Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 2
2 MORGU.NBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. APRlL 1973 Stöðugar framfarir Hástökkið er orðið ein vinsælasta grein frjálsra íþrótta hérlendis deimsmet í öllum greinum EINS og í undanförnum þriðjudagsblöðum rifjum við hér á eftir upp 25 beztu afrek- in í einni grein frjálsra íþrótta. Að þessu sinni hverfum við frá hlaupagreinunum í bili og tökum hástökkið fyrir, en í þeirri grein má segja að afrek 25 beztu manna séu furðu góð. f nokkrum sérfiokki er þó íslandsmetið 2,10 metrar, það er í eigu Jóns Þ. Ólafs- sonar, sem i áraraðir var í fremstu röð íslenzkra frjáls- íþróttamanna og náði oft af- rekum sem voru á heimsmæli- kvarða. Segja má, að Jón sé í keppni enn, þar sem hann sigraði í sjónvarpskeppninni sem fram fór fyrir skömmu. Mjög miklar framfarir hafa orffið í hástökki á undanföm- um árum, og eigum við nú 5—6 hástökkvara sem allir gætu stokkið yfir 2 metra næsta sumar. Má búast við að þessi grein verði eiin sú tví- sýnasta á fij álsíþr-óttamótun - um í surnar, og bjóði upp á skemmitiiega keppnd. 2ja metra markið var lengi óakadraumur íslenzkra há- stökkvara. Skúli Guðtaaunds- son sem var fræknastur ís- lenzkra hástökkvara á „gull- aldarárunum“ náði ekíki því markd, þótt Mu munaði. f>að var ekki fyrr en 1960 sem það náðöist, er Jón Pétursson stökk Þá hæð á sögufrægu ísdands- móti á Lauigardal'svelliinum. En gefum svo íslandsmet- hafanum, Jóná Þ. Ólafssyná orðið: STÓÐ LENGI f BARÁTTU FYRIR BÆTTRI AÐSTÖÐU — f byrjun árs 1962 var met m itf í hástökki inmanhúss tveir metrar sléttir, en þetta ár margbætti ég metið. Endaði á 2,11 m, tveimur dögum fyrir áramót, ég bætti því metið um 11 sim á einu ámi. Þetta met var annað bezta afrek í há- stökki inni, í heiminum það ár og fjórða bezta frá upphafi. Ekki var um nieána keppni að ræða þegar ég stökk 2,11, ég gerði það i ÍR-húsinu og atrennan var fjögur sfcref __ byrjaði úti í homi og endaði úti við vegg. — Þvi miiður fékk ég ekk- ert tækifæri til að keppa við mína líka þetta ár, næsti mað- ur hér heima stökk 1,80. Ég jafnaði fsliandsmiet Viiíhjálms Einarssonar í hástökki innan- húss án atrennu á þessu sama móti. Met hans var 1,75, sett 1961 og það jafnaði ég, heims- metið var 1,76, þess má geta að ég hafðd sfokkið 1,78 á æf- ingu. — íslandsmetið í hástökki utanhúss setti ég 15. maí 1965, á fyrsta útimótinu það ár, Ég tvíbætfi metið raunar, eldra metið var 2.06, fyrst stökk ég Jón Þ. Ólafsson 2,07 og þá 2.10 metra, það ís- landsmet stendur enn. Þetta var bezta afrefcið á Norður- löndum það ár, en tveir há- stökfcvarar áttu eftir að jafna það seinma um sumarið. — Ég hafðd löngum kvartað yfiir hinind lélegu stökkbraut í Laugardalnum, haifði verið lof að ýmsurn úirbótum, en þau loforð voru ekki efnd, mér til mikiillar skapraunar. 1970 stökk ég síðasf 2.10, en eftir það get ég ekfcá sagt að ég hafi verið í þessu aí neinni alvöru. — í sumar sannaði ég þó mál mitt með því að sfökkva tvo metra rétta 1 bikarkeppni FRÍ, þá hæð stökk ég algjör- lega æfingalaus. í sumar var búið að leggja gúmmímoftu á stökkbrauttna — loksins. Ég vifl að lokum segja það, að ef ákveðnir aðilar hefðu staðið við orð sín væri íslandsmetið i hástökki mun betra en það er. Á síðasta keppnistímabili voru sett ný heimsmet í öll- um sundgreinum karla, og sum metin voru reyndar bætt mörgum sinnum. Olympíuieik arnir í Munchen voru helzti vettvangur þessa metaregns, en þar kom oftsinnis fyrir að metin stóðu ekki nema í nokkrar mínútur — milli riðianna. Olympíuárin hafa jafnan verið ár mikilla við- burða í sundíþróttinni og fyr irfram var búizt við stðrkost iegum afrekum og fram- förum. En að þær yrðu jafn mikiar og raun bar vitni, — á þvi áttu fæstir von. Það vekur líka athygli hversu mörgu áður lítt þekktu sundfólki skaut upp á stjörmihimininn. Þar voru Bandaríkjamenn í farar- broddi, og var það ekki fyrr en á úrtöknmóti þeirra fyr- ir leikana i Múnchen, sem ljóst varð hversu gífurlega sterku sundliði þeir myndu tefla fram í Múnchen. Stiga- tafla afrekaskrárinnar ber þessum yfirburðum Banda ríkjamanna gleggst vitni, en þeir hljóta meira en helmingi fleiri stig en allar hinar þjóð- irnar til samans. Það vekur líka athygli þegar só skrá er skoðuð að sól Ástraliumanna sem löngum hafa verið næst- ir á eftir Bandaríkjamönn- um virðist fara iækkandi, og einnig er athyglisvert hversu lilutiir Sovétríkjanna er lít- Ul. Fremur er það fátítt .á al- heimsafrekaskrá að sami mað urinn sé í efsta sæti i fjór- um greinum. Það gerist þó að þessu sinni, og auðvitað er það sundkonungurinn, Mark Spitz sem á þar hlut að máli. Hlutur hans yrði enn meiri ef boðsundin væru tek in með, en þar var sveit Gunnar Larsson Bandaríkjamanna efst á blaði i öllum greinum, og Spitz í öllum sveitunum. Austur-Þjóðverjinn Rol- and Matthes á líka stóran þátt í sundafrekum s.l. árs. Hann setti heimsmet í báðum baksundsgreinunum, og má segja að hann sé þar í sér- flokki. Fáir sundmenn hafa verið eins lengi í allra fremstu röð og hann, og eng- inn hefur sett fleiri heims- met í baksundi. Sjálfur segist hann ekki ætla sér að láta deigan siga, þannig að búast má við því að nafn hans sjáist á afreka- skrám næstu ára. Hlutur Norðurlandanna á afrekaskránni er eftir atvik- um góður, þótt ekki sé nema einn maður sem er þar í fremstu röð. Það er Svíinn Gunnar Larsson, en hann skipar efsta sætið í 200 metra fjórsundi og annað sætið í 400 metra fjórsundi, en eins og flesta rekur minni til hlaut hann gullverðlaun í báðum þessum sundgreinum á Olympíuleikunum í Mún- chen. Hér á eftir fer svo skrá- in yfir beztu sundafrek karla árið 1972: 100 metra skriðsund sek. 51,2 M. Spitz, USA 51,6 J. Heidenrich, USA 51,8 V. Bure, Sovétr. Rick Demont 52,1 J. Murphy, USA 52.3 M. Wenden, Ástral. 52.4 I. Grivennikov, Sovét. 200 metra skriðsund mín. 1:52,8 M. Spitz, USA 1:53,7 S. Genter, USA 1:54,0 W. Lampe, USA 1:54,1 G. Connelly, USA 1:54,2 F. Tyler, USA 1:54,2 J. Kinsella, USA 400 metra skriðsund min. 4:00,1 K. Krumpholtz, USA 4:00,3 B. Cooper, Ástral. 4:00,7 T. McBrean, USA 4:01,2 R. DeMont, USA 4:01,4 J. Kinseflla, USA 4:01,9 S. Genter, USA 1500 metra skriðsund min. 15:52,6 M. Burton, USA 15:52,9 R. DeMont, USA 15:57,7 B. Cooper, Ástral. 15:57,7 D. Northway, USA 15:58,5 G. Windeatt, Ástral. 16:05,9 J. Tingley, USA 100 metra bringusund min. 1:04,9 M. Taguchi, Japan 1:05,4 T. Bruce, USA 1:05,6 J. Hencken, USA 1:05,8 W. Kusch, V-Þýzkal. 1:05,9 M. Chatfield, USA 1:06,0 J. Fiolo, Brasilíu Olympíu- leikarnir voru helzti vettvangur metaregns í sundíþróttinni Mark Spitz 200 metra bringusund mín. 2:21,5 J. Hencken, USA 2:23,3 B. Job, USA 2:23,4 N. Taguchi, Japan 2:23,7 D. Wilkie, Bretl. 2:24,2 R. Collela, USA 2:24,2 N. Pankin, Sovétr. 100 metra flugsund sek. 54.3 M. Spitz, USA 55.6 B. Robertson, Kanada 55.7 J. Heidenrich, USA 55,9 R. Matthes, A-Þýzkal. 56.1 D. Edgar, USA 56.8 J. Trembley, USA 200 metra flugsiind mín. 2:00,7 M. Spitz, USA 2:02,9 G. Hall, USA 2:03,1 R. Backhaus, USA 2:04,3 B. Alsfelder, USA 2:04,6 J. Delgado .Eqvador 2:04,7 H. Fassnacht, V-Þl. 100 metra baksund sek. 56.3 R. Matthes, A-Þýzkal. 57,7 M. Stamm, USA 58.1 M. Ivey, USA 58.3 J. Murphy, USA 59,0 T. McKee, USA 59.1 I. Grivennikov, Sovét. 200 metra baksund mín. 2:02,8 R. Matthes, A-Þl. 2:04,1 M. Stamm.USA 2:04,3 M. Ivey, USA 2:06,6 B. Cooper, Ástral. 2:06,8 T. McKee, USA 2:07,3 G. Hall, USA 200 nietra f jórsund mín. 2:07,2 G. Larsson, Svíþjóð 2:08,4 S. Furniss, USA 2:08,4 T. McKee, USA 2:08,5 G. Hall, USA 2:09,7 A. Hargitay, Ungv.l. 2:09,9 F. Tyler, USA 400 metra f jórsund mín. 4:30,8 G. Hall, USA 4:32,0 G. Larsson, Svíþjóð 4:32,0 T. McKee, USA 4:32,7 A. Hargitay, Ungv.l. 4:34,9 S. Fumiss, USA 4:36,2 R. Collela, USA 2,10 metr. HÁSTÖKK Jón Þ. Ólafsson, IR 1965 2,00 — Jón Pétursson, KR 1960 2,00 — Elías Sveinsson, ÍR 1971 1,97 — Skúld Guðmiumdsson, KR 1950 1,95 — Kjartan Guðjóntsson, ÍR 1964 1,95 — Karl W. Frederiksem, UMSK 1972 1,90 — Erlemdur Valdimarsson, ÍR 1970 1,90 — Stefán Hallgrímsson, UÍA 1971 1,90 — Hafsteinm Jóbannesson, UMSK 1971 1,88 — Bergþór Halldórsson, HSK 1967 1,86 — öm Clausem, ÍR 1949 1,85 — Sigurður Sigurðsson, ÍR 1938 1,85 — Kolbednm Kristimssom, HSK 1947 1,85 — Sigurður Friðfinmsson, FH 1950 1,85 — Sigurður Lárusson, Á 1956 1,85 — Ingólfur Bárðarson, HSK 1957 1,85 — Haildór Jónasson, HSH 1967 1,85 — Borgþór Magmússon, KR 1970 1,85 — Friðrik Þór Óskarssom, ÍR 1970 1,85 — Ámii Þorsteinsson, KR 1971 1,85 — Sigurður Ingólfsson, Á 1972 1,84 — Ingvár Hallssteimsson, FH 1959 1,83 — Oliver Steinm, FH 1944 1,83 — Jón Ólafssom, UÍA 1951 1,83 — Valbjöra Þorláksson, ÍR 1962

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.