Morgunblaðið - 18.04.1973, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.04.1973, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1973 Það eru mannréttindi að fá að ráða yfir eigin kroppi Fóstureyðingar og löggjöf um þær eru nú ofarlega á baugi Rætt við Pál Ásgeirsson, yfirlækni um þau mál Páll Ásgeirsson, yfirlæknir. FÓSTUREYÐINGAR eru málefni, sem nú virðist mjög á oddinum víða um heim. Viðhorf fólks til þeirra mála hefur greinilega breytzt mjög — svo mikið, að löggjöf hef- ur ekki fylgt eftir. Þar sem löggjöf er í ósamræmi við viðhorf fólksins í landinu, er hætt við að hún komi að litlu haldi og verði jafnvel til óþurftar. Þannig hefur raun- in orðið á í ýmsum kaþólsk- um löndum, sem ekki viður- kenna neins konar takmark- anir á barneignum og þá ekki fóstureyðingar. í Frakk- landi, þar sem fóstureyðingar eru mikið framkvæmdar, þó ekki sé það löglega, er mál- efnið nú koinið upp á yfir- borðið og rætt í blöðum. I Danmörku er að koma fram frumvarp um frjálsar fóstur- eyðingar með tilheyrandi um- ræðum, o.s.frv. Hér eru slík mál einnig til umræðu. Lækn- ar ræddu þau á fundi og lög- fræðingar tóku hina lagalegu hlið málsins til umræðu á sínum fundi. Nýlega dæmdi íslenzkur dómstóll í fyrsta skipti konu skaðabætur, vegna þess að barn hennar fæddist óheilt af völdum rauðra hunda, en of löng með- ferð málsins hafði orðið til þess, að leyfð fóstureyðing var ekki framkvæmd. Hér er líka í gangi nefnd, sem vinnur að endurskoðun á löggjöfinni. Það er því gagnlegt og fróð- legt að þessi mál séu rædd opinberlega hér sem annars staðar. Svo vel vill til, að íslenzkur geðlæknir, Páll Ásgeirsson, yfir læknir á Barnageðdeild Hrings- ins við Dalbraut, hefur unnið að þessum málum við mismun- andi aðstæður í fleiri en einu landi og hefur ákveðnar skoðan ir á þeim. Fréttamaður Mbl. leit aði því til hans, til að ræða mál ið við hann. — Mín skoðun á þessu máli varðar eiginlega mannleg eða kvenleg réttindi. Það eru mann réttindi að manneskjan fái að ráða yfir sínum eigin kroppi, sagði Páll í upphafi samtalsins. Þar sem fóstureyðing er ekki nokkuð frjáls, kemur inn i mynd ina stéttaskipting. Menntaðasta og efnaðasta fólkið þekkir allt- af kerfið og kann á þjóðfélagið, svo það veit hvernig á að fá það sem það þarf. Og þá vill oft verða svo, að þeir sem mest þurfa á fóstureyðingu að halda, fá hana ekki framkvæmda. ís- land er til dæmis að verða eyja í umhverfi, þar sem hægt er að fá fóstureyðingar allt í kring. Þess vegna verður það líka efnahagslegt atriði hér að fá fóstureyðingu. Þeir, sem hafa efni á og þekkingu á málinu, geta farið til London og feng- ið fóstureyðingu. En illa stæð- ar konur gjalda þess að þær hafa ekki þekkingu eða efni á slíku. — Þú haíðir afskipti af þess- um málum i Danmörku, var það ekki? Hvernig var reynslan þar? — Þegar ég starfaði i Dan- mörku, fór allt slíkt í gegnum pappírsmylluna hjá Mödre- hjælpen, þar sem dæmt var um hvort stúl'ka sikyldi fá leyfi til fóstureyðingar. Til að fá það, þurfti sjúkdómsgreiningu, og þar var það að ég hafði stund- um afskipti af málinu. Stúlk- urnar þurftu að sýna fram á að þær væru veikar, til dæmis andiega sjúkar. Og það fór þá oft eftir því hve slyngar þær voru að geia sér upp sjúkdóma hvort þær fengu úrlausn. Sum- ar voru til dæmis tilbúnar til að gráta dögum saman til þess. Aðrar kunnu ekki slík ráð eða viidu ekki beita þeim. Þetta varð stór þáttur í málinu. Marg- ar manneskjur og þá oft þær, sem mest þurftu á að halda, höfðu beinlínis ekki styrk til að fara í gegnum þessa myllu, sem nauðsynleg var. — Þú varst víðar — í Sví- þjóð og Ameríku? — 1 Svíþjóð vann ég á ungl- ingageðdeild, sem hafði stúlkur upp að tvítugsaldri. Beiðnir um fóstureyðingar fóru í gegnum okkur læknana. Slíku var aldrei neitað, ef við mæltum með því. Það þurfti ekki að senda neina sjúkdómsgreiningu, aðeins að segja að möguleikar viðkomandi stúlku í lífinu mundu rýma ef hún þyrfti að ljúka meðgöngunni. Annars breyttist framkvæmd reglugerð arinnar um fóstureyðingar í Svi þjóð á árinu 1966 eða 1967. Fóst ureyðingar urðu frjálsari í fram kvæmd vegna þess að búizt var við nýrri löggjöf. Þá snögg- minnkaði þörfin fyrir munaðar- leysingjaheimili. Þessir ólán- sömu einstaklingar Iosnuðu við að alast upp á slíkum stað. En það er viðurkennd staðreynd innan barnageðlæknisfræðinnar að stórhættulegt er fyrir börn að alast upp á barnaheimilum til langframa, og er þá að sjálf- sögðu ekki átt við dagheimili. Það er nauðsynlegt þroska hvers manns að alast upp í nánum tengslum við eina eða fáar manneskjur. Og heppileg- asta fyrirkomulagið virðist vera fjölskylda, þar sem móðirin er meginþátturinn i lífi manneskj- unnar og hún er bökkuð upp af föðurnum, til að gera það sem barninu er fyrir beztu. Þú nefndir Ameríkú. Þar var ég ekki 1 beinum tengslum við þessi mál. Ég var í Kaliforníu og þar gildir það sama og ann- ars staðar, að þeir sem efnaðir eru og menntaðir, fá fóstureyð- ingu ef þeir þurfa á henni að halda, en hinir ekki. — Hvað finnst þér helzt að löggjöfinni hér, samkvæmt því serri þú hefur séð og kynnzt ann ars staðar? — Löggjöfin hér er nægilega frjálslynd, en það er fram- kvæmdin, sem ekki er það. Lög gjöfin ætti að duga, ef fram- kvæmdinni væri breytt. Þetta er ekki í samræmi við réttlætis- kennd fólksins sjálfs. Og það er bezt að segja það bara hreint út, að fóstureyðingar hafa lengi verið framkvæmdar án leyfa, eins og vill verða, þegar þannig er. — Nú hefur því verið haldið fram, að fóstureyðing geti haft varanleg líkamleg og andleg áhrif á konuna? — Ekki vil ég mótmæla því, að slíkt geti komið fyrir, einkum ef svo verður að konan eignast ekki börn. Og það getur orðið. En ég held ekki að það sé svo oft að það geti haft megináhrif á afstöðuna til málsins í heild. Og ekki er vafi á þvi að við fóstureyðingu getur konan orð- ið fyrir andlegum búsifjum. En það er varla nokkur hlutur, sem fyrir manneskjuna kemur í líf- inu, sem ekki getur haft djúp- stæð áhrif á hana. Manneskjan er alltaf að fást við erfiðleika. Og það fer eftir því hvernig henni tekst að takast á við þá, hvort hún verður við það að betri manneskju eða lakari á eftir. Oft kemur fram við fóstureyð ingu sektarkennd yfir að hafa drepið líf heldur Páll áfram. Þessi sektarkennd er ákaflega bundin þjóðfélaginu. Þar sem löggjöfin er frjáisleg, er sektar kenndin lítil eða engin. Það tek ur þó alltaf nokkurn tíma að að lagast nýjum lögum og reglum. Talsverð reynsla er komin á þetta í nokkrum löndum, eins og til dæmis Austantjaldslöndun'J um, og þar þykir fóstureyðing sjálfsögð. Aðferðirnar, sem þeir nota, eru líka betri, bæði auð- veldari og handhægari. Notað- ur er hólkur með undirþrýst- ingi og fóstrið eins og ryksug- að út. Sums staðar á Vestur- löndum er farið að taka upp þessa aðferð, t.d. I Svíþjóð. — Við tölum um sektarkennd. Margir halda því fram að þarna sé verið að taka líf, eða jafn- vel drepa. Hvað segir þú um það? — Á þessu sviði finnst mér það ekki skipta höfuðmáli hvað það er kallað. Manneskjan er alltaf að eyða lífi. Það skiptir í rauninni ekki sköpum, hvort ótal sæðisfrumur og eggfruma eru eyðilagðar með þvi að koma í veg fyrir að þær verði að barni eða hvort það er gert eft ir að frjógvun hefur farið fram. Engu að síður er ég sammála þessum þriggja mánaða mörk- um, þannig að fóstureyðing fari ekki fram eftir þau, nema í ýtr- ustu neyð. Aðgerðin er þá hættulegri fyrir konuna, ekki aðeins líkamlega heldur líka andlega. Þegar kona hefur gengið með barn lengi, fer hún að tengjast baminu, þó hún hafi aldrei séð það. Fóstureyðing þarf því að fara fram sem fyrst á meðgöngutímanum. Og það at- riði mælir með því að kerfið eða reglurnar verði sem einfaldast- ar. — Mundir þú þá leggja til að fóstureyðing yrði leyfð nærri umsvifalaust, ef þess er óskað? — Já, en þó með nokkrum fyrirvara eða réttara sagt undir búningi. Tii er fólk, sem ekld. kann fótum sínum forráð. Og því þarf að veita aðstoð. Helzt eru það yngstu stúlkurnar, sem þurfa aðstoð til að átta sig. Nokkurt þunglyndi er algengt viðbragð við því að verða van- fær og þá strax á fyrstu mánuð um. Þetta geta bæði verið við- brögð við félagslegum aðstæð- um, en líka viðbrögð líkamans við breytingum á hormónajafn- vægi hans. Ungu stúlkuna skort ir þá fremur lífsreynslu og styrk til að takast á við þetta og þarf kannski á að halda ,að- stoð ættingja, læknis eða ein- hvers annars, sem getur hjálp- að henni við að átta sig. 1 lög- gjöfinni, eins og hún er nú, þurfa tveir læknar að skrifa upp á, áður en fóstureyðing er leyfð, og ættu þeir að geta átt- að sig á því hvort konan þarf á slíkri aðstoð að halda. En það er ljóst, að líf konu, sem hefur orðið vanfær, verð- ur ekki hið sama á eftir, sagði Páll að lokum. Ef til vill stafar það af því, að þá hefur stúlkan orðið að taka afstöðu til lífsins og sjálfrar sin. Það sem hefur blundað með henni um kynhlut- verk hennar verður augljóstí og hún verður nú að horfast í augu við það. — E. Pá. Athugasemd Morgunblaðimu hefur borizt efti»farandi athugasemd frá F/ramkvæmdastofnun rikisins. „Að gefnu tilefni í frétt er birt hefur verið í útvarpi og dagblöðum að tillhlutain hr. Sig- finns Sigurðssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga í Suðurlandskjördæmi, vill framkvæmdaráð Fram- kvæmdastofnunar rikisins taka fram eftirfarandi: 1. Það er með ölu rangt að Framkvæmdastofnun ríkisins hafi neitað að taka þátt í kostn- aði við gerð svomefndrar „Suð- ur3ands'áætiunar“. Sambandi sveitarfélaga í Suð- urlandskj ördæmi voru á sl. ári greiddar úr Byggðasjóði 500 þús. kr. til þessarar áætlunar- vinnu samkvæmt ákvörðun stjómar stofnunarinnar og í samræmi við ítrustu heimildir í lögum um slíkar greiðstar til landshliutasamtaka. Á yfirstandandi ári mun Sam- band sveitarfélaga í Suðurlands- kjördæmi frá greiddar frá Byggðasjóði í sama skyni 640 þús. kr. og er nú greiðsla einn- ig í samræmi við ítrustu heim- ildir í lögum til slákra greiðslna. 2. 31. gr. laga um Fram- kvæoidastofnun ríkisins, er um- ræddar heimildir bygg.tast á, er svohljóðandi: „Stjóm Byggðasjóðs er heim- ilt að greiða landsíhtatasamtök- um sveitarfélaga af fé sjóðsins sem svarar 3/4 — þrem fjórðu hliutum — af ársflaunum starfs- manns, að þvi tilisiki'ldu, að hann vinni að undirbúningi og gerð áætlana fyrir viðkomandi landsihtata í samvinnu við áætl- anadeild." 3. Fjárikröfur á Framkvæimda stofnun ríkisims, fram yfir það er að framan greinir, eru ekki á rökum reistar og styðjast ekiki við neinar heimildir í liögum. — Þetta hefur framkvæmdaráð tjáð framkvæmdastjóranum. Engum forráðamanna ann- arra iand shliu tasa mt aika hefur heldur komið til hugar að bera fram sSiíkar kröfur eða mál'aieit- anir, enda þótt þau vinni að sjálfsögðu að hliðstæðum verk- efhum í samvinnu við áætlana- deild Framikvæmdastofnunarinn ar. Framkvæmdaráð." Fermingar á skírdag Ferming í Blönduósskirkju, á skírdag, 19. apríl, kl. 10,30 f.h. Séra Ámi Sigurðsson STÚLKUR: Anna Valigeirsdóttir, Brekku- byggð 6 Ása Aradóttir, Húniabraut 28 Bryndís Guðmundsdóttir, Ár- bnaut 18 Bryndís Pálmadóttir, Holti Guðrún Kristjánisdóttir Blöndal, Mýrarbraut 1 Helga Káradóttir, Húnabraut 11 Ingibjörg Jónsdóttir, Köldukinn Kristín Sigurjónsdóttir, Orra- stöðum. Sigurbjöng Baldumsdóttir, Sæbóli DRENGIR: Kjartan Ólafsson, Hreppshúsinu Magnús Hallbjörnisson, Húna- braut 20 Már Sigurbjömsson, Árbraut 12 Svavar Ævarsson, Mýrarbraut 3 örn Sigurbjömsson, Árbraut 12 Ferming í Kotstrandarkirkju á skírdag, 19. apríl, kl. 2 e.h. STÚLKUR: Ema Björk Guðmundsdóttir, Hvammi Mangrét Jónia Bragadóttir, Hátúni DRENGIR: Ari Eggertsson, Auðsholts- hjáleigu Friðrik Kristjánsson, Stóra-Saurbæ Magnús Guðmundsson, Kvíarbóli. Pétur Benedikt Guðmiundsson, Hvarnml

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.