Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBtLAÐIÐ, ÞH.LÐJUDAGUR 17. APRÍL 1973 11 Jaðraði við hrun Getraunastarfsemin stórminnkaði meðan blöðin komu ekki út HAFA upplýsingar og skrií dag- blaðanna um ensku knattspyrn- una og spádómar þeirra um úr- slit leikja áhrif á sölu getrauna- seðla? Eftir þriggja vikna verk- fall prentara i Danmörku, þurftu forráðamenn dönsku getraun- anna ekki að velta svarinu við þessari spurningu fyrir sér. Svar ið lá á borðinu. Salan á getrauna seðlunum dróst saman um allt að 30% á þessum tíma — minnst fyrstu vikuna sem verkfailið stóð — mest síðustu vikuna. Á- œtla dönsku getraunimar að tjón það sem þœr urðu fyrir nemi um 10 millj. króna. Fyrstu vikuna eftir að dagblöð in hættu að koma út seldust get- raunaseðlar í Danmörku fyrir 4.242 millj. króna. — Okkur hef- ur aldrei orðið það eihs ljóst og núna að getraunastarfsemin stendur og fellur með dagblöð- unum, sagði forstjóri getraun- anna, og bætti því við, að fyrir- tækið hefði séð fram á algjört hrun, ef lengur hefði dregizt að blöðin kæmu út. Ármann slapp við f all — með jafntefli við Víking Ármann og Víkingur léku í 1. deild kvenna á sunnudaginn og þurftu Ármannsstúlkurnar minnsta kosti að ná jafntefli i leiknum til að sleppa við auka- ieik við Breiðablik. Sömuleiðis þurfti Víkingur að ná stigi úr þessum leik til að tryggja sér þriðja sætið i deildinni. Svo fór Iika að liðin deildu stigunum og verða það því Breiðabliksstúlk- umar sem leika i 2. deild næsta vetur. Leikur Víkings og Ármanns var mjög jafn allan tímann, í hálfleik var staðan 3:2 fyrir Víking. 1 seinni hálfleik gekk ekki sundur með liðunum fyrr en undir lokin að Ármann komst tveimur mörkum yfir, en með þrautseigju og keppnisskapi fókst Víkingsstúlkunum að jafna 8:8 áður en flautað var til leiksloka. Erla Sverrisdóttir hefur verið mikill ógnvaldur allra varna í 1. deildinni í vetur og fyrir þennan leik hafði hún skorað 52 mörk. Erla var tekin úr umferð í leiknum á móti Víkingi og var því varla von til að hún skoraði mörg mörk, hún skoraði heldur ekki nema þrisvar sinnum, en skauzt þar með uppfyrir Öldu Helgadóttur í markaskoruninni. Erla skoraði 55 mörk i mótinu, en Alda 54 og er því sú fyrr- nefnda „markadrottning“ Is- landsmótsins. Sigriður Rafnsdóttir hefur sýnt góða leiki síðari hluta móts ins og að þessu sinni voru það hún og Guðrún Sigurþórsdóttir, sem komu í stað Erlu sem skytt ur. í Vikingsliðinu var Jónína Jónsdóttir atkvæðamest, þá sýndi Halldóra öryggi í vitaskot unum. Mörk Víkings: Halldóra 3, Jón ina 2, Sigrún 2, Agnes 1. Mörk Ánnanns: Erla 3, Sigríð ur 3, Guðrún 2. — áij. Agnes Bragadóttir er markhæst Víkingsstúlknanna í mótinu og er þarna komin framhjá markadrottningunni Erlu Sveinsdóttur í leik Víkings og Ármanns. Önnur deild í frjálsum Á síðasta ársþmgi F.R.Í. var saimþykkt tillaga um deildar- Skiptingu í bikai'keppni F.R.I. Fyrstu deild miynda þau 5 félög og sambönd sem tóku þátt í toeppninni sl. sumar ásamt sig- urvegurum i annarri deild og stoal toeppni hafa farið fram fyr- ir 1. ágúst í siumar. Keppnin skal fara fram á einum degi og toeppt verður í eftirtöldum igreinium: Karlar. 100 m, 400 m, 1500 m, 1500 m htaupum, 1000 m boðhlaupi, langstökk, hástökk, kúluvarp, þrístökk, kringlukast, sipjóttoast. Konur. 100 m, 800 m hlaup, 4x100 m boðhliaiup, lan'gstötek, hástökk, kúiuvarp, kringl'uikast, spjót- kast. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt til gkrifstofu F.R.l. eða í pósthólf 1099 fyrir 1. mai n. k. Flestir beztu skíðastökkvarar landsins samankomnir á stökkmóti við Stóra-Boia á Siglufirði. — í*olinmæði Framhald af bls. 8. þjóðamælikvarða, en þó það bezta sem Islendingar höfðu þá náð. Jónas varð í 37. sæti aí 49 þátttakendum, hann stökk 57 og 59,5 m, en hafði stokk- ið 65 metra á æfingum. Það er nokkuð athyglisvert að kanadísku keppendurnir í stökkinu urðu allir á eftir Jónasi i keppninni. ÖVENJULEG KEPPNI! Islendingar hlutu verðlaun i einni grein á Ólympíuleik- unum í St. Moritz, ef til vili ekki opinberri keppnisgrein en frásögn af þeirri keppni liátum við fylgja með: „Þetta var keppni á milli fararstjóra og þjá'lifara hinna ýmsu þjóða. Af Islands hálfu kepptu þeir Einar Pálsson fararstjóri oig Hermann Stef ánsson þjálfari. Keppnin hófst á svigi og var haldið stanzlaust áfram í brun, síðan á litinn stökk- pall, þarnæst gengið upp bratta bretóku og þar urðu lafimóðir keppendurnir að tæma snapsaglas og stórt öl- gias — þá svelgdist mörgum á. Þá tók við langt borð, sem skríða varð undir á skíðun- um, og neðan í því hékk pylsa ein mikil fyrir hvern mann, sem Ijúka varð. Á borðinu var vatnsglas, sem keppandinn varð að renna sér með niður bratta brektou og siðan í mark. Þar var glas ið tæmt í maali. Að þesisu loknu og eftir mjög flókinn stigaútreikning voru þeir Hermann Stef- ánsson og prinsinn af Licht- enstein dæmdir jafnir að stig um. Við það var ekki látið sitja og fór fram úrslitakeppni á milli þeirra á þann hátt að hvorum um siig voru fengnir þrír tennisboltar, sem þeir áttu að henda ofan í vaska- fat fullt af vatni, Því miður sigraði prinsinn, 3:2 eft- ir mjög harða toeppni." KEPPNI Á ERLENDRI GRUND Árið 1946 fóru þeir félag- arnir Jónas Ásgeirsson og Haraldur Pálsson til æfinga og keppni í Sviþjóð. Var mik ið skrifað um islenztou gest- ina og var greinilegt af skrif- um í sænsk blöð að Islend- ingaimir voru miklir aufúsu- gestir. Þeir Jónas og Harald ur stóðu sig með mikl- um sóma í keppni og urðu þeir um miðju í stærri mót unutn, en sigruðu jafnvel í öðrum. Hér látum við staðar num- ið við að fletta í hinu skemmtilega úrklippusafni Jónasar. Efnið er þó engjan veginn uppurið og væri fuM ástæða til að halda áfram, en vegna rúmleysis verður það ekki gert að sinni. Jónas er nú 52 ára að aldri, en hefur þó engan veginn hætt af- skiptum af skiðamálum. Þeg- ar hann hætti sjálfur að keppa sneri hann sér að fé- lagsmáliunum og er nú vara- formaður i Skiðafélagi Reýkjavíkur. Eftir þennan annál um skiðamenn frá SigTufirði og fleiri kunna kappa var e'kki úr vegi að spyrja Jónas að þvi hvort skíðalíí á Siglu- firði væri eins öflugt nú og þegar hann sleit bamsskón- um þar nyrðra. — Nei, því miður er langur vegur írá því. Skiðalífið hef ur sett mikið niður þar og or sakimar eru margar. Aðalor sökin er sú að snjórinn hef- ur minnkað mjög mikið og þó að öll aðstaða sé nú tiltölu- lega góð, þá er ekki mikið hægt að gera þegar enginn er snjórinn. Hér á árum áð- ur var ekki ýkja margt hægt að gera í tómstundumum fyr- ir norðan og það að fara á skíði var því vinsædt tóm- stundagaman. Þá tná einnig nefna það að fólki hefur fækkað mikið á Sigiiufirði. — Hvað er þá um skiðalífið í höfuðstaðnum að segja? — Það er í rauninni sama sagan hér, snjóinn vantar. Þó verður það að segjast að eftir að sæmileg aðstaða kom í Bl'áfjöl'hmum hefur sikiða- iiþróttin tekið mikinn fjör- kipp. I Bláfjöllunum er para dís skiðamanna og möguleik arnir eru ótakmarkaðir. Ým- islegt er þó ógert, en ég er viss um að þess verður ekki langt að bíða. 1 Skálafelli er ágæt aðstaða svo 6g fæ ekki annað séð en framtíð skíða- manna á Reykjavíkursvœð- inu sé björt. — Hvað geturðu sagt okk- ur um starfsemi Skíðafélags Reykjavíkur? — Við rákum steíðaskálann i Hveradölum í mörg ár, en hann var aðeins orðinn okk- ur fjárhagsiegur baggi, svo við losuðum okkur við skál- ann fyrir nokkru siðan. Hveradalir eru tiMðlutega stutt frá Reykjavík og þang að er kominn mjög góður veg ur. Oftast er hægt að finna sæmilegt skíðafæri í grennd við skálann og mér finnst að almenningur ætti að gera meira af því að bregða sér þangað uppeftir. Keppnis- fólkið verður hins vegar að leita fyrir sér í Bláfjöllum eða í Skálafelli. Skiðafélagið hefur beitt sér fyrir því siðustu ár að fá sem mest af ungu fólki til skíðaiðkana og það hefur tek izt ágætlega. Við vonum bara að unga fólkið haldi áfram skiðaiðkunum og verði i framtáðinni verðugir fulltrú ar hinnar fögru skíðaíþrótt- ar- — áij. — Víkingur — Valur Framhald af bls. 10. mínútunni frægu, Sigurður Hann esson afgreiddi knöttinn snyrti- lega fyrir íætur Stefáns Hall- dórssonar, sem nýkominn var inn á. Stefán var ekkert að hika við hlutina, en skaut viðstöðu- laust af vítateigslínu og í blá- hominu lá knötturinn. Jafntefli voru sanngjörnustu úrslit þessa leiks, hvorugt lið- ið átti sigur skilinn. Jóhannes Eðvaldsson var afgerandi bezti maður Valsllðsins. Jóhannes ætl aði að fara sem þjálfari austur á Norðfjörð í sumar, en vegna þess hve ánægður Jóhannes er með rússneska þjálfarann, sem er með Valsarana, mun hann vera hættur við það. Birgir Ein- arsson, fyrrum leikmaður iBK og Þróttar, lék með Val að nýju í þessum leik og sýndi ágæt til- þrif. I liði Víkings komust varnar- mennimir og Diðrik markvörð- ur bezt frá þessum leik, en fram línumennirnir og tengiliðirnir virtust bera of mikla virðingu fyrir andstæðingum sínum og þá sérstaklega i fyrri hálfleik. Magnús Pétursson dæmdi þennan leik nokkuð sæmilega. Broslegt atvik kom fyrir í sið- ari hálfleiknum, er Víkingar skiptu Magnúsi Bárðarsyni inn á fyrir Jóhannes Tryggvason. Magnús Víkingur var í ónúmer- aðri treyju og ætlaði Magnús að banna nafna sínum að koma inn á. Þá bentu áhang- endur Vikings dómaranum á að Hermann Gunnarsson hafði leik ið í ónúmeraðri peysu allan leik inn, án þess að eftir væri tekið. Sá Magnús þá sitt óvænna og leyfði Víkingnum að koma inn I á. — áij. — Þróttur-Fram Frumhald af bls. 10. arar betri aðilinn, en mark gátu þeir ekki skorað og sömu sögu var að segja um Þróttara, þann- ig að leitonum lauk með jafntefli án þess að mark væri skorað. Leikið var við flóðljós í rigningarsudda á blautum Mela vellinum og náði hvorugt liðið að sýna umtalsverðan leik. Fyrri hálfleikuir var jafn og áttu bæði liðin fá marktækifæri. 1 síðari hálfleik voru Framar- ar sterkari aðilinn, en þeim tókst ekki að nýta þá yfirburði til að skapa verulega hættuleg tæki- færi. Þessi leikur gefur þvi ekki til efni til langra skrifa og frammá- staða einstakra leikmanna ekkl heldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.