Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1973 17 fundnaland, áður en Skot- landskapallinn væri tekinn niður, og voru tvö skip send þangað. En ógerlegt reyndist að komast á staðinn vegna ísa. Verða sjálfsagt marg- ir fegnir að eðlilegt símasam band skuli vera komið mil'li Islands og Evrópulanda um sæsímann. Því undanfarnar vikur hafa íslendingar feng- ið að reyna hve háðir þeir eru orðnir símasambandi við útlönd um sæsímastreng. — Stora Nordiska á kapal- inn, útskýrði Petersen, en Póstur og sími fá hann til af nota og sjá um húsmæði og tæknimenn til að halda uppi rekstri hans. En 29 linur eru héðan til Skotlands. Þama á neðri hæð Gagrn- fræðaskólans eru allar grein ar símaþjónustunnar, loft- skeytastöðin, sjálfvirka stöð- in, sæsimastöðin og bæjar- siminn. Þama hittum við að störfum stöðvarstjórann í Vestmannaeyjum, Hörð Bjarnason. Og þar var verið að vinna að uppsetningu á bæjarsimakerfi undir stjórn Sigurgeirs Sigurðssonar, símaverkstjóra, og lögðu margir þar hönd að. Simasamband hefur verið erfitt að undanförnu, meðan flutningur á stöðinni stóð yf- ir. Og enn geta ekki nema 8 simnotendur talað í einu inn anbæjar í Eyjum, svo oft er erfitt að 'kom'ast að. Lín- ur í land eru 6 plús 6. Sex linur eru í sjálfvirku stöðinni og þvi hefur iðu'lega verið mikið þolinmæðisverk að hringja héðan til Reykja- víkur, en auk þess hafa al- mannavarnir, flugþjónustan, flugturninn, símstöðin og jarðfræðingar 6 beinar línur í land. Er þarna unnið af kappi að tengingum, svo ekki verði þörf fyrir gömlu stöðina ef hún fer und ir hraun, en hún mun ekki vera nema 100 m frá hraun- brúninni. — Þetta er mikið verk, sagði Sigurgeir verk- stjóri, en það er nú farið að greiðast úr þessu. 1 homi loftskeytastöðvar- innar hittum við fyrir sömu menn á verði, sem við höfð- um hitt að störfum dag og nótt fyrstu gosvikuna, þá Hjálmar Guðmundsson og Jón Stefánsson. Þeir sögðu að störfin hefðu verið erfið að undanfömu meðan fjöl- símann vantaði, en þeir voru að venju að hlusta á báta og skip og reyna að vinna eðli- leg störf. Á efri hæð skólahússins stendur á eirnni hurðinni gos vakt — jarðfræðingar. Þarna eru haldnar nákvæmar skýrslur yfir gosið, allar at- huganir frá degi til dags oig allar mælingar. Þarna eru að jafnaði að störfum mælinga- menn frá Landmælingum og Orkustofnun, sem stöðugt Framhald á bls. 23. Á hinuni daglega fundi almannavarnanefndar (frá vinstri): Páll Zophoníasson, bæjarverkfræðingur, Kristján Egilsson, hér- aðslæknir, Atii Elíasson, áhaldahúsinu, Kristinn Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, Leó Kristjánsson, jarðefnafræðingur, Magnús Magnússon, bæjarstjóri, Jón Þorsteinsson, fulltrúi bæjarfógeta og Heiðrekur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þjónustudeild- ar. Slagæð Vestmannaeyja í Gagnfræðaskólanum Vestmannaeyjum, 30. marz. Eftir Elínu Pálniadóttur. Gagrnfræðaskólinn í Vest- mannaeyjum stendur hátt, of arlega og vestarlega í bæn- um. Það er ástæðan fyrir því að þangað liggja nú allar leið ir. Þar er orðin miðstöð þeirra mikilvægu stofnana, sem flúið hafa að und- anförnu undan hrauni og gasi úr miðbænum. Þetta er einhver öruggasti staðurinn í Eyjum, þó að vísu hafi síð- ustu daga líka mælzt þar gas í kjallara og þvi bannað að sofa þar niðri. Þarna eru bæj arskrifstofurnar, almanna varnir, bækistöð jarð- fræðinga og mælingamanna. Þangað fluttist símstöðin, svo þar um fara öll síma- viðskipti við útlönd á næst- unni um sæsíniann og sima- viðskipti innanbæjar og til „fastalandsins“. Og þarna er 300 manna mötuneyti fyrir þá, sem störfum þurfa að gegna i Eyjum, Jki að ekki hafi verið þar rafmagn nema af smámótor siðan rafstöðin fór. Okkur þótti því ástæða til að líta þarna inn og styðja fingri á slagæð staðarins og þreifa á þeirri starfsemi sem þar er. Þarna var að hefjast kl. 2.30 hinn daglegi fund- ur, sem Magnús Magnússon, bæjarstjóri og formaður al- mannavarnanefndar held- ur með nefindarmönnum, flokksstjórum ýmissa starfs- deilda, vakthafandi jarðfræð ingi, fuillitrúi flógeta o. fl. Þar eru veittar upplýsíngar, menn skiptast á skoðunum og taka ákvörðun um hvað beri að gera og að hverju stefna á hverjum degi. Rætt er manna hald, starfsmenn fluttir þang að sem mest liggur við hraun ógnar. Vandamál, sem sífellt þarf að endurskoða. Á neðri hæðinni var mikið um að vera. Þar unnu 31 is- lenzkir og danskir símatækni menn af kappi við að tengja þræði og koma upp simasam- bandi innanbæjar, við land og til útlanda, þvi um Vest- mannaeyjar liggur sæsiminn þvílík flækja af vírum og alls konar tengingum að ekki mun ég gera tilraun til að lýsa því völundarhúsi. A. Petersen, yfirverkfræð- ing'Ur frá Norræna símafélag inu, sem 1%1 setti upp stöð- ina fyrir sæsima í Vestmanna eyjum, er þarna kominn með 6 menn með sér og hefur þeim Stúlkurnar við skenkinn í m ötuneytinu í leikfimishúsinu. og störfin samræmd. Við smelltum mynd af þeim, sem mættir voru á fundinn, og lét um þá svo í friði með sin vandamál, sem eru mörg og margs konar í bæ, sem milli Islands og Skotlands. Einnig simakapallinn um Grænland til Kanada. Fyrir viku varð öll starfsemin að flytjast úr gamla símstöðvar húsinu vegna gasmengunar og tekin var ákvörðun um að flytja öll tæki og síma- þjónustu í Gagnfræða- skólann. Nú liggja þar kapl- ar út um glugga og inni er tekizt ásamt íslenzku sima- möinnunum að koma á sæsíma tengingunni við Færeyjar á sex dögum. Var komið á sam- band við Færeyjar og áfram til Skotlands síðdegis á föstu dag og þykir næstum krafta- verk. Ætlunin hafði verið að reyna að gera við sæsímakap alinn til Kanada, sem slitinn er eir.ihvars staðair við Ný- Við upplýsingaþjónustu símans. Alexander Guðmundsson í jarðfræði- og mælingadeild. Leó Kristjánsson, jarðefnafræðingur, Gunnar Þorbergsson frá situr við borðið og aðrir tæknimenn símans í kring. Orkustofnun, Ólafur Ásgeirsson og Óiafur Valsson frá Landmælingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.