Morgunblaðið - 13.05.1973, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGU'R 13. MAl 1973
Baðstofuglugg-
inn og eilífðin
Ólafur Jóliann Sierurðsson:
SEINT A FERÐ. 186 bls.
Bókaútg:. Menningarsjóðs.
AÐ LAUFFERJUM. 73 bls.
Helgafell.
Sögur Ólafs Jóhanns eiga er-
indi til allra, en einkum þó kyn
slóðar hans sjálfs; kynslóðarinn
ar, sem leit heimsins dýrð alls
fyrst út um baðstofuglugga í
dreifbýli, en átti svo fyrir sér
að skyggnazt um torg og straeti
í þéttbýli. Það eru með öðrum
orðum árin fyrir stríð, kreppuár
in, sem hafa orðið honum að
söguefni; ár vegavinnu og harm
oniku; ár skonroks og kaupa-
kvenna; ár yfirvofandi styrjald
ar, sem enginn vissi, hvernig
leika mundi heiminn. Þessi ár
verða honum að ljúfsárri minn-
ing, samblandi af raunsæi og
draumsjón. Hverju einu er lýst
af slikri nákvæmni, að lesand-
anum finnst þetta hljóti allt að
hafa gerzt, en þó er hvaðeina
einhvern veginn upphafið og
fegrað.
Margar sögurnar í Seint á
ferð eru ferðasögur í viðtækum
skilningi, enda þó nafnið lúti
víst ekki að því, heldur að hinu,
hve seint þær urðu út gefnar á
bók. Ferðin er hvatinn, hreyfi-
aflið, annað tveggja ferð um
þjóðveginn eða ferð í takt við
framvindu þjóðlífsins: frá hinu
forna, sem er að hverfa, til hins
nýja, sem er að koma í ljós.
Sveitalífið fyrifinnst enn í sin-
um föstu skorðum: „. . . vísaði
mér inn í baðstofuna og kvaðst
koma að vörmu spori" (Hring-
urinn). „Inni í litlu baðstofunni
var bjart og kalt" (Þegar fer
að vora). „Baðstofan var þiljuð
sundur“ (Vængir englanna).
„Ég litaðist um í baðstofunni"
(Visað til vegar). Annars stað-
ar hillir svo undir nútímann, t.
d. gefur Skilnaður svipmynd af
veitingastað með grammófóni,
rauðum ljósum og kenderfi.
Heimspólitikin komst aldrei inn
á gafl í baðstofunni nema sem
óhlutkennd kynjasaga, og
svo er einnig í þessum smásög-
um. Sveitastjómaroddviti færir
gömlum hjónum fregnir af styrj
öld ítala við Abessíníumenn, en
kann þó hvorúgt að nefna réttu
nafni, lönd né leiðtoga. Tækni-
öld er tæpast runnin upp, en má
þó heita á næstu grösum. Bill-
inn er til að mynda kominn á
vettvang. Og bilstjóri i sveit er
svo sannarlega maðurinn, sem
allt snýst um. Ásamt harmoniku
spilaranum eignast hann sinn
visa stað í endurminning þeirra,
sem þá eru ungir, nú rosknir.
Flestir eru fátækir. Og miklir
peningar eru eins og regnbog-
inn — nokkuð, sem ekki verður
höndlað.
Höfundur gerir í eftirmála
grein fyrir, hví sögur þessar
eru svo seint á ferð, og ætla
ég ekki að endursegja ástæðum
ar til þess. Hitt mætti vera um-
hugsunarefni, hvers vegna svo
góður skáldskapur var ekki
heimtur til útgáfu fyrr. Líkast
til er orsakanna að leita í hljóð-
leika hans sjálfs. Þetta er yfir-
lætislaus skáldskapur sem leyn
ir á sér. Litbrigði jarðarinnar
(sem undirritaður hefur meira
dálæti á en nokkurri annarri
sögu Ólafs Jóhanns) — hvað
ætli sú bók hafi nú staðið lengi
við á bókamarkaðinum? Tutt
ugu ár í það minnsta var hún að
seljast upp í fyrstu útgáfu á
sama tima og mörg klénni bók
hvarf eins og dögg fyrir sólu.
Smásagnasöfn Ólafs Jóhanns,
sem komu út á strfðsárunum og
í stríðslok virtust aldrei ætla að
seljast upp og eru kannski fá-
anleg enn. Hljótt varð um þær
fáguðu sögur, sem komu út i
bókinni Leynt og Ijóst fyrir fá-
einum árum. Þeim mun kyn-
legra varð, að Hreiðrið, sem
kom út í fyrra og er að vísu
Ólafur Jóh. Sigurðsson.
Hreiðrið ekki verið lofað og
prfsað vegna listrænnar full-
komnunar fyrst og fremst né
heldur vegna þess, að höfundur
inn komi þar nýr fram á sjónar-
sviðið, heldur — eftir þvi sem
næst verður komizt af óljósum
umsögnum — fyrir þau viðhorf,
sem þa.r eru látin í ljós gagn-
vart framlagi nokkurra ungra
virðist mér bókin sem heild tæp
lega geta talizt sambærileg við
það, sem Ólafur Jóh' .hafði áður
bezt gert. Víst getui- hann haft
á valdi sínu að draga fram kóm-
ísku hliðarnar á hlutunum. En
grínisti er hann gagngert eng-
inn. Og ætli hann að gerast
háðskur, er undir eins kominn
falskur tónn. Það sannast þegar
með fyrstu sögum hans, og á ég
þá t.d. við Striðið við ofninn í
Seint á ferð, sem er að mínum
dómi alltof fáránlegt sögukom,
til að hafa megi nokkurt gam-
an af þvi. Bókinni hefði verið
bættur skaðinn, þó látið hefði
verið undir höfuð leggjast að
endurprenta það hér og nú.
— ★ —
Og þá eru það ljóðin — Að
iaufferjum. Nafnið er í sjálfu
sér vel til fundið, en það mun
hugsað eftir stefi úr kvæði, sem
séra Ólafur á Söndum útiagði
úr þýzku „til skemmtunar við öl
drykkju" og hljóðar svo:
Kitt sinn fór ég yfir Rín
á laufblaði einnar lilju;
litil var ferjan mín.
Erlendur Jónsson
skrifar um
BÓKMENNTIR
vel samin saga eins og höfund-
arins var von og vísa, en skar-
ar að engu leyti fram úr beztu
verkum hans, skyldi allt í einu
lyfta honum til viðurkenningar
—var hann þar með fyrst að
sanna hæfileika sína eða hvað?
Ónei, ekki aldeildis.
Víst var hann búinn að þvi
og það margoft, enda hefur
höfunda til íslenzkra bók-
mennta á líðandi stund. Þar er
semsé dreginn taumur eldri bók
mennta, en nýstárlegar aðferðir
við skáldsagnaritun hafðar að
spotti, og það svo berlega, að
auðséð er, hvert skeytum er
beint. Ekki þykja mér þau skeyt
in efla Hreiðrið að listrænum
áhrifamætti, nema síður sé, og
Ólafur Jóhann er þjóðlegt
skáld, yrkir undir kunnuglegum
háttum, heldur í heiðri rím og
ljóðstafi, talar aldrei myrkt,
ekki einu sinni þó hann gerist
innhverfur, en veltir fyrir sér
lífsgátunni, opinskátt, frá sjón-
arhóli hins fullorðna, reynda
manns. Formið virðir hann, alla
götu meðan það vamar honum
ekki tjáningar, en gengst ekki
undir ok þess; segir það, sem
hann vildi sagt hafa, hvort sem
það fer ákjósanlega í ljóði eður
ei. Sem dæmi mætti nefna kvæð
ið Fengir þú að koma — um
bamakennara, sem klæddi sig
úr skóm og sokkum og bar böm
in á bakinu yfir krapabólgna á
„í vetrarfiörkum forðurn". Ekki
er sá kveðskapur hnökralaus,
en manneskjulegur er bragur-
inn sá engu að síður. Eins og í
sögunum eru efnin hér sótt til
þeirrar tíðar, þegar skáldið var
sjálft á unga aldri í sveit og
undi sér við náttúruna; þannig
eru Ijóð þessi að miklu leyti ein
tal sálarinnar andspænis henni.
Þau eru í fyllsta mála ljóðræn,
og fer mýkt þeirra vel saman
við efnið, þvi það er einkum
hin blíðari ásjóna landsins, sem
skáldið gerir sér far um að
mæra i Ijóði.
En sumar kemur og fer, bæði
í náttúrunni og mannlífinu.
Hvað tekur við, þegar mannlifs
sumarið þrýtur, hver ferjar
mann yfir fljótið, sem þá verður
á vegi hans? Sú spuming er hér
ofarlega á blaði. Skáldið mælir
„i hljóði fram þakkir. . . til höf
undar alls sem er“ og óskar sér,
að gamli barnakennarinn mættí
nú einnig ferja sig yfir það
vatnsfallið. Þannig er yfir þess
um ljóðum mannlegur kvöld-
roði; kyrrð og friður eins og á
lygnu síðsumarkvöldi, þegar
skyggja tekur og nóttin færist
nær — eilífðamóttin færist
I fáum orðum sagt: einkar geð
þekk ljóð, enda þó þau standi
greinilega að baki sögum Ólafs
Jóhanns og geti að engu leyti
kallazt frumlegur skáldskapur.
Árneskórinn
Fyrir skemmstu gafst höfundi
þessara lína kostur á að hlýða
á söngskemmtun í félagsheimil-
inu Aratungu í Ámessýslu, sem
haldin var á vegum nýstofnaðs
kórs Gnúpverja, Ámeskórsins.
Kórinn hefur aðeins starfað nú-
liðinn vetur og er skipaður um
þrjátíu ungum söngkröftum und
ir stjóm Lofts S. Loftssonar.
Loftur hefur til'tölulega nýver-
ið lokið sínu tónlistamámi og er
margt til lista lagt, prýðitegur
söngstjóri, píanóleikari og texta
höfundur. Er skemmst frá því að
segja að öll framganga Ámes-
kórsins kom mjög á óvart. Kór-
inn söng t.d. alla efnisskrána
blaðalaust og er það sannast
ekki heiglum hent þegar tillit er
tekið til þess að hvert stórverk-
ið rak annað, meðal annars lög
eftir Mozart, Bruekner, Mend-
elssohn, Morley og fleiri. Er
meiri menningarbragur á sliku
verkefnavali en þvi sem sumir
söngfuglar hafa þeytzt með i gull
klæðum landshorna á milli eins
og fjölleikahústrúðar, meðal-
mennskurmi til uppdráttar. Eigi
hver, sem á . . .
Raddgæði Ámeskórsins eru
ótrúlega mikil og einstaka radd-
ir innan hans afburða góðar.
Ðassamir eru hljómmiklir og ten
óramir bjartir og næsta óþving-
aðir. Veiki hlekkurinn er hins
vegar kvennaraddimar, maetti
altinn til að mynda vera fjöl-
GUÐMUNDUR EMILSSON
mennarf. Eins og segir hér að
framan var efnisskrá tónleik-
*nna fjölbreytt í meira lagi. Fram
kom blandaður kór, karla-
kór, kvennakór og karlakvart-
ett. Fyrri hluti þessarar yfir-
gripsmiklu efnisskrár var flutt-
ur án undirieiks, sem gerir mikl
ar kröfur til söngfólksins. Var á
stundum teflt á tæpasta vað og
hefði þá styrkurinn, sem góður
undirleikur veitir, verið vel þeg
inn. Annar® þótti framtakssemi
þessa fríða flokks það eftirtekt-
arverð að h-nökramir fyrirgáf-
ust. Skal nó getið einstakra tón
verka. Lagið „Kossar", eftir
Gunnar Reyni Sveinsson, þar
sem kossar runnu á „fúgísku"
færibandi var viðstöddum til
Karlmannaföt
kr. 3850.00. — tJrval af stórum stærðum. Terylene-
buxur, íslenzkar og danskar. — Hagstætt verð.
ANDRÉS,
Aðalstræti 16,
sími 18250.
ANDRÉS,
Skólavörðustíg 22,
sími 18251.
TIL SÖLU
Chevrolet Pickup úrgerð ’67
Bifreiðin er ný sprautuð og yfirfarin.
Upplýsingar á bifreiðaverkstæði JÓNASAR & KARLS,
Ármúla 28, sími 81315.
Volvo stution G.L. 1973 til sölu
ekinn 3000 km, skipti á samskonar bifreið í dökk-
um lit, árg. ’70—'12 æskileg. Þeir sem áhuga hafa
sendi uppl. til Mbl. merkt: „8027“, fyrir 18. maí.
Lokað á mánudaginn
14. maí frá kl. 1—4 vegna jarðarfarar.
K. EINARSSON & BJÖRNSSON
VERZLUNIN DYNGJA
Laugavegi 25.
óblandinnar ánægju og einnig
var sérstaklega tekið eftir lag-
inu „Ó, dalur, hlið og hólar“ eft
ir Mendelssohn fyrir sakir vand
aðs söngs karlaraddanna. Fleiri
lög mætti nefna eins og t.d. stil-
blómið „Though Philomela lost
he<r love“ eftir Thomas Morley
sem kvennakórinn gerði dágóð
skiil.
Nokkuð áberandi lýti á heild-
arsvip tónleifcanna voru hversu
hendinjgarlokum var ábótavant.
Skyldi maður sízt ætla að þeir,
sem lifa hinu heilnæma sveita-
lífi í faðmi náttúrunnar, hræðist
þögnina . . . Benda má á lögin
„í furuiskóginum" eftir Peterson
og „Á sæinn bræður sigldu
tveir" eftir Gunnajr Reyni, þar
sem hendingarmörk runnu þvl
sem næst saman. Orð eins og
„tveir" og ,,beið“ urðu að „tvei
. . .“ og „bei . . .“ Má auðveld-
lega lagfæra svona nokkuð með
því að taka lífinu með jafnaðar-
geði og gildir það jafnt um söng
fólk og söngstjóra; að gefa sér
tíma. Textaframburður var að
öðru leyti skínandi góður.
Minnisstæð verður látlaus en
tilfinningarík túlkun Ágústs
Guðmundssonar á negrasálmin-
um „Varstu hjá“, en þessi ungi
söngvari hefur hlotið i vöggu-
gjöf fádæma fagra tenórrödd,
sem hann beitir af snilld. Sömu
sögu er að segja um söng Er-
lings Loftssonar, sem og flutn-
ing karlakórsins yfirleitt. Söng-
skemmtun þessari lauk með
sveitasælutraili (Pastoral) eftir
Bizet og ekki að ástæðulausu.