Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1973
14444 g 25555
P^^BIILAmaA^HVtFJSGOTJJJO^J
14444 25555
m
Hlf..iL/;Í£Á\Í
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
IANDLEG HREYSTl-ALLRA HBLLB
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodr
LE/GAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
VÖFLUJARN
GUNDA
HRINGBAKARAOFNAR
HRÆRIVÉLAR
►EVTARAR
BRAUORISTAR
STRAUJARN
RYKSUGUR
hArþurrkur
hjAlmar
RAFMAGNSPÖNNUR
HAFJALLASÓLIR
GIGTARLAMPAR
RAFMAGN
Vesturgötu 10, simi 14005.
mnRCFRLDPR
mÖCULEIKR VOPR
STAKSTEINAR
Ótrúleg og
ástæðulaus árás
í nýútkomnu tölublaúi
Þjóðmála, sem g-eflð er út af
SFV, er fjallað uin árásir
st.jórnari luðjnna á Björn 4óns
son, forseta ASÍ. Um þær seg
ir hlaðið:
„Nú nýlega birtust í tveim-
ur aðalmálgögnum vinstri
flokkanna og ríkisstj "'rnarinn
ar ötrúlegar og ástæðulausar
árásir á Björn Jónsson f rseta
Alþýðusambands íslands. Til-
efnið var að hann hafði g-gnt
Jjeirri skyldu sinni að túlka
málstað og lýsa afstöðu verka
lýðshreyfingarinnar á fundi
sem honum hafði verið boðið
að sa-kja. Það var notað sem
átylla að fundurinn var hald-
inn á vegum Alþýðuflokksins.
Forseti A.S.f. talar máli verka
iýðshreyfingarinnar á fundi,
og viti menn: fyrir þetta er
hann skammaður i blöðum,
sem kenna sig við vinstri
stefnu og rikisstjórn hinna
vinnandi sti'tta. Þessi viðbrögð
bafa vakið furðu allmargra
stuðeingsntanna stiórnarinnar
og fögnuð stjórnarandsta-ð-
inga, og er því raunar ekki að
neita að þau koma úr liörð
ustu átt.“
Kemur á óvart
Síðan segir blaðið:
„Öllum er Ijóst að boginn
er spenntur til hins ýtrasta i
íslenzku efnahagslífi og að
verkalýðssamtökin þurfa á öll
um sínum styrk að halda til
að verjast áföllum og kjara-
skerðingu, til að halda þeirri
stöðu sem náðist í síðustu
kjarasamningum. Það getur
ekkl talizt annað en sjálfsögð
skylda forystumanna verka-
lýðshreyfingarinnar að gera
sér grein fyrir Jjessu og lýsa
raunverulegri stöðu þessara
mála liispurslaust. Það bætir
ekki úr neinu að draga undan
í því efni.
Mönnum kann að, sýnast
sitt hverjum um síðustu kjara
samninga, og vissulega ork-
ar núgildandi vísitölukerfi tvi
mælis að ýmsu leyti, en á hitt
er að líta að sumir stjórnmála
menn höfðu það við orð, er
gengið var til samninganna,
að pólitíska valdinu skyldi
beitt til að knýja fram ýmis
sanngirnismál launþeganna.
Það kemur því svo sannar-
lega á óvart, ef nú á að smia
við blaðinn. Verður ekki ann-
að séð af Jtessum árásaskrif-
um á verkalýðshreyfinguna
en að til þess sé ætlazt af for
ystu hennar að hún láti sér
slíkan tvískinnung Uka at-
hugasemdalaust."
Jdfc* spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í sima 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins.
HJÓNASKILNAÐIR
Þórdís Aöalbjörnsdóttir,
Uröarstíg 11A, spyr:
,,Ef vera kynni að misskilíi
ings gætti í blaðaskrif'jm um
941 hjónaskilnað árið 1971,
vinsamlega upplýsið hve mörg
um hjónaböndum telst form-
lega slitið vegna andláts
maka. Einnig hve margir voru
í hjónabandi og hve margir
landsmenn voru í árslok
1971.“
Ingimar Jónasson, deiidar-
stjóri í Hagstofu fslands,
svarar:
„Árið 1971 urðu 941 hjú-
skaparslit á landinu, þar af
lauk 636 hjónaböndum við
andlát maka og 305 með lög-
skilnaði. — 1. desember 1971
voru Iandsmenn 207.174 og
tala hjóna um 39.500.
Árið 1971 voru gefin út 364
leyfi til skilnaðar að borði og
sæng, en þar er ekki um að
ræða hjúskaparsiit, enda leið
ir skilmaður að borði og sæng
ekki alltaf tii Iögskilnaðar.“
TOULAR AF BÚSÁHÖLDUM
Hildegard ÞórhaBsson,
Karfavogi 54, spyr:
„Hvers vegna verða hús-
mæður að borga svo háan toll
af pottum og pönnutm, vatns
glösum og öðru, sem ekki
þykir lúxusvara, heldur eim-
ungis nauðsynjar? Ég hef
gætt í tollskrána og þar stend
ur, að kristallsvasar og vatns
glös séu í sama flokki. Hvern
g stendur á því, að vatnsglös
:n eru ekki i lægri tollflokki?
Á silfurborðbúnað er lagður
70% tollur, en stálborðbúnað
yfir 100%. Hvermig stendur á
þessu óréttlæti?“
Jón Sigurðsson, ráðuneytis
stjóri, svarar fyrir hönd fjár
má' aráðuney tisins:
„Meginhluti tolla, sem inn-
heimtir eru skv. tollskrárlög
um eru fjöröflunartollar. Eins
og þeir hafa þróazt við laga-
setningu undanfarma áratugi,
verður ekki sagt, að tollur sé
i ölium greinum þeim mun
meiri sem vörur eru meiri
munaður eða óþarfi, þótt
greinileg hneigð hafi verið í
þá átt hjá löggjafanum. Meðal
nauðsynjavara, sem eru hátt
tollaðar skv. þessu eru búsá-
höld. Löggjafinn hefur, semmi
lega af tekjuöflunarástæðum,
ekkí talið sér fært að lækka
tolla á þeim vörum. Fyrir-
spyrjandi nefnir kristalvasa
og vatnsglös í sama tollflokki
sem dæmi um ósanngimi lag
anna. Á það má benda, að
mörk milli búsáhalda og
skrautvöru geta oft verið of
óljós til að gera þar í milli
skarpan mun á tollum.
Að því er varðar saman-
burð tolla á silfurborðbúnaði,
sem nú er 60%, og sömu vöru
úr stáli, nú 100%, mun sá mis
munur stafa af miklum verð
mætismun og þvi aukinni
hættu á smygli eft'r því sem
tollur hinnar dýrari vörrn er
hærri.
Ráðuneytið treystist ekki
til að láta í Ijós álit um, hvort
hér er um „óréttlæti“ að
ræða. Þetta er gildandi lög-
gjöf, hvernig sem borgurum-
um kann að líka efni henn-
ar.“
SÆDÝRASAFNIB
Þórður Sverrisson, Þórs-
götu 12, spyr:
„Hefur Dýravemdunarsam
band íslands kynnt sér eða
fengið erlendan sérfræðimg
til að kanna aðbúnað dýr-
anna í hinu svonefnda Sæ-
dýrasafni?“
Ásgeir H. Eiríksson, formað
ur Sambands ísl. dýravernd-
unaríélaga, svarar:
„Sarrebandið hefur ekki
fengið erlenda sérfræðinga til
að kanna aðbúnað dýranna í
Sædýrasafnimi, en það er
rétt, að mjög er deilt um
safnið. Sumir telja, að aðbún
aður dýranma sé sHkur, að
slíkt eigi ekki að leyfa, en
svo eru aðrir, og þeirra á
meðal er ég, sem v'lja rétt-
læta starfsemi safnsins mieð
því, að það sé svo mikil mauð
syn fyrir borgarbömin, að
eiga kost á að kynnast dýr-
unum. Á það skal bent, að
öH dýrin í safninu eru umdir
reglulegu eftirliti dýralækna.
Hvað aðbúnaðinn smertir, tel
ég að ljóst sé, að heilsufar
dýranna er gott og sömmleið
is mataræði þeirra, en það er
þá helzt, að þröngt sé um
þau. En erfitt er að bæta úr
slíku í snarhasti, þar sem
safnið er mjög févana.“
HN1I
SPIULINGARDEILDIN: Rod
Stewart afþakkaði boð blaða-
manns Mclody Maker, Max
•lones, á krá í London, Jtegar
Max bauð upp á vænan
whiskysjúss. „Ég vH bara fá
einn lítinn“, sagði Rod. „Ég
er ekki á bíl!“
iÞRÓTTADEILDIN: Fyrsta
árlega Canned Heat boðs-
keiluspilskeppnin verður hald
in innan tiðar með þátttöku
Chicago, Fanny, Dr. Hook &
Medicine Show, og Beach
Boys. Keppnin verður háð í
Los Angeles.
TIL ERU tvær gerðir af nýj-
nm“ hljómsveitum: Hljóm-
sveitir, sem skipaðar eru
hljóðfærakikurum, sem eru
að stíga sín fyrstu spor i
bransanum, og hljómsveit-
ir sem skipaðar eru
hljóðfæraieikurum, sem allir
hafa spilað áður í öðrum
hljómsveitum, en hafa nú tek
ið upp samstarf. Hljómsveit-
in „ÖLDURÓT“ heyrir til síð
ari flokkninn, Jiar sem iiðs-
menn hennar eru engir ný-
græðingar í faginu, en sem
hljómsveit er hún samt
tiltölulega ný, stofnuð fyr-
ir áramót sL Þá var hún
skipuð þremur mönnum, en
nýlega bættist sá f jórði í hóp-
inn. Hljómsveitin lék framan
af mest í einkasamkvæmum
og á árshátíðum, en er nú að
auka við sig og færast inn á
almenna dansleiki að auki.
Hana skipa þeir Anton Kröy-
er, gítarleikari, Gunnar Jósefs
son, trommuleikari, Kristinn
Valdimarsson, orgelleikari, og
Óskar Kristjánsson, bassaleik
arl. Anton hefur m.a. verið í
hljómsveit, sem nefndist G.B.,
Gunnar í Acropolis og Óskar
í B.J. Hljómsveitin leikur
bæði gömlu og nýju dansana,
einskorðar sig ekki við neina
sérstaka tónlist, en býður upp
á fjölbreytt lagaval og eitt-
hvað fyrir alla.
ÖLDURÓT.