Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.04.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. APRÍL 1973 að búa við einu álverksmiðj- una, sem óhindrað fær að menga umhverfi sitt.“ Ákvörðun álversins um að setja upp hreinsitæki af ís- lenzkri gerð er að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni, en hún er þó ekki til komin fyrir stjórnvizku og ýtni Magnús- ar Kjartanssonar. Þar koma til greina allt önnur atriði. í samningi þeim um bygg- ingu Álversins í Straumsvík, sem gerður var af viðreisnar- stjórninni var sérstakt á- HREIN SITÆKIN í STRAUMSVÍK Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18,00 kr. eintakið. ryrir nokkrum dögum var * frá því skýrt, að forráða- menn Álversins í Straumsvík hefðu ákveðið að setja upp hreinsitæki í iðjuverinu sem væru íslenzk uppfinning, gerð af Jóni Þórðarsyni. Þessi ákvörðun Álversins hefur orðið Magnúsi Kjartanssyni, iðnaðarráðherra, tilefni til að reyna að slá sjálfan sig til riddara og hafa þær tilraun- ir birzt almenningi með býsna skoplegum hætti. í Þjóðviljanum sl. laugar- dag er sagt, að „lögfræðileg- ur ágreiningur um túlkun álsamningsins“ hafi verið lagður til hliðar og að „Magn ús Kjartansson beitti sér fyr- ir lausn málsins.“ Daginn eft- ir segir í forystugrein blaðs- ins: „Nú hefur tekizt fyrir ötula forgöngu Magnúsar Kjartanssonar, iðnaðar- og heilbrigðisráðherra, að hnekkja einu þessara atriða og knýja auðhringinn til að setja upp hreinsitækin í Straumsvík. . . . Hér hefur mikill sigur verið unninn í stað niðurlægjandi þjónustu- semi við hagsmuni auðhrings ins, sem áður setti svip á gerðir íslenzkra valdhafa. Hefur hringurimn nú orðið að lúta einbeittum kröfum ís- lenzkra stjómvalda og sú smán verið frá okkur tekin, kvæði um þá ábyrgð, sem álverið bæri á tjóni, sem hlytist af mengun frá verk- smiðjunni og að álverið skyldi gera allar eðlilegar ráðstafanir til að hafa hem- il á og draga úr skaðlegum áhrifum af rekstri bræðsl- unnar. í samræmi við álsamn ingana hafa farið fram at- huganir á flúormengun. Frá því að álsamningur- inn var gerður ,hafa orðið miklar breytingar á hreinsi- tækjum þeim, sem notuð eru í verksmiðjum af þessu tagi. Hreinsitæki þau, sem Jón Þórðarson hefur fundið upp, eru útbúin með þeim hætti, að þau gera kleift að nýta úr- gangsefni, sem ella mundu fara forgörðum. Ástæðan fyrir því, að álverið hefur nú tekið ákvörðun um að setja upp hreinsitækin, enda þótt flúormengun sé ekki komið yfir hættulegt mark, er því fyrst og fremst sú, að fyrirtækið hefur nú tæki- færi til að hagnýta úrgangs- efni, sem ekki hefur verið möguleiki á hingað til. Það eru því fyrst og fremst hagn- aðarsjónarmið, sem ráða á- kvörðun álversins en ekki málamiðlun af hálfu Magn- úsar Kjartanssonar, eða að hann hafi unnið svo stór- kostlegan sigur á „auðhringn um“. Eins og fyrr sagði, er það vissulega ánægjuefni, að hreinsitæki verða nú sett upp í álverinu í Straumsvík, og það íslenzk hreinsitæki, sem fundin eru upp af ís- lenzkum uppfinningamanni. Óneitanlega er það skoplegt, þegar iðnaðarráðherra reyn- ir að slá sig til riddara af" þessum sökum. En þetta er raunar ekki í fyrsta skipti, sem Magnús Kjartansson reynir að gera sig að hetju af engu tilefni. EINS 0G TRÉHESTAR ¥ nýútkomnu tölublaði Þjóð- mála, sem Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna gefa út, ritar Hannibal Valdi- marsson, félagsmálaráðherra, grein þar sem hann fjallar um þá spurningu, hvort við íslendingar eigum að mæta fyrir dómstólnum í Haag. í lok þessarar greinar, segir Hannibal Valdimarsson: „Af- staða okkar til lögsögunnar, meðan það mál var á dagskrá á engin áhrif að hafa á okk- ur varðandi þetta atriði. Enginn má binda sig við fyr- irframskoðanir í slíku stór- máli og ég trúi því ekki, að neinn íslenzkur stjórnmála- flokkur hagi sér eins og tré- hestur í slíku örlagamáli. En það er alger lágmarkskrafa, að þeir sem ekki vilja láta túlka málstað Íslands í Haag, færi fyrir því skýr rök, hvers vegna málstað okkar sé bet- ur borgið, með því að láta auðu stólana eina tala.“ Vissulega er það rétt, að samstarfsmenn Hannibals í ríkisstjórninni „hagi sér eins og tréhestar“ í þessu örlagaríka máli og tími er til kominn að samráðherr- ar Hannibals færi fram rök fyrir því, hvers vegna þeir vilja ekki sækja og verja mál fslands í Haag. BANDALAG ENGILSAXA Eftir David Rees LONDON — Síðan Bretar gengu í Efnahagsbandalagið hafa þeir lít- ið viljað gera úr bandalaginu við Bandaríkjamenn og samvinnunni við þá í kjarnorkumálum, en þó hefur ekkert rýrt gildi þessarar samvinnu og mikilvægi þeirrar ábyrgðar, sem Bandarikjamenn bera á vömum Vest urlanda. Þegar Edward Heath forsætisráð- herra fór til Washington fyrir nokkrum vikum var þannig á það lögð áherzla, að hann væri fyrst og fremst i röð helztu forystumanna Evrópu, enda var það í samræmi við það nýja hlutverk, sem Bretar hafa tekið sér við inngönguna i EBE. Seinna kom auðvitað í ljós, að Nixon forseti og Heath ræddu einn- ig allrækilega um miklu eldri og kannski flóknari mál en framtíð við- skipta Bandarikjanna við Efnahags- bandaiagslöndin. Sannleikurinn er auðvitað sá, að umþætur á gjaldeyr- iskerfinu og viðskipti Vesturlanda eru aukaatriði miðað við kjarnorku- samvinnuna, en þama er beint sam- band á milli og innan þessa ramma verður að leysa vandamálin. Kjarnorkusamvinna Breta og Bandarikjamanna hófst 1942 og á sér því langan aldur. Þá ákváðu Franklin Roosevelt og Winston Churchill að Bretar og Bandarikja menn hefðu með sér samvinnu um smiði kjarnorkusprengjunnar. Þessi stöðuga kjamorkusamvinna landanna virðist nú hafa gert Heath kleift að endurskipuleggj a kjarn- orkuvarnir Breta, þvi talið er að Nixon forseti hafi fullvissað brezka forsætisráðherrann um, að kjarnorku kafbátar brezka sjóhersins fái til umráða bandariskar risa- eldflaugar af Poseidongerð. Heath hefur staðfest á þingi, að Bretar ætli að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að halda við styrk brezka kjam orkuaflans, sem er nú búinn Polaris- flaugum. Grundvöllur þessarar samvinnu, sem jafngildir í raun og veru kjam- orkubandalagi, var lagður á stríðs- árunum þegar Roosevelt gaf þau persónuiegu fyrirmæli — eins og skjalfestar heimildir sanna — „að smíði þessarar sprengju ætti að fá algeran forgang og ganga fyrir öllu öðru, sem styrjaldarreksturinn krefð ist.“ Brezkir vísindamenn og aðrir starfsmenn tóku þátt í smíði sprengj- unnar í Bandaríkjunum. Þegar fyrstu kjarnorkutilraunirnar voru svo gerðar í Alamogordo í júlí 1945 sendi Groves hershöfðingi, yfirmað- ur „Manhattanáætlunarinnar", skeyti til Trumans og Churchills, sem voru þá á Potsdamráðstefnunni: „Ég tel Pentagon ekki lengur öruggt skýli gegn slíkri sprengju.“ Þremur vikum siðar bundu kjam- orkusprengjumar, sem var varpað á Hiroshima og Nagasaki, enda á síð- ari heimsstyrjöldina. Roosevelt og Churchill höfðu gert með sér tvo skriflega samninga um algera samvinnu landanna í kjarn- orkumálum eftir styrjöldina. Fyrri samningurinn var undirritaður í Quebec í ágúst 1943, sá síðari á sveitasetri Roosevelts við Hudson- fljót í september 1944. En ekki er nóg að forset- inn ákveði, þingið getur það líka. 1 júlí 1946 samþykkti öldungadeildin hin frægu MacMahonlög sem lögðu bann við því að Bandaríkjamenn létu öðrum ríkjum vitneskju í té um kjamorkuleyndarmál sín. Nokk- ur samvinna hélzt þó á öðrum svið- um en hernaðarlegum og Bretar héldu smiði sinni ótrauðir áfram og sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína 1952. Brezk vetnissprengja fylgdi siðan í kjölfarið 1957. Vaxandi vald sem Bretar höfðu á kjarnorkuvopnum og siaukinn kjarn orkumáttur Rússa leiddu hins veg- ar til þess, að ákvæði MacMahon- laganna voru rýmkuð 1954. Þremur árum síðar samþykktu Eisenhower forseti og Harold Macmillan forsæt- isráðherra að endurvekja kjarnorku samvinnu Breta og Bandaríkja- manna í sinni gömlu mynd og hún varð næstum því eins náin og á ár- unum fyrir 1946. Þetta samkomulag varð formlegt þegar Þjóðþingið samþykkti breyt- ingu á MacMahoniögunum 1958. En þessi skipti á vitneskju um kjam- orkumál áttu að einskorðast við Breta og náðu ekki til Frakka. Sam- kvæmt enn öðru samkomulagi Brete og Bandaríkjamanna, Nassausamn- ingi Kennedys forseta og Macmillans forsætisráðhetrra i desember 1962, fengu Bretar Polariseldflaugamar. Þannig hefur kjamorkumáttur Breta haldizt, en hann hefur alltaf verið háður tæknikunnáttu Bandaríkja- manna. Þess ber hins vegar að gæta, að tvíhliða samningar Bandaríkj- anna og Bretlands eru algerlega ut- an við ramma NATO. Þótt Frökkum væri boðið að færa sér Polaristæknina í nyt, sam- rýmdist slík tilhögun ekki kjam- orkuáætlunum de Gaulles hershöfð- ingja. En í nokkur ár hefur hug- myndin um sameiginlegan kjamorku herafla Breta og Frakka verið hug- leidd í París. Talið vár í hópi valda- manna gaullista, að slíkur herafli gæti veitt Vestur-Evrópu svigrúm gagnvart Bandaríkjunum og Rúss- landi og gert hana að „þriðja afli“ Roosevelt. í heiminum. En síðan hafa Frakkar komið sér upp sjálfstæðum kjarn- orkuherafla. Hins vegar hefur enginn annar en Michel Debré, sem var um skeið for- sætisráðherra Frakklands á valdaár um Charles de Gaulles, viðurkennt nú fyrir skömmu, að hugmyndin um algera kjamorkusamvinnu Breta og Frakka sé dauð og grafin. Debré benti á það í grein í frönsku tíma- riti að Bandaríkjastjórn hefði eftir öllu að dæma ekki hafnað beiðni Breta um Poseidoneldflaugar. „Þessi ákvörðun hefur bundið enda á aliar gagnlegar umræður um (kjarn- orku) samvinnu Breta og Frakka," sagði Debré. Eins og nú er ástatt í heimsmál- unum er skiljanlegt að Bretar leggi áherzlu á það nýja hiutverk, sem þeir gegna í „Evrópu", og láti sem minnst bera á hljóðlátu bandalagi sínu við Bandaríkin á sviði kjam- orkusamvinnu. En þessi stöðuga sam vinna Breta og Bandaríkjamanna undirstrikar þá einstæðu ábyrgð, sem Bandaríkjamenn bera á vörnum Vesturlanda. Innan þessa ramma eru viðskipta- vandamál Vesturlanda og umbætur á gjaldeyriskerfinu aukaatriði og innan þessa ramma verður að leysa þau vandamál. i<\- ♦ 4 mÆT forum »s world features

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.