Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 23
MORGUNHLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRJlL 1973 23 OPIÐ BREF til Dagrúnar Kristjánsdóttur og reykvískra húsmæðra Heilar ogj sælar, húsmæður góðar! Ég geri mér það i upphaíi Ijóst, að það er mikið í fang færzt að skrifa ykkur bréf, kæru húsmæður Reykjavíkurborgar. Það er þó ekki skammarbréf, sem ég vildi þurfa að senda ykk- ur, og þá síður gæti um ástar- bréf verið að ræða, — til þess er ég bæði orðinn of gamall, og enda sendir það enginn opið til sinnar elskulegu. En það er um matinn og málefnin, sem mig langar að spjalla við ykkur, kæru húsmæður. Það var nú nýlega, að í sjón- varpinu var viðtal við Dagrúnu Kristjánsdóttur um verðhækkan- ir á okkar kjarngóða íslenzka sveitamat — og þá nýlega höfðu reykvískar húsmæður á fundi sínum samþykkt að hætta að kaupa landbúnaðarvörur vegna nýorðinna verðhækkana á þess- um vörum. Ekki lái ég ykkur, húsmæður góðar, þótt ykkur ofbjóði þetta háa verð, ég held að bændum of- bjóði það ekkert siður, og hafi siður en svo óskað eftir því sér til handa, því svo aum sem af- koma bænda var áður, þá batn- ar hún síður en svo við þessar hækkanir. En hvernig má það vera, gæt- uð þið spurt, húsmæður góðar, að afkoma bænda batnar ekki við snarhækkandi verð á afurð- um búanna. Engum er láandi þótt þannig sé spurt. En svarið verður einfaldlega ekki ósvipað og þið gætuð sjálf svarað þeirri spurningu, hvort afkoma heim- ila ykkar batnaði ekki við hækk- að kaup, sem heimilisfaðirinn fær til að flytja í búið ykkar, eða þið sjálfar vinnið fyrir. En ég þarf ekki að fá svar ykkar, — ég veit n.l. að kauphækkunin vegur ekki í öllu falli upp á móti þeirri dýrtíð, sem þið verð- ið nú við að búa vegna hækk- andi verðlags. Og til hvers er þá unnið? Þó er þetta nokkuð misjafnt — það fer eftir því í hvaða launaflokki heimilisfaðir- inn er, og hvort fjölskyldan er barnmörg eða fátt er í heimili, en gegnum sneitt mun hagurinn sáralítill eða enginn, ef hann er þá ekki öfugur — negatífur. — Jafnvel þótt kaupið hækki um kr. 2.500.00 — kr. 7.000.00 á mánuði, eftir mismunandi launa- flokkum. En það var ekki þetta eitt, sem freistaði mín til að skrifa ykkur bréf, mínar elskulegu hús mæður í Reykjavík, heldur hitt, af hverju þið tókuð eingöngu landbúnaðarvörur fyrir á dag- skrá ykkar, og aðeins þær einar, og beitið svo skelegglega áhrifa- mætti ykkar um fordæmingu þeirra vara einna. Við kaupum lika landbúnaðarvörur hér upp i sveit, og okkur þykir þær sjálf- um dýrar, bændunum, en við kaupum líka margar aðrar vör- ur, bæði innlendar og innfluttar, og það er síður en svo, að okkur þyki þær ódýrar. Við getum bent á óteljandi vörur, sem hækkað hafa gífurlega í verði nú síðustu árin, einnig nú síðustu mánuði og daga. Það yrði endalaus listi, sem við gætum skrifað upp þvi til staðfestingar. Ég hefi á stundum hlustað á hina ágætu húsmæðraþætti Dag- rúnar Kristjánsdóttur, og margt hefir hún um þau efni vel sagt. Má þar um ekki sízt nefna hvatn ingu hennai til húsmæðra um hollustuhætti hinna ýmsu land- búnaðarvara. En það er vitan- legt, að án þessarar vöru hefði hin islenzka þjóð ekki lifað í gegnum aldirnar í sínu harðbýla og kalda landi. Mann furðar því alveg á þeirri kenningu, sem nú skýtur upp kollinum, að nú skuli hinar sömu húsmæður hvattar til að setja kaupbann — þ.e. verk fall — á allar slíkar vörur, en þess í stað brýnt fyrir þeim að gefa börnum sínum og vinnandi eiginmönnum, já, ég veit ekki hvað: öl, sykurvatn, sítrónusafa, eða hvað það nú kallast, eða í bezta máta fisk, sem er þó kom- inn í uppundir 100 kr. kílóið. Ég veit svo ekki hvað i deserinn á að koma. En þetta tel ég ekki vera réttu leiðina til áhrifa á verðlagið I landiriu — eða dýr- tíðarpláguna. Rafmagn, sími, hitaveitugjöld, strætisvagnar, og öll möguleg þjónusta, ásamt innfluttri mat- vöru, hreinlætisvörum, fatnaði, sjónvarpi, útvarpi, svo eitthvað sé nefnt af hreinu handahófi, allt hækkar þetta vegna kauphækk- ana, og hækkana á erlendum vör um. Þetta er einnig stór liður, ásamt mörgu fleiru, í okkar dag- lega lífi. En af hverju er þessu öllu sleppt, þegar jafn áhrifa- mikil stétt eins og húsmæður þinga um dýrtíðarmál? Landbúnaðarvörur hækka vegna hækkaðra vinnulauna í ótal mörgu formi, flutnings- og vinnslukostnaður, sem er vegna kauphækkana. Áburður, vélar og verkfæri, fóðurbætir og ótelj- andi reksturskostnaður hækkar gífurlega. En hvar ætti að taka fjármuni fyrir öllum þessum aukna kostnaði, ef varan hækk- aði ekki í útseldu verði. En þrátt fyrir þetta hækkandi verð, virk- ar þetta í öfuga átt til hagsbóta fyrir bændur. Og aftur spyr ég: hver er þá ávinningurinn að öllu þessu brölti í trú á vaxandi vel- gengni vegna hækkaðs kaups, sem enginn vill svo sleppa af, — þegar árangurinn er ekki meiri né betri. Allar rekstrarvörur eru bænd um til skuldar reiknaðar um leið og þær eru teknar út i við- skipti þeirra í viðkomandi verzl- un, rétt eins og húsmóðirin verð ur að greiða sína vöru við búðar- borðið, um leið og hún tekur hana út. En ef bóndinn á ekki peninga til að borga þéssa vöru með, sem stundum skiptir hundr- uðum þús. króna, — t.d. áburð- ur, véla- og tækjakaup ýmiskon- ar, fóðurbætir, girðingarefni, ræktunarvörur o.fl., verður hann að borga 11% vexti í viðbót við kaupverðið. Og eftir því sem var an er dýrari, eftir þvi meiri vext ir, og þannig koll af kolli. En fjórða partinn af öllu mjólkur- innleggi, eða 25%, fá þeir ekki greitt fyrr en á öðru ári eftir að það er framleitt. Það virkar því þannig, að mjólk, sem lögð var inn í janúar nú i vetur, fæst ekki greidd að einum fjórða hluta fyrr en í maí—júni 1974, eða eftir um það bil 18 mánuði. Sama er með afurðir sauðfjár. Mundi nú ekki reykvískum húsmæðrum þykja það nokkuð strembið, að þurfa að lána af kaupinu sínu — eða manna sinna — frá þvi í.janúar í vetur og fram í júni 1974, að einum fjórða hluta. Ég myndi ekki lá þeim það. En svo þar að auki, — að þá loks þetta kaup þeirra yrði greitt, hvað myndu þær þá segja, ef 20—30% vantaði þá á það, að fullborgað væri samkvæmt gild» andi samningum, eins og svo oft, og oftast, hefur vantað á grund vallarverð til bænda. Og ekkert hafa bændur upp á að hlaupa S þeim efnum nema kaupið sitt, ekki einn einasti eyrir er reiknað ur þeim til vanhalda eða skakka falla á nökkurn hátt. Já, þá mættu þær svei mér taka sig saman i andlitinu til áhrifa, og ég myndi ekki lá þeim það. Nú er það ekki heldur svo, að ég sé að amast við kröfum ykk- ar blessaðra húsmæðranna á gang dýrtíðarmálanna. Það á ful] an rétt á sér að öðru leyti en því, að taka pUtaf fyrir fram- leiðsluvörur einnar atvinnustétt ar þjóðar okkar, þeirrar atvinnu stéttar, sem sannanlega á und- anförnum árum — ef ekki alltaf, — hefir veiið sú langsamlega lægst launaða af öllum stéttum í landi voru. Þó er það síður en svo, að þið, reykvískar húsmæður, séuð öf- undsverðar af kjörum ykkar. Sannleikurinn er sá, að þið eruð margar frekar aumkunarverðar fyrir það, að i raun og sannleika mættuð þið helzt engan mat kaupa fyrir heimilið ykkar, ein- ungis vegna þess, að þótt i mörg um, alltofmörgum tilfellum, bæði hjónin vinni svo sem fram ast er unnt — alla tíma ársins, — þá dugar kaupið hart nær fyrir litlu meira en húsakostn- aði, sköttum, fötum og kostnaði við að komast úr og í vinnuna. Ég þarf ekki að nefna tölur í þessu sambandi, þótt ég hafi þær til reiðu, ég veit að þið þekkið þetta, og tölurnar með. Þetta er sú sorgarsaga, sem allt- of mörgum er kunn. En af hverju, kæru húsmæður, tókuð þið ekki þennan þátt dýr tíðarinnar inn í prógrammið á- samt með landbúnaðarvörunum, vexti og afborganir og skatta af rándýrum húsakaupum, eða okur húsaleigu, eða hina 'nrikalegu skattpíningu, þegar m.a. meira en helmingur af launum manna er tekinn i skatta. Allt þetta er litlu eða engu betra að glíma við en dýrt smjör og kjöt. Ég er ekki heldur að álasa ykkur fyrir að taka verðlag land búnaðarvara til meðferðar á dag skrá ykkar, — síður en svo, — en aðeins að lá ykkur að taka sí og æ það eitt út af fyrir sig út úr þeim endemis vítahring, sem dýrtíðarskrúfan hefir snúizt í allar götur frá byrjun. En ef þið vilduð nú taka á ykkar dagskrá að vinna að því að færa þetta verðlag — og kaup gjald niður í það, sem var áður en þessi hækkun kom til fram- kvæmda, — þá er óhætt að lofa ykkur því, að bændur munu til þess veita ykkur fullan stuðn- ing, og mundu engu frekar fagna en ef það tækist. Því það er n. 1, svo skrítið með þetta allt sam- an, að þeirxa ávinningur af öllu þessu dýrtíðaræði er sízt þeim í hag. Nú, ef alvara er gerð úr því, að þið kaupið ekki framleiðslu- vörur bænda og þær ekki selj- ast, — þá er líka ráð til við því, — þeir koma bara til ykkar á mölina, bændurnir, og hætta einfaldlega að ala fé og kýr, og einhver ráð verða áreiðanlega til að hýsa þá þar ekki síður en blessaða Vestmannaeyingana, sem líka urðu að yfirgefa heim- ili sín, þó með öðrum hætti væri. En að lokum, húsmæður góð- ar, vil ég nú skora á ykkur, og treysti ykkur til þess betur en nokkrum öðrum, — að þið takið á dagskrá ykkar, með öllum þeim samtakamætti, sem þið haf ið yfir að ráða, hið eilífa, marg- rædda dýrtíðarvandamál. Það hefir karlmönnunum í öllu þeirra veldi enn ekki tekizt að ráða við, en alltaf aukið við vandann og magnað. Og ef ykkur ekki tekst það heldur — fer maður að trúa því, að það sé eitt af þeim lög- málum lífsins, sem hver og einn verði undir sinni sæng að hafa. Ykkar máttur er stór, það hefir sýnt sig á svo mörgum sviðum, og það væri verðugur þáttur í baráttu ykkar í frelsis- sögu fyrir jafnrétti og bræðra- lagi, ef þið gætuð brotið þennan draug niður í skuggann, en það gerist ekki með því, að taka einn þátt hans til meðferðar, en gleyma hinum. Annars gæti hann upp vaknað ennþá verri viðureignar en hann nokkurn tíman áður var. Með beztu kveðju. Jens í Kaldalóni. — Slagæö Vest- mannaeyja Framhald af bls. 17 mæla skrið hraunsins, og fylgjast nxeð mælingum, fjöll um og hólum, eins og Flökk- urunum, niður hraunstraum- inn. Þeir fylgjast m.a. með hæð nýja fjallsins, sem örðið er 253 metrar á hæð. Þeir senda oft tölur sinar beint tii Raunvísindastofnunar í síma og fá þær reiknaðar í tölv- unni og geta þannig haft handbærar tötur fljótt og vel fvrir iarðfræðinga og aðra að átta sig á. Þá er ótalin sú starfsemi í Gagnfræðaskólanum, sem hef ur bækistöð í leikfimishús- inu og er ekki sízt mikilvæg. Það er mötuneytið, þar sem borða um 300 manns, flestir þeir sem i Eyjum starfa. En annar matarstaður er Hótel HB. Mötuneytið í Gagnfræða skólanum flúði þangað úr mötuneyti Isféiagsins, en þar höfðu björgunarmenn og starfsmenn allir borðað frá fyrsta gosdegi. Og sem fyrr rekur mötuneytið Sigur- geir Jóhannsson, matsveinn. Nú hefur starfsliði heldur fjölgað hjá Sigurgeiri, sem stóð nær einn uppi sólar- hringum saman fyrstu gos- vikuna, sem frægt er orðið, og veitti þúsundum manna mat. Nú hefur hann 14 manns í vinnu. Nægir eru samt erfiðleik- arnir. Eftir að rafstöðin í Eyj um fór undir hraun, var mötuneytið nær rafmagns- laust í 3 sóiarhringa. Lítill mótor dugði til lítils meira en að laga kaffi. En nú er að koma stærri mótor og hægt að fara að elda sæmilega, sagði Sigurgeir. Að gagnfræðaskólanum er jafnan mikill straumur af fólki i bílum og gangandi, ekki sizt á matmálstím- um. Þar er nú miðstöð Vest- mannaeyja. — E. Pá. Þakkarávarp ÉG ÞAKKA mnilega öllum, sem sýndu mér vinsemd á afmæli mínu 23. febr. s.l. Ég þakka gjaf ir, skeyti og hlýjar kveðjur. Ég þakka kirkjukór Glaumbæjar- sóknar fyrir stórhöfðinglega gjöf, sem mér var færð heim á heimili mitt. Alveg sérstaklega þakka ég Skagfirðingáfélaginu og Skag- firzku söngsveitinni í Reykjavík fyrir blómagjafir og ógleyman- legar móttökur fyrr og síðar. — Lifið heil. Jón Björnsson, Hafsteinsstöðum. BílagarÖur Mercedes-Benz 250 S, 1967. Peugeot Station, 1971. Taunus 17 M Super, 1970. Opel Caravan, 1970. Opel Commandore, 1968. Vauxhall Viva GT, 1970. Bílar fyrir alla. - Kjör fyrir alla. - Hvergi betri kjör. BÍLASALAN BÍLAGARÐUR. Innisýningarsalur, sími 53188. Jón Rúnar Oddgeirsson. ir-1 main I—p»U||l|| Röntgentæknoskólinn Reykjnvík Nýir nemendur verða teknir í Röntgentæknaskól- ann á þessu ári og hefst kennsla 15. ágúst 1973. Inntökuskilyrði eru samkvæmt 4. gr. reglugerðar um röntgentæknaskóla: 1. Umsækjandi skal vera fulLra 17 ára. 2. Umsækjandi skal hafa lokið landsprófi mið- skóla eða gagnfræðaprófi með fyrstu einkunn í stærðfræði, eðlisfræði, íslenzku og einu er- lendu máli. 3. Umsækjandi, sem lokið hefur stúdentsp-rófi, hjúkrunarprófi, framhaldsdeild gagnfræðaskóla eða hefur tilsvarandi menntun, skal að öðru jöfnu ganga fyrir um skólavist. 4. Umsækjandi skal fra-mvísa læknisvottorði um héilsufar sitt. Áformað er að taka inn 15 nýja nemendur og er þeim, sem sent hafa skólastjórn fyrirspurnir um námið, sérstaklega bent á, að slíkar fyrirspurnir verða ekki taldar sem umsóknir. Umsóknir, sem greina aldur, menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, skulu hafa borizt fyrir 15. maí 1973 til skólastjóra, Ásmundar Brekkan, yfir- læknis, Röntgendeild Borgarspítalans, sem jafn- framt mun veita nánari upplýsingar um námið. Skólastjórn Röntgentæknaskólans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.