Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRJlL 1973
Þeir verða I sviðsijðsinu í kvöld. Mymlin er úr leik FH og Vals og er það Gísli Blöndal sem
kominn er í skotfæri. Leikirnir í kvöld eru mjög mikilvægir bæði fyrir Vai og FH.
Setja Haukar og lR
strik í reikninginn?
Tveir leikir í 1. deild í kvöld
FÁIR leikir em nú eftir í 1. deilð
karla i handknattleik og enn
getur ýmisiegt gerzt á toppi deild
arinnar. Valur hefur þó beztu
vígstöðuna, en FH-ingar fylgja
fast á eftir. f kvöld fara fram
tveir leikir í deildinni og geta
þeir báðir haft mikil áhrif í deild
inni. Fyrst leika FH — ÍR og síð-
an Haukar — Valur, fara leik-
imir fram í fþróttahúsinu i
Haínarfiröi og hefst sá fyrri kl.
20.15.
ÍR-liðið hefur dalað nokkuð að
undanfömu, en ætti þó að geta
velgt liði FH undir uiggum, ef lið
ið nær saman. Því er þó ekki að
neita að FH-ingar eru mun sig-
urstranglegri og ættu samkvæmt
öllum sólarmerkjum að dæma,
að sigra í leiknum. Fyrri leik lið
anna i íslandsmótinu lauk með
sigri FH 20:19 og var það einn
af „heppnissigrum“ FH-in.ga.
Seinni leikurinn í kvöld verður
svo, eiins og áður sagði, milli
Hauka og VaLs. Valur burstaði
Haukana í fyrri leik liðanna í
vetur með 23 mörkum gegn 11,
en siðan það var ,hefur margt
breytzt. Haukar hafa tekið stór-
stígum framförum og eru til alis
Enska
knattspyrnan
TVEIR leikir voru leikndr í 1.
dedld ensku knattspymunnar í
gær. Úrslit urðu:
Chelsea — Tottenham 0:1
Everton — Norwich 2:2
Gat fengið leyfi
Jón Erlendsson svarar
Hjalta Einarssyni
ÉG þakka Hjalta Einarssyni
greinargott og hreinskilið
svar, enda bjóst ég ekki við
öðru, en vildi fyrirbyggja að
slúðursögur kæmiust á kreik
vegna yfirlýsingar hans. Að
öllum Líkindum hef ég mis-
skiiið hann kvöldið sem hann
hafnaði leiknum gegn Norð-
mönnum, eða ekki gætt þess
að fá nógu greinargott svar.
Mér er kunnugt um það að
Hjalti hefur orðið fyrir
tekjumissi undir sömu kring-
umstæðum og fékk ég þar
engu u.m ráðið, þrátt fyrir
góðan vilja. Mér er einnig
kunnugt um það að flestar
þær ferðir og jafnvel leikir
hér heima sem landsliðið tek-
ur þátt í, valda leikmönnum
tekjumissi og oft á tíðum
verulegum útgjöldum.
Þessu verðum við að
breyta, ef við eigum að geta
vomazt eftir að halda í horf-
inu hvað þá heldur ef við vilj
um komast lengra, Við sem
höfum staðið að landsliðinu
síðustu árin höfum fyrir
Löngu gert okikur það ijóst,
hversu baráttan hefur verið
vonLítil. Ekki vegna andstæð-
inganna, heldur vegna að-
stöðunnar. Okkur er það
einnig Ijóst, að oft hefur
skort aðeins herzLumuninn
tii þess að ná liðinu upp úr
þeirri stöðnun sem þar hefur
verið. Við teljum okkur einn-
ig vita hvað þarf að
gera. Handknattleikssam-
bandið ræður ekki eitt við
það verkefni. Engin sanngirni
er í því að krefjast þess af
iandsliðsmönnum að þeir Láti
það bitna á heimilinu að vera
valdir til þess að koma fram
fyrir landsins hönd. Spurning
in er því þessi: Er vilji fyrir
því, að leggja það af mörk-
um, sem til þarf?
-lón Erlendsson.
iíklegir í kvöld og Valsmenn
verða sannarlega að fara að öliu
með gát. Það er engin ástæða til
að vanmeta Haukaan, en ef Vals
menn leika eins vei og þeir hafa
gert að undanförnu verður sig-
ur.nn í leiknum þeirra.
Frjálsíþróttamót
ÁRMANN, iR og KR gangast
fyrir frjálsíþróttamóti í Lau.gar-
daishöiLLnni og Baldurshaga n.k.
laugardag 7. apríi. í fþróttahölL-
inni verður keppt í eftirtöldum
greinum: Kúiuvarpi karla og
kvenna, hástökki karia og
kvenna, 600 metra hiaup kvenina
og 1000 metra hlaup karla.
Keppnin hefst kl. 13.30. í Bald-
urshaga hefst keppnin kl. 15.30.
Keppt verður í 50 meta hlaupi
karla og kyenna, 50 metra
grindahlaupi karla og kvenna,
langstökki karla og kvenma.
... Leikir
unga fólksins
ISLANDSMÓTIÐ í yngri flokk
unum í handknattleik er nú vel
á veg komið og keppni jafnvel
lokið í nokkrum riðlanna. Úrslit
á milli riðla fara fram síðast í
þessum mánuði. Um síðustu
helgi fóru fram nokkrir leikir í
íþróttahúsinu í Hafnarfirði og
urðu úrslit þeirra sem hér segir:
2. flokkur kvenna:
Haukar — Víkingur 3—0
3. flokkur karla:
Stjaman — Breiðablik 16—1
ÍR — Fylkir 10—9
HK — Þróttur 10—11
Haukar — f A 9—8
Fram — Selfoss 16—11
í 2. flokki kvenna er staðan nú
þessi:
A-riðili:
Þróttur 4 4 0 0 20:10 8
ÍBK 4 2 10 17:11 5
ÍR 4 112 12:17 3
Breiðablik 4 10 3 12:15 2
Stjaman 4 1 0 3 15:24 2
B-riðill:
Haukar 3 2 0 1 10: 7 4
FH 2 1 0 1 10: 9 2
Víkingur 2 10 1 5: 6 2
Grótta 4 1 0 3 15:20 2
Valur 1 1 0 0 6: 4 2
C-riðiII:
Ármann 2 2 0 0 13: 2 4
KR 1 1 0 0 8: 2 2
Fram 2 10 1 8: 8 2
Fylkir 4 1 0 3 11:27 2
UMFN 10 0 1 6: 7 0
Mikið ósamræmi virðist ríkja
í niðurröðun leikja í öðrum
flokki kvenna. Til dæmis er
leikjum lokið í a-riðli, en i c-riðli
er keppnin hins vegar ekki hálfn
uð, nokkuð mun vera um frest-
aða leiki. Þróttur sigraði a-riðil-
inn örugglega, i b-riðli er Valur
eina liðið án taps, en hef-ur að-
eins leikið einn leik, Haukar,
FH og Víkingur hafa tapað ein-
um leik hvert féfag. í c-riðli
stamda Ármannsstúlkurnar bezt
að vígi, en KR gæti eiinnig bland-
að sér í toppbaráttuna.
Staðan i 2. flokki karla.
A-riðiIl:
Breiðablik 4 3 0 1 46:36
KR 4 2 1 1 48:43
FH 4 2 0 2 56:49
Haukar 4 2 0 2 34:40
fA 4112 47:48
Þróttur 4 1 0 3 38:52
Framhald á bls. 31.
LEIÐRETTING
f ÍÞRÓTTAFRÉTTUM Morgun-
blaðsins i gær var m.a. greint
frá úrslitum Lamdsflokkaglim-
unnar. Þar var sagt að Jón Unn-
dórsson hefði lagt Sigurð Jóns-
son í 1. flokk', það er ekki rétt,
heldur lauk viðureign þeirra
með jafngiími. úrslitin í 1.
þyngdarflokki urðu þessi:
1. Ingvi Þ. Yngvasom 2% vinn.
2. Jón Unndórsson 1% vinn.
3. Sigurður Jónsson 1 + 1 vinn.
4. Pétur Yngvason 1 vimn.
GETRAUKATAFLA KR. 14
ARSEHAL -
XEEDS UTD.
BIRMINGHAM
CHELSEA -
EVERTOK -
IPSWICH -
MANCH. UTD.
NEWCASTLE
SHEPF. UTD.
SUNDERLAND
- W0LVES
- LXVERPOOL
ST0KE CITV
COVENTRY
MANCH. CITY
- NORWICH
- WEST HAM
- CRYSTAL PAX.
TOTTENHAM - SOUTHAMPTON
W.B.A. - LEICESTER
OXPORD - Q.P.R.
CQ EH EH i ! S P4
H
< § 1 -aj < 1 CO : i
g W 02 u: §q
ALLS
1X2
Tveir ef.stu leikirnir á getraunaseðlinum eru undanúrsiit í ensku bikarkeppninni, en þeir fara
fram á hlutlausum völlum, leikur Arsenal og Sunderland i Sheffield og Ieikur Leeds og Wolv
es í Manchester. Þess skal getið, að leikirnir verða ekki framlengdir, þó að staðan sé jöfn að
loknum venjiiiegum leiktíma. Aðrir leikir á getraunaseðlinum eru í deildakeppninni og þar nýtur
þaú lið, sem fyrr er talið, heimavaliar.
Ajax — B. Munchen
— leikurinn sýndur í sjón-
varpinu í kvöld
f KVÖLD verður sýndur í sjón
varpinu hinn frægi leikur
milli hollcnzka liðsins Ajax
og vestur-þýzka liðsins Bay-
ern Miinchen í Evrópubikar-
keppninni í knattspyrnu.
Hefst útsendingin kl. 18.50.
Ómar Ragnarsson, íþrótta-
fréttamaður sjónvarpsins
sagði, að erfitt hefði reynzt
að fá þennan leik keyptan, en
eins og svo oft áður hefðu
Danir hlaupið undir bagga
með okkur og tekið leikinn
upp á myndsegulband fyrir
íslenzka sjónvarpið. Er leik-
urinn fór fram á dögunum
var honum sjónvarpað beint
um fjölmörg Evrópulönd og
fengu liðin himinháar upphæð
ir fyrir sjónvarpsréttinn.
Óhætt er að segja að mikill
fengur er að því að fá þennan
leik til sýningar, þar sem
þarna er um að ræða tvö af
beztu félagsliðum heims, og
er t.d. talið að þau séu til
muna betri en beztu ensku lið
in eru núna.