Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 11
11
MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRIL 1973
Samningsaðil d opinberra
starfsmanna breytt
Halldór E. Sigriirðsson fjár-
málaráðherra mælti fyrir frum
varpi til laga um kjarasamninga
opinberria startsmajina. Megin-
breytingamar, sem frumvarpið
hefiu- í för með sér eru, að samn-
ing-siaðildinni er breytt þannig,
að ekki er lengur lögbimdið að
BSRB fari með fyrirsvar af
hendi .allra ríkisstarfsmanna, án
tillits til þess, hvort starfsmenn-
imir eru innan vébanda þeirra
eða ekki. f raun þýðir þetta að
Bandalag háskólamanna fær
samningsaðild. Pá er fjármála-
ráðhetrra veitt heimild i 4. gr.
laganna til að veita Læknafélagi
íslands heámild tíl að semja
sjálft fyrir félagsmenn sína, ef
samtökin óski þess.
Frumvarpið gerir ekki ráð
fyrir að opinberir starfsmenn
fái verkfallsrétt. f málefnasnmn-
ingi ríkisstjómarinnar segir:
„Ríkisstjómin vill, að opinberir
starfsmenn fái fullan samnings-
Þ
FRÉTTIR
I STUTTU MÁLI
Gunnar Thoroddsen
rétt um kjör sín, enda hverfi þá
öll sjálfvirk tcngsl á milli launa-
samninga þcirra og annars launa-
fólks." Gunnar Thoroddsen, sem
átti sæti í þeirri nefnd, sem
frumvarpið samdi, sagði að gerð-
ar hefðu verið ítrekaðar tilraunir
marks nema hann brjóti af sér
í starfinu, svo að rétt þyki að
•> ■*«w* rik- 2£LÍT;..4r_EÍJES*»!:
isstjóminni, við hvað hún ætti
með þessu ákvæði, en engar
skýringar hefðu fengizt.
Gunnar Thoroddsen sagði m.a.:
Þess var óslkað í nefndinni, að
ríkisstjómin skýrðd það nokkru
náinar, hvað ákvæðið í stjórnar-
sáttmála num um saamnin'gsrétt
opinberra starfsmanna þýddi, því
að merm voru ekfki á einu máli
utn, bvemig bæri að skýra það
eða túlka. Menn vildu gjaman
fá skýringu á því, hvað væri átt
við með fullum samningsrétti.
Nú hefWu opinberir starfsmenn
fengið sarrmmgsrétt 1962. Menn
vildu fá Skýringu á því, hvað
væri átt við með sjálfvirkum
tengslum máJM launasamninga
opinberra starfsmanna og ann-
ars launafólks, sem ættu að falla
niður. Það hefur ekki tekizt enn
að fá sfkýringar frá ríkisstjóm-
inni á þessu áikvæði sáttmálans.
Nú er það þannig, að opinberir
starfsmenn njóta m.a. þess rétt-
ar, sem margir þeirra leggja
mikla áherzlu á að haldist, að
maður, sem skipaður hefur verið
I opimbert starf, á rétt á að
halda því starfi tíl aldurshá-
stundum kallað æviráðning. Það
kom fram, að bæði í rikisstjóm-
inni og innan stjómarflokkanna
eru ailskiptar skoðanir um það,
hvert beri að stefna í þessu efni,
hvort veita eigi opinberum
starfsmönnum verkfallsrétt eins
og þeir hafa, sem falla undir
lög um stéttarfélög og vinnu-
deilur eða ekki, eða hvort það
eigi að veita fullan verkfallsrétt
eða takmarkaðan verkfallsrétt.
Það hefur komið í ljós, að
innan s t j órn arflokkanna eru
m.a. þær skoðanir uppi, að opin-
berir starfsmenn edgi að visu að
fá verfcfallsrétt, en þá verði þeir
að sleppa hinni svoköMuðu ævi-
ráðniingu, þeirri tryggingu, sem
hinir opinheru starfsmenn hafa
lagt svo mikið upp úr. Og þegar
samtök hinna opinberu starfs-
manna hafa verið spurð, þá hafa
þau lýst því yfir, að þau mundu
ekki vilja kaupa verkfallsrétt því
verði að Sleppa æviráðningunni.
Ég get þessa hér til þess aðeins
að skýra nokfcuð þetta mál, og
það er auðvitað ein af ástæðun
um til þess, að nefndin hefur
ekki ýkja mikið fjalllað um hinn
AIÞinCI
svokallaða verkfaHsrétt, að í
raundnni hefur það efkki verið
Ijóesft og er ekki ljóst enn í dag,
hvað rikisstjórnin viill sjálf í
þeim efnurn.
Varðandi sjálfa samnimgsaðild-
ina, þá er það svo samkvæmt
gifldandi lögum frá 1962, að
samningsaðilii fyrir hönd hinna
opinberu starfsmanna er Bandai
lag starfsmaruna ríkis og bæja.
Nú hafa um allmörg ár verið
uppi ákveðnar óskir og kröfur
frá Bandalagi háskólamanna um,
að það bandalag yrði einnig
viiðurkennt sem samningsaðili og
þetta atriði hefur verið í raun-
inni eitt aðalverkefnd nefndar-
innar. Niðurstaðan hefur orðíð
sú, sem greinir í þessu frumr
varpi að gera þá breytingu S
gildandi lögum að í stað þess,
að samningsaðilmn sé einn,
BSRB, þá séu þeir tveir, BSRB
og Bandalag háskólamanna. Þó
að ekki sé þetta berum orðum
tekið fram í frumvarpdnu, þá
I liggur þetta á bak við.
Matthías Bjarnason:
Fjárhagur hafnanna
mjög bágborinn
VIÐ umræður á Alþingi um
frumvarp að hafnarlögum
fyrir nokkru, flutti Matthías
Bjarnason ræðu, þar sem
hann sagði m. a.: „Eins óg
fram kemur í ákvæði til bráða
birgða í frumvarpinu, þá seg-
ir: „Ge.ra skal sérstakar ráð-
stafanir til að létta greiðslu-
byrði þeirra hafnasjóða af
löngum lánum, sem verst eru
settir og skal þá miða við lán-
in eins og þau em, er lög þessi
taka gildi.“
Við fjárlagagerð fyrir árið
1973 skyldi samgönguráðu-
raeyti gera Alþingi sérstaka
grein fyrir fjárþörf í þessu
efni og ráðherra gera tiinögu
tiil fjárveittinganeíndar um
skLptingu fjárins og skal við
skiptinguna haf-a hliðsjón af
tekjum og gjöldum hafnar-
sjóðs, framlagi sveitarfélaga
tifl hafnarsjóðs, fóliksfjölda og
öðruim þeim atriðum, sem
hafa áhrif á greiðslugetu hafn
arsjóðsins. Nú var það ætlun-
in, þegar fnwnvarp þetta var
lagfl fram á þingi snemima á
s.l. hausti, að það yrði orðið að
lögum áður en afgreiðsla fjár-
laga færi fram og iýsti Hanni-
bal Valdimarsson yflr því, að
það væri ákveðinn vilji sinn,
að þetta frumvarp yrðd orðið
að lögum fyrir þann tíma.
Hins vegar varð sú breyting
á, að það var ákveðið af rík-
isstjórninni að þetta frum-
varp yrði eklki lögfest, fyrr en
síðar á þessu þingi. Þrátt
íyrir þessa breytingu var tek-
iu upp í heimildargreiin fjár-
laga heimild fyrir ríkisstjóm-
ina að taika lán að upphæð
allt að 40 miLljónir króna til
að létta greiðslubyrði þeirra
hafnarsjóða, sem verst eru
settir vegna langra lána.
Ráðherrann skail gera til-
lögu til fjárveitinganefndar
um skiptingu fjárins og skal
við skiptinguna hafa hliðsjón
af tekjum og gjöldum hafnar-
sjóðs, frairilagi sveitarfélags
til hafnarsjóðs, fólksfjöWa og
öðrurn þeim atriðum, sem
hafa áhrif á greiðsflugetu hafn-
arsjóðsins. Með því að taka
þessa heámild inn á fjáriög,
h.afði ríkisstjórnin og fjár-
málaráðherra í raun og veru
lýst því yfir og komið til móts
við þær óskir, sem felast í
þessu frumvarpd, að þetta
ákvæði tfl bráðabirgða komi
tii framkvæmda á þennan
hátt þegar á þessu ári, þó að
þessi lög eða þetta frumvarp,
setn við hér ræðuim um komi
ekki til framkvæmda fyrr en
1. janúar 1974.
Nú vitum við það allir, að
fjárhagsstaða hinna ýmsu
haf.narsjóða er með eindæm-
um bágborin, og viða er svo
háttað, að það er ekki hægt að
standa við skuldbindingar
hafnarsjóðanna og sum sveit-
arfélög hafa orðið að leggja
á í útsvörum, jafnvei
liðliega fjórða part til
þess að standa undir afborg-
unum og vöxtum af hafnar-
lánum. Þess vegna er mér
mjög í miun að spyrja, hvort
ríkiisstjómin hafi efcki ákveð-
ið að nota þessa heimild og
taka lán að upphæð 40 milflj-
ónir króna í þesau skyni eins
og gefið var fyririieit um og
staðfest með þessari heildar-
grein. Ég vænti þess, að fjár-
málaráðherra svari þessari
fyrirspurn og jafnframt
ef svo er, hveraær megi
búast við því, að þesisar til-
lögur liggi fyrir um skiptingu
á þessu fé, þvi að hafnar-
sjóðum og sveitarfélögum er
það brýn nauðsyn að vita,
hvers vænta má í þessiwn efn-
u>m. Ennfremur hef ég löng-
un til að spyrjast fyrir um,
hvort það er ætiun ríkisstjórn-
arinnar að nota aðra heimild
í fjárlögum, að ábyrgjast lán
vegn.a hafnarsjóðs að upphæð
allt að 30 mi'lfljónir króna
vegna endurgreiOslu af eldri
lánum sjóðsins og hvort þessi
lán hafi verið tekin.
Ég vil lýsa þvi yfir, að ég
er eftir atvikum ánægður
með þetta frumvarp tifl nýrra
Matthías Bjarnason
hafnarlaga og tel, að með því
að lögfesta þetta frumvarp,
þá sé mjög komið til móts við
sveitarfélögim og sérstaklega
þau sveitarfélög, sem verst
eru sett, bæði hvað fámenni
snertir og hafa orðið að fara
út í dýrar hafnarframkvæmd-
ir, þvi að það sá maður fljót-
lega eftir setningu þeirra
hafnariaga, sem nú eru í
gifldi, að ekki var nógu langt
gengið í þeim efrnuim. Þetta
frunwarp bætir hér verulega
úr. Það gerir míkflu hreinni og
gleggri skiil á framlögum rík-
issjóðs til hinna einstöku
hafnargerða og sömuleiðis er
aukin þátttaka ríkissjóðs í
hafnarframkvæmdum og það
sem veitur þó á rraestu er það
ákvæði til bráðabirgða, sem
er í þesau frumvarpi, að
rétta hag minnstu sveitarfé-
lagarma, sem eiga við mesta
erfiðieika að etja viö að
standa undir afborgunum
lána og vaxta vegna hafnar-
gerða.
Blönduós:
Skákþing Norðurlands
VEGAGERÐ
1 MÁNÁRSKRIDUM
1 gær var samþykkt þings-
ályktunartillaga sem Eyjólf-
ur Konráð Jónsson og Gunn-
ar Gíslason fluttu um að rík-
isstjómin láti gera kostnað-
aráætlun um kostnað við
vegagerð niðri við sjó í Mán-
árskriðum. Mánárskriður
eru sem kunnugt er eitt
helzta haft á Siglufjarðarvegi.
RÉTTARSTADA TJÓNÞOLA
VEGNA FLUGIJMFERÐAR
1 gær samþykkti Alþingi
svohljóðandi þingsályktunar-
tillögu: „Alþingi ályktar að
fela ríkisstjórninni að láta
kanna réttarstöðu sveitarfé-
laga, einstaklinga og fyrir-
tækja, sem eru í nágrenni
flugvalla, gagnvart eigendum
flugvéla er slysum og tjóni
valda, og lögfesta úrbætur,
sé þess þörf.“
Flutningsmenn tillögunnar
voru Oddur Ólafsson, Ólafur
G. Einarsson og Matthías Á.
Mathiesen.
VEGAGERÐ
YFIR SPRENGISAND
Þingsályktunartillaga Benó
nýs Amórssonar um að ríkis
stjórnin láti fara fram athug-
un á hakvæmni vegagerðar
yfir Sprengisand var í gær
samþykkt á Alþingi.
AÐSTAÐA NEMENDA FRÁ
LANDSBYGGÐINNI BÆTT
1 gær var eftirfarandi þings
ályktunartillaga frá Lárusi
Jónssyni og Matthíasi Bjarna
syni samþykkt á Alþingi: „A1
þingi ályktar að fela ríkis-
stjóminni að beita sér fyrir
því, að komið verði á fót mötu
neytum og heimavistum á
vegum hins opinbera, sem
ætlaðar verði þeim nemend-
um af landsbyggðinni, sem
sækja verða þá sérskóla í
Reykjavík, er ekki starfa ann
ars staðar á landinu. 1 þessu
sambandi verði m. a. karanað,
hvort ekki komi til greina að
semja við starfandi hótel um
slíkam rekstur.
LAGARFOSSVIRKJUN
SEINKAR EKKI
Það kom fram i svari Magn
úsar Kjartanssonar við fyrir-
spurn frá Sverri Hermanns-
syni, að framkvæmdir við
Lagarfossvirkjun gengju eðli
lega og gert væri ráð fyrir að
þeim yrði lokið 1. júlí 1974,
og hefði ekkert komið fram,
sem benti til þess, að þeim
myndi seinka.
Blönduósi, 3. apríl —
SKÁKÞING Norðlendinga hófst
á Blönduósi hinn 30. marz og
mun standa til 7. aprfl. í meist-
araflokki tefla 12 keppendur og
eftir 5 twnferðir er staðan þannig:
Efstur er Freysteinn Þorbergs-
son með 3 % og biðisflcák, annar
Gyllfi Þórhalflsson 3% vimning og
í 3. til 5. sæti eru Hjörleifur Hall-
dórsson, Jónas HaMdórsson og
Hrafn Arnarson með 2L4 og bið-
skáfc. í 6. sæti er Hólimgrímur
Heiðreksson með 2 vinninga og
biðs'kák, Baldur Þórarinsson með
2 viminiiniga, Jón Hannesson með
1% viinning og tvær biðskákir,
Sigurður Pétursson er með 1V4
vinning og biðskák. í 10. sæti er
Halldór Einamsson með 1% vinn-
ing, Bjarki Bragason með 1 vinn-
irag og tvær biðskákir og 12. og
síðastJur er Jóhann Guðimundsson
með 1 vinning.
í fyrsta flokki keppa fjórir
keppendur og verður þar tefld
tvöföld umferð. Efstur er Eggert
Levý mieð 3% vinning eftir 5
umferðir, Björn Kristjánsson
með 3 vinnmga, Egill Þór Hauks-
son með 2 vinnimga og Ingimar
Jónsson með 1% vinnlng.
Ennfremraur fer fram unglimga-
keppni. Þátttakeradur eru 12.
Eftir 9 umferðir eru þrír efstu
metm jafnir með 7 vinninga
hver: Al'bert Svavarsson, Einar
Guðmiundsson og Jóharan Ævars-
son.
Núverandi Norðurlandsmeist-
ari er Halldór Jónsson, en hann
teflir ekki á þessu móti. — Björn.
Inmiiflegar þaflckir færi ég öll-
um þeflm viraum og vanda-
mönnum, sem glöddu mig
með heimsóknum, gjöfum og
heilliaskeytum á áttræðisaf-
mæli mírau.
Guð blessi yWcur öll.
Marsibil Jóhannsdóttir.
Ferða-
kaupstefna í júní
FLUGFÉLAG íslands gengst fyr
ir ferðakaupstefnu í Reykjavik I
júníbyrjun i samvinnu við flug-
félögin BEA og SAS. Ferðakaup-
stefnan er fyrir erlenda ferða-
skrifstofumenn. Þeim eru kynnt
ir ferðamöguleikar hér á landi
og að hitta íslenzka ferðaskrif-
stofumenn, hótelmenn og flutn-
ingaaðila.
Otlendingarnir munu einnig fá
tækifæri til að ferðast um land-
ið.
Slík ferðakaupstefna var hald-
in hér á vegum fyrrgreindra að-
ila i fyrra og þðtti þá takast svo
vel, að nú hefur verið ákveðið að'
halda aðra slíka.