Morgunblaðið - 18.04.1973, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 18.04.1973, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. APRlL 1973 31 Svavar þriðji — á Norðurlandamótinu NORÐURLANOAMEISXARA- MÓT i judo fór frarn í Helsing;- fors um siðustu helg;i. Keppt var í fimm þyngdarflokkum og í opn um flokki. Einn íslendlngrur, Svavar Carlsen, 1. dan, tók þátt í Norð- urlandamótinu og keppti í þunga vigt. Svavar stóð sig frábaerlega vel í keppninni við sterkustu judo menn Norðurlanda. Hann varð annar og keppti til úrslita við finnska þungavigtarmeistarann Seppo Reivuo. í þriðja og fjórða sæti urðu Finninn Markku Airio og Daninn Nils Jörgensen. Aðstoðarmaður Svavars og full trúi Judosambands Islands á mót inu var Magnús Ólafsson. Frammistaða Svavars vakti mikla athygii á mótinu, en ís- lenzkir judomenn hafa nær aldrei fengið tækifæri til að reyna sig á erlendum vettvangi áður. Judo- samband íslands var stofnað 28. janúar sl. og er Svavar Carl- sen fyrsti keppandinn sem fer á vegum sambandsins til keppni erlendis. Þess má geta að þeir Sigurður H. Jóhannsson og Sig- urjón Kristjánsson kepptu sem gestir á Norðuriandameistara- mótinu 1968 og stóðu sig með prýði, þótt ekki næðu þeir eins langt og Svavar nú. Blöð í Hels- ingfors skrifa mjög lofsamlega um þátt Svavars í keppninni og segja að með frammistöðu sinni og framkomu hafi hann unnið hug og hjörtu áhorfenda. Rýfur KRsig- urgöngu ÍR? ÞAÐ verður mikil barátta i leik ÍR og KR í körfuknatt- leiknum á sunnudaginn. KR sigraði með einu stigi og þarf því að fara fram úrslitaleik- ur í mótinu. Sá leikur verður í kvöld og öruggt er að mikil stemmning verður í iþrótta- húsinu á Nesinu, en leikurinn hefst kl. 20.30. ÍR-ingar hafa orðið fslandsmeistarar í körfu knattleik f jögur síðustu ár og þeir hafa mikinn hug á að sigra fimmta árið í röð. f leiknum á sunnudaginn kom frábær varnarleikur KR-inga, ÍR í opna skjöldu og liðið komst ekki í gang fyrr en í siðari hálfleik. Bæði liðin ætla sér ekkert nema sigur í leikn um í kvöld og það verður án efa gaman að fylgjast með leik þessara risa í íslenzkum körfuknattleik. Stórgjafir til ÍBV fÞRÓTTAFÓLK á Norðurlönd- um hefur sýnt mikinn vinarhug í garð íslenzkra íþróttamanna og þá sérstaklega Vestmannaeyinga, eftir að náttúruhamfarirnar í Vestmannaeyjum hófust, Á mánu daginn afhenti Einar Th. Mathie sen, formaður HSÍ, Stefáni Run- ólfssyni, formanni ÍBV, stórar peningagjafir frá dönskum handknattleiksmönnum. Nema gjafir tii ÍBV nú um 13 hundr- uð þúsimd krónum. Gjafirnar sem Einar Mathie- sen afhenti voru annars vegar ágóðinn af leik íslenzka lands liðsins og Aarhus KFUM, en sá leikur fór fram í Árhus í lok febrúar. Hin gjöfin var ágóði af leik Stadion og Frederica, en það var úrslitaleikur í dönsku 1. deildinni. Þess má geta að allir starfsmenn gáfu vinnu sina, húsa leiga var felld niður og leik- menn borguðu sig inn í íþrótta- húsið. Fyrri leikurinn gaf af sér rúm 120 þúsund, en sá síðari rúm 200 þúsund. Eins og frá hefur verið sagt í Morgunblaðinu var knattspyrnu- mönnum frá iBV boðið til Hol- bæk i Danmörku fyrr í vetur og tóku þeir þar þátt í knattspyrnu móti innanhúss til ágóða fyrir ÍBV. Þá var haldið mikið bingó i Holbæk og samanlagt nam ágóð- inn, af þessum skemmtunum tveimur, rúmlega hálfri milljón. KR — Ármann 4-0 KR sigraði Ármann 4:0 I Björn Pétursson skoraði svo í þriðja leik Reykjavikurmóts- ins í knattspyrnu, sem fram fór á Melavellinum á mánudags- kvöldið. Það var Björn Pétursson, sem skoraði fyrsta markið snemma í fyrri hálfleik. Þetta mark verð- ur að skrifast á markvörð Ár- manns, sem átti misheppnað út- hlaup og missti knöttinn yfir sig. Jöhann Torfason skoraði annað markið í byrjun síðari hálf- leiks með föstu skoti af stuttu færi. Fyrstu golfmótin FYRSTA golfmót sumarsins hjá Golfklúbbi Ness verður á morg- un — fimmtudag — og hefst kl. 13.30. Ber mótið nafnið Sumar- fagnaður, og verður 18 holu höggleikur með og án forgjafar. N. k. laugardag verður svo Flaggakeppnin hjá GN og hefst hún einnig á sama tíma. Eru klúbbfélagar hvattir til að mæta. Hjá Golfklúbbi Suðurnesja verður fyrsta mótið n.k. laugar- dag. Verður það 18 holu mót og er félögum úr öðrum klúbbum velkomið að taka þátt í því sem gestir. þriðja markið með dyggilegri að stoð markvarðar Ármanns. Björn lék upp að endamörkum hægra megin og gaf knöttinn fyrir markið í algjörlega lokuðu ! færi. Markvörður Ármanns ætl aði að grípa knöttinn, en tókst svo óhönduglega til, að hann missti knöttinn í eig- ið mark. Gunnar Gunnarsson skoraði svo fjórða markið, á hinni ör- lagaríku 88. mín., með snöggu og ákveðnu skoti. Eftir atvikum var sigur KR sanngjarn og mér er nær að halda að þeir hafi verið nær því að skora sitt fimmta mark, en Ármann sitt fyrsta. Að vísu voru tvö mörk þeirra mjög ódýr, sem skrifast verða á reikning mark- varðar Ármanns, en þeir áttu góð tækifæri, sem fóru forgörð- um. Greinilegt er, að lið Ár- manns er í lítilli æfingu og varð það augljóst þegar liða tók á leikinn. KR ingar eru aftur á móti í góðri æfingu og hefur það gert gæfumuninn í þessum leik, því framan af leiknum var hann nokkuð jafn, en yfirburðir KR inga komu fyrst og fremst i Ijós er kraftar Ármenninga tóku að þverra. — Þorkell máni Framhald af bls. 32. enn megi heyra hjáróma raddir í Belgíu sem vari við löndun- um íslenzkra togara í Ostende, þar sem þeir telja óhagkvæmt að fiskmarkaðurinn þar stækki. Hins vegar er það almennt álit manna í Ostende, að landanir ís- lenzku togaranna þar í borg séu þvert á móti æskilegar og þær geti haft heillavænleg áhrif á fiskiðnaðinn og atvinnuliifið i þessani belgisku hafnarborg. Hafnarstjórinn í Ostiende hef- ur t.d. látiíð hafa það eftir sér, að hann geti ekki merkt að fisk- miarkaðurinn þar hafi vaxið til muna við landanir íslenzlku tog- aranna. Eins hafa borgaryfirvöld látdð í það skína, að þau muni ekki láta það afskiptalaust verði gripið tiil einlhvers konar lönd- unarbanras á íslenzk fiskiskip sem til Ostende koma. Hins veg- ar munafráðið að koma á viðræð um milli belgískra og íslenzkra aðila um fasta skiipan á löndun- um íslenzkra togara í Ostende, og mun Félaig ísl. botnvörpu- skipaeigend'a eiga ful'ltrúa í þeim viðræðuim, að því er segir í skeytimu. Thorngren segir enmfremur, að ©nn hafi ekki borizt nein við- brögð eða andmæli frá himium löndurn Efna'hagsba ndaiags ins vegna þessara landana ísSenzku togaranna. Yfirvöid í Ostende og talsmenn belgíska sjávarút- vegsins vonast þó til að aðildar- riki EBE muni sýma þessu mái'i slkilning — einkum með tilliti tii þess að veruiegur skortur er á neyzlufiski 1 V-Evrópu uim þess ar mundir. Engu að siður ríkir nokkur óvissa um það í Belgiu hvernig Bretar smúaist gegn beilg íska fiskiflotanuim, en um 70% manns stundair veiðar á miðum við Bretland. AthgMsvert er, að stór heiid- sölufyrirtæki i nágrannalöndum Bel'giu ' hafa sýnt marikaðinum í Ostende vaxamdi áhuga eftir að lamdanir íslenziku togaranna hóf- ust þar. Námfúsa fjólan í Tónabæ DANSLEIKUR verður haldinn í Tónabæ í kvöld fyri-r ferðasjóð nemenda Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja og hafa þeir fengið hljómsveitina Námfúsu fjóluna til að leika fyrir dansi. Þá munu Áskell Másson og Sigurður Rún- ar Jónsson leika á oonga og raf- magnsfiðlu. Dansleikurinn stend- ur frá kl. 9 til 1 e. m. og töldu fonráðamennirnir að þar yrði æð islegt fjör. GlV undirbýr skóla- ferðalag til Faareyja. Útsala eða ekki útsala BÆJARSTJÓRNIN á Seyð- isfirði sainþykkli með 6 at- kvæðum samhljóða liinn 12. marz síðastliðinn að eigi sið- ar en 1. ágúst 1973 færi fram almenn i>tkMeðagreiðsla um það, hvort opin yrði áfeng- isverzlun í kaupstaðnum í framtíðinni. Tveir bæjarfull- trúar sátu hjá og einn var fjarverandi. Samkvæmt þessu mun því á sumri komanda verða efnt tli atkvæðagreiðslu um starf- semi Á.T.V.R. á Seyðisfirði. Jónas Guðmundsson við tvö málverka sinna. Málverkasýning á Akranesi um páskana JÓNAS Guðmundsson, rithöfund ur og listmálari, heldur mál- verkasýningu á Akranesi yfir páskana. Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 18. apníl og verð- ur hún opin daglega frá klukk- an 16,30—22,00. Henni lýkur á annan í páskum. Sýningin verður lokuð á föstu- daginn langa. | Þetta er þriðja einkasýning Jónasar Guðmundssonar, en j hann hefur einnig sýnt verk sín á samsýningum. Að þessu sinni sýnir hann um 45 myndir, flest oliumálverk og er myndefnið yf- irleitt sótt i sjómennsku og sigl- ingar, en að auki eru landslags- myndir, mannamyndir og dýra é sýningun-ni að þessu sirmi. Málastofa 1 Norræna húsinu NORRÆNA húsið hefur nú eignazt málastofu, sem svo er nefnd — sérstakt tæki til máia- kennsiu. Fer nú fram í Norr- æna húsinu námskeið í með- ferð þessa tækis fyrir norræna sendikennara en ieiðbeinandi er Merete Biörn, tungumálakenn- ari frá Folkeimiversitetet í Kaup mannahöfn. Tæki þetta er femgiið hingað til liands fyrir peniinigagjöf frá Letterstedska foreningen í Sví- þjóð, sem á sínum tírna gaf Norræna húsinu 10 þúsund kr. sænstkar tiil kaupa á sMku tæki. Tækið er hiras vegar keypt hjá Tandiberg-fyniirtækinu norska, sem veitti verulegan afsiátt af því, þanniig að segja má atð það sé í raunimni sænsk-norsk gjöf. Eins og áður kemur fram er tækið ætlað fyrir nemendur í norraanum máluim viið Háskóla Ls'lainds, svo og fyriir erlendia stúdenta sem hér nema is- lenzku. Málaistofan er þannig úr garði gerð, að sjö tiil átta nemendur geta notað tækið á sama tíima. Kennariinin lies inn á band tiiitekinn framburðarkafla, en nemendur geta hlustað á hann, siðan spreytt siig sjáflifiiir á framburðarkafilianium, hlustað á hvemig till tekst og borið sam- an við framburð komnarans. ör- litiil reymsla er komlin á mála- stofuna hjá deunska sendikenimair- anum, og telur harnn þegar mega merkja framiför i firam- burði nemenda sirnma eftir til- komu þessa tækis. Máliastofan verður fyrst í stað till húsa í Norræoa húsiwu, en stefint er að því að filytja hana síðar í háskóiámn. Sólveig Eggerz Pétursdóttir opnar sýningu í Borgarnesi í Barnaskólahúsinu á skírdag og sýnir til laugardagsins. Sýningin verður opin frá kl. 2—22 daglega. Sólveig hefur ekki sýnt á íslandi í 3 ár, en hins vegar hefur hún sýnt víða um heim. M. a. í París, London og Kaupmannahöfn og fyrir henni liggja boð um sýningar i Bandarikjunum, ís rael, Noregi, Þýzkalandi og Svíþjóð, en hún mun ákveð- ið sýna í Kaupmannahöfn i vor. Á sýningunni í Borgarnesi sýnir Sólveig 62 myndir, fanta síur og landslagsmyndir. Á myndinni er hún með nokkrar rekaviðarmynda sinna. Ljós- mynd Mbl. Ól. K. M.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.