Morgunblaðið - 18.04.1973, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1973
14444^25555
mimin
BILALEIGA- HVEFISGOTU 103
14444 ** 25555
Í L i t.r.U. A A
um
mmm,
® 22*0*22*
RAUÐARÁRSTÍG 31
........
- BÍLALEIGA
CAR RENTAL
TS 21190 21188
SAMVINNU*
BANKINN
SKIPAUTGCRB RIKISINS
Ms. Herjólfur
tii Vestfjarðahafna þriðjudaginn
eftir páska, viðkomur á norður-
leið. Vörumóttaka í dag.
Frídagar
Háskólaborgarar, kennarar —
2000 vilja skipta — láta heimili
sín i frídagaskiptum. Umboð
fyrir alla Evrópu. Hafið sam-
band við
INTERNATIONAL HOME
EXCHANGE SERVICES
Fack 1033, 371 01 Karlskrona,
Sweden.
. nucivsinonR
<SÍ^-o224an
STAKSTEINAR
ÆSI fórnað
á altari
heimskunnar
Málgragn Bresnéfs á íslandi
skýrir frá því í gær með
fögnuði, að óþjóðliolliiin öfl-
um vinstri manna hafi tek-
izt að eyðUeggja starfsemi
ÆSf. Æskulýðssaniband ís-
lands hefur nú um nokkurt
skeið verið heildarsamtök
æskulýðssamtaka á fslandi
og grundvöHurinn undir
starfsemi þess er, að flokks-
pólitískum málum sé ekki
blandað samnn við starf .,ess.
Kn nú hafa vinstri meun
ákveðið að hverfa frá |x‘ssaii
braut.
Meginverkefni ÆSf á nú
að vera að koma herntnn úr
landi og berjast fyrir úrsögn
landsins úr NATO. Æsku-
lýðssamband fslands er þaun-
ig orðið eins konar útibú frá
Brúsastaðahreyfingunni, —
fylgihnöttur kommúnista í
baráttu þeirra fyrir að ein-
angra fsland frá frændrikj-
um þess.
Lýðræðissinnar geta að
mörgu leyti sjálfir sér um
kennt, hvernig samtök eins
og ÆSf falla í hendur komm-
únista. Andvaraleysi gagn-
vart kommúnistum hefur ver-
ið allt of áberandi og lýðræð-
issinnar hafa jafnvel haft
samráð við þessa óþjóðhollu
menn um mikilsverð mál.
Þetta hafa kommúnistar not-
fært sér og jafnframt leikið
á strengi hégómagirndarinn-
ar í istöðulausum „forystu-
mönnurn" ungra framsóknar-
manna og jafnaðarmanna.
Það er raunar táknrænt fyrir
sem
ungTa jafnaðar-
manna er i, að það er full-
trúi þeirra, sem tekur að sér
að leiða Æskuiýðssamband
íslands til slátrunar.
Kalda
stríðinu lokið?
Sjálfsagt eru ungir jafnað-
armenn fjarska ánægðir yfir
því afreki sinu að fórna ÆSf
á altari eigin hégómagirndar.
Þeir halda það sjálfsagt, að
með þessari fórnarathöfn
hafi þeir sýnt það og sannað,
að þeir séu frjálslyndir
menntamenn, sem ekki þjáist
af kvillurn frá tímum kalda
stríðsins. Og í glasaglaumn-
um, þegar skálað var fyrir
hinum nýja formanni, hefur
sjálfsagt gleymzt að minnast
á örlög þeirra jafnaðarmanna
fyrir austan tjald, sem með
sakleysi skáluðu með leiðtog-
um kommúnista, — hurfu
síðan af leiksviði sögunnar i
kyrrþey, — vonsviknir menn
i fangabúðum.
Eða ætli hinn nýkjörni for-
maður ÆSf hafi leitt hugann
að örlögum þeirra kristnu
söfnuða í Rauða-Kína, sem
þurrkaðir voru út í menning-
arbyltingunni á sama hátt og
nasistar drápu Gyðinga í
seinni heimssfyr jöldinni Ætll
formaðurinn hafi leitt hug-
ann að örlögum þeii-ra
milijóna jafnaðarmanna í
kommúnistaríkjunum, sem
eru í faiígabúðum fyrir það
eitt að hafa sjálfstæða liugs-
un?
Því er stundum haldið
fram af liinum sjálfskipuðu
fulitrúuni frjáislyndis á fs-
landi, að kalda stríðið sé lið-
ið. Ef það er rétt hjá þeim,
þá er það fyrst og fremst að
þakka árvekni Vesturveld-
anna og samstöðu lýðræðis-
þjóðanna. Friðun Atlantshafs
ins fyrir herjum kommúnista
hefur tryggt öryggi þessara
þjóða. Það er þess vegna,
sem allar Norðurlandaþjóð-
irnar líta með ugg tU þess,
ef fslendingar reka herinn úr
landi. Þær þjóðir, sem voru
undir járnhæl þjóðernissósí-
alista í seinni heimsstyrjöld-
inni óttast hinn byltingarsinn
aða sósialisma Brésnefs ekki
síður en hálfbróður hans frá
styrjaldarárunum.
þá sérkennilegu stöðu,
Samband
CJr spurt og svaraÓ
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Hringið í síma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um
Lesendaþjónustu Morg-
unblaðsins.
GRINDAVfKURVEGURINN
Helgi Th. Andersen spyr:
„Hvenær er fyrirhugað að
hefja framkvæmdir við
Grindavíkurveginn, þannig
að á hann verði lagt varan-
legt slitlag? Er ekki hægt að
halda uppi betra viðhaldi við
veginn, þar til þessar fram-
kvæmdir hefjast, sérstaklega
með tilliti til þess, hversu
illa fiskurinn fer, þegar nauð
synlegt reynist að aka hon-
um í vinnslustöðvar ut-
an Grindavíkur?“
Sigurður Jóhannsson, vega
málastjóri, svarar:
„1. í vegaáætlun yfirstand
andi árs eru veittar 58,6 m.
kr. til endurbyggingar
Grindavíkurvegar með var-
anlegu slitlagi. Verk þetta
verður boðið út næstu daga,
og er í útboði miðað við, að
væntanlegur verktaki ljúki
lagningu vegarins með varan
legu slitlagi fyrir áramót.
2. Árið 1972 var meðalárs-
umferð um Grindavíkurveg
640 bílar á dag, og af þeirri
umferð voru 15 vörubifreið
ar. Það er tæknilega mjög
erfitt að halda við malarvegi
með svo mikilli umferð og
ekki hvað sízt í mikilli um-
hleypingatið eins og
verið hefur í vetur. Reynt
hefur verið að halda vegin-
um við eins og frekast er
unnt, en að árangurinn skuli
eigi vera betri en oft vill
verða, sannar aðeins, að tíma
bært var fyrir löngu að
setja fast slitlag á veginn.“
VATNSLEYSI f
BREIÐHOLTI
Gylfi Hallvarðsson, Torfu-
felli 27, spyr:
„Til Vatnsveitu Reykjavík
ur.
Hvað veldur þessu tíða
vatnsleysi hér í Breiðholti?
Stafar það af bilunum eða er
það tekið af af ásettu ráði?
Ef svo er, af hverju er fólk-
ið ekki látið vita með fyrir-
vara? Það hefur oft komið
fyrir, að ekki sé hægt að
elda matinn á réttum tima
vegna -þess að vatnið hefur
farið af.“
Þórhallur Th. Sigurðsson,
vatnsveitustjóri, svarar:
„Það kemur mér mjög á
óvart, að þessi spurning skuli
berast nú. Skiljanlegt hefði
verið, ef hún hefði borizt í
janúar, því að fram til þess
tíma var nokkuð um vatns-
leysi í Breiðholti, af ýmsum
ástæðum. En síðan þá hafa
þau mál verið í lagi, að því
er ég bezt veit. Það virðist
heldur ekki vera um að ræða
vatnsleysi í þessu ákveðna
húsi, því að starfsmað-
ur vatnsveitunnar fór á stað
inn og ræddi við þrjár kon-
ur, sem búa í húsinu, en þær
sögðust ekki á neinn hátt
þurfa að kvarta yfir
vatninu; það mál hefði ver-
ið í lagi frá því í janúar.“
HREINLÆTISKRÖFUR
VIÐ
MAT V ÆL AFR AMLEIÐSLU
Ragnhildur Konráðsson,
Þingholtsstræti 21, spyr:
„Er matvælaframleiðsla fyr
ir Islendinga háð öðrum
hreinlætiskröfum en fyrir út
lendinga?
Skýringar: Ég horfði á
sjónvarpsþátt um daginn, sem
Gestur Þorgrímsson var með,
og þar var fólkið í frystihús
unum ekki með skýlur yfir
hárinu."
Fiskmat rikisins, svarar:
„Kröfur um hreinlæti i fisk
iðnaði eru samkvæmt ís-
lenzkri reglugerð og enginn
munur gerður þar á, hvort
framleitt er fyrir innanlands
markað eða til útflutnings. 1
reglugerðinni er kveðið svo
á um, að klæðnaður verka-
fólks, sem vinnur við snyrtr
ingu, vigtun eða innpökkun
á fiski, skuli vera hvít-
ir sloppar og konur skuli
bera hvíta höfuðkappa."
Þá hefur Heilbrigðiseftir-
lit ríkisins veitt þær upplýs-
ingar, að í handbók fyrir
frystihúsin um hreinlæti og
hollustuhætti, sem út var gef
in 1970, sé einnig fjallað um
klæðnað og höfuðbúnað
starfsfólks. Þar eru settar
fram tillögur, sem ganga
lengra en reglugerðin, en eru
hins vegar ekki bind-
andi. Þar segir: „Kvenfólk
og siðhærðir karlmenn noti
hárnet eða höfuðslæðu, sem
hylur allt hárið. Þetta starfs
fólk noti ekki kappa eða höf
uðband."
MARGFALDAR
1111
MARSFALDAR
MMWiI
MARSFALDAR
Bií
IHMll
Poppstjörnur eru flest-
ar mjög líflegar í framkomu
og ekki síður í tali, enda eru
blaðamenn jafnan óðfúsir að
birta eftir þeim allt mögu-
legt, sem hrýtur af vöruin
þeirra. Við birtum hér á eft-
ir nokkur brot úr viðtölum
við fræga menn, sem birzt
hafa í Melody Maker að und
anförnu:
STEVIE WINWOOD um
þátttöku sína í hljómleikun-
um með Erift. Clapton í Lond-
on í janúar:
„Já, það var virkilega
ánægjulegt. Það var heilmik
ið um ónauðsynlegar æfing-
ar á undan! Ja, ekki ónauð-
synlegar, en ég kunni flest
lögin. Pete Townshend
hringdi í mig og bað mig um
að hjálpa til og ég sagðist
mundu koma niður eftir á æf
inguna á fyrsta degi. En svo
gerði ég það ekld. Pete
hringdi aftur og varð all-
þungur: „Jæja, ætlarðu að
hjálpa til eða ekki?" — Svo
ég fór — og það var stór-
kostlegt."
DAVID CASSIDY er spurð
ur, hvaða hlið á sigurgöngu
sinni hann vildi helzt losna
við:
„Tímann strax á eftir h'jóm
leikum. Hann dregur úr mér
allan mátt og er mjög nið-
urdrepandi. Þetta er eins kon
ar sorgarsaga, ef maður hug
leiðir það. Þetta er höfuð-
uðverkur poppstjörnunnar,
geri ég ráð fyrir. Hvort sem
á í lilut ég eða einhver ann-
ar. Maður nær hámarki
í æsingnum — skyndi-
lega eru þarna tíu þúsund
manns og þeir eru á suðu-
punkti og maður hefur þá al
veg undir sinni stjórn
og þetta er eins og
móðursýki og maður er gjör-
samlega umvafinn þessu. Og
síðan, allt í einu, er manni
hent í aftursætið á Toyota
og brennt með mann í burtu
á tuttugu mínútum og mað-
ur er læstur inni í einhverju
litlu skítahóteli, sem er al-
gjörlega á afviknum stað. Og
maður er aleinn.“
ALAN OSMOND, einn Os-
mond-bræðranna og þar með
bróðir Donnys, ræðir um
Mormóna-trúna, en þeir bræð
ur eru allir þeii-rar trúar.
Hún bannar áfengisneyzlu,
einnig kókdrykkju og margt
annað er talið syndsamlegt:
„Auðvitað hef ég gengið i
gegmmi spilavíti og séð fjár-
hættuspil. Við vitum vel, að
allt þetta er gert. Ég bragð-
aði á kóki einu sinni af mis-
gáningi og fannst það eigin-
lega ekki gott hvort sem var.
Við trúum, að ef við drekk-
um svoleiðis nokkuð, þó að
það myndi ekki drepa okkur,
þá gætum við verið þetta
miklu betri ef við gerðum
það ekki. Þetta eru nútíma-
leg ti'úarbrögð og við trúum
því, að þau hafi hjálpað okk
ur heiimikið í Ufi okkar.
Þau eru ekki frábrugðin öðr
um trúarbrögðuin að því er
róttækni snertir og við bara
trúuin því, að líkamar okk-
ar séu mikilvægir, og flest af
bönnunum snerta heilsuna.“
>