Alþýðublaðið - 12.08.1958, Blaðsíða 4
4
AlþýðublaSið
Þriðjudagur 12. ágúst 1958.
rrv/i
MGSWS
. VÍSNAVINUR segir í bréfi:
..Heíuröu heyrt aö Karl Krist-
ýánsson aiþingismaður ÍÞingey-
’xnga hafi kvatt Emii Jónsson.
'fofseta sameinaðs alþingis og
iformann hinnar miklu Rúss-
landsfarar um daginn tneð þcss
'ari vísu er förinni lauk hér á
'f iugveUinum:
Þó Um loftsins létta svið
liðugt Faxinn rynni,
, hafði hann ekki að hálfu við
heimþrá minni — og þinni.
ÞEIR, SEM ÞEKKJA KARL
munu skilja, að hann hafi verið
búinn að fá nóg af veizluhöld-
uimm og „própagandanum1' og
ligimþrá hans komin á flug- \
hraða. Og líklega hefur hann
komizt að því sama hjá Emil
sjálfum. Er þá vísan bæð'i sönn
•og snilldarvel kveðin."
f,ERU BRÉFSPJÖLD þyngri
til Evrópu en annarra heims-
álfa?" spyr póstnotandi í bréfi
tii inin og heldur áfram: „í hinni
íiýju gjaldskrá yfir flugpóst til
útlanda er þess getið, að bréf-
sþiöld til Evrópulanda kosLi nú
i % og 2. flokki 260 aura, en í
3. klckkí 310 aura, en til allra
.aúmarra landa í veröldinni ekki
i||tha 240 aura. Hvaða röic fær-
ilrf pcstmála-ráðherrann fyrir
þe|sum mun?
' |pG HEF REYNT að grafast
hverju þetta sætti með því
œt spyrja póstmeistarann í
‘Réfkjavík, sem svaraði að það
.lin^idi standa í. sambandi við
þýftgdarmörkin á bréfunum, 20
g til Evrópulanda, en 5 g til
annarra landa. Mér þótti þetta
ófullnægjandi svar eða skýring,
tsem ég hef fyrir satt, að
kvæmt alþjóðasamþykktum
fluggjaldið að vera í nánu
falli við flutningskostnað-
og samanlagt aldrei hærra
sáihtals en því, sem flutnings-
kpstnaðinum nemur. Nú kvað
P®i kostnaður vera 3 gullfrank
e.rýfyrir 1 k« 1000 km leið inn-
Heimþráin sterkari
en flughraSinn.
Húsavíkur-kaji kveður
við Emii Jónsson.
Bréf um póstgjöid og
pósífiutningar.
an Evrópu ogí.4 gulifrankar fyr-
ir 1 kg 1000 Km leið milii heims
.álfa. Elcki veit ég hvernig póst-
stjörnin reiknar gullfrankann
nú, en áður mun hann haía ver
ið reiknaður ca 5 kr. Eftir hækk
un innanlandsgjaldanna að
ctema um 55% er víst óhætt að
ganga út frá að saœa giidi um
burðargjaldið til útlanda eöa
reikna með ca. 3 kr. gullfrank-
ann.
ÞVÍ MXÐUR er mér ekki
lcunnugt um, hvernig flutnings-
gjöldin eru reiknuð, en ég gæti
hugsaö að t. d. til Danmerkur
væri ca. 2000 km fiúgleið og
ætti því póststjórnin að greiða
um 6 gullíranka ega. 43 kr. fyrir
kg af bréfa.pósti þá leið. Nú er
fluggjaldið þangað kr. 1,25 fyrir
bréf (20 g) og bréfspjald. Hvað'
fær nú pé'ststjórnin út úr þessu?
í 1 kg af bréfum 20 g hvert
íara 50 bréf á kr. 1.25 eða kr.
62,50 og hefur hún þá í sinrx
hlut kr. 14,50 af íluggjaldinu
auk hins venjulega burðargjalds
kr. 120,50 eða samanlagt kr.
135,00.
NÚ MÁ SEGJA að kr. 14,50
séu ekki þess vírði að gera upp-
steit út af þeim, en þess má þó
geta, að að öllum jafnaði munu
almenn sendibréf vera langt
undir 20 g, líklegast að meðal-
taíi 10 g, svo þá fara htlmingi
fleiri bréf í hvert kg og.þá áuð-
vitað afgangurinn af fluggjahl-
inu-þess rneiri. En hvað kostar
þá eitt kg af bréfspjöldum til
Danmerkur? Það er víst íullháít
reiknað að telja hvert bréf-
spjald 5 g, en látum oss halda
því. Fara þá 200 bréfspjöld í
kílóið á kr. 1,25 hvert eða 240
krónur.
EF EINS OG ÁÐUR er sagt
póststjórnin greiðir 48 kr. fyrir
flutninginn, fær hún þannig 192
kr. upp úr krafsinu auk hins
venjulega burðargjalds kr. 1,35
eða 270 kr. og þannig samtals
kr. 462,00. Ég á yfrið bágt mtð
að trúa því, að þetta okur sé í
samræmi við ákvæði alþjóða-
póstsamþykkta, að minnsta
kosti þekki ég hvergi til annars
eins burðargjalds á bréfspjöld-
um og hér er tekið.
EF ÉG NÚIaftur á móti þyrfti
að sénda bréfspjald til Japans,
kostar það ekki nema kr. 210
fyrir hvert kg, en ekki veit ég
hversu mikið flutningsgjaldið
er, en það mun þó vera 4 gull-
frankar eða 32 krónur fyrir
hvert kg 1000 km leið. Það virð
ist því svo sem styttri leiðirnar j
eða þau lönd, sem rnest er skrif j
að til, séu látin bera hallann, ef
hann er þá nokkur. Annars virð
ast rnér öll gjöld þessarar töílu
ærið handahófs’iftnnd og mjög
vafasamt, að póststjórnin hafi
heimild til þess að rangtúlku
svo alþjóðlegar samþykktir, sem
hún gerir með fluggjaldinu fyr-
ir bréfspjöldin.
EN 1 SAMBANDI við þetta
mætti ef til vill spyrja: Hver á-
kveður þessi gjöld og eftir
hvaða reglum eru þau sett? Mér
virðist einsætt, að póstnotend-
ur (einkum verzlunarstéttin og
útflytjendur) settu að hafa hönd
í bagga með útreikningi burðar
gjaldanna og jafnvel um síma-
gjöldin líka. Póstur og sírp-i eru
það stór liður í efnahagslífi al-
mennings, að það á ekki að líð-
ast að þau útgjöld á almeuning
séu sett eftir Urjþótta eins eða
fárra mann.i."
inningarorð
skógsmíðameistari
. VIÐ fráfall Jóns Bergsteins
Péturssonar skósmíðameistara,
Hafnarfirði, hefur Haínarfjörð
ur misst einn sinn ágætasta
'foorgara, og um m.argt fágætan
mann. 'Fögur minning þessa
m|mnkostamanns knýr mig iil
acf rita nokkur kveðjuorð um
gaðan nágranna og sérstæða
pérsónu, sem Jón var mér á-
vállt, frá því er ég sem barn
íyrst man eftir honum.
jón Bergsteinn Pétursson
glþymist þeim ekki. sem hon-
rxm og hans mannkostum kynnt
us|. Framúrskarand: þjónustu-
-og; sanwizkusemi og dugnaður
voru hvað ríkastir þæitir í fari
‘þessa hljóðláta vinar, samhliða
-góðum gáfum og raanngöfgi,
sem hann átti í ríkutn mæli og
iéit aðra óspart njóta.
Dgleg störf sín vann hann í
kyrrþey og af stakr: trú-
mennsku. Vinnusemin va.r slík,
að. fátítt mun. Árla var jafnan
risið úr rekkju, og haldið til
-stjarfa á skóvinnustofuna og
sjaldnast lokið dagsverk; fyrr
■en langt var Hðið á kvöld og
f lestir gengnir til náða. En sam
fara eljunnj. átti hann fágæta
Jón Bergsteinn Pétursson.
þjónustulund. Hann vildi allt
fyrir náungann gera, því að
innra sló göfugt hjarta, þótt
veraldarauðnum væri sjaldn-
ast fyrir að fara. Óeigingjarn-
ari og ósérplægnari mann hef
ég naumast þekkt. Kröfunum
beindi hann ávallt að sjálfum
sér. Mörg handtökin, sem. áttu
að vera fyrir ’hinu dagiega
brauði, voru unnin án endur-
gjalds og þegar laun voru tek-
in, var ávallt sanngjarnlega
sett upp. Slíkir mannkostir eru
fátíðir nú til dags, og kannske
lítils m,étnir af allt o£ mörgum.
Jón Bergsteinn Pétursson
bjó yfir sérstæðum persónu-
leika. Hann var tígulcgur á.
velli, beinvaxinn og hár, og
kvikur í spori. í innsta eðli var
hann annars dulur óg fáskipt-,
inn og heyrðist aldrei leggja-
neinum illt orð. Miki.l prúð-
mennska, rósemi og yfiriætis-
leysi einkenndi hann og sagði
til sán við fyrstu kynni.
Hjálpsemi og mikil mann-
göfgi var honum í blóö börm.
Það var því ekkj. að furða, þótt
slíkur maður og Jón Bergsteinn
var, byndist ungur hugsjón
bindindishreyfingarinnar og
gerðist góðtemplar, sem hann.
var alla ævi. Bindindismálefn-
ið var hans hjartans mál. Hann
var þar ætíð hinn einarði og
fasti, hið gó.ða fordæmi, sann-
ur maður, sem vildi vinna gegn
mannlegu böli, bæta og fegra
mannlífið.
Góðar gáfur voru Jóni Berg-
steini af guði gefnar Við hann
var jafnan ánægjulegt og fróð-
legt að eiga samræður. Þá
Framhald á 11. síðu.
ENN feinu sinni hefir það
skeð, að íslendingar hafa feng-
ið eriendis frá fregnir af því
,sem væri að ske heima hjá
þeim.
Það hefir ekki verið óal
gengt að fregnir af ýmsum op-
inberum málum hafi fyrst.bor-
izt hingað til lands erlendis frá
og nú nýlega skrifar „Lesandi"
mér:
„Er það rétt sem sagt er í
síðasta hefti af „Populær Fila-
teli“, að út eigi að koma ís-
lenzkt hestafrímerki á næsta
hausti?"
Svarið er: Já það er. satt, og
fyrst þetta er orðið opinbert
þá er bezt að segja hverja
sögu eins og hún gengur. Það
verða að öllum líkindum gefin
út frímerki með mynd „þarf-
asta þjónsins" í tiiefni „Frimex
—1958" og verða teikningarn-
ar gerðar af Halldóri Péturs-
syni. Ekki hefir enn verið
neitt sagt frá þessu opinber-
lega og því hefi ég ekki birt
neina fregn um þetta í þættin-
.um, enda aðeins verið fregnir
á skotspónum, sem ég hefi
haft af þessari frímerkjaút-
gáfu.
Hitt verður svo að teljast
óverjandi, að ekk skuli hafa
verið nein tilkynning gefin út
um það til blaða hérlendis, að
gefa ætti út frímerki, sem
virðast svo örugglega eiga að
koma út, að erlent frímerkja-
blað, sem mér er ekki kunnugt
um, að hafi neinn fréttaritara
hérlendis, telur sig hafa full-
góðar heimildir fyrir útgáfunni
og birtir fregn um hana.
Persónulega er mér ekki
kunnugt um hve merkin eiga
að vera mörg, né heldur um
verðgildi þeirra liti eða annað.
Hefi ég ekki reynt að afla mér
upplýsinga um það sökum þess
að mér er kunnugt um að póst-
stjórnin hefur það sem grund-
vaUaratriði í kynningarstarfi
smu á nýjum frímerkjum, að
gefa ekkert upp um þau nema
þá til allra biaðanna í einu. Er
þetta ekki nema ágætt, þó hér
virðist hafa mistekist hrapa-
lega.
Væri vonandi að blöðunum
yrði nú sem bráðast skýrt frá
öllum atriðum varðandi þessa
frímerkj aútgáf u.
Amerískt frím'erkjablað skýr
ir frá því nýlega, að fram hafi
farið skoðanakönnun meðai
frímerkjasafnara um falleg-
asta frímerkið á íslandi. Segir
það frá úrslitum hennar og því
að merki með mynd íslenzka
fánans varð hlutskarpast. Þá
bætir blaðið því við, að nú sé
á næstunni væntanlegt ís-
lenzkt frímerki með mynd fán
ans í nýrri og endurbættri út-
gáfu.
Vona ég að þetta blað hafi
réft fyrir sér og væri þá ekki
úr vegi að því merki yrði gef-
ið það verðgildi er algengast
er á flugpóstbréf til annarra
landa, gæti í því verið góð
landkynning.
Því miður er ég samt nokk-
uð hræd.dur Um að þarna séu
aðeins á ferðinni getgátur hjá
blaðinu, en ef þetta væri nú
staðreynd, þá tel ég að það sé
aðeins gott eitt um að segja,
og vona að svo verði til merkis
ins ■ vandað, að það megi verða
okkur til sóma og um leið góð
landkynning þeim erlendum
frímerkjasöfnurum, er eignast
það, engu síður en hin tvö
fyrrj fánametki okkar.
„Af hverju er ekki gefið út
meira af íþróttamerkjum?16
spyr einn lesandi í bréfi. „Þvi
má t. d. ekki-gefa út íþrótta-
merkin í flsiri motivum, svo
sem skíðamenn í brekku eða
göngu, því að skíoaíþróttin er
engu síður orðin þjóðaríþrótt,
en sund og giíma. Og hvað
um skákmennina? Hér eru
haldin skákmót, á heimsmæli-
kvarða og aidrei notað tæki-
færið til frímerkjaútgáfu. Aðr-
ar þjóðir keppast um að gefa
út msrki af öllum mögulegum
tilefnum, en við grípum að-
eins eitt og eitt tækifæri á
stangli til slíkra hluta.
j Blómamerkin eiga slíkum
geysivinsældum að fagna að
j einstakt er, því höldum við nú
ekki áfram á sömu braut í
frímerkjaútgáfunni. Þá mun ís
land verða vinsælt meðal er~
lendra frímerkjasafnara".
Ég get frætt þennan les-
anda, sem kallar sig „Frí-
mann" á því, að allar lí’kur eru
til að haldið verði áfram á
sömu braut og því er engu að
kvíða. Það er aðeins að athuga
að stundum reynist fullerfitt
fyrir póststjórnina að verða
við kröfum allra. Einn heimt-
ar mieiri og mieiri frímerkj aút-
gáfu, en svo kemur annar fram
á ritvölliiin daginn eftir og
skammast í gríð og erg yfir
því að seilst sé of langt niður
í vasa frímerkjasafnarannsí
með þessari stöðugu frímerkja-
útgáfu.
Svo koma enn nýir raenn,
jafnvel bændur austan úr sveit
um, og keppast við að skamma
ekki aðeins póststjórnina, held-
ur og mennina sem eru að
skammast fyrir. Úr öllu þessu
verður svo mikið öngþveiti, að
ekki er hægt að botna í neinu
og er ég því hreint ekki hissa
þótt póststjórnin sjái sér ekki
fært að taka allar þessar um-
1 vandanir til greina, því að sum
ar þeirra eru jafnvel fáránleg-
ar.
Sá sem ætlar að vinna
nokki’u máli gagn á ek'ki að
þyrla upp moldviðri í kringuna
það, heldur að vinna markvisst
að fi’amgangi þess.
Með því átaki sem Félag frí
merkjasa'fnara hefir gert á sín-
um stutta starfsferli, fæ ég
ekki betur séð, en þar sé hinn
rétti málsvari frímerkj as'afnara
á opinberum vettvangi, sem ég
er fullviss um að mun gæta
hagsmuna þeirra og verja rétt
þeirra hvar sem er. Það eru
mörg gömul félög, sem ekki
hafa enn skilað nema broti af
því verki sem þetta félag hafir
þegar framkvæmt.
Auglýsið í Alþýðublaðinu,