Morgunblaðið - 18.04.1973, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 1973
Jóhann Hafstein:
Meirihluti landhelgismálanefndar vill
íhuga hvort ekki beri að mæta í Haag
— forsætisráðherra og utanríkisráðherra vilja
ræða og skoða þetta atriði vandlega. Umræðurnar
á Alþingi um skýrslu utanríkisráðherra
UTANRÍKISRAÐHERRA,
Einar Ágústsson, flutti Sam-
einuðu þingi skýrslu sína um
utanríkismál í gær. Urðu all-
miklar umræður um skýrsl-
una, en einkum urðu hörð
orðaskipti milli Hannibals
Valdimarssonar, félagsmála-
ráðherra, og Bjarna Guðna-
sonar vegna þeirrar skoðun-
ar ráðherrans, að íslending-
um beri réttur og skylda til
að senda málsvara til Alþjóða
dómstólsins í Haag.
í ræðu Jóhanns Hafstein
kom fram, að Iandhelgis-
nefnd hefur nýlega komið
saman og tekið þetta mál fyr-
ir, og á þeim fundi kom fram,
að meirihluti nefndarmanna
teldi, að íhuga bæri mjög
vandlega, hvort ekki bæri að
senda málsvara til Haag. Þá
sagði Jóhann, að fram hefði
komið í nefndinni hjá utan-
ríkisráðherra og forsætis-
ráðherra, að ítarlega þyrfti
að ræða og skoða málin, áð-
ur en ísland tæki endanlega
ákvörðún um, hvort málsvari
yrði sendur eða ekki.
Utanríkisráðherra ræddi í upp
hafi almennt um þróun alþjóða-
mála. Sagði ráðherrann, að ekki
væri mikið um viðræðurnar i Vín
arborg, um niðurskurð herafla,
að segja, þvl fyrstu tveir mán-
uðir þeirra hefðu farið í þóf um
fundarsköp.
Ráðherrann sagði, að undir-
búningur fyrir öryggismála-
ráðstefnu Evrópu ætti enn langt
í land, en þótt endanlegt sam-
komulag um dagskrá ráðstefn-
unnar hefði enn ekki náðst, þá
lægi nokkuð ljóst fyrir að hún
myndi í stórum dráttum
fjalla um eftirfarandi fjög-
ur megin dagskráratriði:
1. Öryggismál, þ. á m. grundvall-
arreglur varðandi samskipti
ríkja
2. Samvinnu á sviði viðskipta-,
efnahags-, vísinda-, tækni-,
menningar- og umhverfismála
3. Mannleg samskipti, aukin
samskipti á sviði menntunar-
; og upplýsingastarfsemi
4. Ráðgefandi nefnd til að fjalla
um málefni viðkomandi
öryggi og samvinnu.
Þá fagnaði utanríkisráðherra
því, að vopnahlé skyldi nást í
Viet Nam, þótt hann lýsti áhyggj
um sínum vegna þeirra árekstra,
sem þar hefðu orðið að undan-
förnu. Þvi næst vék hann að
Kóreumálinu og sagði þá m.a. að
tsland myndi innan táðar koma
á stjómmálasambandi við Norð-
ur-Kóreu, en slíkt samband
hefðum við nú þegar við Suður-
Kóreu.
Þá fjallaði utanrikisráðherra
nókkuð um þau mái á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna, sem Is
lendingar hefðu haft sig í frammi
í. Kom fram í ræðu hans, að ts-
lendingar hefðu lagt fram
á fundi undirbúningsnefnd-
ar Hafréttarráðstefnunnar til-
lögu hinn fimmta apríl, sem
hljóðaði svo:
„Lögsaga strandríkja yfir auð-
lindum á hafsvæðum utan land-
helgi þeirra.
Strandríki er heimilt að
ákveða ytri mörk lögsögu og yf-
irráða yfir auðlindum á hafsvæð
um utan landhelgi þess.
Ytri mörk svæðisíns skulu
ákveðin innan sanngjamrar fjar
lægðar með hliðsjón af land-
fræðilegum, jarðfræðilegum, vist
fræðilegum, efnahagslegum og
öðrum aðstæðum á staðnum, sem
máli skipta og skulu ekki ná
lengra en 200 sjómílur.“
Skoðanaskipti um hlutverk
Evrópuráðsins eftir stækkun
Efnahagsbandalagsins hefðu
nú staðið all lengi, sagði ráð-
herrann, og menn ekki á eitt
sáttir um það. Island hefði lát-
ið í ljós þá skoðun sína, að
Evrópuráðið ætti að halda áfram
að vera vettvangur lýðræðis-
ríkjanna í Evrópu fyrir frjáls
skoðanaskipti á jafnréttisgrund
velli. Þá sagði Einar Ágústsson,
að hann hefði þegið boð um að
flytja erindi um landhelgismái-
ið á Ráðgjafaþingi Evrópuráðs-
ins 17. maí n.k. Þá fjallaði ráð-
herrann um Efnahagsbandalag-
ið og einkum þó þann fyrirvara,
sem Efnahagsbandalagið hefði
haft um fríðindi fyrir sjávaraf-
urðir, vegna land'helgismálsins,
og sagði hann ekki útséð um
hvernig færi um beitingu hans,
þó hann væri ekki bjartsýnn á,
að fyrirvaranum yrði ekki beitt.
Þá sagði ráðherrann:
Fríverzlunarsamtök Evrópu
(EFTA) halda áfram starfsemi
sinni með þátttöku 7 landa,
Austurríkis, Finnlands, fslands,
Portúgals, Noregs, Sviss og Svi-
þjóðar. EFTA hefur ennþá mikla
þýðingu fyrir viðskipti þessara
landa, en einnig fyrir samskipti
landanna við Efnahagsbandalag
ið. Samkvæmt tillögu fslands fer
nú fram athugun á því innan
EFTA, hvort hægt sé að ná sam-
komulagi um, að frtverzlunin nái
til fleiri sjávarafurða en hún
hefur gert hingað til. Enn sem
komið er er of snemmt að spá
nokkru um niðurstöður þessar-
ar athugunar.
í lok skýrslunnar ræddi utan-
ríkisráðherra um landhelgismál-
ið og vamarmálin' og rakti fyrst
í nokkrum orðum deilurnar við
Breta og Vestur-Þjóðverja. Ráð-
herrann sagði:
Nýlega hafa farið fram
í Reykjavik viðræður við emb-
ættismenn frá báðum þess-
um rtkjum og er ráðgert, að ráð-
henraviðræður fari fram við
Breta i byrjun næsta mánaðar.
Er það von mln, að málin þok-
ist þá í átt til bráðabirgðasam-
komulags, sem tryggi réttmæta
hagsmuni íslands og aðlögunar-
timabii fyrir fiskimenn þessara
þjóða.
Aðrar þjóðir hafa í reynd virt
hina nýju íslenzku fiskveiðilög-
sögu og við tvær þjóðir Belga
og Fsereyinga hafa verið gerð-
ir samningar um heimild til tak-
markaðra veiða innan fiskveiði-
takmarkanna.
Um málshöfðun Breta og
Þjóðverja fyrir Alþjóðadóm-
stólnum vil ég aðeins taka fram,
að sú ákvörðun íslands að mæta
ekki fyrir dómstólnum var rök-
rétt afleiðing af þeirri ályktun
Alþingis frá 15, febrúar 1972, að
vegna breyttra aðstæðna geti
samningarnir við þessi ríki frá
1961 ekki lengur átt við og ís-
lendingar séu því ekki bundnir
af ákvæðum þeirra. Varðandi
málsmeðferð, er dómstóllinn
í lok þessa árs tekur fyrir efnis-
atriðin, virðist mér augljóst, að
íslendingar geta ekki átt úrslit
í slíku lífshagsmunamáli sinu
undir erlendu dómsvaldi, og að
það sé því rökrétt og eðlilegt,
að Island eigi ekki fulltrúa við
þennan málarekstur fremur en
hingað til.
Það er von mín, að samstaða
þjóðarinnar um framkvæmd
þessara mála geti haldizt.
Eins og ég hef áður skýrt Al-
þingi frá hefur um nokkurt
skeið verið unnið að könnun og
upplýsingasöfnun varðandi
vamarmálin. Meðal annars ligg-
ur fyrir álit Atlantshafsbanda-
lagsins um hernaðarlegt mikil-
vægi íslands, sem kynnt hefur
verið utanríkismálanefnd Al-
þingis.
Vamarmálin hafa einnig ver-
ið nokkuð ítarlega rædd við
bandarísk stjómvöld. í maímán-
uði í fyrra, er Rogers, utanrik-
isráðherra Bandaríkjanna, var
hér í Reykjavik var frá báð-
um hliðum gerð grein fyrir sjón-
armiðum til málsins.
f janúar s.l. fór ég til Was-
hington og ræddi þá við banda-
riska utanríkisráðherrann og
embættismenn úr bandaríska
varnarmálaráðuneytinu. Fóru
þar fram gagnleg skoðanaskipti,
en niðurstaða viðræðnanna var
sú, að athuga þyrfti nánar ýmis
atriði til þess, að heildarmynd-
in lægi fyrir. Það er ásetningur
minn, að endanleg ákvörðun rik
isstjórnarinnar geti bjjggzt á
sem fullkomnustum upplýs-
ingum, en það fer ekkert á milli
mála, að það er algerlega á
valdi islenzku ríkisstjómarinn-
ar, hver sú endanlega ákvörð-
un verður og hvenær hún verð-
Stjórnarfrumvarp um hell-
brigðisþjónustu var afgreitt
við þriðju umræðu frá efri
deild aftur til neðri deildar s.I.
laugardag. Svo sem kunnugt
er, urðu ýmsar breytingar á
heilbrigðisþjónustu frumvarp-
inu við afgreiðslu í neðri
deild. Töldu ýmsir, að þær
breytingar gætu orðið til þess,
að frumvarpið yrði ekki að
lögum á þessu þingi. Engu að
síður var frumvarpinu hrað-
að í gegnum efri deild, en þar
voru einnig bornar fram all
margar tillögur um breyting-
ar. Var þar bæði um að ræða
breytingatillögur, sem felldar
höfðu verið í neðri deild, og
einnig nýjar breytingatillögur.
Tvær tillögur sem neðri
deild hafði fellt voru sam-
þykktar í efri deild. Voru það
tillögur fiá Magnúsi Jónssyni
o.fl. um heilsugæzlustöð á
Kópaskeri, og tillaga frá Ás-
geiri Bjarnasyni, Þorvaldi
ur tekin. Ákvörðun ríkisstjóm-
arinnar um endurskoðun varn-
arsamningsins verðuír því vænt-
anlega tekin bráðlega.
Samstarfið við utanrikismála-
nefnd hefur verið með ágætum
á þvi þingi, sem nú er að ljúka
og vil ég þakka það. Hafa sam-
ráð utanríkisráðuneytisins við
nefndina farið vaxandi og
er það að mánu áliti til mikilla
bóta. Fundir nefndarinnar frá
ársbyrjun 1972 hafa verið 25 og
hef ég mætt á flestum þeirra og
reynt að gera nefndinni grein
fyrir helztu utanríkismálum sem
á dagskrá hafa verið hverju
sinni.
Jóhann Hafstcin sagði að ylli
nokkrum vonbrigðum, sem segði
i skýrslu utanríkisráðherra
að all mikið bæri á milli um
kröfur rikja til landhelgi. Ráð-
herrann sagði að hámark virt-
ist vera 12 rnilna landhelgi og
200 mílna efnahagslögsaga, en
fslendingar hefðu ætíð byggt
stefnu sína og málstað á land-
grunnslögunum frá 1948 og mið-
að við landgrunnið og hafsvæð-
ið yfir því. Jóhann sagðist taka
heiishugar undir það sem ráð-
herrann hefði sagt um viðræður
við Breta og Vestur-Þjöðverja
um réttmætt aðlögunartíma-
bil þessara þjóða.
Jóhann Hafstein sagði að
hinn 13. apríl hefði landhelgis-
nefndin komið saman að sinni
beiðni. Á fundinum hefði verið
rætt um, hvort senda bæri mál-
svara til Haag og hefðu verið
skiptar skoðanir um það í nefnd
inni, en meirihluti nefndarinnar
var þó á því, að vandlega bæri
að íhuga hvort ekki væri rétt
að senda þangað málflytjendur.
Ég vek athygli á því, að forsæt-
isráðherra og utanríkisráðherra
Garðari Kristjánssyni og
Bjarna Guðbjörnssyni um að
heilsugæzlustöð eitt í Suður-
og Vesturlandshéraði yrði
breytt í heilsugæzlustöð tvö.
f raun þýðir sú breyting að
tveir læknar hið fæsta skuli
vera í heilsugæzlustöðinni i
stað eins. — Tillaga Magnúsar
Jónssonar o.fl. var samþykkt
með 11 atkvæðum gegn 6, en
tillaga Ásgeirs Bjarnasonar
o.fl. var samþykkt með 10 at-
kvæðum gegn 8. Þá var til-
laga frá Auði Auðuns og
Eggert G. Þorsteinssyni um,
að ekki væri útilokað, að geð
deildir væru við heilsugæzlu-
stöðvar, samþykkt með 9 at-
kvæðum gegn 7.
Aðrar breytingatillögur
voru felldar. Þær voru m.a.
um heilsugæzlustöð I. á Skaga
strönd, sem Þorvaldur Garð-
ar Kristjánssor. bar fram, en
hún var felld með 10 atkvæð-
um gegn 6 en hafði áður ver
sögðu i nefndinni, að við ættum
eftir að fjalla mikið um þetta
mál áður en ákvörðun yrði
tekin. Það er náttúrlega rangt að
tala um Alþjóðadómstólinn, sem
erlent dómsvald, þetta er alþjóð-
legt dómsvald — dómstóll Sam-
einuðu þjóðanna. Sjálfuæ forsæt
isráðherrann sagði af skynsemi
og rökvisi 14. nóvember 1960:
„. . . vissulega er það svo, að
smáþjóð verður að varast það að
ganga svo langt, að hún geti
ekki alltaf verið við þvi búin
að leggja mál sín undir úrlausn
alþjóðadómstóls, því að sannleik
urinn er sá, að smáþjóð á ekki
annars staðar frekar skjóls að
vænta heldur en hjá alþjóðasam-
tökum og alþjóðastofnunum, af
því að hún hefur ekki valdið til
að fylgja eftir sínum ákvörðun-
um eins og stórveldin. Og þess
vegna hefði, að rnínu viti, hvert
eitt spor i þessu máli átt að vera
þannig undirbúið, að við hefð-
um verið við því búnir að leggja
það undir úrlausn alþjóða-
dómstóls."
Það getur haft úrslitaáhrif á
hvenær dómur fellur, ef við send
um menn til Haag, og m.a. gæt-
um við haft aðstöðu til þess að
fresta dómsuppkvaðningu fram
yfir Hafréttarráðstefnuna.
Ég legg áherzlu á, að vand-
lega verði athugað hvernig hags
munum okkar verði bezt borg-
ið.
Vegna landhelgismálsins vil ég
leyfa mér nú, fyrir hönd Sjálf-
stæðisflokksins, að taka fram
eftirfarandi:
Ef ríkisstjórninni tekst ekki
að ná bráðabirgðasamkomulagi
i fiskveiðideilunni við Breta og
Vestur-Þjóðverja, svo sem hún
í efri deild
ið felld í neðri deild með 19
atkvæðum gegn 18.
Breytingatillaga frá Ragn-
ari Arnalds o.fl. um að heimilt
yrði að :áða lækna og annað
starfslið að heilsugæzlustöðv-
um, þó það hefði búsetu og
starfssvið utan stöðvanna,
felld með 9 atkv. gegn 7.
Breytingatillaga frá Þorvaldi
Garðari Kristjánssyni um
heilsugæzlustöð á Bíldudal
var felld með 11 atkvæðum
gegn 5.
Svo sem fyrr segir, þá var
heilbrigðisþjónustufrumvarpið
endursent neðri deild eftir
þessar breytingar, og ef neðri
deild samþykkir það ekki ó-
breytt, þá ganga deildirnar
saman i eina deild og afgreiða
frumvarpið. Fullvíst er talið,
að ef svo tekst til, þá sé
frumvarpið úr sögunni á
þessu þingi.
Dagar heilbrigðisþj ón-
ustufrumvarpið uppi?
Breytingartillögur samþykktar