi landshlutasamtaka sveitarfélaga með löggjöf í samráði við þau sjálf og Samband ísl. sveitarfé- laga. Þannig komst Lárus Jóns- son (S) m.a. að orði i ræðu i neðri deild Alþingis sl. fimmtu- dag, er hann mælti fyrir frum- varpi um landshlutasamtök sveitarfélaga, sem hann er flutn- ingsmaður að ásamt þingmönn- unum Ágústi Þorvaldssyni, Kar- vel Páimasyni, Karli G. Sigur- bergssyni, Stefáni Gunnlaugs- syni og Ólafi G. Einarssyni. Er frumvarp þetta flutt að beiðni stjórnar Sambands isl. sveitarfé- laga. Lárus Jónsson sagði, að það væri ekki sizt nauðsynlegt, að sniða landshlutasamtökunum ákveðinn stakk í lögum, vegna þess að þróunarferli þeirra væri nú þar komið, að af hálfu lög- gjafans væri í sívaxandi mæli um það að ræða að fela þeim ákveðin verkefni og því væri ó- hjákvæmilegt, að reglur um þær væru samræmdar að einhverju leyti. Þegar byggðaráætlunargerð hófst hér á landi á s.l. áratug, hefði komið í ljós að mikií þörf var á samstarfi sveitarfélaga i þeim landshlutum, sem sú áætl- unargerð náði til, svo að heima- menn gætu samræmt sjónarmið sín um þróun landshlutans og komið sameiginlega fram við þær ríkisstofnanir, sem eðli máls ins samkvæmt önnuðust áætlun- argerðina. Þau vinnubrögð að taka upp byggðaáætlunargerð höfðu þvi veruleg áhrif í þá átt að landshlutasamtök sveitarfé- laga urðu til. Enginn vafi væri á því að þetta upprunalega hlut- verk landshlutasamtakanna, að vera samstarfsvettvangur sveit- arstjórnarmanna um mótun heildarstefnu í uppbyggingu ein- stakra landshluta yrði um langa framtíð eitt af meginverkefnum þessara samtaka. Það hefði því miður verið svo um marga ára- tugi, að skort hefði mjög á slíkt samstarf, en reipdráttur og hrepparígur einkennt um of sam skipti sveitarfélaga á landsbyggð inni. Þetta hefði á stundum gengið svo langt, að staðið hefði fyrir þrifum eðlilegri þróun heilla þess að koma í veg fyrir slík landsfjórðunga. Einasta leiðin til mistök væru samtök heima- Prestskosningar afnumdar ? MENNTAMÁLANEFND efri deildar hefur lagt fram frumvarp til laga um veitingu prestakalla, og er frumvarpið flutt að beiðni dómsmálaráðherra. Nefndar- menn taka ekki afstöðu til frum varpsins. I framsögu formanns nefndar- innar, Bagnars Arnalds kom fram, að ekki er gert ráð fyrir, að frumvarpið verði að iögum á þessu þingi, heldur sé það lagt fram til- kynningar og umræðu. Frunivarpið gerir ráð fyrir, að kjörmenn kjósi milli umsækj- enda um prestsembætti. Kjör- menn eru sóknarnefndarmenn og saf n aðarf ulltr úar. I 6. grein frunnarpsins er heimild til lianda kjörmönnum til „að kalla prest". 1 greininni segir m.a.: „Ef % kjörmanna prestakallsins eru einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guð- fræðikandídat án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það i tæka tíð, en hann tiikynn- ir biskupi, sem felur prófasti að boða kjörnienn prestakailsins á sameiginlegan fund innan viku, og er þá embættið eigi auglýst.“ Ólafur Jóhannesson dómsmála ráðherra rakti helztu atriði frum varpsins og benti hann m.a. á, að kirkjuþing hefði hvað eftir annað óskað eftir breytingum á vali presta i þessa átt. Þá sagði ráðherrann að i skýrslu sem fylgdi frumvarpinu sem fylgi- skjal kæmi fram, að oftast Væri aðeins einn umsækjandi um prestsembætti og þætti sér það sterkasta röksemdin fyrir að breyta skipun þessara mála í það horf, sem gert væri ráð fyr- ir i frumvarpinu. Sagði ráðherr- ann ólíklegt, að frumvarpið fengi fullnaðarafgreiðslu á þeim stutta tíma, sem væri til þing- loka. Magnús Jónsson sagði m.a.: Ég er andvígur prestskosningum og hef verið það lengi og talið þær fásinnu eina. Einu rökin, sem ég hef heyrt færð fram fyr- ir prestskosningum eru, að ekki megi taka frá fólkinu réttinn til að kjósa sér prest, því í þvi fel- ist sérstakt lýðræði. En það er auðvitað ljóst, að ekki er um neitt lýðræði að ræða, nema prestar vildu sætta sig við að vera bundnir tímabundinni kosn ingu og ganga á vissu árabili til endurkjörs Og við bætist svo allt það tjón, sem kirkjunni er unnið með prestskosningunum. Ég held að það sé orðið nauð- synjamál, bæði fyrir kirkjuna og kristna trú í landinu, að prestakallsmálin verði endurskoð uð, og þeim breytt á þann veg, Norrænn iðn- þróunarsjóður FBAM er komið lagafrumvarp um að heimila rikisstjórninni að staðfesta fyrir íslands hönd samning rikisstjórnar Danmerk- ur, Finnlands, íslands, Noregs og Svíþjóðar um stofnun norræns tækni- og iðnþróunarsjóðs, sem gerður var i Osló 20. febrúar sl. Markmið þessa samimmgs er að styrkja og auka nýtingu á norr- ænum auðlimdum á sviði tæfeni og iðnþróunar. Stofnfé sjóðsins er ákveðið 10 mililj. sæinsfera kr. að prestskosningar verði látnar niður falla. Ég skal ekki fella dóm um það kjörmannafyrir- komulag, sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir, þó sýnist mér að jafnvel gætu komið Upp deil- ur um kjör þessara kjörmanna. Ég vil þó koma hér á framfæri minni hugmynd um að bylta þessu fyrirkomulagi enn meir, en þetta frumvarp gerir ráð fyr- ir. Ég vil gera kirkjuna miklu sjálfstæðara afl í íslenzku þjóð- félagi. Skoðun mín er i stuttu máli sú, að ég álít, að kirkjan sjálf eigi að fá ákveðna fjár- veitingu og hún eigi sjálf að ráðstafa prestum sínum og prestaköllum. Ef til vill munu menn segja, að kirkjan sé ekki sérstök stofnun á Islandi. En hana má gera að sérstakri stofn- un. Það eru til ýmiss konar kirkjustofnanir hér, sem ég tel nauðsynlegt að samræma. Það er prestastefna og kirkjuþing, sem er eins konar löggjafarsam koma innan kirkjunnar, síðan kirkjuráð og í toppi þessa emb- ættiskerfis er biskup, undir ráðu- neyti að visu. Ég tei að breyt- ingar í þá átt, sem ég hef drep- ið á yrðu til þess að auðvelda starf kirkjuyfirvalda. Pálmi Jónsson: manna, sem næðu yfir eðlilegt þróunarsvæði. Þar með væri að sjálfsögðu ekki sagt, að fundin væri allsherjarlausn á öllum deilumálum milli sveitarfélaga og héraða innan landsfjórðung- anna, heldur einungis að íundinn væri vettvangur til viðræðna og samstarfs. Það væri áreiðanlega öllum ljóst, sem fylgzt hefðu með starfsemi landshlutasam- taka sveitarfélaga, að þau hefðu nú þegar unnið mikið stefnumót andi samræmingarstarf til efl- ingar hinum ýmsu landsfjórð- ungum, sem hefði komið að ó- metanlegu gagni. Þetta frumvarp væri áfangi í þá átt að gera það kleift að færa aukið vald um eigin mál- efni til fólksins í hinum ýmsu landshlutum. Frá þvi sjónarmiði að vinna markvisst að þessu stefnumarki í nánustu framtíð, væri brýn nauðsyn á því að hraða þessu frumvarpi sem mest á Alþingi nú, svo að það gæti orðið að lögum á þessu þingi. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra kvað það eðlilegt, að óskir um löggjöf í þessa átt kæmu fram. Hann gæti samt ekki fallizt á, að hrapað yrði að slikri löggjöf, eins og hann komst að orði, sem þeirri, er Lárus Jónsson hefði mælt fyrir. Hér væri ekki um einfalt mál að ræða. Nauðsynlegt væri, að Al- þingi gæfist kostur á að kynna sér frumvarpið vel. Með tilliti til þessa frumvarps væri nauð- synlegt, að taka til endurskoðun- ar ákvæðin um sýslunefndir, en landshlutasamtökin yrðu að fá ákveðna stöðu i stjórnkerfi lands ins. ' Það væri sjaldnast heppilegt, sagði forsætisráðherra, að selja þeim sjálfdæmi um samningu laga, sem lögin ættu að ná til, heldur yrði að líta á þau frá al- mennara sjónarmiði. Ekki væri heppilegt samkv. fenginni reynslu að skipa málum svo, að sveitarfélögin og ríkisvaldið ættu hvort i sinu lagi að sjá um ákveðna málaflokka án atbeina hins. Ólafur Jóhannesson lagði til, að skipuð yrði milliþinganefnd, sem falið yrði að kanna þetta mál í samráði við Samband ísl. sveitarfélaga og landshlutasam- tökin og að frumvarpinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Óráð væri að lögfesta þetta frumvarp á þessu þingi. Þá kvaðst forsæt- isráðherra vera andvigur því, að ein landshlutasamtök yrðu fyrir Norðurland allt. Eðlilegra væri, að tvennum landshlutasamtök- um væri komið þar á fót. Pétur Pétursson (Alþfl.) kvaðst álíta það mjög nauðsyn- legt að festa landshlutasamtök- in í sessi með löggjöf. Þetta frumvarp hefði verið samið í samræmi við vilja Sambands ísl. sveitarfélaga og sagðist þingmað urinn vera lítt hrifinn af því að vísa frumvarpinu tii ríkisstjórn- arinnar. Hins vegar væri hann forsætisráðherra sammála um það, að nauðsyn væri á, að tvenn landshlutasamtök væru fyrir Norðurland, þ.e. fyrir Norð urlandskjördæmi vestra og eystra. Pétur Pétursson kvaðst vera meðmæltur frumvarpinu og sagðist vona, að það yrði að lög- um á þessu þingi. Ólafur Einarsson (S) lýsti yf- ir vonbrigðum sínum vegna ræðu forsætisráðherra og úr- talna hans. Brýna nauðsyn bæri til þess að festa landshlutasam- tökin i sessi, sem komið hefði verið á fót í samráði við Sam- band ísl. sveitarfélaga og reynsl an hefði þegar sýnt, að lands- hlutasamtökin hefðu orðið til - þess að styrkja stöðu sveitar- stjórnanna en ekki öfugt. Hér væri ekki rasað um ráð fram, því að undirbúningur þessa frumvarps hefði tekið lang an tíma. Þegar hefði verið tek- ið að vinna að þessu máli af alvöru 1968 og frumvarpið eins og það væri nú, nyti stuðnings landshlutasamtakanna allra. Ól- afur Einarsson kvað það vera vilja sveitarstjórnanna á Norð- urlandi, að landshlutasamtökin þar yrðu ein fyrir bæði kjördæm in. Lárus Jónsson tók siðan undir þessi ummæli Ólafs og kvaðst telja kjördæmin á Norðurlandi hafa sterkari aðstöðu í einum landshlutasamtökum en tvenn- um. Las Lárus Jónsson síðan úr samþykkt Fjórðungsráðs Norð- urlands, þar sem lýst var yfir stuðningi við lagafrumvarpið í heild. Pálmi Jónsson (S) kvað þetta frumvarp tímabært og nauðsyn á, að það yrði samþykkt á þessu þingi. Nauðsynlegt væri að veita landshlutasamtökunum stoð í lögum og jafnframt, að kannað- ur yrði viljt sveitarstjórna í Norðurlandskjördæmi vestra, hvernig þessu máli skyldi skip- að. Um frumvarp þetta urðu enn nokkrar umræður, þar sem m.a. tóku til máls Hannibal Valdi- marsson félagsniálaráðherra, sem skýrði frá því, að fram- kvæmdastjóii Sambands ísl. sveitarfélaga hefði komið að máli við sig og spurt, hvort hann vildi ekki fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar flytja þetta mál sem stjórnarfrumvarp. Hannibal Valdimarsson kvaðst ekki hafa viljað flytja þetta frumvarp án þess að áður væri leitað umsagn ar sýslunefnda. Við værum komnir mjög langt með að of- skipuleggja þetta málefni, sagði ráðherrann, og það væri misráð- j ið að hespa þessu máli af án samráðs við sýslumenn og sýslu- nefndir. Þá sagði Hannibal enn- fremur, að mikill ágreiningur j væri ríkjandi um mörg þau at- | riði, sem kveðið skyldi á um með ! þessu frumvarpi. Auka ber fræðsluskyldu — en ekki skólaskyldu PÁLMI Jónsson niælti fyrir tll- lögu, sem haxin flytur ásamt Halldóri Blöndal um franikvæmd og endurskoðun fræðslulaga. Til lagau var lögð fram, meðan enn var ekki vitað hvað liði grunn- skólafrumvarpinu, en í henni er m.a. gert ráð fyrir, að skóla- skyldan verði ekki lengd og áherzla verði lögð á að fram- fylg.ja fræðsluskyldu. Pálmi Jónsson sagði að flutn- ingsmenn tillögunnar væru því andvigir að skólaskylda yrði lengd. Með því yrði stefnt í að auka svonefndan námsleiða hjá nemendum. Hollara væri, að nem endur sæktu námið af eigin hvöt um. Það væri athyglisvert, að flestir kennarar á miðskólastigi j væru andvígir lengingu skóla- skyldunnar. Bæri þeim flestum saman um, að nemendur yrðu | betri er skyldunáminu sleppti og j þá sæktu þeir námið af meira kappi en áður. Þá lagði þingmað urinn áherzlu á, að nauðsynlegt væri, að fræðsluskyldan væri j efld. Helgi Seljan sagðist vera fylgj andi því, að skólaskyldan væri lengd. Sagði hann, að það væri ekki sín reynsla, að nemendur yrðu eitthvað áhugasamari og kappsamari, er skyldunni væri lokið. Sagði þingmaðurinn, að nokkurra öfga gætti í málflutn- ingi með og á móti grunnskóla- frumvarpinu. Grunnskólanefnd- in væri stíf á frumvarpinu, og þar mætti helzt engu breyta, frekar en i Biblíu væri, og and- mælendur frumvarpsins fyndu því flest til foráttu, þó að kostir þess væru ótvírætt mjög miklir. Magnús Torfi Ólafsson mennta málaráðherra mótmælti því, að grunnskólanefndin liti á frum- varpið, sem einhverja óbreytan- lega Biblíu. Benti ráðherrann á, að jafnvel nú eftir síðustu al- menna fundi nefndarinnar hefðu verið gerðar nokkrar breyting- ar, samkvæmt þeim ábendingum, sem fram hefðu komið á þeim fundurn. Mörkum Gullbringu- og Kjósarsýslu breytt ÖLAFITt Jóhannesson forsætis- ráðherra niælti fyrir fru>nvaj-pi um breytingu á mörkum Gull- bringusýslu og Kjósarsýslu, og skipan lögsagnarumdænm. — Frumvarpið gerir ráð fyrir, að Garðahreppur og Bessastaða- hreppur verði fluttir úr Gull- bringusýslu í Kjósarsýslu og jafnframt sltal bæjarfógetinn í Keflavik verða sýslumaður Gull- bringusýslu. Matthías Mathiesen saigði að hiinin 24. febrúar 1972 hefði verið samþykkt þingsá'yk tunairt ill a'ga, sem allir þingmenn Reykjanes- kjördeemis herðu fiiutt mm að akipan dóms- og lögregliumála á Suðurniesj'um yrði á þarm veg, aö á svaðiimu siunnan Haifnar- f jarðairka upstaðar heyrðu þau mál undir eitt embætti í Kef a- viik. Llagði þimgmaðurimn áherzlm á, að meðferð þesisa frumvarps yrði hraðað, enda væri það í sam- ræmi við fyrrgreinda þing.sálykt uiniartillögu. Karl Sigurbergsson fagnaði þvi, að firumvai'p þetta væri fx'am komið, og saigði að samþyklkt þess yrði Su ðn mesiia bfu im tý! bóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.